Fréttablaðið - 25.10.2003, Side 8
8 25. október 2003 LAUGARDAGUR
Alvarlegt mál
„Ég er farinn að óttast að það
verði löng bið í næsta mót í
frjálsum íþróttum. Nokkrir
frjálsíþróttamenn verða daglega
uppvísir að notkun ólöglegra
efna og það engin smánöfn.“
Hilmar Þ. Guðmundsson um steranotkun
íþróttamanna. DV 24. október.
Völdin eru mín
„Það er afar hæpið að gefa sér
að þeir fulltrúar sem ég hefði
valið hefðu greitt atkvæði með
þessum hætti.“
Ásmundur Hilmarsson, tilsjónarmaður Verka-
lýðsfélags Akraness um fulltrúaval á ASÍ-þing.
Fréttablaðið 24. október.
Karl í krapinu
„Sigurður hefur alltaf verið
óstöðvandi og gerir það sem
honum dettur í hug.“
Jón Pétursson um bróður sinn Ísmanninn.
Fréttablaðið 24. október.
Orðrétt
Bill Clinton gengst fyrir átaki gegn alnæmi:
Þróunarlönd fá
ódýr alnæmislyf
NEW YORK, AP Fjögur lyfjafyrir-
tæki á Indlandi og í Suður-Afríku
hafa samþykkt að selja nokkrum
fátækum ríkjum í Afríku og Kar-
abíahafi alnæmislyf með yfir 70%
afslætti. Bill Clinton, fyrrum for-
seti Bandaríkjanna, hafði milli-
göngu um samninginn.
Lyfjunum verður dreift til níu
landa í Karabíahafi auk Afríku-
ríkjanna Mósambík, Rúanda, Suð-
ur-Afríku og Tanzaníu. Dag-
skammtur af alnæmislyfjum
verður seldur sjúklingum á sem
svarar um það bil 30 íslenskum
krónum. Ráðgjafar á vegum Willi-
am J Clinton forsetasjóðsins leit-
uðu leiða til að lækka verðið í
samvinnu við lyfjafyrirtækin.
Með smávægilegum breytingum
tókst að draga verulega úr auglýs-
inga og dreifingakostnaði. Nokk-
ur iðnríki lögðu fram fé til verk-
efnisins, þeirra á meðal Írland og
Kanada.
Alnæmissamtök um allan heim
hafa fagnað samningnum. Vonir
eru bundnar við það að með þessu
átaki verði hægt að bjarga millj-
ónum mannslífa en eins og staðan
er í dag fær aðeins um 1,25% al-
næmissjúklinga í suðurhluta við-
hlítandi meðferð. ■
Gætu fengið allt að
fjögurra ára fangelsi
SAMRÁÐ Rannsókn Ríkislögreglu-
stjóra á ætluðum samkeppnis-
brotum forráðamanna olíufélag-
anna verður gríðarlega umfangs-
mikil. Þetta er í fyrsta sinn sem
samkeppnisbrot eru rannsökuð af
lögreglu.
Rannsóknin hófst í kjölfar þess
að 21. ágúst skrifaði Ríkissaksókn-
ari bréf til Ríkislögreglustjóra þar
sem embættinu var falið að kanna
hvort ástæða væri að hefja opin-
bera rannsókn á því hvort einstak-
lingar sem störfuðu hjá olíufélög-
unum frá ársbyrjun 1993 til árs-
loka 2001, hefðu gerst brotlegir við
lög. Í framhaldinu skrifaði Ríkis-
lögreglustjóraembættið Sam-
keppnisstofnun bréf þar sem beðið
var um upplýsingar og gögn sem
vörðuðu hugsanleg brot einstak-
linganna. Samkeppnisstofnun út-
vegaði embættinu þá gögn úr
frumskýrslu sinni. Ríkislögreglu-
stjóri taldi að þau gögn væru ekki
fullnægjandi. Þá var farið fram á
frekari gögn og sendi Samkeppnis-
stofnun Ríkislögreglustjóra þá
gögn frá síðari hluta athugunar
sinnar og þegar öll þessi gögn voru
tekin til athugunar þótti vera rök-
studdur grunur til að hefja opin-
bera rannsókn. Rannsóknin er nú
hafin eins og Fréttablaðið greindi
frá í gær og nokkrir hafa þegar
verið yfirheyrðir.
