Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 34
■ ■ TÓNLEIKAR 16.00 Mozart fyrir sex. Óperu- söngvararnir Hulda Björk Garðarsdótt- ir, Sesselja Kristjánsdóttir og Davíð Ólafsson flytja verk eftir Mozart ásamt Chalumeaux-tríóinu í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. 20.00 Á fyrstu tónleikum Kamm- ermúsíkklúbbsins á þessu starfsári flyt- ur Eþos-kvartettinn ásamt Þórunni Ósk Marínósdóttur lágfiðluleikara og Monu Sandström píanóleikara verk eftir Jón Ásgeirsson, Mozart og Dvorak. Tónleik- arnir verða haldnir í Bústaðakirkju. ■ ■ LEIKLIST 14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 14.00 Lab Loki sýnir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu barnaleik- ritið „Baulaðu nú...“ Dagur í lífi Kristín- ar Jósefínu Páls. 14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren verður á Stóra sviði Borgar- leikhússins. 17.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Grease í Borgarleikhúsinu. 21.00 Björk Jakobsdóttir flytur einleik sinn, Sellófon, í Iðnó. ■ ■ LISTOPNANIR 14.00 Þýski myndlistarmaðurinn Rolf Bier sýningu á verkum sínum í GUK+ undir yfirskriftinni Hvernig er hægt að lengja dvölina. Sýningin verð- ur opnuð klukkan 14 í garði á Selfossi, klukkan 16 í skúr í Lejre, Danmörku og einnig klukkan 16 í eldhúsi í Bremen, Þýskalandi. Rolf Bier verður sjálfur við- staddur opnunina í Bremen. Sýningin stendur til 2. nóvember. ■ ■ SKEMMTANIR 16.00 Rekstrarsjón með línudansi á Hótel Borg. Kaffi og terta innifalið í 1.950 kr. aðgangseyri. 20.00 Caprí-tríó leikur fyrir dansi í Ásgarði, Glæsibæ. KK og Maggi Eiríks eru með tón- leika á Kaffi Krók, Sauðárkróki. Hljómsveitin Dans á rósum frá Vest- mannaeyjum skemmtir á Odd-Vitanum, Akureyri. Blues Binns á Vídalín. ■ ■ ÚTIVIST 10.00 Dagsferð Ferðafélags Ís- lands. Gengið verður á Botnssúlur nán- ar til tekið á Syðstusúlu. Gangan hefst við Svartagil og endar í Botnsdal. Áætlað er að gangan taki 6 til 7 tíma, hækkun 1000 m. Fararstjóri Höskuldur Frí- mannsson. 11.00 Safnaganga um miðbæ Hafnarfjarðar. Lagt verður af stað í húsa- göngu frá Smiðjunni Strandgötu 50 og gengið á milli safnahúsanna í fylgd Kristjáns Bersa Ólafssonar. Gangan er í boði Byggðasafns Hafnarfjarðar. ■ ■ FUNDIR 13.30 Í tilefni af alþjóðadegi Alzheimerssjúklinga gengst félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimer- sjúkra og heilabilaðra á Norðurlandi fyrir fræðsludegi á Akureyri að Skipagötu 14 í Alþýðuhúsinu, 4. hæð. 15.00 Í tilefni af alþjóðadegi Alzheimerssjúklinga verður fundur í húsi Pharmanor að Hörgatúni 2, Garða- bæ. Andrés Ragnarsson sálfræðingur flytur erindi og Soffía Egilsdóttir félags- ráðgjafi ræðir um starfið. Spurt og spjall- að undir hlöðnu kaffiborði. ■ ■ DANSLIST Mæja, myndlistarkona, sýnir málverk sín í Hitaveitu Suðurnesja í Hafnarfirði en sýningin ber heitið Losti & Þrá. Sýn- ingin er opin alla virka daga kl. 8-16. ■ ■ SÝNINGAR Yfir bjartsýnisbrúna - Samsýning alþýðulistar og samtímalistar nefnist sýning sem Listasafn Íslands hefur unn- ið í samstarfi við Safnasafnið á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð. Hér leiða sam- an hesta sína tuttugu og fimm lista- menn sem ýmist kenna sig við alþýðu- list eða samtímalist. Sýningin verður í Hafnarhúsinu til 2. nóvember. Vögguvísur nefnist innsetning Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wil- sons í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi, sem opnuð verður í dag. Sýningin stendur til 2. nóvember. Elín Hansdóttir myndlistarmaður, sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands nú í vor, sýnir nú verk sín í Gallerí Dvergi, Grundarstíg 21, 101 Rvk. Sýning- in, sem kallast „Big Bird“, er opin fimmtudag til sunnudags kl. 17-19 og stendur til 4.október“. Sýningin UrmUll eftir listakonuna Snjólaugu Guðmundsdóttur stendur yfir í Listasafni Borgarness, sem er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnar- braut 4-6, Borgarnesi. UrmUll er hand- verks- og listíðasýning og eru öll verkin á sýningunni unnin úr ull. Sýningin Grasrót 2003 verður opn- uð í Nýlistasafninu. Að þessu sýna verk sín þau Arndís Gísladóttir, Baldur G. Bragason, Birgir Örn Thoroddsen, Birta Guðjónsdóttir, Bryndís E. Hjálm- arsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Hrund Jóhannesdóttir, Huginn Þór Arason, Hugleikur Dags- son, Magnús Árnason og Rebekka Ragnarsdóttir. Sýningarstjórar eru Dorothée Kirch og Erling T.V. Klingen- berg. Yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) stendur yfir í Listasafni Íslands. Á sýningunni eru yfir 100 verk, málverk og vefnaður, sem varpa ljósi á feril þessa merka brautryðj- enda íslenskrar myndlistar. Sýningin stendur til 26. október. Bubbi, Guðbjörn Gunnarsson, skúlp- túristi og Jóhann G. Jóhannsson, mynd- listar- og tónlistarmaður eru með sam- sýningu í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Sýningin stendur yfir til 28. september og er opin fimmtudaga til sunnudags kl. 14-18. Þrjár einkasýningar eru nú í Lista- safni Kópavogs-Gerðarsafni. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er í Austursal með sýninguna Skraut/Kjöraðstæður þar sem hann sýnir skúlptur- og ljósmynda- verk. Sýning Katrínar Þorvaldsdóttur í vestursal heitir Borðhald/Ef ég segi þér hver ég er þá gleymir þú hver ég var. Á neðri hæð safnsins opnar Olga Berg- mann í samstarfi við stofnun Dr. B sýn- inguna Náttúrugripasafn. Sýningarnar standa til 5. október. Safnið er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 nema mánu- daga. Vögguvísur nefnist innsetning Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wil- sons í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi, sem opnuð verður í dag. Sýningin stendur til 2. nóvember. Í Sverrissal Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á málverkum Krist- bergs Péturssonar. Sýningunni lýkur 6. október. Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir sýna á Kjarvals- stöðum í tengslum við listahátíðina List án landamæra. Ingiríður Ólafsdóttir sýnir textílverk í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Mið-mán 11-17 til 6. októ- ber. Sýning Ingu Jónsdóttur stendur yfir í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ við Freyjugötu. Sýninguna nefnir hún Ryk. Í Arinstofu stendyr yfir sýning á verkum Kristins Péturssonar og nefnist hún Töfratákn. Teikningar sjö til sextán ára barna í Hafnarfirði og hugmyndir þeirra um vinabæjarsamstarf Hafnarfjarðar og Cuxhaven eru sýndar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Sýningin stendur til 6. október. María Guðnadóttir er með mynd- listarsýningu á Kaffi Expresso í Spöng- inni Grafarvogi. Sýningin stendur frá til 7. október. Safn, samtímalistasafn á Laugavegi 37, er opið miðvikudaga til föstudaga frá kl 14-18 en til 17 laugardaga og sunnu- daga. Sýningin „Safneignin og samtíminn“ í Listasafni Árnesingaer opin milli 14 og 18. Síðasti sýningardagur er á morg- un. Aðgangur er ókeypis. JÓN PÁLL EYJÓLFSSON Besta laugin er í viðgerð núnaen það er gamla Sundhöllin í Keflavík,“ segir Jón Páll Eyjólfs- son leikari. „Þar lærði ég að synda og þetta er mjög heimilis- leg laug. Hún er alveg niðri við sjó og sem gutti fór maður með blautt hárið og lék sér í klettunum fyrir aftan laugina.“ Jón Páll leik- ur um þessar mundir í Grease og íslenska gamanleikritinu Ráða- lausir menn í Tjarnarbíói: „Á milli leiksýninga dýfi ég mér stundum í pottana í Laugardaln- um.