Fréttablaðið - 25.10.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 25.10.2003, Síða 28
28 25. október 2003 LAUGARDAGUR Alltaf er þörf á einhverjum til aðreka flóttann. Í öðru lagi er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið með þetta. Við höfum séð það áður að íslensk stjórnvöld eru ótrúlega slyng að skæla út áfram- haldandi hersetu. Auk þess sem samtök herstöðvaandstæðinga sinna almennri baráttu fyrir friði. Miðað við stefnu núverandi vald- hafa í Bandaríkjunum þá er enginn hörgull á verkefnum næstu miss- erin,“ segir Stefán Pálsson formað- ur Samtaka herstöðvaandstæð- inga. Herstöðvaandstæðingar halda aðalfund sinn í dag í sal Þjónustu- miðstöðvar aldraðra að Vesturgötu 7 og í framhaldi af því boða þeir til almenns málþings þar sem flytja erindi Gunnar Karlsson sagnfræð- ingur, Steingrímur Ólafsson rit- stjóri og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður. Síðan verða almennar umræður um stöðu mála. Þar verð- ur meðal annars rædd sú sérkenni- lega staða sem kom upp og kom flatt upp á marga, jafnt friðar- sinna, stuðningsmenn hersins, fjöl- miðla og stjórnmálamenn, þegar Bandaríkjamenn boðuðu stórfelld- an niðurskurð í tengslum við her- setu sína hérlendis. „Það var líkt og margir vissu ekki hvernig þeir ættu að bregðast við. Einhverjir fóru í gamalkunnar skotgrafir og svo framvegis en við ætlum að reyna að draga þetta saman.“ Mótmælaspjöld sígild Eins og áður sagði er Stefán þeirrar skoðunnar að verkefnin séu óþrjótandi og hann hafnar því al- farið að þetta séu samtök örfárra einstaklinga. „Við viðurkennum fúslega að þetta er ekki stærsta pólitíska mál- ið í dag. Kemur kannski til af góðu frá okkar sjónarhorni. Út frá þröngum íslenskum sérhagsmun- um. En það hefur sýnt sig að tals- vert stór hópur lætur sig styrjald- arrekstur á heimsvísu varða. Og hvenær sem er getum við fengið tíu sinnum fleiri til að mótmæla hern- um heldur en stuðningsmenn hers- ins gætu fengið út á götu í ein- hverja aðgerð til stuðnings hon- um,“ segir Stefán og bætir því við að fréttabréf herstöðvaandstæð- inga sé sent út í 1.500 til 1.600 ein- tökum. „Ekki eru allir borgandi fé- lagar en samt drjúgur hluti. Og þetta er tiltölulega rétt félagaskrá öfugt við það sem víða er. Grisjað er reglulega af listanum. Og alltaf hefur einkennt þessi samtök, þvert á þá ímynd sem þau hafa, að vera borin uppi af ungu fólki. Í mið- nefndinni, sem telur tólf manns, eru níu undir 33ja ára aldri. Svona hefur þetta verið mjög lengi.“ Stefán lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að rifjaðar séu upp átakanlega fámennar Keflavíkur- göngur og fræga mynd af honum sjálfum einum í hópi veifandi mót- mælaspjaldi. „Ég held að menn flestir geri sér nú grein fyrir því að þar var um uppstillingu að ræða,“ segir Stefán. Og aðspurður hvort ekki sé úrelt mótmælataktík að vera með spjöld á lofti segir hann það tilheyra málstaðnum. „Við höf- um reynt aðgerðir án spjalda en þá hafa margir orðið til að fara fram á spjöld. Spjöldin eru næstum því jafn órjúfanlegur þáttur mótmæla- aðgerða og það að vera kalt og vot- ur í fæturna. Það er eitthvað rangt við að mótmæla í sól og án spjalds. Bandaríkjamenn hefja árásir sínar iðulega í febrúar til að gera stöð- urnar nógu átakanlegar á Laufás- veginum fyrir framan sendirráð- ið.“ Björn ómissandi Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hefur látið sig öryggi landsins mjög varða og sett sam- an starfshóp sem á að leggja drög að vörnum gegn sýkla- og eitur- efnaárás á Ísland. „Ég á voðalega bágt með að skilja það hugarfar sem kemur fram í því þegar menn telja það beinlínis vandamál að enginn vilji drepa mann. Þessi lúsaleit að einhverjum óvinum hefur tekið á sig mjög fíflalegar myndir. Íslendingar eru bara svo lánsamir að vera friðsöm smá- þjóð. Ef eitthvað er sem ógnar okkur er það einmitt vera hersins og stuðningur við hernaðarstefnu Bandaríkjanna - í rauninni það eina sem verulega getur dregið athyglina að okkur