Fréttablaðið - 08.11.2003, Page 20
■ Maður að mínu skapi
20 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
Ég bíð lestar á stöðvarpalli neð-anjarðar í miðborg Madrídar.
Það tínist að fleira fólk ofanúr síð-
kvöldinu. En ég tek varla eftir því,
er stórborgarbúi, stari inní mig.
Annað fólk verður bara uppfylling-
ardæmi, óskýr form sem fylla
rýmið, þvælast fyrir, sem sveigja
þarf framhjá, horfa gegnum. Mér
lengist biðin. Held áfram að láta
hugskotssjónir hvarfla um gráa
innveggi heilans. Lít þó andartak
út þegar göngin taka að ymja
dimmt, einsog hljóðið sé litað
svartmyrkrinu í þeim. Svo hleypur
eftirvæntingarfullur taugatitring-
ur um raflín-
urnar yfir tein-
unum. Og göng-
in varpa skarpt
öndinni, blása
frá sér loftgusu
sem lyktar af
innilokun, líkt-
og þau hafi
haldið andan-
um niðrí sér of
lengi. Drunurn-
ar hækka. Tvö
ljós birtast. Jarðlestin skrönglast
inná stöðina. Og stansar með ískri,
rennir hvisshurðum frá dyrum
vagnanna, og út vellur fólk. Ég
snara mér inn eftirtektarlaust, aft-
ur innilokaður í heilabúinu/heila-
búrinu, og sest milli tveggja
grárra uppfyllingardæma. Lestin
pípir, lokar dyrum, rennur af stað.
Alltíeinu er ég þó hættur að
stara á eigin innveggi. Kannski ég
hafi hrokkið uppúr sjálfum mér
við að heyra kínverskuna. Tveir
kínverjalegir náungar stíga inn á
næstu stöð, tala hátt, grípa í hald-
slár og taka sér stöðu við hlið ann-
ars kumpána sem situr á ská á
móti mér. Hann er líka kínverja-
legur, tek ég nú eftir, og les dag-
blað með kínverskulegum tákn-
um. Og annar hinna nýkomnu fer
að rýna í blaðið í laumi. Það er lík-
lega bara prentað í Madríd. Hér
er farið að gefa út dagblöð á kín-
versku. Kínverjum hefur fjölgað
svo á Spáni síðustu ár.
Afkomendur Inkakvenna
Við hlið lesandans situr kona,
niðursokkin í bók, kannski um þrí-
tugt, lítil og þybbin og rétt nær að
tylla tám á gólfið. Hárið er gljá-
svart og bundið í tagl, andlitið
breitt og dökkleitt, nefið flatt,
augun skásett. Samt er hún ekki
kínverjaleg heldur indjánaleg –
sjálfsagt afkomandi spænskra
landvinningamanna og Inka-
kvenna – það voru aðeins kyn-
blendingar sem lifðu af sjúk-
dómana sem hvíti maðurinn færði
Vesturheimi – áreiðanlega frá
Perú eða Ekvador; fólki frá þeim
löndum hefur einnig fjölgað mjög
hérlendis uppá síðkastið.
En nú bærir annað uppfylling-
ardæmið við hlið mér á sér,
vinstramegin. Ég lít á það og það
breytist í unglingsstúlku sem líka
hefur indjánskan svip. Og hún
hrekkur við, einsog ég, þegar
endadyrnar á vagninum eru rifn-
ar upp og inn stígur ungur blakk-
ur maður. Hann hefur auðsæilega
stokkið milli vagna. Er hann kom-
inn til að ræna okkur? flýgur mér
smásálar- og smáborgaralega í
hug. En hann sest bara við hlið
þeirrar inkversku: gerðarlegur
drengur sem strýkur hugsi svart
hökuskegg í dökkbrúnu andliti
undir hefilspænalokkum. Kyn-
blendingur úr Karíbahafi? Gæti
verið.
Sáð til nýs þjóðfélags
Og þá legg ég við hlustir: það er
einhver kona að tala kínversku
framar í vagninum. Og er þetta
ekki arabíska sem heyrist undir;
kannski marokkósk mállýska? Og
pólska innámilli? Eða er það rúss-
neska? Og þessi tvö sem nú koma
inn eru með greinilegan argent-
ínskan hreim á spænskunni. Hér
er auðséð og auðheyrt hve Spánn
er orðinn mikið innflytjendaland:
bara hver kjaftur útlenskur. Og þó.
Ég gjói augum að konu mér á
hægri hlið. Hún hlýtur að vera
Spánverji, einhverstaðar á fer-
tugsaldri, mjög dæmigerð snyrti-
stofuljóska: flestar spænskar kon-
ur vilja norrænar virðast og lýsa
því höfuðhár. Samt fær hún ekki
leynt uppruna sínum. En skyldi
hún leiða hugann að þeirri blóð-
blöndu sem rennur um æðar henni
eftir allar þær ótalmörgu þjóðir og
þjóðarbrot sem komið hafa við
sögu á Spáni í aldanna rás: homo
antecessor löngu áður en sögur
hófust, Íberar, Keltar, Keltíberar,
Baskar, Kantabrar, Fönikíumenn,
Forngrikkir, Rómverjar, Púnverj-
ar, Býsansmenn, Vandalar, Vest-
gotar, Gyðingar, Márar...?Hvað
skal lengi talið? Skyldi hún nokkuð
hugsa útí það og allt þetta fjöl-
breytta – fjölþjóða – blóð hér í jarð-
lestinni í kvöld?
