Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2003, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 08.11.2003, Qupperneq 22
22 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Íslenska óperan og Strengja-leikhúsið hafa tekið höndum saman um að búa til í fyrsta skip- ti í heiminum óperu fyrir ung- linga,“ segir Kjartan Ólafsson, tónskáld og höfundur tónlistar í nýrri íslenskri óperu sem ber heitið Dokaðu við. Hún verður frumsýnd í Íslensku óperunni á miðvikudaginn, en efni hennar er sérstaklega ætlað unglingum. „Í óperunni er fjallað um efni sem snýr mjög að unglingum, uppvaxtarár drengs og hvað ger- ist í hans þroskasögu, allt þar til hann kynnist ástinni í fyrsta skipti og fer að eignast börn,“ segir Kjartan. „Unglingar eru kröfuharðir og tónlistin, lýsingin og uppsetningin er sérhönnuð með það í huga.“ Popp, raftónlist og klassík Messíana Tómasdóttir gerði handritið að óperunni, en það er byggt á ljóðum eftir Theodóru Thoroddsen, Þorstein frá Hamri og Pétur Gunnarsson. Danshöf- undur og dansari í sýningunni er Aino Freyja Järvelä, David Walt- ers hannar lýsingu og Messíana Tómasdóttir hannar leikmynd, búninga og brúður, auk þess sem hún er leikstjóri sýningarinnar. Tónlistin er, að sögn Kjartans, mjög fjölbreytileg. Með sönghlut- verkin fara Garðar Thór Cortes tenór og Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópran og á sviðinu er ein- nig þriggja manna hljómsveit, þar sem Kjartan Ólafsson spilar sjálf- ur á hljómborð, Kolbeinn Bjarna- son á flautu og Stefán Örn Arnar- son á selló. Einnig er mikið af tón- listinni spilað af bandi, þannig að margar hendur hafa komið að gerð hennar þegar allt er saman tekið. „Þetta er frekar aðgengileg tónlist,“ segir Kjartan. „Hún kem- ur úr mörgum áttum og frá mörg- um tímum. Þarna er popp, raftón- list, hefðbundin sönglög og klassík. Söngvararnir fljúga á milli tímabila, úr há-klassískum aríum yfir í popp með rafmagns- gítar, bassa og trommum.“ Allt verður þetta keyrt í gegnum risa- hljóðkerfi að sögn Kjartans og með miklum ljósabúnaði. Hljóð- blöndunin verður sjálfsagt ekki af verri endanum því hana annast Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. Aðspurður um það hvort ekki sé mikið á söngvarana lagt, að takast á við svo margar tónlistarstefnur, segir Kjartan það lítið áhyggjuefni. Popp og klassík liggi jafnvel fyrir þeim. „Við gerum þetta alveg í botn.“ Samstarf við skóla Kjartan segir efni óperunnar geta nýst í tónlistar- og myndlist- arkennslu og jafnvel í íslensku- kennslu líka. Aðstandendur sýn- ingarinnar hafa efnt til samstarfs við skóla og verður sýningartím- inn mestmegnis á skólatíma. Sýningin hefur verið mörg ár í bígerð og hugmyndin er upphaf- lega komin frá Messíönu Tómas- dóttur. Kjartan segir þetta lýríska sýningu þar sem fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi. „Það hefur aldrei verið lagt eins mikið í sýningu fyrir unglinga,“ segir hann. Hann bendir á að sýningar fyrir þennan aldurshóp séu mjög fágætar, en nóg sé um sýningar fyrir börn annars vegar og fullorðna hins vegar. „Unglingar hafa hins vegar verið afskiptir. Það eru mjög sjaldan gerðar sýningar fyrir þá sérstaklega.“ Hann er viðbúinn gagnrýni frá hinum kröfuhörðu unglingum, en segist þó ekki óttast samkeppnina við Pop TV og Eminem. „Það er fjölbreytileiki í gegnum alla sýn- inguna og unglingarnir í dag eru fyrsta kynslóðin sem er alin upp við fjölbreytta tónlist. Fjölbreytn- in hefur aldrei verið eins mikil og í dag. Ég þekki unglinga töluvert vel og veit að þeir geta verið gagnrýnir. Þeir unglingar sem hafa heyrt þetta eru fljótir að finna sín uppáhaldslög í þessu, sem er jákvætt. En maður veit auðvitað ekki hver viðbrögðin verða, þannig að við erum mjög spennt. Þetta hefur aldrei verið gert áður.“ gs@frettabladid.is Ópera fyrir unglinga Íslenska óperan og Strengjaleikhúsið frumsýna nýja óperu á miðvikudaginn. Óperan er sérstök að því leyti að hún er ætluð aldurshópi sem sjaldan hefur verið kenndur við mikinn áhuga á óperum. Hún heitir Dokaðu við og í henni eru rafmagnsgítarar og trommur, popp, raftónlist, sönglög og klassík: FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM SÖNGVARARNIR Auk Garðars Thór Cortes fer Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran með sönghlutverk í verkinu. HLJÓMSVEITIN Á SVIÐINU Kolbeinn Bjarnason og Kjartan Ólafsson mynda tvo þriðju hluta hljómsveitarinnar - en sá síðarnefndi er jafnframt höfundur tónlistarinnar. Auk þeirra er í hljómsveitinni Stefán Örn Arnarson. UNGLINGAÓPERA Garðar Thór Cortes fer með annað sönghlutverkið í verkinu og Aino Freyja Järvelän sér um dansana. Hér eru þau í einu atriðana með hljómsveitina í bakgrunni. Verkið fjallar um þroskasögu ungs drengs allt til fyrstu ástar og barneigna og byggir á ljóðum eftir þrjú skáld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.