Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 4
4 21. september 2003 SUNNUDAGUR Á að aðskilja ríki og kirkju? Spurning dagsins í dag: Hefur haustið tekið völdin? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 30,7% 54,9% Nei 14,4%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Gatnagerð í Kópavogi: Bæjarráð hafnar opnu útboði í Fagraþingi SVEITARSTJÓRNIR Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi minnihluta Sam- fylkingar í Kópavogi, vill að bær- inn upplýsi hvernig staðið var að vali fjögurra verktaka sem fá að taka þátt í lokuðu útboði um gatnagerð í götunni Fagraþingi. Eitt fyrirtækjanna, Klæðning ehf., er í eigu Gunnars I. Birgis- sonar, forseta bæjarstjórnar. Hin fyrirtækin eru Loftorka ehf., Arnarverk ehf. og JVJ ehf. Um er að ræða 300 metra götukafla sem úthlutað hef- ur verið lóðum við. Bæjarráð sam- þykkti ósk fram- kvæmdadeildar um lokað útboð en felldi tillögu Flosa um opið út- boð. Gunnar sat ekki fundinn. Í apríl á þessu ári hafnaði bæjarráðið hins veg- ar sambærilegri beiðni frá deild- arstjóra tæknideildar bæjarins að tillögu Flosa. Tæknideildin vildi þá efna til lokaðs útboðs á jarðvegsvinnu við félags- og bún- ingsaðstöðu HK í Fossvogsdal. Til að flýta verkinu yrði fjórum tilteknum fyrirtækjum boðin þátttaka. Þeirra meðal var Klæðning ehf. Eftir að Gunnar vék af fundi við afgreiðslu máls- ins samþykkti bæjarráð tillögu Flosa um að útboðið yrði opið. ■ Hætta ekki fyrr en flautan gellur BJÖRGUN Haukur Guðmundsson hjá Íshúsi Njarðvíkur segir félag- ið munu leggja fram tillögur sínar um áframhaldandi björgun togar- ans Guðrúnar Gísladóttur á fundi sem norska strandgæslan hefur boðað á mánudag. „Þeir vilja ræða stöðu og lykt- ir málsins. Við eigum að leggja spilin á borðið fyrir síðasta áfanga. Við reynum að leggja þau þannig fram að fáum að ljúka þessu,“ segir Haukur. Áætlanir um björgun Guðrúnar Gísladóttur hafa fram til þessa allar brugðist. Í augnablikinu er lítið í gangi við skipið. Haukur segir norska kaf- ara, sem unnið hafi að björgun- inni frá því í janúar, hafa þurft að sinna verkefni fyrir Statoil. Þeir séu væntanlegir til baka 26. sept- ember. Útgerðarfélagið Festi átti skip- ið þegar það sökk í fyrrasumar. Norsk yfirvöld eiga kröfu á Festi um 120 milljóna króna greiðslu fari svo að yfirvöldin láti lyfta skipinu eins og þau hafa sagst hugleiða að gera. Festi hefur ósk- að eftir fundi með norskum yfir- völdum á mánudag til að fá botn í stöðuna. Ásbjörn Helgi Árnason, útgerðarstjóri Festar, tjáir sig ekki fyrr en eftir fundinn. Haukur segir að fari svo að norsk yfirvöld ákveði að fjar- lægja skipið sjálf sé Íshúsið úr myndinni. Kröfum yfirvalda vegna björgunar verði beint að Festi. Yfir 170 milljónir króna sem þegar hafi verið settar í verkið af björgunarmönnum tap- ist. Kostnaður sé hins vegar orð- inn á þriðja hundrað milljónir króna. Skuldir séu því umtals- verðar. Af skuldunum séu um 50 milljónir króna vegna kafara- þjónustu. Köfurunum hafi þó þegar verið greiddar 64 milljónir. Að sögn Hauks eru það hags- munir allra að björgunarliðið fái að halda áfram sínu verki: „Annars tapa allir sem að þessu koma sinni vinnu og pening- um. Það er minn skilningur að það sé sameiginlegt markmið okkar og kafarafyrirtækisins að ljúka verkefninu. Framlög sem áttu að koma