Samráð í útboðum
Rannsókn Samkeppnisstofnun-
ar á olíufélögunum hófst með hús-
leit í höfuðstöðvum olíufélaganna,
skömmu fyrir jólin árið 2001. Lagt
var hald á gífurlegt magn af gögn-
um. Mikið var lagt í rannsóknina
og var gerð frumskýrsla fyrr á
þessu ári. Fréttablaðið greindi ít-
arlega frá atvikum úr frum-
skýrslu Samkeppnisstofnunar í
sumar. Í henni kemur fram að ol-
íufélögin höfðu samráð um útboð
vegna Ísals, lögreglunnar, Ríkis-
kaupa, Reykjavíkurborgar, Vest-
mannaeyjabæjar, Landssímans,
Flugleiða og Landhelgisgæslunn-
ar auk margra annarra fyrir-
tækja. Ekki er kveðið upp úr um
það í hve mörgum tilfellum sam-
ráðið leiddi til samninga um elds-
neytiskaup. Vekur athygli að með-
al þeirra sem samráð var haft um
að ákvarða tilboð í voru Reykja-
víkurborg og dómsmálaráðuneyt-
ið en á meðal grunaðra í málinu
nú eru borgarstjórinn í Reykjavík
og eiginmaður fyrrverandi dóms-
málaráðherra.
Símbréf og tölvuskeyti stað-
festa grun
Samkeppnisstofnun telur full-
víst að olíufélögin hafi fundað
reglulega vegna þeirra útboða
sem fyrirtæki sendu frá sér
vegna eldsneytiskaupa. Fjöldi
gagna fannst við húsleit í höfuð-
stöðvum félaganna í desember
2001. Þeirra á meðal eru símbréf
og tölvuskeyti sem staðfesta að
mati Samkeppnisstofnunar að
grunsemdir hafi verið á rökum
reistar.
Samkvæmt þessum gögnum
höfðu félögin gjarnan þann hátt á
að ákveða á fundum sínum hvert
þeirra fengi viðskiptin en síðan
var samið um að hin félögin tvö
fengju ákveðinn bita af þeirri
köku í gegnum skiptisamninga.
Þannig virti samráðshópurinn
ákveðin landamæri svo sem að
þetta eða hitt fyrirtækið tilheyrði
einhverjum þeirra þriggja. Fyrir-
fram var ákveðið hve mikið það
félag sem hreppti hnossið myndi
greiða hinum félögunum af hverj-
um seldum lítra.
Samráð á mörgum stigum
Miðað við þær upplýsingar
sem fram komu í frumskýrslunni
þegar þær eru bornar saman við
bréf sem olíufélögunum var sent
um sakarefnin í sumar, má ætla
að í síðari skýrslu Samkeppnis-
stofnunar sé fjallað um fjölmarga
þætti svo sem almennt verðsam-
ráð á eldsneyti, gasi, smurolíu,
frostlegi og rúðuvökva og mark-
aðsskiptingu og samráð á einstök-
um landssvæðum og um að reyna
ekki að ná til sín viðskiptum frá
öðru olíufélagi. Eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst eru ekki
síður athyglisverðar upplýsingar
um samráð í síðari skýrslunni en
hinni fyrri.
Hámarksrefsing við brotum á
Samkeppnislögum er fjögurra ára
fangelsi. Það má því ljóst vera að
ef sú skoðun Samkeppnisstofnun-
ar sem fram kemur í frumskýrsl-
unni er rétt og síðari skýrsla
stofnunarinnar og rannsókn Rík-
islögreglustjóra höggva í sama
knérunn mega margir búast við
dómum og félaganna þriggja
gætu beðið himinháar fjársektir.
Þegar málið kom fyrst upp
ákvað stjórn Olíufélagsins Esso
strax að taka málið í sínar hendur
og sýna stjórnvöldum sam-
starfsvilja við að upplýsa málið.
Þannig getur félagið samkvæmt
samkeppnislögum fengið allt að
50% afslátt af þeim sektum sem
Samkeppnisráð getur ákvarðað.
Olís sem kom næst fram getur
fengið 30% afslátt af sektum og
Skeljungur allt að 20% í afslátt en
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur Skeljungur sýnt
rannsóknaraðilum mesta mót-
stöðu í málinu.
khg@frettabladid.is
BARÁTTUMAÐUR
Bill Clinton fannst hann ekki hafa staðið
sig nógu vel í að berjast gegn alnæmi
þegar hann gegndi embætti forseta
Bandaríkjanna.
Drukkinn ökumaður:
Ók gegnum
garðvegg
LÖGREGLUFRÉTTIR Ökumaður sinnti
ekki stöðvunarmerki lögreglunnar
í Vestmannaeyjum þar sem hún
var að hraðamæla í fyrrinótt. Lög-
reglan fór á eftir ökumanninum
sem endaði ferðina með því að
keyra í gegnum garðvegg á gatna-
mótum Bessabrauta og Brimhóla-
brautar.
Eftir áreksturinn hljóp ökumað-
urinn sem reyndist vera ölvaður á
brott undan vörðum laganna. Fjór-
ir farþegar voru í bílnum og voru
tveir þeirra fluttir með minnihátt-
ar meiðsl undir læknishendur.
Skömmu síðar gaf ökumaðurinn
sig fram við lögreglu. ■
Hámarksrefsingar einstaklinga fyrir samkeppnisbrot eru fjögurra ára fangelsi. Rannsókn Ríkis-
lögreglustjóra er sjálfstæð og byggir á gögnum og upplýsingum frá Samkeppnisstofnun um sam-
ráð við útboð og almennt verðsamráð. Símbréf og tölvuskeyti benda til sektar.
OLÍUSAMRÁÐ
Ríkislögreglustjóri hefur hafið sjálfstæða rannsókn en gögn frá Samkeppnisstofnun
gáfu rökstuddan grun um refsiverða háttsemi æðstu stjórnenda olíufélaganna.
FÁ ATKVÆÐISRÉTT Fulltrúar
sókna fá atkvæðisrétt í málum
Hjálparstarfs kirkjunnar til við-
bótar við kjörna fulltrúa pró-
fastsdæma ef tillaga um breytta
skipulagsskrá stofnunarinnar
nær fram að ganga á ársfundi
stofnunarinnar í dag. Þar verða
einnig kynnt ný verkefni í Afr-
íku.
■ Hjálparstarf
Módel IS 1000
3+1+1
verð áður
265.000,-
Verð nú
198.000,-stgr.
3+2+1 verð
áður 285.000,-
Verð nú
219.000,-stgr.
Litir:
Koníaksbrúnt,
Antik-brúnt og ljóst
Einnig til sem horn-
sófar, svefnsófar og
hornsófar með
svefnsófa.
gæða húsgögn
Bæjarhrauni 12, Hf.,
sími 565-1234
Opið virka daga 10-18
laugardaga 11-16
sunnudaga 13-16
Stórglæsileg ítölsk leðursófassett
67.000,- króna afsláttur
FROSTRÓS
Vetur konungur kom snemma
til Austurríkis í ár.
Snjókoma í Austurríki:
Miklar tafir
á umferð
VÍN, AP Rafmagn fór af þúsundum
heimila þegar fyrsti snjórinn féll í
Austurríki á þessum vetri. Miklar
tafir urðu á umferð og er að
minnsta kosti eitt banaslys rakið
til snjókomunnar. Í höfuðborginni
Vín hefur ekki fallið snjór svo
snemma vetrar í yfir 60 ár.
Mest var snjókoman í suðaust-
urhluta landsins. Hraðbraut vest-
an við Vín var lokuð í þrjár
klukkustundir eftir árekstur
nokkurra flutningabíla sem marg-
ir voru enn á sumardekkjum.
Karlmaður lést þegar hann missti
stjórn á bílnum sínum og rakst á
umferðarskilti skammt frá borg-
inni Graz. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI