Fréttablaðið - 08.11.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 08.11.2003, Síða 6
6 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.72 0.38% Sterlingspund 127.71 -0.10% Dönsk króna 11.8 0.21% Evra 87.7 0.19% Gengisvístala krónu 124,68 0,55% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 460 Velta 7.895 milljónir ICEX-15 1.957 0,68% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 872.514.325 Pharmaco hf. 854.958.203 Tryggingamiðstöðin hf. 544.410.000 Mesta hækkun Tryggingamiðstöðin hf. 3,45% Pharmaco hf. 3,34% Og fjarskipti hf. 3,20% Mesta lækkun Sláturfélag Suðurlands svf. -8,18% Eimskipafélag Íslands hf. -2,19% Líftæknisjóðurinn hf. -2,00% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.849,9 -0,1% Nasdaq* 1.981,8 0,3% FTSE 4.376,9 1,2% DAX 3.782,6 1,3% NK50 1.364,6 0,3% S&P* 1.056,0 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Heimamenn á Vopnafirði keyptu ný-lega upp ráðandi hlut í stærsta fyrir- tæki þorpsins af Eskju frá Eskifirði. Hvað heitir fyrirtækið? 2Í hvaða landi mun Ásatrúarsöfnuður-inn senn hljóta sess sem viðurkennt sjálfstætt trúfélag? 3Mónakó vann stærsta sigur sem unn-ist hefur í Meistaradeild Evrópu gegn Deportivo á miðvikudag. Hvernig fór leik- urinn? Svörin eru á bls. 46 MENNING Margt manna mætti til opnunar Draugasetursins á Stokkseyri í gær. Safnið var opn- að með því að höggvið var á blóði roðinn líknarbelg. Athygli vakti að séra Kristinn Ágúst Friðfinns- son, sóknarprestur í Hraungerðis- prestakalli, annaðist þann gjörn- ing en þess er skemmst að minn- ast að biskup Íslands veittist að safninu. Auk Kristins var Sigurð- ur Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, viðstaddur. „Við töldum við hæfi að nota sigurkuflinn en honum fylgir sú náttúra að það sem fætt er í sig- urkufli er fætt til mikillar gæfu. Því fylgir skyggnigáfa og fullom- in vörn gegn galdri og hvers kyns fordæðu,“ segir Bjarni Harðar- son, ritstjóri og draugafræðingur. Draugasetrið á Stokkseyri opn- aði í gær klukkan 15. Meðal þeirra sem tóku til máls var Sigurður Sigurðarson vígslubiskup. Biskupi Íslands, Karli Sigur- björnssyni, var boðið til opnunar- innar en hann afþakkaði boðið. „Hann bað fyrir góða kveðju til setursins en gat því miður ekki verið viðstaddur þar sem hann er erlendis. Þetta var mikilvæg sáttahönd Draugasetursins og biskups,“ segir Bjarni. ■ Haldlítil rök fyrir breytingunum SAMGÖNGUR „Samkvæmt okkar mati þýðir þetta allt að 40% hækk- un þungaskatts á einstökum leið- um,“ segir Óskar Óskarsson, deild- arstjóri innanlandsdeildar Sam- skipa-Landflutninga. Fjármálaráð- herra hyggst leggja fram nýtt frumvarp til laga um breyttan þunga- skatt í því skyni að auðvelda kaup al- mennings á bifreið- um með dísilvél í stað bensínvéla. Til að mæta tekjutapi ríkisins vegna þessa verða lögð aukin gjöld á flutninga- bíla sem eru yfir 10 tonn að þyngd. Óskar segir að samkvæmt laus- legum útreikningum geti þetta þýtt um og yfir 5% hækkun á flutnings- gjaldi. „Þetta hefur tvímælalaust bein áhrif á allan rekstur og kemur einna verst út fyrir landsbyggð- ina.“ Þorleifur Þór Jónsson, hagfræð- ingur Samtaka ferðaþjónustunnar, segir rök fjármálaráðherra fyrir hækkun þungaskattsins haldlítil. „Eina ástæðan sem tilgreind er í frumvarpinu er sú að gjaldskrá þungaskatts hafi síðast verið breytt árið 1999 og vísitalan hafi hækkað um 20% síðan þá. Staðreyndin er hins vegar sú að tekjur ríkissjóðs af þungaflutningum hafa engu að síð- ur hækkað um 40% á sama tíma. Í fjárlagafrumvarpi 1999 var gert ráð fyrir 3.500 milljónum króna í þungaskatt. Reyndin varð sú að þungaskattur það árið færði ríkis- sjóði 4.050 milljónir. Þarna er mun- ur upp á hálfan milljarð.