Fréttablaðið - 08.11.2003, Side 8

Fréttablaðið - 08.11.2003, Side 8
8 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Líking við vændi „Væru ekki allir ánægðir ef námuverkamennirnir misstu vinnuna og þyrftu ekki framar að krafsa upp kolamola mörg hundruð metra undir yfirborði jarðar? Nei, reyndar ekki. Þeir fyrstu sem yrðu óánægðir væru kolanámumennirnir sjálfir.“ Vefþjóðviljinn, 7. nóvember, um vændisfrumvarpið. Bora bora „Tvenn jarðgöng eru þess vegna svarið við samgönguvanda okk- ar Vestfirðinga.“ Ólína Þorvarðardóttir, Bæjarins besta, 7. nóvember. Rýkur úr hausunum? „Háskólavæðing gæti hæglega orðið stóriðja okkar Vestfirð- inga.“ Einar K. Guðfinsson alþingismaður, Fréttablaðið 7. nóvember. Orðrétt STJÓRNMÁL Sex sóttu um starf ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út á miðvikudag. Starfið er laust frá áramótum en þá hverfur Þorsteinn Geirsson, sem nú gegnir því, aftur til starfa í dómsmálaráðuneytinu. Umsækj- endurnir eru Dagur Björn Agn- arsson sjávarútvegsfræðingur, Stefán Eiríkur Stefánsson, véla- verkfræðingur og líffræðingur, Valgerður Kristjánsdóttir fram- kvæmdastjóri, Viðar Helgason fiskifræðingur og Vilhjálmur Eg- ilsson, hagfræðingur og fyrrver- andi alþingismaður. Vilhjálmur Egilsson sagði af sér þingmennsku þegar hann var ráðinn til þess að gegna störfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en hann hefur átt sæti í stjórn sjóðsins. Íslendingar eru fulltrúar síns kjördæmis í sjóðnum fram til 1. janúar 2004. „Ég reikna nú með því að ég verði ekki virkur í pólitíkinni með sama hætti. Ég mun starfa í því í samræmi við þau störf sem ég tek að mér,“ segir Vilhjálmur að- spurður um hvort hann hafi í hyggju að hætta afskiptum af flokkapólitík. Reiknað er með að sjávarút- vegsráðherra tilkynni um ráðn- ingu á næstu vikum. ■ Félag raungreinakennara í framhaldsskólum: Mótmæla styttingu framhaldsskólans SKÓLAMÁL Aðalfundur Fé- lags raungreinakennara í framhaldsskólum hefur samþykkt ályktun þar sem áformum um styttingu náms til stúdentsprófs er harðlega mótmælt. Raungreinakennarar telja að ákvörðunin hafi ekki verið undirbúin nægjanlega vel og segja að eðlilegra hefði verið að endurskoða öll skólastig frá leikskóla til framhaldsskóla. Raungreinakennarar minna á orð fyrrum menntamálaráðherra frá árinu 2001 þar sem áhyggjum var lýst yfir því hve fáir íslenskir nem- endur útskrifist úr raungreinafög- um. Telja raungreinakennarar að stytting náms til stúdents- prófs stríði gegn því markmiði að auka ásókn íslenskra stúdenta í áframhaldandi nám í raungreinum. Kennarar- nir benda aukinheldur á að reiknilíkan mennta- málaráðuneytisins, sem er grundvöllur fjárveit- inga til skólanna, hafi leitt til þess að erfitt sé fyrir skólana að gefa góðum nemendum kost á að ljúka námi á þremur árum. Kennararnir beina því til ríkis- stjórnarinnar að hugmyndum um styttingu stúdentsprófs verði frestað þar til frekari vinna við fag- lega úttekt á hugmyndinni hefur farið fram. ■ Fjármögnun Altech: Í viðræðum við Transal VIÐSKIPTI Fyrirtækið Altech er enn í viðræðum við bresk-rússneska álframleiðandann Transal um kaup á verulegum hluta í fyrir- tækinu af Jóni Hjaltalín Magnús- syni, forstjóra fyrirtækisins. Fyr- irtækið leitar eftir 100 miljóna króna fjármögnun. Starfsmönnum hjá Altech hef- ur fækkað verulega frá því í sum- ar, eftir að samningi við ástralskt álver var rift. Starfsmenn eru nú fimm en voru 25. Jón Hjaltalín segir að fyrirtækið muni í aukn- um mæli nýta sér verktaka. Með- al framtíðaráforma fyrirtækisins er aðild að álveri við Húsavík. ■ ARIZONA, AP Bandaríkjastjórn bráðvantar