Fréttablaðið - 25.10.2003, Side 39
LAUGARDAGUR 25. október 2003
■ ■ LEIKIR
14.00 ÍR keppir við Grindavík í
Seljaskóla í 1. deild kvenna í körfubolta.
16.00 KR fær Njarðvík í heimsókn
í DHL-Höllina í 1. deild kvenna í körfu-
bolta.
16.00 ÍR leikur við ÍBV í Austur-
bergi í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í
handbolta.
16.30 Fram mætir KA í Framhús-
inu í norðurriðli RE/MAX-deildar karla í
handbolta.
16.30 Þór keppir við Aftureldingu í
Höllinni Akureyri í norðurriðli RE/MAX-
deildar karla í handbolta.
17.15 Keflavík og ÍS keppa í Kefla-
vík í 1. deild kvenna í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
11.15 Enski boltinn á Sýn. Bein út-
sending frá leik Bolton Wanderers og
Birmingham City.
13.20 Football Week UK (Vikan í
enska boltanum) á Stöð 2.
13.25 Þýski fótboltinn á RÚV. Bein
útsending frá leik Bayern München og
Kaiserslautern.
13.30 Alltaf í boltanum á Sýn.
13.45 Enski boltinn á Stöð 2. Bein
útsending frá leik Chelsea og Manchest-
er City.
14.00 Trans World Sport (Íþróttir
um allan heim) á Sýn.
15.00 Fastrax 2002 (Vélasport) á
Sýn. Hraðskreiður þáttur þar sem öku-
tæki af öllum stærðum og gerðum
koma við sögu.
15.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
15.30 Handboltakvöld á RÚV.
15.50 Íslandsmótið í handbolta
RÚV. Bein útsending frá leik Fram og
KA í RE/MAX-deild karla.
16.00 Spænsku mörkin á Sýn.
17.00 Enski boltinn á Sýn. Útsend-
ing frá leik Chelsea og Manchester City.
19.00 Þáttur um þýska golfleikar-
ann Bernard Langer á Sýn.
19.25 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Deportivo La Coruna
og Valencia.
21.35 Hnefaleikar á Sýn. Útsend-
ing frá keppni í Berlín þar sem mættust
Hector Velasco og Bert Schenk
FÓTBOLTI „Leikurinn leggst vel í
mig. Ég reikna með að vera í byrj-
unarliðinu,“ segir Jóhannes Karl
Guðjónsson, leikmaður Úlfanna,
sem mætir Leicester í botnslag
ensku úrvalsdeildinnar í dag. „Við
höfum verið að spila ágætlega að
undanförnu en verðum að vinna
til að komast á flug. Ef við vinnum
erum við í góðum málum.“
Úlfunum gekk erfiðlega til að
byrja með en eru taplausir í síð-
ustu fjórum viðureignum. Liðið er
sem stendur í næst neðsta sæti úr-
valsdeildarinnar með sex stig,
einu stigi meira en botnlið
Leiceister.
„Það byrjaði brösulega hjá
okkur og við vissum af erfiðum
leikjum eins og gegn Chelsea. En
okkur hefur gengið vel undanfar-
ið og verðum að fylgja því eftir,“
segir Jóhannes Karl.
Ívar Ingimarsson var seldur
frá Úlfunum til Reading í fyrra-
dag og segist Jóhannes Karl eiga
eftir að sakna hans.
„Ég á eftir að sakna hans sárt.
En það var gott fyrir Ívar að kom-
ast burt frá Úlfunum því hann var
búinn að gefa þeim góðan tíma.
Reading er toppklúbbur og Ívari
finnst ábyggilega gott að vera
kominn aftur til London. Ég óska
honum alls hins besta,“ segir Jó-
hannes Karl.
