Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 18
18 25. október 2003 LAUGARDAGUR „Ég var í þessu í fjóra eða fimm mánuði og þetta er ömur- legt starf. Ég myndi ekki mæla með þessu starfi við neinn,“ segir ung kona sem vann við símakyn- lífsþjónustu hjá fyrirtæki í Reykjavík. „Það er mikið um að karlar hringi og vilji bara fá fé- lagsskap og kjafta um daginn og veginn. Þeir eru ferlega leiðinleg- ir en ekki samt jafn leiðinlegir og þeir sem eru að segja manni frá fantasíum sínum eins og til dæm- is einn sem tók oft lyftuna í blokk- inni sinni með mæðgum sem bjuggu á sama stað og sá þær tvær fyrir sér vera að gera það á meðan hann væri í lyftunni. Svo fékk maður alls konar viðbjóð frá þessum körlum eins og til dæmis „Ertu með kerti á þér? Viltu troða því inn í þig?“. Ef maður er ekki þess meiri perri þá verður þetta bara ógeðslegt og er hvorki gott fyrir sálina né sjálfsmyndina.“ „Ahh“ og „uhh“ tvisvar Konan segir tekjur sínar af símavændinu ekki hafa verið neitt til að hrópa húrra fyrir er tekið væri tillit til alls álagsins. „Okkur var sagt að við fengjum helminginn af því sem væri hringt inn og svo áttum við að fá einhverjar ákveðnar greiðslur fyrir sögur sem við skrifuðum og ef við læsum þær inn áttum við að fá eitthvað fyrir það. Þetta var samt allt mjög loðið og launaseðl- arnir voru ekki sundurliðaðir þannig að maður vissi eiginlega ekkert hvað maður var að fá borg- að fyrir, alla vega ekki þar sem ég var að vinna. Ég var að fá svona um það bil 40 til 50 þúsund krónur á viku fyrir þetta, sem er náttúr- lega bara bull miðað við vinnutím- ann og annað. Það var þó aldrei vandamál að fá borgað en maður hafði samt alltaf á tilfinningunni að maður væri ekki að fá allt. Við unnum á kvöldin og næt- urnar en þetta var vaktavinna. Við vorum til sex, jafnvel sjö á morgnana ef það var mikið að gera. Álagið jókst til muna eftir að skemmtistöðum lokaði. Svona hálftíma til klukkutíma eftir það fóru allir að hringja, strákar sem náðu sér ekki í stelpur og svoleið- is. Og þá var ekki verið að sækjast eftir spjalli enda voru þetta oft strákpjakkar að prufa og ein- hverjir sem þurftu að fá úr honum fyrir nóttina eða eitthvað. Þeir voru yfirleitt ekki lengi að ljúka sér af. Maður sagði bara „ahhh“ og „uhh“ tvisvar og þeir skelltu á.“ Stúlkunum var þó uppálagt að reyna að halda viðskiptavinunum sem lengst á línunni. „Maður átti auðvitað að reyna sem mest. Mað- ur var hvattur til að vera lengi að og svona, græða aðeins meiri pen- ing. Aðallega fyrir fyrirtækið þó. Ég man nú ekki hvað mínútan kostaði á þessum tíma en þetta þótti mjög dýrt í live tjattinu. En um leið og búið var að sannreyna greiðslukortin fyrir ákveðinni heimild byrjuðu samtölin.“ Með þrjú kíló af nammi Stúlkurnar gengu allar undir ákveðnum gælunöfnum og bjuggu sér sjálfar til persónur sem þær léku í símann. „Við vorum allar með ákveðna persónu og gátum skipt þeim út ef við vildum en yf- irleitt vorum við bara einhver ein ákveðin. Sumar voru að sjálf- sögðu vinsælli en aðrar og eignuð- ust góðan fastakúnnahóp. Þessar feitu voru mjög góðar í þessu og vissu alveg hvað þær áttu að gera. Það er svoldið skrítið. Þær voru rosalega flinkar að lýsa sér, til dæmis „ég er með skapahárin rökuð í hjarta“ eða eitthvað svona sem venjulega vaxnar stúlkur þurfa kannski ekki að hafa fyrir. Þessar feitu hugsuðu meira svona út í smáatriði.“ Þeir sem hringja í símaþjón- ustur sjá vitaskuld stúlkuna á hin- um enda línunnar fyrir sér sem ógurlega kynbombu í ætt við stjörnur klámmyndanna, enda er þeirri blekkingu markvisst við- haldið af þeim sem halda þjónust- unni úti. „Það er algjört bull. Ein var svo feit að ég hélt að það þyrfti hjólastól til að renna henni inn og þær voru bólugrafnar og komu með fjóra lítra af kóki og þrjú kíló af nammi á vaktina. Þetta eru ekki beint stúlkur sem þú vilt fara með á deit.“ Sumir vildu tala um dýr Sauðirnir í hjörðinni sem skipta við símaþjónusturnar eru vitaskuld ansi misjafnir og vinnuveitandi stúlknanna taldi suma þeirra beinlínis hættulega. „Það var sérstaklega einn sem var mjög varasamur og var alltaf að bjóða öllum stelpum að koma upp í sumarbústað með sér og borga þeim sjötíu þúsund kall fyrir, eða eitthvað álíka. Þetta var auðvitað alveg harðbannað og við lokuðum fyrir alla sem hringdu inn og sóttust beint eftir vændi. Við lokuðum líka á barna- níðinga sem vildu að við lékum mjög ungar stúlkur og alla aðra sem misbuðu okkur. Stúlkunum var þó ekki gert að láta vita af slíkum mönnum og ábendingum um þá var til að mynda ekki komið áleiðis til lög- reglu. „Ég man nú bara eftir einu skipti þar sem lögreglunni var blandað í málið og það var vegna eiginmanns sem hringdi inn og keypti þjónustu fyrir 70.000 af greiðslukorti konunnar sinnar. Hún var vægast sagt óhress með það. Annars fór þetta allan skalann og perrarnir komu bara í bland við allt hitt. Þarna komu dýr, menn og börn við sögu og það kom fyrir að menn bæðu okkur um að koma ein- hverju dýri inn í sögurnar sem ég var að segja þeim.“ „Ég er að koma, ég er að koma“ Konan segir að það hafi verið allur gangur á því hvaða tökum hún tók viðskiptavinina. „Annað hvort tók maður bara af skarið ef þetta var mjög feiminn maður og fór þá í einhverja ákveðna rútínu og það var þá oft klámmynda- rútínan með munnmökum fyrst en þeir vanari hringdu nú bara inn með skipanir. Ég hef heyrt eitt- hvað um að sumar hafi alltaf ver- ið með sleikjó við hendina til að búa til soghljóð en mér var kennt að taka í kinnina og hreyfa hana til að búa til skvabbhljóð. Það var ekki talið ráðlagt að við værum einar heima að svara í símann þannig að við vorum með þrjú herbergi og við áttum að vera ein í hverju herbergi en þegar það var mikið að gera vor- um við tvær. Það var mjög erfitt, annað hvort þurfti hin að koma með og vera í threesome eða við þurftum að bíða, halda fyrir tólið og svoleiðis.“ Viðskiptavinirnir eru mis- jafnlega eftirminnilegir. „Ég man mest eftir þeim sem mér fannst fyndnir. Ég held að ég sé bara búin að loka á allar ógeðs- legustu minningarnar. Þegar ég var að byrja talaði alltaf einn við mig í skilaboðum en þá sendi hann skilaboð og ég svaraði. Þetta var aðeins ódýrara en læf- ið. Þetta var mjög fyndið en þeg- ar hann var að fáða heyrðist alltaf „komdu með mér, komdu með mér“ og ég svaraði alltaf „ég er að koma, ég er að koma“ þó hann hafi sjálfsagt verið löngu búinn þegar hann fékk skilaboðin. Svo var annar sem hringdi einu sinni. Hann var út- lendingur sem talaði ágæta ís- lensku. Hann talaði í fjóra tíma en hafði að vísu enga hugmynd um hvað þetta kostaði.“ Konan er alveg hætt afskipt- um af símaþjónustu og segist ekki hafa hugmynd um hvort það sé mikið að gera í þessu í dag. „Ég pæli ekki í því og hef ekki áhuga. Ég fékk algert ógeð á þessu. Þetta er ömurlegt og ég var afhuga karlmönnum í heilt ár eftir þetta. Fæstar entust lengi í þessu en inni á milli voru alltaf einhverjar sem voru að fíla þetta í tætlur. Þetta voru gellur í ein- hverjum sadó-masó klúbbum og einhverju svoleiðis. Þetta var bara rokk fyrir þeim.“ thorarinn@frettabladid.is STUNIÐ Í SÍMA Starf símavændiskonunnar er nötur- legt að sögn stúlku sem starfaði sem slík í nokkra mánuði. Svívirðingum og viðbjóði var dælt yfir hana af karl- mönnum sem hringdu inn og þegar hún fékk nóg og hætti var hún kom- in með ógeð á karlmönnum al- mennt. Þessi mynd er sviðsett. Ég fékk algert ógeð á þessu. Þetta er ömurlegt og ég var afhuga karlmönnum í heilt ár eftir þetta. Fæstar entust lengi í þessu en inni á milli voru alltaf einhverjar sem voru að fíla þetta í tætlur. Þetta voru gellur í einhverjum sadó-masó klúbbum og einhverju svoleiðis. Þetta var bara rokk fyrir þeim. ,, Ný skýrsla um umfang kynlífsiðnaðar í Reykjavík hefur vakið nokkra athygli en samkvæmt henni veltir kynlífsmarkaðurinn á Íslandi um 900 millj- ónum. Ein hliðin á þessum iðnaði er símaþjónusta ýmiss konar. Stúlka sem starfaði við símavændi segir frá reynslu sinni í viðtali við Fréttablaðið. Fékk ógeð á körlum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.