“ Þorleifur segir að í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2004 sé gert ráð fyrir að tekjur af þungaskatti verði 5.573 milljónir og séu frum- vörpin 1999 og 2004 borin saman sé um 60% hækkun á þungaskatti að ræða. Frumvarp varðandi hækkun á olíuverðsgjaldi er til skoðunar í þingflokkum en þar er um að ræða 8% hækkun á vörugjaldi eldsneytis. Er sú hækkun ætluð til að dekka það tekjutap sem ríkið verður fyrir gangi áætlanir eftir um fjölgun dísilbifreiða í almenn- ingseigu. albert@frettabladid.is FALLINNA FÉLAGA MINNST Bandarískur hermaður stendur við riffla og hjálma sem stillt var upp til minningar um þá 16 hermenn sem fórust þegar Chinook þyrla hersins var skotin niður nærri Fallu- jah í Írak á mánudag. Herþyrla hrapaði við Tíkrít: Sex fallnir TÍKRIT, AP Sex hermenn létust þeg- ar bandarísk Blackhawk herþyrla hrapaði nálægt herbúðum Banda- ríkjamanna við Tikrit í Írak í gær- morgun. Talsmaður hersins full- yrti að sex menn hefðu farist þeg- ar þyrlan hrapaði. Ekki liggur fyr- ir hvort hún var skotinn niður eða hrapaði vegna vélarbilunar. Þá féll einn bandarískur her- maður og að minnsta kosti sex særðust í fyrirsáti uppreisnar- manna í austurhluta Mósúl í gær- morgun. Þrír bandarískir hermenn til viðbótar særðust svo í sprengju- árás við hótel í miðborg Mósúl. ■ Áhrif veðurfars: Minni mjólk LANDBÚNAÐUR Mjólkurframleiðsla minnkaði verulega milli október- mánaðar í fyrra og á þessu ári. Samdrátturinn nemur 7,6% og kemur fram á vef Landssambands kúabænda að skýringuna sé vafa- lítið að finna í snöggum veður- farsbreytingum í byrjun mánað- arins. Þær munu víða hafa orsak- að minnkandi nyt hjá kúm. Mjólkurframleiðslan í septem- ber var nokkuð meiri en árið áður og framleiðsla það sem af er árinu því aðeins 2,3% minni en í fyrra. ■ Tannlæknafélagið: Árni Johnsen réði úrslitum KOSNING Atkvæði Árna Johnsen réði því að tveir frambjóðendur voru hnífjafnir í kjöri til formanns Tann- læknafélags Íslands. Um 220 manns sóttu aðalfund fé- lagsins í fyrrakvöld og tókust fylk- ingar að baki Ingunnar Friðleifs- dóttur og Heimis Sindrasonar hart á. Ingunn og Heimir fengu jafn- mörg atkvæði, en einn kaus Árna, sem hvorki er tannlæknir né var hann í framboði. Hlutkesti réð því að Heimir verður næsti formaður. ■ Prestur hjó á blóðugan líknarbelg: Vígslubiskup við opnun draugasafns SÉRA KRISTINN Séra Krist- inn Ágúst Friðfinsson, sóknar- prestur í Hraungerð- ispresta- kalli, hjó á líknarbelg við opnun Draugaset- ursins á Stokkseyri í gær. Myrti þrjú börn sín: Börn haldin illum anda TEXAS, AP Dómstólar í Texas hafa fundið 23 ára karlmann sekan um að hafa myrt þrjú stjúpbörn sín. John Allen Rubio og sambýlis- kona hans Angela Camacho játuðu að hafa kæft börnin, stungið þau og höggvið höfuðin af þeim. Þau sögðu lögreglunni að börnin, sem voru tveggja mánaða, eins árs og þriggja ára, hefðu verið haldin illum anda. Það tók kviðdómendur átta klukkustundir að kveða upp úr- skurð. Ekki liggur fyrir hvort Rubio verður dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi. Dómstólar eiga eftir að úr- skurða um sakhæfi Camacho. ■ Fólk í ferðamennsku og flutningageiranum telur rök fjármálaráðherra fyrir hækkun þungaskatts á hóp- og flutningabifreiðar haldlítil og segir breytinguna gera allan rekstur flóknari og erfiðari. HÆRRI SKATTAR Nýtt frumvarp eykur skattálögur á hóp- og flutningabifreiðar. ■ Þetta hefur tví- mælalaust bein áhrif á allan rekstur og kem- ur einna verst út fyrir lands- byggðina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.