Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 25. október 2003 Í Bretlandi er væntanleg bók þarsem rúmlega 50 þekktir rithöf- undar og skáld lýsa þeim aðstæð- um á ferlinum sem í þeirra huga eru mest niðurlægjandi. Í hópi höfundanna eru Margaret Atwood, Edna O’Brien, Margaret Drabble og Michael Ondaatje. Í upphafi bókarinnar lýsir eitt besta ljóðskáld Breta, Simon Armitage, neyðarlegri uppákomu á ljóðakvöldi þar sem upplestur hans var truflaður af manni sem var sofandi á fremsta bekk og rak stöðugt við. „Síðan komst ég að því að ég átti að gista hjá þessum manni,“ segir Armitage, „en það sem verra var, maður krafðist þess að fá að lesa fyrir mig ljóð sín. Eitt hét Stokköndin og mig minnir að það hafi byrjað á orðun- um: „Þér, ó einvaldur árbakkans“. Rithöfundurinn Jonathan Coe segir frá því þegar honum var boðið á ráðstefnu sakamálahöf- unda. „Ég skildi reyndar ekki af hverju mér var boðið þar sem ég er ekki sakamálahöfundur,“ segir Coe. „En hvað um það. Ég átti að lesa upp á sama tíma og Colin Dexter (höfundur Morse-bók- anna), en í öðrum sal. Það kom því ekki beinlínis á óvart að áheyrandi minn var einungis einn. Eftir að ég hafði talað í nákvæmlega tuttugu mínútur sagði ég þessum náunga hversu ánægjulegt mér þætti að hann hefði mætt. Maðurinn til- kynnti mér að hann væri sá sem hefði átt að kynna mig yfir áheyr- endum.“ Coe komst síðan að því að maðurinn var Ian Rankin, höfund- ur sakamálasagnanna um Rebus. Edna O’Brien segir frá því þeg- ar hún mætti til að árita skáldsögu sína og einn maður mætti. „Hann var ensk fyllibytta sem bað mig hvað eftir annað um að lána sér fimm pund,“ segir O’Brien. Höfundarnir fengu frjálst val um lengd greina sinna um neyðar- legar aðstæður. Michael Ondaatje, höfundur The English Patient, gat einungis skrifað 160 orð en Andrew O’Hagan skrifaði rúm- lega 4.000. Kazuo Ishiguro neitaði hins vegar þátttöku. „Ég vildi bara ekki gera þetta,“ svaraði hann þegar hann var beðinn um skýr- ingu. ■ Fyrstu dómar um nýja bókMichaels Moores, Dude, Where’s My Country? eru ekki já- kvæðir. Það virðist þó ekki ætla að hafa nein áhrif á söluna því eft- ir fyrstu viku á markaði er bókin í fyrsta sæti á lista New York Times yfir bækur almenns eðlis og í öðru sæti á Bretlandi. Í New York Times skrifar Janet Maslin dóm um bókina og hún telur greinilega að Moore sé uppfullur af sjálfum sér og því að setja sjálfan sig í forgrunn í bók sinni. Hún nefnir ekki Messíasar- komplex á nafn en það er ómögu- legt að lesa gagnrýni hennar án þess að það hvarfli að manni að það sé nákvæmlega það sem henni þyki þjá Moore og gera bók hans á köflum óþolandi. Gagnrýnanda Sunday Times, Christopher Silvester, finnst Moore enginn snillingur í að fara rétt með staðreyndir. Dágóður hluti dómsins fer í að telja upp dæmi þar sem Moore hefur af- bakað sannleikann í þessari bók og öðrum verkum. Moore segir til dæmis í bókinni að fjölskylda Bin Ladens hafi fengið leyfi til að fljúga frá Bandaríkjunum daginn eftir 11. september en raunin er víst sú að fjölskyldan flaug þaðan nokkrum dögum seinna. Gagn- rýnandinn segir rangfærslur eins og þessa draga úr gildi bók- arinnar. Gagnrýnandinn lýsir Moore sem eins konar skemmti- krafti vinstrisinna en segir að sem ritdeilumaður sé hann ekki upp á marga fiska. ■ Bók um neyðarlegustu augnablik rithöfunda: Þér, ó einvaldur árbakkans MICHAEL MOORE Ný bók hans fær ekki góða dóma en stefnir samt í að verða metsölubók. Michael Moore er umdeildur: Vondir dómar - góð sala Sjónvarpsstöðin BBC efndi ádögunum til skoðanakönnunar þar sem breskum almenningi gafst kostur á að kjósa þrjár upp- áhaldsskáldsögur sínar. 140.000 manns tóku þátt í valinu. BBC hef- ur nú birt lista, í stafrófsröð, yfir vinsælustu skáldsögurnar. Vin- sælasta bókin verður síðan valin í desember eftir röð sjónvarps- þátta þar sem bækurnar sem lentu í tuttugu og einu efstu sæt- unum verða kynntar. Skoðana- könnunin var gerð á þeim tíma sem flokksþing bresku st jórnmálaf lokk- anna stóðu yfir og fulltrúar Verkamannaflokksins, Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins tóku þátt í könnunninni. Sagt er að þeir hafi allir valið 1984 eftir George Orwell sem eina af þremur eftirlætisskáldsögum sín- um. Einnig er vitað að Charles Kennedy, formaður Frjálslynda flokksins, setti Birdsong eftir Sebastian Faulks á sinn lista en það er einnig eftirlætisskáldsaga Williams Hagues, fyrrverandi formanns Íhaldsflokksins. ■ ÞETTA ERU EFTIRLÆTISSKÁLDSÖGUR BRETA (Í STAFRÓFSRÖÐ): Á hverfanda hveli eftir Margaret Mitchell Bangsimon eftir A.A. Milne Birdsong eftir Sebastian Faulks Bjargvætturinn í grasinu eftir J.D. Salinger Captain Corelli’s Mandolin eftir Louis de Bernieres Catch 22 eftir Joseph Heller Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë Glæstar vonir eftir Charles Dickens Gyllti áttavitinn og framhaldsbækur eftir Philip Pullman Harry Potter og eldbikarinn eftir J.K. Rowling The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen Jane Eyre eftir Charlotte Brontë Little Women eftir Louise May Alcott Ljónið, nornin og skápurinn eftir C.S. Lewis 1984 eftir George Orwell Rebekka eftir Daphne du Maurier Stríð og friður eftir Leo Tolstoy To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee The Wind in the Willows eftir Kenneth Grahame Eftirlætisbækur Breta GEORGE ORWELL Skáldsaga hans 1984 er ein af eftirlætisskáldsög- um Breta. Vinsælasta bókin verður valin í desember. 30% afsláttur af öllum pilsum 40% afsláttur af dömuhettupeysum og fleiri frábær tilboð Smáralind Kópavogi Hausttilboð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.