skiluðu sér ekki og það er peningaleysið sem hefur stoppað okkur. En við hættum ekki fyrr en við erum flautaðir út af,“ segir Haukur. gar@frettabladid.is Ný og skæð tölvuveira: Swen@MM erfiður TÖLVUR Tölvuveiran Swen hefur á nokkrum sólarhringum náð mik- illi útbreiðslu. Um er að ræða tölvuorm sem dreifist með tölvu- pósti og á skjalaskiptasvæðum eins og Kazaa, en pósturinn sem viðtakandi fær virðist koma frá Microsoft. Veiruvarnarsérfræðingar segja að Swen hafi svipaða eigin- leika og SoBig-ormurinn, sem varð útbreiddasti tölvuormur sögunnar á örfáum vikum. Skað- inn sem Swen veldur er að orm- urinn virðist ræna ýmsum upp- lýsingum sem er að finna á sýkt- um tölvum. ■ Landsvirkjun sækir um leyfi við Norðlingaöldu: Umsóknin send í ágúst ORKUBÚSKAPUR Landsvirkjun hefur sótt um leyfi iðnaðarráðuneytis- ins til að virkja við Norðlingaöldu þannig að lónhæð þar verði 568 metrar yfir sjávarmáli. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Lögbirtingablaðsins. Skeiða- og Gnjúpverjahreppur hefur hafnað að lónhæðin verði meiri en 566 metrar. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir leyfisum- sókn Landsvirkjunar reyndar hafa verið lagða fram áður en sveitarstjórnin tók ákvörðun sína og áður en Landsvirkjun afréð í kjölfarið að fresta framkvæmd- um við Norðlingaöldu. „Framkvæmdinni var frestað en ekki hætt við hana og undir- búningi er haldið áfram. Þetta er gert með fullri vitund sveitar- stjórnarmanna og annarra,“ segir Þorsteinn. Upplýsingafulltrúinn bendir á að niðurstöðu setts umhverfisráð- herra, Jóns Kristjánssonar, um að heimila lónhæð í allt að 568 metr- um hafi ekki verið áfrýjað: „Hvað varðar mat á umhverfisáhrifum er gild heimild fyrir þessari fram- kvæmd í tíu ár.“ ■ EGILSSTAÐIR Starfsmenn Impregilo eru farnir að venja komur sínar þangað um helgar. Heimsóknir starfsmanna Impregilo til Egilsstaða: Mikil lyftistöng EGILSSTAÐIR Sunnudagur er frídag- ur fyrir flesta þá erlendu starfs- menn sem starfa við Kárahnjúka- virkjun. Fer þeim fjölgandi sem sækja þá til Egilsstaða til tilbreyt- ingar frá hversdagsleika vinnu- búðanna við Kárahnjúka. „Þetta er svo sannarlega mikil lyftistöng fyrir samfélagið hér,“ sagði Olga Óla Bjarnadóttir, sem rekur veitingastaðinn Café Niel- sen. „Þeir hafa mikið komið hing- að og hafa verið einstaklega kurt- eisir og ég ber þeim góða söguna.“ Olga sagðist hafa ákveðið vegna aukinna viðskipta að hafa opið í vetur en það hefur hún ekki gert í langan tíma. „Það er kominn grundvöllur fyrir slíku í dag. Eitt- hvað verða mennirnir að hafa fyr- ir stafni þessa fáu frídaga sem þeim áskotnast.“ Lögreglan á Egilsstöðum segir að engin teljandi vandræði hafi skapast við heimsóknirnar. „Ein- hver pirringur hefur verið í ein- staka mönnum en það hefur hvorki verið mikið né alvarlegt,“ sagði Jón Þórarinsson varðstjóri. ■ EYÐILEGGING Fjöldi húsa eyðilagðist í strandbæjum Norður-Karólínu en flestir íbúarnir höfðu yfirgefið svæðið áður en fellibylurinn gekk yfir. Eyðileggingin blasir við: Milljónir án rafmagns BALTIMORE, AP Hreinsunaraðgerðir eru hafnar á austurströnd Banda- ríkjanna þar sem fellibylurinn Isabel gekk yfir. Enn er raf- magnslaust á milljónum heimila og er áætlað að viðgerðir muni taka allt upp í viku. Staðfest dauðsföll af völdum veðurofsans eru orðin 23. Mikil eyðilegging