Hinir nýju conquistadores birt-
ast flestir pappírslausir; eru jafn-
ólöglegir innflytjendur og Spán-
verjar forðum fyrir vestan. Og
munu sá til nýs þjóðfélags. ■
Ef ég væri enn á Alþingi hefðiég örugglega byrjað á því að
segja: ‘Þegar stórt er spurt, verð-
ur oft lítið um svör’ og síðan
nefnt stjórnmálaskörunga eins
og William Churchill, John F.
Kennedy, Martin Luther King eða
Jónas frá Hriflu. En nú er ég
varaþingmaður eins og Ingibjörg
Sólrún og fleira gott fólk og þá
læt ég bara gamminn geisa, því
fólk er mikið umburðarlyndara
við varaþingmenn en þingmenn
og maður þarf ekki að svara eins
gáfulega. Ég nefni því hinn nýja
seðlabankastjóra Jón Sigurðs-
son,“ segir Ísólfur Gylfi Pálma-
son, sem datt út af þingi eftir síð-
ustu kosningar og er nú að taka
við sem sveitarstjóri á Flúðum,
aðspurður um hver sé maður að
hans skapi.
Margir kallaðir
Þessi spurning, að nefna hetj-
una sína, þvældist reyndar nokkuð
fyrir Ísólfi Gylfa – sennilega að
vonum, því hann bendir á að þetta
sé mjög háð því á hvaða æviskeiði
menn eru. „Sem ungur maður var
ég auðvitað miklu áhrifagjarnari
en ég er í dag. Þegar ég var ung-
lingur hafði ég óskaplega mikinn
áhuga fyrir dægurtónlist og þá
voru margir popparar í sérstöku
dálæti hjá mér, bæði innlendir og
erlendir. Af innlendum má nefna
trommarana Pétur Östlund, Gunn-
ar Jökul Hákonarson og Ragnar
Sigurjónsson, sem oftast var kall-
aður Gösli. Af erlendum poppur-
um dáði ég Bítlana og seinna með-
limi hljómsveitarinnar Chicago.
Enn er gert grín að mér fyrir að
eiga nánast allar plötur sem þeir
hafa gefið út en það gladdi mitt
gamla hjarta þegar ég sá að dóttir
mín, sem er býsna seigur klar-
inettleikari, var búin að taka plöt-
urnar með Chicago og hengja
albúmin upp á vegg,“ segir Ísólfur
Gylfi. Hann nefnir einnig til sög-
unnar ýmsa frækna íþróttamenn
og hann gengst fúslega við því að
hafa óhikað brugðið sér í hlutverk
goða sinna hvort heldur voru
popparar eða íþróttamenn. „Þá
voru í fyrstu bankarar notaðir
stað gítars og makkintosdósir og
pottar í stað trommusetts. Ég held
að það sé dyggð að varðveita sem
lengst barnið í sjálfum sér.“
Hávær húmoristi
Að þessu sögðu er rétt að snúa
sér að þeim sem varð fyrir valinu.
„Já, Ingibjörg Sólrún varaþing-
maður hefur verið að efast um
ágæti nýja seðlabankastjórans
Jóns Sigurðssonar meðan ég aftur
á móti verð að viðurkenna að hann
er í sérstöku dálæti hjá mér.
Hvers vegna? Jú, vegna þess að
hann fer ekki troðnar slóðir og er
skemmtilega gáfaður og geggjað-
ur í jákvæðri merkingu þess orðs.
Húmorískur, hávaðasamur og ag-
aður í vinnubrögðum.“
Ísólfur Gylfi segir svo frá að
hann hafi kennt hjá Jóni í gamla
daga uppi á Bifröst, þar sem hann
stjórnaði skólanum. Jón er að
sögn Ísólfs upphafsmaður að
þeirri jákvæðu þróun sem þar
hefur orðið. „Ég verð að viður-
kenna að ég lærði mjög margt af
samvinnunni við Jón, öguð og
ákveðin vinnubrögð og að fresta
því ekki sem hægt er að gera í dag
til morguns. Fara ekki úr vinn-
unni fyrr en skrifborðið er hreint.
Þegar þú spyrð hvort ég hafi lagt
lykkju á leið mína til þess að hitta
hann hef ég ekki heimsótt hann
enn í Seðlabankann en við hjónin
hittum hann og Sigrúnu konu hans
í sumar í bústað þeirra í Bifröst
ásamt fleira góðu samstarfsfólki
frá Bifrastarárunum.“
jakob@frettabladid.is
KRISTINN R. ÓLAFSSON
skrifar frá Madríd.
■ Skámánifrá Spáni
Blóðið í jarðlestinni...
„Er hann
kominn til að
ræna okkur?
flýgur mér
smásálar- og
smáborgara-
lega í hug.
NEÐANJARÐARLEST Í MADRÍD
„Ég bíð lestar á stöðvarpalli neðanjarðar í miðborg Madrídar. Það tínist að fleira fólk
ofanúr síðkvöldinu. En ég tek varla eftir því, er stórborgarbúi, stari inní mig.“
Jón Sigurðsson seðlabankastjóri er maður að skapi Ísólfs Gylfa Pálmasonar varaþing-
manns. Ísólfur segist margt hafa lært af samvinnu við Jón á Bifröst á árum áður.
Gáfaður
og geggjaður
JÓN SIGURÐSSON OG ÍSÓLFUR GYLFI
Seðlabankastjóri fær bestu einkunn hjá Ísólfi Gylfa. Ísólfur segir Jón skemmtilega gáfaðan, geggjaðan í jákvæðri merkingu, húmórískan,
hávaðasaman og agaðan í vinnubrögðum.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM