Fréttablaðið - 25.10.2003, Side 14
14 25. október 2003 LAUGARDAGUR
■ Bréf til blaðsins
Bjúrókratismi og barnadauði
Nú um helgina stendur yfir ráð-stefna sem ber yfirskriftina
Iceland Model UN. Þetta er hermi-
líkan af Sameinuðu þjóðunum og
kynnir þátttakendum heim milli-
ríkjasamskipta og samningavið-
ræðna. Þar setur ungt fólk víðsveg-
ar úr heiminum sig í spor sendi-
herra aðildarríkja SÞ, ræðir nokkur
af þeim fjölmörgu málum sem eru á
dagskrá SÞ.
Efst á baugi verður án efa örygg-
isráðið og deilur innan þess í sam-
bandi við Íraksstríðið. En af nógu er
að taka og Íraksstríðið er aðeins
dropi í hafið miðað við vandamál
heimsins. Það væri mjög fróðlegt
og skemmtilegt ef þetta módel sem
er sett upp hérna myndi hafa kjark
og þor til þess að benda á og beita
kröftum sínum í aðrar áttir en
Íraksstríðið eitt og sér. Um það bil
400 hundruð sambærilegar ráð-
stefnur eru haldnar á ári hverju og
standa þær í nokkra daga, sú ís-
lenska fimm. Því er ljóst að ef svona
ráðstefna á að vekja athygli og
koma einhverju til skila verður hún
að færa fram eitthvað markvert.
Tillögur til úrbóta
Til dæmis væri tilvalið að ráð-
stefnan myndi beita sér fyrir að-
gerðum í Afríkulýðveldinu Kongó
en þar er áætlað að minnsta kosti
3,3 milljónir manna hafi látist sök-
um styrjalda, flestir úr hung-
ursneyð og sjúkdómum, síðan í
ágúst 1998. Jafnframt hafa 2,25
milljónir manna hrakist frá heimil-
um sínum og margir hverjir í óra-
fjarlægð frá hjálparstofnunum.
Ennfremur er meðferð barna í
Kongó skelfileg en tugþúsundir
barna eru kvaddar í stjórnarherinn
til að berjast í blóðugri borgara-
styrjöldinni og stjórnarandstæðing-
ar gera slíkt hið sama.
Og meira af börnum. Um 4.500
börn dúsa nú í fangelsum í Pakistan
og um 3000 þeirra eru þar án dóms
og laga. Börn alveg niður í átta ára
aldur bíða mánuðum og jafnvel
árum saman eftir réttarhaldi.
Pakistan undirritaði Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna 1990.
Nú verður spennandi að sjá
hvernig fer og hvernig ályktanir
ráðstefnunnar eiga eftir að hljóða.
Forvitnilegt verður að sjá hvort
fulltrúar Bandaríkjanna beiti neit-
unarvaldi í öryggisráðinu ef ályktað
verður um hryðjuverk Ísraels-
stjórnar en Bandaríkjamenn hafa
oftast allra þjóða beitt neitunar-
valdi í ráðinu eða yfir 70 sinnum.
Það er vonandi að ráðstefnan
verði þeim gagnleg sem hana sitja
og þeir komi sér saman um lausnir
sem eru heiminum til góða en ekki
bjúrókratískt þras sem framlengir
og viðheldur núverandi ástandi eins
og raunin er í hinu raunverulega
ráði. ■
Hugmyndir félagsmálaráð-herra um 90% lán til húsnæð-
iskaupa hafa vakið meiri athygli
en efni standa til enda hefur ráð-
herrann verið duglegur að nefna
að breytingin sé ekki svo mikil
þegar tekið er tillit til þess að
þorri þjóðarinnar hefur nú þegar
rétt á þessum lánum. Sú stað-
reynd þýðir hins vegar að um
helmingur þjóðarinnar er innan
við tekju- og eignamörk og þarf á
aukinni aðstoð hins
opinbera til að fjár-
festa í húsnæði, er
það ekki svolítið
merkilegt! Það sem
vekur meiri athygli
mína en 90% lánin,
er sú stefnubreyt-
ing sem Framsókn-
arflokkurinn fylkir
sér nú um, en hefur
fram að þessu ver-
ið einkenni Sjálf-
stæðisflokksins,
þ.e. séreignastefnan. Nú skal
landinn hvattur með ráðum, dáð-
um og lánum til að fjárfesta í eig-
in húsnæði þó svo að hann muni
ekkert eiga nema skuldirnar
stærstan hluta sinnar starfsævi!
Á síðasta kjörtímabili beitti
ráðherra húsnæðismála sér fyrir
stórauknum framlögum til leigu-
íbúða. Félög og verktakar voru
hvött til að hefja þessa uppbygg-
ingu á valkosti sem svo sárlega
vantaði hér á landi. Það kemur því
verulega á óvart að nú skuli blás-
ið til stórsóknar til skuldaaukn-
ingar íslenskra heimila, eins og
það þurfi eitthvað að bæta í þá
súpu. Maður hlýtur að spyrja af
hverju það er svo mikilvægt að
allir eigi sína eigin íbúð, er ekki
nóg að allir eigi heimili?
Leiga eða kaup
Það hefur lengi loðað við leigu-
markaðinn að vera talinn óstöðug-
ur, ósanngjarn og ómögulegur
fyrir margar sakir svo ekki sé tal-
að um okurleigu. Mörgum finnst
t.d. íbúðir á vegum Búseta vera
með alltof háa leigu. Það er sjálf-
sagt að hafa þá skoðun en þó ekki
sanngjarnt nema að rýna í hvern-
ig leiga er uppbyggð og bera hana
saman við annað val. Það er al-
gengt að sjá leiguverð í dag er
nemur um 1000 krónum á hvern
fermetra. Það þýðir að meðal
þriggja herbergja íbúð kostar um
80.000 krónur á mánuði. Sama
íbúð kostar líklega um 12,5 millj-
ónir króna ef einhver vill kaupa
hana. Fyrir þann sem ekki á neitt
eigið fé í slíka íbúð, fær 90% lán
hjá Íbúðalánasjóði og það sem á
vantar í sínum banka, þýðir það
63.000 á mánuði sem er aðeins af-
borgun fjármagns næstu 40 árin.
Þá er eftir að greiða hússjóð, fast-
eignagjöld, tryggingar og ómæld-
an viðhaldskostnað sem til lengri
tíma litið er vart undir 15.000
krónur á mánuði. Ef flutningar
milli íbúða eru fyrirhugaðir, þá
má reikna með að kostnaður sé
um kr. 300.000-400.000 í hvert
sinn sem greiða þarf fasteignasöl-
um og ríkissjóði í formi þóknunar,
stimpilgjalda o.fl. Kostnaður við
að flytja úr leiguíbúð er aðeins
brot af þeirri upphæð.
Báðir kostir sýnilegir
Og hver er niðurstaðan, á
enginn að kaupa íbúð, allir að
leigja? Það er ekkert einfalt svar
við því hvað sé hagkvæmast, það
er svo margt sem hefur áhrif á
það hvernig fólki finnst best að
leysa sín húsnæðismál. Aðalat-
riðið er að hafa báða kosti sýni-
lega, kaupa eða leigja. Þó má
segja að líkurnar á að kaup borgi
sig minnki með hverri krónu
sem fólk þarf að taka að láni til
að fjármagna kaupin. Þeim fer
fækkandi sem kjósa að kaupa
nýja bíla og vilja frekar hafa þá
á rekstrarleigu. Velja fremur að
keyra um á góðum vönduðum
bílum og láta eigandann, bílaum-
boðin, um að viðhalda þeim. Á
leigumarkaði gilda sömu lögmál,
engin útborgun. Þess í stað
rekstrarkostnaður sem endur-
speglar allan kostnað við rekst-
ur húsnæðis, í einni upphæð,
húsaleiga. ■
Árni Magnússon félagsmála-ráðherra flutti ávarp til fé-
laga í Átaki, sem er hluti af al-
heimshreyfingu fólks með
þroskahömlun, á tíu ára afmæli
félagsins, á Evrópuári fatlaðra
2003. Þar kom m.a.
fram: „Barátta
Átaks gegn for-
dómum er einnig
afar mikilvæg
vegna þess að for-
dómar geta valdið
því að fólk með
þ r o s k a h ö m l u n
njóti ekki þeirra
tækifæra sem
samfélagið býður
upp á, auk þess
sem fordómar geta
haft slæm áhrif á líðan þeirra
sem fyrir þeim verða. Við verð-
um að stuðla að því í samvinnu að
fólk með þroskahömlun njóti
virðingar til jafns við aðra og að
á það sé hlustað. Í þessu sam-
bandi er mikilvægt að fólk með
þroskahömlun þekki réttindi sín
og geti notið þeirra og öruggt sé
að því séu tryggð sömu réttindi
og aðrir njóta í samfélaginu.“
Sjónarhóll er leiðarvísir
foreldra
Sjónarhóll er vettvangur þess
megininntaks er ráðherrann vitn-
ar til. Ekki bara að fólk með
þroskahömlun þekki réttindi sín,
heldur að samfélagið viðurkenni
þær sjálfsögðu skyldur, að allar
fjölskyldur barna með sérþarfir
á Íslandi þekki réttindi sín. Það
er foreldrum áfall þegar barn
greinist með alvarlegan sjúk-
dóm, varanlega fötlun eða önnur
þroskafrávik. Eðlilegar vænting-
ar breytast í áhyggjur og við taka
ófyrirséð verkefni, s.s. greining,
rannsóknir meðferð, upplýsinga-
leit, útvegun hjálpartækja, fund-
ir og viðtöl svo eitthvað sé nefnt.
Mikill tími fer í að fá yfirsýn yfir
og samræma þann stuðning sem í
boði er og foreldrum er oft að
óþörfu vísað frá einum stað til
annars. Fjölskyldulífið fer að
verulegu leyti að snúast um þarf-
ir hins veika barns og umtalsvert
vinnutap með tilheyrandi fjár-
hagsvanda er óumflýjanlegt. Hér
skortir sárlega leiðsögn og stuðn-
ing aðila sem þekkja málin af eig-
in raun og geta með reynslu sinni
veitt foreldrum þá yfirsýn sem
þeim er nauðsynleg til að gera
leitina að réttu úrræði sem stysta
og áhrifaríkasta. Sjónarhóll er
slíkur aðili - ráðgjafarmiðstöð
fyrir fjölskyldur barna með sér-
þarfir.
Beðið eftir svari
Ætla má að hérlendis séu um
4000 til 5000 fjölskyldur barna
með sérþarfir og að málefnið
snerti því um 25 til 30 þúsund Ís-
lendinga. Þá er einungis átt við
nánustu ættingja. Foreldrafélag
barna með AD/HD, Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra, Landssam-
tökin Þroskahjálp og Umhyggja,
félag til stuðnings langveikum
börnum, hafa unnið frá því í byrj-
un árs að undirbúningi stofnunar
ráðgjafarmiðstöðvar fyrir for-
eldra barna með sérþarfir. Ríkis-
stjórn Íslands samþykkti á fundi
sínum 20. maí sl. tillögu Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra
þess efnis að fulltrúar ráðuneyta,
félags-, mennta- og heilbrigðis-
mála tækju upp viðræður við fé-
lögin fjögur. Þegar þetta er ritað,
í byrjun október 2003, hafa rúmir
fjórir mánuðir liðið sem ráðu-
neytin hafa haft mál þetta til
skoðunar.
Svar hefur enn ekki fengist
hvort ríkisvaldið hyggst taka
þátt í mótun þessa tilraunaverk-
efnis Sjónarhóls. Reynsla félag-
anna fjögurra er fyrir hendi.
Stuðningur þeirra, sem spannar
öll frjáls félög barna með sér-
þarfir á Íslandi, er í dag ómetan-
legur. Vonir standa til, að félags-
málaráðherra, Árni Magnússon,
leggi fram tillögur vinnuhóps
ráðuneytanna til ríkisstjórnar,
með hvaða hætti stjórnvöld gætu
komið að þessu framfaramáli í
samvinnu við félögin fjögur.
Landssöfnun 8. nóvember
Starfsemi Sjónarhóls er ætlað
að verða þekkingartorg foreldra
um völundarhús „kerfisins“.
Einskonar „fyrsta hjálp“ um
eðlileg og sjálfsögð mannrétt-
indi. Sjónarhóll er og verður
ávallt óháður vettvangur fyrir
foreldra gagnvart starfandi op-
inberum stofnunum ríkis og
sveitarfélaga, sem skv. lögum
eiga að sinna samfélagslegum
skyldum sínum í þágu borgar-
ana. 7. júní sl. var ráðgjafarmið-
stöðin Sjónarhóll formlega
stofnuð. Miðstöðin verður rekin
af sjálfseignarstofnunni Í góð-
um höndum ses., en að henni
standa áðurnefnd félög. Mörg
hliðstæð félög innan annarra
Norðurlanda horfa til þessa
verkefnis og hvernig til muni
takast hér á landi. Hér er um að
ræða óháð afl, þ.e. vel samstillt
átak félaganna fjögurra, nokk-
urs konar umboðsmaður for-
eldra, við að ná fram réttindum
og handleiðslu fyrir foreldra
barna með sérþarfir, innan sam-
félags okkar.
Þótt vonir standi til að hægt
verði að tryggja Sjónarhóli
samninga við ríki og sveitarfé-
lög er ljóst að starfsemin verður
að verulegu leyti háð frjálsum
framlögum einstaklinga og fyr-
irtækja. Laugardagskvöldið 8.
nóvember nk. verður efnt til
landssöfnunar til styrktar hús-
næðiskaupa Sjónarhóls, með til-
styrk ríkisútvarps - sjónvarps.
Lesandi góður, við leitum til þín
um stuðning. ■
■
...það er svo
margt sem hef-
ur áhrif á það
hvernig fólki
finnst best að
leysa sín hús-
næðismál. Að-
alatriðið er að
hafa báða kosti
sýnilega, kaupa
eða leigja.
■
Starfsemi Sjón-
arhóls er ætlað
að verða þekk-
ingartorg for-
eldra um völ-
undarhús „kerf-
isins“. Einskon-
ar „fyrsta
hjálp“ um eðli-
leg og sjálfsögð
mannréttindi.
Umræðan
Umræðan
GUNNAR
ÖRN
HEIMISSON
■
varaformaður ungra
vinstri grænna skrifar
um Iceland Model UN
Umræðan
GUNNAR
JÓNATANSSON
■
framkvæmdastjóri Bú-
seta skrifar um 90%
húsnæðislán
Umræðan
ARNAR PÁLSSON
■ stjórnarmaður Í góðum höndum ses.
skrifar um ráðgjafamiðstöðina Sjónarhól
Að gefnu
tilefni
Sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson skrifar:
Að gefnu tilefni tel ég rétt aðupplýsa að stuttmynd sú sem
fjallað hefur verið um í tengslum
við þjóðfræðisafnið á Stokkseyri,
sem fengið hefur nafnið Drauga-
setrið, hefur skýran boðskap um
sigur þeirrar trúar sem biskup Ís-
lands hefur nú síðustu dægrin
lagt áherslu á að dugi best í viður-
eign við hið illa í heiminum. Í
mynd þessari leik ég fyrirrennara
minn, sr. Tómas í Villingaholti,
sem tengdist þeim atburðum sem
greint er frá í myndinni. Mynd-
stefið greinir frá því þegar Flóa-
menn nokkrir reyndu í sínum
mannlega mætti - og því án árang-
urs - að kveða niður dauðans öfl
og ákváðu loks að grípa til þess
ráðs sem eitt var eftir, að leita til
kirkjunnar þjóns sem fékk því til
vegar komið að þau öfl viku og
friður færðist yfir.
Í hinum nýja þætti ríkissjón-
varpsins, Pressukvöldi, sl. mið-
vikudag, þar sem biskup Íslands,
herra Karl Sigurbjörnsson, var til
álitsgjafar um hin kirkjulegu og
trúarlegu álitamál samtímans var
hann spurður um hvað honum
þætti um að ég tæki þátt í að leika
prestinn í umræddri stuttmynd.
Svaraði hann þeirri spurningu
svo, að hver og einn þyrfti að gera
það upp við eigin samvisku hvað
hann legði nafn sitt og titil við. Í
ljósi innihalds þessarar myndar
og hinnar kristnu lokaniðurstöðu
og boðskapar tel ég að biskupinn
hefði fagnað aðkomu minni að
þessari mynd ef hann hefði verið
búinn að sjá hana en svo var alls
ekki.
Þjóðsagan sem myndin byggir
á er til í nokkrum útgáfum en hér
er á ferðinni myndræn framsetn-
ing þeirrar safaríkustu sem að
mínum dómi er jafnframt í mest-
um hávegum höfð í hinni munn-
legu geymd í Flóanum. Þemað er
hins vegar sígilt: sigur hins heil-
næma boðskapar kirkjunnar yfir
öflum dauða og myrkurs í líki
drauga og forynja. Þessi öfl eru
enn á sveimi í hinum ýmsu mynd-
um, t.d. fordæminga, vanþekking-
ar og þröngsýni. Óvarlegt er að
næra þau öfl með hálfkveðnum
vísum sem botna má eftir smekk
eða tortryggnisfræjum sem sun-
dra og skemma. Þau virðast ein-
mitt heppilegust á vorri skegg-
lausu og óskáldlegu tíð til að vekja
upp nútímadrauga og hvers konar
háðung. Ég vona að allir kirkjunn-
ar þjónar og þeir sem kristni unna
beri gæfu til að kveða niður alla
drauga og draugagang í hvaða
mynd sem slíkt birtist. ■
Að eiga heimili
eða íbúð
Sælir þeir, er sárt
til finna...