eða gert okkur að skotmarki. Það kemur á óvart að Stefán talar næstum því hlýlega um Björn Bjarnason, til dæmis hug- myndir hans í þá veru að Íslend- ingum sé nauðsyn á að koma sér upp einskonar her. „Hugmyndin er dásamlega gal- in. En tengsl okkar herstöðvaand- stæðinga við Björn einkennast af ákveðinni gagnkvæmri virðingu þó skringilegt sé að segja það. Hann telur okkur vera mjög afger- andi illmenni. Nánast eins og við séum forsenda fyrir veru hans. Þetta er af sama toga og þegar þeim sem eru til vinstri og hægri er verst við miðjumoðið. Björn trú- ir því að öryggi sé einungis tryggt með her. Hann er til í að borga stórfé með slíku. Þó að maður sé gersamlega ósammála honum í því þá er það að sumu leyti heilsteypt- ara viðhorf en þegar menn telja herinn óþarfan en vilja hafa hann á þeim forsendum að hann bjargi einhverjum störfum.“ jakob@frettabladid.i Þó fararsnið sé á Bandaríkjamönnum af Miðnesheiði er engan bilbug á Samtökum herstöðvaandstæðinga að finna, segja verkefnin ærin, reka þurfi flóttann og Björn Bjarnason sé nánast lífsnauðsynlegur andófinu. Samtökin halda aðalfund sinn í dag í Þjónustumiðstöð aldraðra. STEFÁN PÁLSSON Segir líkast því að Bandaríkjamenn leggi í stríð meðvitað í febrúarmánuði til að gera mótmælastöður fyrir utan sendiráðið á Laufásvegi sem átakanlegastar. „Það tilheyrir mótmælum að vera með spjald í hönd, kalt og votur í fæturna.“ Ég á voðalega bágt með að skilja það hugarfar sem kemur fram í því þegar menn telja það beinlínis vandamál að enginn vilji drepa mann. Þessi lúsaleit að einhverju óvinum hefur tekið á sig mjög fíflalegar myndir.“ ,, Þingmenn í fastanefnd fjármála-ráðuneytisins í Bretlandi hafa tekið þarlenda banka á beinið fyrir „hundingshátt“, og borið upp á þá „vaxtaokur“ og „að egna gildur“ fyrir fólk. Tilefni þessarar hörðu gagnrýni eru þeir vextir sem bankarnir taka af greiðslukorta- viðskiptum. Frá þessu var skýrt á vefsetri Breska ríkisútvarpsins, www.bbc.com Það voru stjórnendur Barclays, HBOS, Royal Bank of Scotland og Lloyds TSB sem þingnefndin tók til bæna, og sakaði þá um að kæra sig kollótta um það vaxtastig sem ákveðið er af Englandsbanka. Einn nefndarmanna, James Paskitt, spurði hvernig í ósköpun- um stæði á því að vextir af greiðslukortum hefðu aðeins lækk- að um þriðjung síðan 1992, þegar almennir bankavextir í landinu hefðu lækkað um tvo þriðju á sama tíma. Fátt varð um svör. Í þessum umræðum hvöttu þingmennirnir til þess að bankarn- ir færu að drífa í að setja svo- nefnda „heiðarleikareiti“ inn á samninga sína við greiðslukort- hafa, en „heiðarleikareitur“ á samningi, einnig kallaður „Schumer-reitur“ skýrir frá því á einum stað í ljósu máli sem yfir- leitt er falið í smáa letrinu, það er að segja nákvæmlega hver lána- kjörin eru sem lántakinn er að undirgangast. Þingmenn skömmuðu bankana Þingnefndin skammaði bank- ana einnig fyrir að hafa óumbeðið frumkvæði að því að hækka láns- heimildir viðskiptavina sinna og hvetja þá þannig til að taka á sig aukna vaxtabyrði. Fred Goodwin frá Royal Bank of Scotland mald- aði í móinn við þessa gagnrýni og sagði að bankinn hækkaði stund- um heimildir viðskipta vina sinna til að forða þeim frá refsivöxtum. Eftir fund þingnefndarinnar og bankamannanna sagði Norman Lamb, einn þingnefndarmanna: „Fólk veður í villa og svima og átt- ar sig engan veginn á reglum um gjaldtöku fyrir notkun á greiðslu- kortinum, vaxtalausum tímabil- um, kynningartilboðum og vafa- samri markaðssetningu. Svo virð- ist sem lánveitendur séu ekki haldnir neinni þörf fyrir að út- skýra reglur um lántökur fyrir viðskiptavinum sínum á einföldu og skiljanlegu máli.“ ■ Breskir þingmenn eru ekki ánægðir með bankana í landinu og tóku bankamenn á teppið: Bankar skammaðir fyrir vaxtaokur FRÁ LONDON Þingmenn í fastanefnd fjármálaráðuneytis- ins í Bretlandi tóku bankana á beinið fyrir hundingshátt og vaxtaokur. Herstöðvaandstæðingar láta ekki deigan síga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.