Fréttablaðið - 08.11.2003, Page 40

Fréttablaðið - 08.11.2003, Page 40
40 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Ýmsir ættu að vera farnir aðkannast við andlit Guðjóns Rudolf en hann hefur vakið mikla athygli í myndbandi við lagið Hvar er húfan mín: „Lagið er framlag mitt til bindindisbaráttu landsmanna. Í textanum vaknar drykkjusjúkt skáld í sófanum heima hjá sér og kemst að því að hann er búinn að týna húfunni sinni og ýmsu fleiru. Bjórinn og viskíið er uppurið og þegar hann lítur í kringum sig sér hann að konan hans er farin líka. Mynd- bandið er kannski meira í gríni gert en er ætlað að sýna fram á hvað það getur farið illa þegar dottið er í það.“ Guðjón vinnur tónlist sína með Þorkeli Atlasyni og eru þeir báðir búsettir í Danmörku: „Kon- urnar okkar ráða búsetunni eins og öllu öðru. Við erum að vinna hérna úti og enginn á fylleríi enda er svo mikið af bjór hér í Danmörku að maður missir lyst- ina á að drekka hann,“ segir Guð- jón en leiðir hans og Þorkels lágu saman af tilviljun: „Það vildi bara svo til að hann býr í næsta húsi. Þorkell er tónskáld en ég er trúbador og sjálflærður alþýðu- tónlistarmaður og okkur líkar vel að vinna saman.“ Kapparnir gáfu út plötuna, Minimania 17. júní síðastliðinn: „Platan er gefin út í Danmörku af litlu forlagi sem heitir Musik Press en 12 Tónar sjá um dreif- inguna á Íslandi. Minimania inni- heldur fjölbreytt efni og á henni spilum við ýmsa mögulega al- þýðutónlist,“ segir Guðjón en tvíeykið hefur verið tilnefnt til tónlistarverðlauna í Danmörku: „Við erum tilnefndir til Verdens musik prisen eða heimstónlistar- verðlaunanna en þau eru veitt er- lendum tónlistarmönnum sem eru búsettir í Danmörku. Við höf- um nóg að gera við spilamennsk- una í Skandinavíu en við spiluð- um síðast heima á Íslandi í tengslum við Airwaves-hátíðina,“ segir Guðjón Rudolf að lokum. ■ Minimania GUÐJÓN RÚDOLF OG ÞORKELL ATLASON ■ Guðjón er orðinn kunnur landsmönn- um eftir að hafa birst í tónlistarmynd- bandi við lagið, Hvar er húfan mín. Hann segir lagið vera framlag sitt til bindindis- baráttu landsmanna. Fréttiraf fólki Fimm ára strákur tók á mótisystir sinni þegar fæðing hófst skyndilega í baðherbergi fjöl- skyldunnar. Drengurinn sem heit- ir Connor Young og er frá Irvine hljóp upp á efri hæð hússins þeg- ar hann heyrði móður sína, Debbie, hrópa. Fæðingin tók að- eins nokkrar mínútur en móðirin sagðist eftir á ekki hafa gert sér grein fyrir að hún væri komin meira en átta mánuði á leið. Connor talaði við móður sína og hjálpaði henni að halda ró með- an hann losaði naflastrenginn sem vafinn var um háls barnsins. Hann vafði svo handklæði utan um litlu systur sína til að henni yrði ekki kalt, og hringdi því næst í ömmu sína og tilkynnti henni að mamma hans hefði fætt barn í baðherberginu. Amman hringdi samstundis á sjúkralið sem innan nokkurra mínútna komu á staðinn og fundu Connor þar sem hann annaðist um móður sína sem var mjög brugðið en hamingjusöm um leið, og litlu systurina sem hefur fengið nafnið Courtney. Bæði móður og barni heilsaðist vel. Farið var með mæðgurnar á nærliggjandi sjúkrahús en Connor, sem er flogaveikur, var sendur til ömmu sinnar. Móðirin hefur látið hafa eftir sér að hún hefði ekki komist í gegnum fæðinguna án litlu stjörnunnar sinnar.