blasti við meðfram strönd Norður-Karólínu þar sem brim og snarpur vindur brutu bryggjur og skemmdu fjölda húsa. Enn er verið að safna upplýsingum um afdrif þeirra 4.000 íbúa á svæðinu sem ekki fóru að ráðum yfirvalda um að yf- irgefa heimili sín. Vindhraði Isabel hafði fallið úr rúmlega 40 metrum á sekúndu niður í 13 metra þegar óveðrið gekk yfir Kanada á föstudags- kvöld. ■ Bill Clinton: Afhjúpaði minnismerki SREBRENICA, AP Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, afhjúpaði minnismerki um átta þúsund mús- lima sem myrtir voru í Srebrenica af hersveitum Bosníu-Serba í júlí 1995. Fjöldamorðið er talið hið versta í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Tildrög þess voru mikill álitshnekkir fyrir Sameinuðu þjóðirnar því Srebren- ica var yfirlýst friðarsvæði undir vernd hersveita á vegum SÞ. Hol- lenskir friðargæsluliðar aðhöfð- ust ekkert á meðan morðin fóru fram. Þessi atburður í Srebrenica varð til þess að augu heimsins beindust í auknum mæli að ófrið- arsvæðinu. Þeir sem lifðu af árás- ina buðu Bill Clinton til athafnar- innar vegna þáttar hans í lyktum stríðsátaka á Balkanskaga í for- setatíð sinni. ■ BORGARBYGGÐ BYGGI Á BIFRÖST Rektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst hefur óskað eftir þátttöku Borgarbyggðar í hlutafélagi um byggingu rannsóknarhúsnæðis og nemendaíbúða á Bifröst. Bæjar- stjóra hefur verið falið að ræða við rektorinn. BORGARFJORDUR.COM Heimasíð- an borgarfjordur.com hefur verið opnuð. Þar er að finna kynningar- vef sveitarfélaganna Borgar- byggðar og Borgarfjarðarsveitar. Leifar stærsta nagdýrs sögunnar: Þriggja metra há rotta LÍFRÍKI Leifar af stærsta nagdýri sem uppi hefur verið hafa fund- ist í Suður-Ameríku. Nagdýrið, sem hefur hlotið latneska heitið Phoberomys pattersoni, er talið hafa verið tæpir þrír metrar á hæð og sjö hundruð kílóa þungt. Dýrið er talið hafa átt sér heim- kynni í regnskógum í Venesúela fyrir um átta milljónum ára. Til samanburðar var hin útdauða nagdýrstegund tíu sinnum stærri en stærstu núlifandi nagdýr og um tvö þúsund og fimm hundruð sinnum stærra en venjulegar rottur. Vísindamenn segja að þar sem Suður-Ameríka hafi lengst af ver- ið aðskilin frá öðrum heimsálfum hafi fjölbreytilegt lífríki þróast þar fyrr um tíð, líkt og raunin er með Ástralíu. Talið er að Suður- Ameríka hafi tengst Norður-Am- eríku fyrir um átta milljónum ára. Þetta olli miklum breytingum á plöntulífi og loftslagi og í kjölfar- ið dóu margar dýrategundir út. ■ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Fyrrverandi eigandi togarans Guðrúnar Gísladóttur, Útgerðarfélagið Festi, hefur óskað eftir fundi með norskum yfirvöldum vegna ringulreiðarinnar í tengslum við björgun skipsins. Festi er ábyrgt fyrir um 120 milljóna króna björgunarkostnaði kjósi norsk yfirvöld að gang- ast fyrir því að skipið verði fjarlægt af hafsbotni. Björgunarlið við togarann Guðrúnu Gísladóttur er boðað til norsku strandgæslunnar á morgun. Norðmenn vilja sjálfir fjarlægja skipið. Yfir 200 milljóna kostnaður tapast verði verkið tekið af björgunarliðinu. RISANAGDÝR Leifar af stærsta nagdýri sögunnar hafa fundist í Suður-Ameríku. „Við eigum að leggja spilin á borð- ið fyrir síðasta áfanga.“ FLOSI EIRÍKSSON ■ Borgarfjörður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.