þýðendur og túlka til að fara í gegnum skjöl og hljóð- upptökur sem gætu innihaldið upplýsinga um fyrirhugaðar hryðjuverkaárásir og annað sem ógnar öryggi þjóðarinnar. Verið er að leita að sérfræðing- um með tungumálakunnáttu til að fara yfir leyniskjöl jafnt sem per- sónuleg gögn. Að sögn yfirvalda hafa safnast fyrir heilu bílhlössin af gögnum sem ekki hefur tekist að ráða fram úr. Einkum er sóst eftir þýðendum með sérþekkingu á vísindum, læknisfræði, stjórn- málum, hernaði og hryðjuverkum sem skilja tungumál á borð við arabísku, farsi og pashto. Síðari tungumálin tvö eru meðal annars töluð í Íran og Afganistan. Stjórn- völd kanna bakgrunn allra þeirra sem sækja um sem þýðendur. Ásókn í nám í arabísku jókst verulega í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber. Nemendum fjölgaði úr 5000 í 10.000 frá 1998 til 2002. ■ PARÍS, AP Jean-Pierre Raffarin, for- sætisráðherra Frakklands, til- kynnti að níu milljörðum evra yrði varið næstu fjögur og hálft ár til málefna aldraðra og öryrkja, til viðbótar því sem fjárlög gera ráð fyrir. Þetta eru tæpir átta hund- ruð milljarðar króna. Fjármunun- um verður meðal annars varið í að efla öryggisnet fyrir aldraða og öryrkja svo neyðarástand, líkt og skapaðist í hityabylgjunum í Frakklandi í sumar, endurtaki sig ekki. Rúmlega 14.800 Frakkar lét- ust í hitabylgjunum, stærstur hlutinn eldra fólk og sjúkt. Raffarin hyggst fjármagna aukin framlög til aldraðra og ör- yrkja með því að afnema frí opin- berra starfsmanna á annan í hvítasunnu. Fyrirtæki hafa þó frelsi til að velja einhvern annan lögboðinn frídag. Áætlað er að framleiðni fyrirtækja aukist um 0,3% með afnámi frís á annan í hvítasunnu og verða fyrirtæki að greiða sem svarar 0,3% af launum starfsfólks í sérstakan sjóð. Franska þingið á enn eftir að leggja blessun sína yfir tillögur Raffarins en lítillar fyrirstöðu er að vænta þar. ■ Sex sóttu um stöðu: Vilhjálmur Egilsson meðal umsækjenda VILHJÁLMUR EGILSSON Vilhjálmur er meðal sex umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðu- neyti. Bandaríkin: Atvinnuleysi minnkar WASHINGTON, AP Atvinnuleysi minnkaði um 0,1% í Bandaríkjun- um í októbermánuði. Það mælist nú 6%. Bandaríska atvinnumálaráðu- neytið greindi frá því í gær að í síðasta mánuði hefðu störfum fjölgað um 126 þúsund, sem er miklu meira en sú 50 þúsund starfa aukning sem spáð hafði verið. Mikil uppsveifla hefur ver- ið á bandaríska atvinnumarkað- num síðustu þrjá mánuði. Í sept- ember urðu til 125 þúsund ný störf og í ágúst fjölgaði störfum einnig töluvert meira en spáð hafði verið. Þetta er viðsnúninur því sex mánuði þar á undan hafði atvinnuleysi aukist jafnt og þétt. Enn eru 8,8 milljónir manna án atvinnu í Bandaríkjunum og þar af hafa um tvær milljónir verið án vinnu í sjö mánuði. ■ SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Formaður Félags raun- greinakennara í fram- haldsskólum. SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN Bandaríkjastjórn vantar sérfræðinga sem geta ráðið fram úr gögnum á arabísku. Bandaríkjastjórn auglýsir eftir þýðendum: Vantar sérfræðinga sem skilja arabísku Franska ríkisstjórnin hyggst leggja af frídag í þágu öryrkja og aldraðra: Skilar 9 milljörðum evra í ríkiskassann AUKIN FRAMLÖG TIL ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, leggur til að annar dagur hvítasunnu verði ekki lengur almennur frídagur. Þannig nást tekjur upp á tæpa tvo milljarða evra á ári sem lagðar verða til málefna aldraðra og öryrkja. Flottar úlpur Kringlunni Tilboð um helgina 15% afsláttur af úlpum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.