“ Bestalaugin 34 21. september 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 23 24 SEPTEMBER Sunnudagur N útímamyndlist og alþýðulist hafa löngum þótt andstæðir pólar í myndlist og eiga fátt sam- eiginlegt. Myndlistarmaðurinn og safnstjórinn Níels Hafstein er bjartsýnn maður og fer létt með að brúa þetta óbrúanlega bil á sýningu sem opnuð var í gær í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsinu. Á sýningunni gætir ýmissa grasa. Þarna eru verk eftir marga þekkta listamenn af yngri kyn- slóðinni innan um algerlega óþekkt alþýðufólk sem hefur ára- tugum saman stundað list sína í kyrrþey. Níels á sjálfur hæg heimatökin með að velja verk alþýðulista- manna á sýninguna. Hann er for- stöðumaður Safnasafnsins á Sval- barðsströnd, þar sem hann hefur markvisst sankað að sér verkum eftir alþýðulistamenn víða um land með stuðningi hins opinbera. „Smám saman höfum við verið að víkka út svæðið, fara meira inn til dala og út af þjóðveginum. Oft finnst fólki þetta ekki merkilegt sem það er að gera,“ segir Níels. „Margir verða furðu lostnir þegar allt í einu bankar upp á hjá þeim maður frá listasafni sem reiðir fram fé og vill fá að kaupa af þeim listaverkin.“ Hann segir þess dæmi að fjöl- skyldur hafi kallað saman fund um það hvernig eigi að bregðast við manninum frá listasafninu, sem er að gera at í gamla frænd- anum. Níels er ekki síður heima í nú- tímalistinni og er meðal annars einn af stofnendum Nýlistasafns- ins. Hann segir lærða myndlistar- menn vera að nálgast æ meir jað- arlist alþýðunnar. „Þeir eru farnir að leita meira til upprunans, taka fyrir þjóðsög- ur og sagnir, minni og hefðir.“ Hann tekur samt fram að nú- tímalistamenn séu ekkert að búa til alþýðleg verk neitt sérstaklega í þeim tilgangi að vera alþýðlegir. „Þeir eru bara svona blátt áfram í þessu eins og allir aðrir. Þess vegna fannst mér kominn tími til að alþýðulistin kæmi inn í svona stórt rými þar sem hún mætti lærðu listinni á jafnréttisgrund- velli.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ MYNDLIST Yfir bjartsýnisbrúna NÍELS HAFSTEIN Teflir saman alþýðulist og nútímalist í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Hasarmyndin Bad Boys komleikstjóranum Michael Bay og leikurunum Will Smith og Martin Lawrence á kortið. Bay hefur verið að sprengja hluti í tætlur fyrir framleiðandann Jerry Bruckheimer síðan þá, Smith hefur átt misgóða daga en leiðin hefur legið stöðugt niður á við hjá Lawrence. Það þarf því engan að undra eð leikararnir hafi viljað hverfa aftur til fortíð- ar og endurtaka leikinn frá 1995. Þeir sem kunnu að meta þá mynd vita upp á hár að hverju þeir ganga í Bad Boys II enda hef- ur Bay ekki séð ástæðu til að breyta formúlunni sem saman- stóð af hrærigraut spennu og gríns. Bay kann fátt annað en að drepa fólk með látum, sprenging- um, árekstrum, skotbardögum og öðru slíku. Sagan er þynnri og ófyndnari en í fyrra skiptið og hafi einhver neisti verið á milli aðalleikarana árið 1995 er hann dauður nú. Bay breiðir yfir þessa galla með því að stíga allt í botn þannig að önnur eins keyrsla hefur ekki sést í bíó lengi. Þetta skilar tilætluðum ár- angri framan af og maður unir sæll við sitt þó maður viti varla hvað sé í gangi. Bay gengur þó því miður of langt og þegar Mi- ami-löggurnar fara í herleiðangur til Kúbu er manni öllum lokið. 147 mínútur af innihaldslausum sprengingum, byssubardögum, fáklæddum gellum og testó- steróntröllum að hnykla vöðvana eru bara of mikið af því góða. Þórarinn Þórarinsson. UmfjöllunKvikmyndir BAD BOYS II Leikstjóri: Michael Bay Aðalhlutverk: Martin Lawrence, Will Smith Of stór skammtur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.