Eiður Smári Guðjohnsen fær
trúlega tækifæri í byrjunarliði
Chelsea gegn Manchester City
eftir frammistöðu liðsins gegn
Lazio í Meistaradeild Evrópu á
miðvikudag. Sparkspekingar eru
sammála um að það hafi verið
besti leikur Chelsea á leiktíðinni
en þá lék íslenski landsliðsfyrir-
liðinn í framlínunni ásamt Adrian
Mutu. Hernan Crespo lék ekki
með vegna meiðsla.
Niclas Anelka, franski fram-
herjinn í liði City, hefur farið mik-
inn á leiktíðinni og er með marka-
hæstu mönnum deildarinnar.
Heldur er farið að hitna undir
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóra Liverpool. Liðinu hefur
ekki gengið sem skyldi á leiktíð-
inni og er í ellefta sæti. Harry
Kewell verður í sviðsljósinu á An-
field þegar Liverpool fær Leeds í
heimsókn. Kewell var seldur frá
Leeds til Liverpool fyrir þessa
leiktíð. ■
Verðum að vinna
til að komast á flug
Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhannes Karl
reiknar með að vera í byrjunarliði Úlfanna. Manchester United mætir
Fulham. Eiður Smári trúlega í byrjunarliði Chelsea.
LEIKIR DAGSINS:
Bolton - Birmingham
Liverpool - Leeds United
Aston Villa - Everton
Chelsea - Man City
Man. Utd. - Fulham
Newcastle - Portsmouth
Southampton - Blackburn
Wolves - Leicester City
JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON
Reiknar með að vera í byrjunarliði Úlfanna í dag þegar liðið mætir Leiceister á heimavelli.
hvað?hvar?hvenær?
22 23 24 25 26 27 28
OKTÓBER
Laugardagur
LYFJAMÁL „Þetta er barátta, en við
höfum ekki tapað henni,“ sagði
Michelle Verroken hjá UK Sport
við fréttavef BBC. „Þeir eru alltaf
leita leiða svo ekki komist upp um
þá. Ég hef fengið póstkort frá fólki
sem segir að ég muni aldrei ná
þeim. Margir halda að þeir hafi
sigrað og snúið á kerfið en þeir
hafa svikið sig sjálfa.“ UK Sport,
sem ber ábyrgð á stefnumótun fyr-
ir afreksíþróttir á Bretlandi, hefur
bæði sérstakt símanúmer og net-
fang fyrir þá sem vilja koma á
framfæri ábendingum um lyfja-
misnotkun.
„Það er mjög erfitt að ná for-
skoti á svindlarana,“ sagði John
Brewer hjá ensku íþróttamiðstöð-
inni í Lilleshall. „Íþróttamenn og
vafasamir lyfjaráðgjafar þeirra
reyna alltaf að halda forskotinu.
Íþróttamenn græða á svindlinu
með því að ná árangri og lyfjafyr-
irtækin græða á því að selja vör-
una.“ Alþjóða lyfjaeftirlistsnefnd-
in (WADA) reynir að halda í við
íþróttamennina með samvinnu við
lyfjafyrirtækin. „Við fáum upplýs-
ingar um efni áður en þau eru sett
á markað og ég trúi því að við get-
um sigrað,“ sagði dr. Oliver Rabin
hjá WADA. ■
Lyfjamisnotkun:
Baráttan er
ekki töpuð
SIGRI FAGNAÐ
Regina Jacobs fagnar sigri í 1.500 metra
hlaupi á bandaríska meistaramótinu í
sumar. Washington Post segir að hún sé
ein þeirra sem hafi neytt steralyfsins THG.
TVE IR MÁNUÐ IR Á VERÐ I E INS
EKKERT S TOFNGJALD
Allir þeir sem gerast áskrifendur
að SKJÁTVEIMUR fyrir 1. nóvember
fá myndlykil og 2 mánuði í áskrift
fyrir aðeins 2.995 kr.
eða 2.495 kr.
með áskriftarpökkum Símans.
www.skjar2.is
Tryggðu þér áskrift í síma 800 7474
eða í verslunum Símans.