■ Hringadróttinsleikarinn Or-lando Bloom ætlar að vera meðframleiðandi og fara með aðalhlutverkið í myndinni Haven. Um er að ræða glæpamynd sem gerist á Cayman- eyjum. Bill Paxton og Gabriel Byrne verða í hinum aðalhlutverkun- um. Bloom er sjóðheitur þessa dagana, því nýverið samþykkti hann að leika í mynd Ridley Scott, Kingdom of Heaven. Upptakaka af Marilyn Monroe íbúðarferð hefur fundist á háa- lofti einu í Flórída. Myndin var tekin fyrir 50 árum af manni að nafni Peter Mangone. Hann hafði setið lengi um gyðj- una fyrir utan hótelið hennar árið 1955 þegar hún var 29 ára gömul. Í myndinni blæs Monroe kossi í átt að myndavélinni og fer síðan að ver- sla með táninginn Mangone og myndavélina hans í eftirdragi. Breska popphljómsveitin Suedehefur ákveðið að hætta störf- um. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu hennar ætla meðlimir sveitarinnar að fara hver í sína áttina eftir að tónleikaferð um Evrópu lýkur um miðjan næsta mánuð. Suede sló í gegn árið 1993 með sam- nefndum frumburði sínum. Sveitin mætti fersk til leiks árið 1996 með plöt- unni Coming Up og gaf út tvær plötur eftir það. Nú er sagan sem sagt öll. Tónlistarmaðurinn Moby ætlar ífebrúar að gefa út sína aðra plötu undir dulnefninu Voodoo Child. Síðasta plata hét The End of Every- thing og var gefin út árið 1996. Nýja platan kemur til með að heita Baby Monkey og verður danstónlist þar í fyrirrúmi. Chris Martin, söngvari í Cold-play, segir að nýjasta mynd kærustu sinnar Gwyneth Pal- trow, sé besta mynd hennar til þessa. Myndin heitir Sylvia og seg- ist Martin hafa horft á hana að minnsta kosti tíu sinnum al- gjörlega dol- fallinn. UNGABARN Móðir Courtney litlu gerði sér ekki grein fyrir að hún væri komin átta mánuði á leið. Skrýtnafréttin ■ Fimm ára snáði tók á móti systur sinni á baðherbergi fjölskyldunnar Losaði naflastrenginn og róaði mömmu TVÍEYKIÐ Á BAK VIÐ MINIMANIA Guðjón Rudolf og Þorkell Atlason hafa verið tilnefndir til heimstón- listarverðlauna í Danmörku fyr- ir diskinn Minimania. Drykkjusjúkt skáld týnir húfu Hljómsveitin Sigur Rós fékkverðlaun fyrir besta mynd- bandið á evrópsku MTV-tónlistar- verðlaunahátíðinni sem var hald- in í Edinborg í Skotlandi. Myndbandið er við upphafslag síðustu plötu sveitarinnar, ( ). Leikstjórinn, Floria Sigismondi, tók á móti verðlauna- gripnum úr höndum leikkonunnar Minnie Driver ásamt þeim Georgi og Orra úr Sigur Rós. Annars var það Justin Timberlake sem var sig- urvegari hátíðarinnar. Kappinn var valinn besti karlkyns flytjandinn, besti popparinn og átti bestu plötuna, Justified. Christina Aguilera, sem var kynnir kvöldsins, var valinn besti kvenkyns flytjandinn og bar þar sigurorð af dívunum Beyonce Knowles, Kylie Minogue, Madonna og Pink. Timberlake, sem sigraði Craig David, Eminem, Robbie Williams og Sean Paul í keppni um besta karlflytjandann, var hæstánægð- ur með kvöldið. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að kvöldið ætti eftir að vera eins fullkomið,“ sagði Timberlake. Beyonce Knowles fékk verðlaun fyrir besta lag- ið, Crazy in Love. Auk þess var hún valinn besti R&B flytjandinn. Þakkaði hún kærasta sínum Jay-Z er hún tók á móti verð- laununum. Íslandsvinirnir í Cold- play héldu uppi heiðri Evrópubúa er þeir voru valdir besta hljómsveitin. Eminem var valinn besti rappar- inn fimmta árið í röð og The White Stripes sigraði í flokknum besti rokkflytjandinn. ■ Tónlistarverðlaun MTV: Þrenna hjá Timberlake KNOWLES Beyonce Knowles var kynþokkafull þegar hún steig á svið og söng verðlaunalagið Crazy in Love. SIGUR RÓS Fengu verðlaun fyrir besta myndbandið, sem er stríðsádeila og sýnir börn að leik með gasgrímur. TIMBERLAKE Justin Timberlake heldur stoltur af verð- laununum sínum þremur sem hann hlaut á MTV-tónlistar- hátíðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.