Fréttablaðið - 08.11.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 08.11.2003, Síða 2
2 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR „Ég bjó í Hamraborginni í mörg ár. Það er fínt að búa í blokk.“ Deilt er um byggingu háhýsa í Kópavogi. Flosi Eiríksson er oddviti minnihlutans í bæjarstjórninni og vill ekki blokkir í landi Lundar. Spurningdagsins Flosi, viltu ekki búa í blokk? Norðurljós á bláþræði VIÐSKIPTI Bankarnir sem standa að sambankaláni Norðurljósa eru reiðubúnir að stefna fyrirtækinu í gjaldþrot fyrir áramót náist ekki samningar um að leysa úr skuldastöðu félagsins. Skuldir Norðurljósa nema 6,9 milljörðum króna og þolinmæði lánardrottna er á þrotum sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Eigið fé félagsins er uppurið að sögn Sigurðar G. Guðjónsson- ar forstjóra. Stjórn félagsins ætlar að legg- ja tillögu fyrir hluthafafund í næstu viku um að færa hlutafé niður um 80% og afla nýs hlutafjár. Með því yrði afskrifað- ur rúmur 1,3 millj- arður króna. Sig- urður segir að á þessu ári hafi komið um 500 milljónir króna inn í reksturinn frá núverandi eig- endum. Nokkrir öflugir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að eignast hlut í Norðurljósum en það stendur bæði í lánardrottnum og hugsan- legum fjárfestum að félög Jóns Ólafssonar muni áfram eiga hlut í félaginu. Hann nýtur ekki trausts, sagði heimildarmaður innan bankakerfisins. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að breskur kaup- sýslumaður, Marcus Evans, hefði gert tilboð í Norðurljós og verið reiðubúinn að greiða milljarð króna fyrir gegn því að hluti skulda yrði felldur niður. Tilboð- ið þótti ekki trúverðugt. Nýtt hlutafé þarf að vera hátt á annan milljarð króna. Þykir lík- legt að Kaupþing-Búnaðarbanki, stærsti lánardrottinn og næsstærsti hluthafi Norðurljósa, reyni nú að ná saman hópi fjár- festa til að tryggja sína hagsmuni og framtíð Norðurljósa. Hvorki lánardrottnar né þeir sem kæmu nýir að félaginu hefðu áhuga á að rekstur stöðvaðist og því verður reynt til þrautar að ná samningum fram til áramóta. Rekstur hefur gengið ágætlega að undanförnu og tekjur ársins eru um sex milljarðar. Félag Jóns Ólafssonar á nú 62% hlutafjár Norðurljósa. Verði hlutaféð fært niður á hann enn 12,4%. Talið er að lífeyrissjóðir séu ófúsir til að afskrifa hlutafé á meðan Jóni yrði gefinn kostur á að fara með peninga út úr félag- inu. Sigurður G. Guðjónsson segir mikilvægast að meta vandlega hvaða kostir séu í stöðunni og sleppa því hvaða persónur sé um að ræða. Ekki náðist í Jón Ólafsson. kgb@frettabladid.is Tvö fjölbýlishús voru rýmd vegna hættu á aurskriðu: Íbúar voru sendir á hótel ALMANNAVARNIR „Ef við hefðum sjón eins og kötturinn hefðum við ekki rýmt húsin,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísa- firði, en tvö fjölbýlishús voru rýmd í fyrrinótt vegna hugsan- legrar hættu á aurskriðu úr snjó- flóðavarnargörðum sem unnið er að fyrir ofan bæinn. Íbúarnir fóru á hótel þar til að búið væri að ganga úr skugga um að ekki væri hætta á ferðum. „Þetta var þannig að lögreglan kallaði á bæjarverkfræðing og hann hringdi í mig af staðnum um klukkan hálf fjögur um nóttina.“ Halldór segir að snjóflóðavarnar- garðurinn sjálfur sé massífur úr hörðum kjarna en fyrir innan hann er búið að ýta jarðveginum sem áður hafði verið fjarlægður, aftur að garðinum. Því er moldin í óþjöppuðum haugum fyrir innan garðinn. Hann segir að vegna mikillar úrkomu í nótt voru þeir hræddir um að hugsanlega gætu myndast stíflur og að mikið fljóð gæti orðið ef þær myndu bresta. „Klukkan tíu um morguninn sáum við betur hvernig ástandið var og afléttum hættuástandinu.“ Hall- dór segir að ekki sé reiknað með því að snjóflóðavarnargarðar skapi hættu en þar sem þetta er vinnusvæði hafi komið upp þessi sérkennilega staða. ■ VINNUBÚÐIR FOSSKRAFTS Vegur að búðunum fór í sundur þegar Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Vatnavextir við Kárahnjúka: Veginum lokað KÁRAHNJÚKAR Miklir vatnavextir voru á vinnusvæðinu við Kára- hnjúka fram eftir degi í gær. Ein- hverjar skemmdir urðu á nýjum Fljótsdalsvegi upp að Kárahnjúk- um en þær voru smávægilegar og vinnuflokkar lagfærðu veginn jafnóðum. Leó Sigurðsson, öryggisfulltrúi hjá Impregilo, sagði að vegurinn hefði aldrei verið í hættu en til ör- yggis hefði almennri umferð ver- ið tímabundið vísað frá. Engin hætta var heldur á ferðum í þeim vinnubúðum sem reistar hafa ver- ið fyrir starfsmenn. Vinnubúðir Fosskrafts sem liggja á bökkum Jökulsár í Fljóts- dal voru umluktar vatni en voru ekki í hættu. ■ BAKKAÐI Í ÍRAKSMÁLI Abdullah Gul, utanríksiráðherra Tyrklands, þykir hafa beðið nokkurn hnekki en hann neyddist til að hætta við áform sín um að senda tyrkneska hermenn til Írak. Áform Tyrkja um friðarhæslu í Írak: Hættir við ANKARA, AP Tyrkneska ríkisstjórnin ætlar ekki að senda hermenn til friðargæslu í Írak, líkt og áður hafði verið ákveðið. Ástæðan er eindregin andstaða innan fram- kvæmdaráðs Íraks og ekki síður andstaða meðal almennings í Tyrk- landi. Tyrkneska þingið samþykkti í síðasta mánuði tillögu utanríkis- ráðherra landsins um þátttöku í friðargæslu og uppbyggingu Íraks. Til stóð að senda þangað allt að 10.000 tyrkneska hermenn og var undirbúningur vel á veg kom- inn. Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir hafi aldrei lofað að senda herlið til Íraks heldur aðeins sagst ætla að íhuga það. Þá sagði Erdogan að Tyrkir myndu engu að síður taka myndar- legan þátt í uppbyggingu Íraks. ■ Ítalska lögreglan: Íslendingar tengjast barnaklámi BARNAKLÁM Tvö barnaklámsmál hafa komið upp á Ítalíu sem Ís- lendingar tengjast. Á vefútgáfu dagblaðsins Ditario kemur fram að lögreglan í Palermo á Ítalíu hafi sett upp barnaklámssíðu á Internetinu í byrjun sumars. Vefsíðan var gerð sem gildra fyrir þá sem hlaða eða kaupa barnaklám á Netinu. 68 manns bitu á agnið og þeirra á meðal eru 62 Ítalir, þrír Þjóðverj- ar, einn Íslendingur, Pólverji og Ungverji. Heimildir Fréttablaðsins herma, að lögreglan í Reykjavík, rannsaki eldra barnaklámsmálið sem upphófst í Feneyjum. Íslend- ingur er talinn tengjast málinu. Það er sambærilegt því sem kom upp í Palermo. Smári Sigurðsson, hjá alþjóða- deild ríkislögreglustjóra, segir barnaklámsmálið sem upphófst á Ítalíu vera til rannsóknar, og hafi það borist til þeirra í sumar. ■ BANKAR Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um tæpa 1,3 milljarða króna á mánuði frá ára- mótum samkvæmt uppgjörum þeirra fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Kaupþing-Búnaðarbanki hagnað- ist mest eða um rúma fimm millj- arða króna. Íslandsbanki kemur næstur með fjóra milljarða í hagnað. Landsbankinn skilaði 2,5 milljarða króna hagnaði fyrstu níu mánuðina. Arðsemi eiginfjár bankanna var mest hjá Íslandsbanka eða 31,3 prósent. Kaupþing-Búnaðar- banki og Landsbankinn voru með um 21 prósent arðsemi eigin fjár. Mesta hagnaðaraukningin er hjá Landsbankanum eða 69 prósent miðað við fyrstu níu mánuðina í fyrra. Heildareignir bankanna nema nú 1.325 milljörðum króna. Kaup- þing-Búnaðarbanki er með mestu eignirnar eða 541 milljarð króna. Rekstrarumhverfi banka hefur verið hagfellt að undanförnu og flest bendir til þess að árið verði metár í rekstri fjármálafyrir- tækja. ■ OFAN SELJAHVERFIS Halldór Halldórsson segir að ekki sé reikn- að með að snjóflóðavarnargarðar skapi hættu. EES svæðið stækkar: Undirritun á þriðjudag EES SVÆÐIÐ Samningur á milli EFTA þjóðanna og Evrópusambandsins um stækkun Evrópska efnahags- svæðisins verður undirritaður á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Til stóð að undirrita samninginn, sem fjallar um stækkun svæðisins vegna fjölgunar þjóða í Evrópu- sambandinu, þann 14. október. Ekk- ert varð af þeirri undirritun þar sem fulltrúar Liechtenstein neituðu að skrifa undir vegna óuppgerðra mála á milli Liechtenstein annars vegar og Tékklands og Slóvakíu hins vegar. ■ Lánardrottnar hafa tapað þolinmæði gagnvart Norðurljósum. Nýir fjárfestar hafa ekki áhuga á samstarfi við Jón Ólafsson. Stefnir í gjaldþrot fyrir áramót ef samningar nást ekki. Á SKRIFSTOFU NORÐURLJÓSA Stjórn Norðurljósa ætlar að leggja tillögu fyrir hluthafafund um að færa hlutafé niður um 80% og afla nýs hlutfjár. ■ Nýtt hlutafé þarf að vera hátt á annan milljarð króna. Bankarnir græða: Hagnaður á tólfta milljarð HAGNAÐUR BANKANNA Banki milljarðar króna Kaupþing Búnaðarbanki 5 Íslandsbanki 4 Landsbankinn 2,5 Samtals 11,5 Deilur um þjóðlendur: Málið til Hæstaréttar ÞJÓÐLENDUR Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfum rík- isins um ógildingu á úrskurði óbyggðanefndar varðand þjóðlen- dur. „Þetta er í raun einungis áfanga- sigur,“ segir Margeir Ingólfsson, formaður byggðaráðs Bláskóga- byggðar. Óbyggðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að land innan landamerkja jarða bænda í upp- sveitum Árnessýslu teljist ekki til þjóðlendna eins og ríkið hélt fram. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.