Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2003, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 08.11.2003, Qupperneq 42
■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regnboginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  16.00 Mynd Hrafns Gunnlaugsson- ar, Hrafninn flýgur frá árinu 1984, verð- ur sýnd á vegum Kvikmyndasafns Ís- lands í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar- firði. Miðaverð er 500 krónur. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Hádegisdjass Jazzhátíðar Reykjavíkur verður á Hótel Borg með Hljómsveit Ragnheiðar Gröndal. Með söngkonunni efnilegu leika bróðir henn- ar Haukur altósaxófónleikari, Jón Páll Bjarnason gítaristi, Róbert Þórhallsson á bassann og Eric Qvick á trommur.  13.00 Hausttónleikar verða í nýju húsnæði Tónlistarskólans á Akureyri að Hvannavöllum 14, 2. hæð. Nemend- ur sýna afrakstur haustsins. Allir vel- komnir.  15.00 Seinni kvikmyndatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kvik- myndasafns Íslands í Háskólabíói. Sýndar verða myndirnar „Járnsmiðurinn” (1922) eftir Buster Keaton, „Draugafár” (1920) með Harold Lloyd og „Ævintýra- maðurinn” (1917) eftir meistara Chaplin.  15.15 Kammerhópurinn Camer- arctica leikur Kvartett fyrir endalok tím- ans eftir Olivier Messiaen í Borgarleik- húsinu. Kvartettinn var saminn í fanga- búðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni og frumfluttur þar af Messiaen og með- föngum hans.  17.00 Guðný Einarsdóttir organisti leikur orgelverk eftir Nicolaus Bruhns, Jan Pieterzoon Sweelinck, Dietrick Buxtehude, Johann Sebastian Bach og Felix Mendelssohn á Tónlistardögum í Dómkirkjunni í Reykjavik. Aðgangseyrir er 1000 krónur.  17.00 Raddir þjóðar á Jazzhátíð Reykjavíkur í Norræna húsinu. Þar spil- ar Sigurður Flosason á saxófóna, klarí- nettur og flautu, Pétur Grétarsson sér um slagverkið.  17.00 Kvennakór Suðurnesja heldur tónleika ásamt Lögreglukór Reykjavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju.  20.30 Útgáfutónleikar Hilmars Jenssonar verða á Nasa á Jazzhátíð Reykjavíkur. Með honum spila Herb Ro- bertson á trompet, Andrew D’Angelo á saxófóna og klarínettur, Trevor Dunn á bassa og Jim Black á trommur.  22.00 Stern/Thoroddsen kvartett- inn spilar á NASA á Jazzhátíð Reykjavík- ur. Leni Stern, gítar og söngur, Björn Thoroddsen, gítar, Paul Socolow, bassi og Ben Perowsky, trommur.  23.59 Fönksveitin Jagúar heldur uppi fjörinu á Jazzhátíðardansleik á NASA. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Farsinn Öfugu megin upp í á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Ástarbréf verður sýnt í Ketil- húsinu á Akureyri.  20.00 Kvetch eftir Steven Berkoff á litla sviði Borgarleikhússins.  20.00 20.00 100 prósent hitt með Helgu Brögu í Ými við Skógarhlíð.  20.00 Ríkharður þriðji eftir Willi- am Shakespeare á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Tenórinn, nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, verður sýnt í Iðnó.  20.00 Erling með Stefáni Jónssyni og Jóni Gnarr í Loftkastalanum.  20.00 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir í Hafnarfjarðarleikhúsinu dagskrá með níu íslenskum stuttverkum sem ber nafnið „Í boði leikfélagsins”. Ekkert verkanna er yfir 15 mínútna langt og flest þeirra samin af félögum í leikfélag- inu. ■ ■ LISTOPNANIR  13.00 Hestamannafélagið Faxi og Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar opna sýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar í til- efni af norræna skjaladeginum, sem er sameiginlegur kynningardagur skjala- safna á Norðurlöndunum. Til sýnis verð- ur úrval skjala úr skjalasafni hesta- mannafélagsins ásamt myndum og munum sem gefa innsýn í sjötíu ára sögu félagsins. Sýningin stendur til 3. desember.  15.00 Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Í austur- og miðsal safnins sýnir Eggert Pétursson málverk undir heitinu Blómróf, en í vest- ursal hefur kanadíski listamaðurinn Aaron Michel komið fyrir innsetningu á skúlptúrum og teikningum sem hann kallar Minningar og heimildasöfn. Sýn- ingunum standa til 14. desember. Safn- ið er opið 12-17 alla virka daga.  15.00 Sigríður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð opna sýningu í Vestur- sal Gerðarsafns í Kópavogi. Sýningin nefnist Mannamyndir. Á henni eru 21 veflistarverk sem þau hafa unnið á und- anförnum árum. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga.  16.00 Anna Snædís Sigmarsdóttir grafíker, sýnir olíuþrykk í sýningarsalnum Íslensk grafík, Hafnarhúsinu (hafnar- megin) Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Anna Snædís vinnur með hluti heimilis- ins sem eru sýnilegir en umbreytir þeim í hin huldu veröld. Sýningin stendur til 23. nóv. og er opin 14-18 fim.-sun.  16.00 Myndlistamaðurinn Haf- steinn Michael sýningu á dvergum í Klefanum, Nonnabúð, Laugavegi 11. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 3. desember.  17.00 Tvær einkasýningar verða opnaðar í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Á jarðhæð sýnir Ágústa Oddsdóttir verkið „365 sinnum” sem vísar til um- gengni við jörðina. Í kjallaranum sýnir Margrét O. Leópoldsdóttir innsetning- una „Sjógangur” þar sem brugðið er upp sjónarhorni á hafið.  18.00 Myndlistarmenn opna vinnustofu sína á Laugavegi 25, þriðju hæð, fyrir gestum og gangandi. Alla vik- una til laugardagsins 15. nóvember verður vinnustofan opin klukkan 14-19. Listamennirnir eru Melkorka Huldu- dóttir, Baldur Geir Bragason, Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Markús Þór Andr- ésson, Arnfinnur Amazeen, Þuríður Sigurðardóttir og Þórdís Claessen.  20.00 Georg Hilmarsson opnar myndlistarsýningu í húsnæði Greindar ehf. að Grensásvegi 7. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 100 prósent hitt með Helgu Brögu í Ými við Skógarhlíð.  23.00 Hljómsveitirnar Lokbrá og Noise spila á Grand Rokk.  Á Pravda verður groovebandið Multiphones með Bigga Nielsen í far- arbroddi fyrri hluta kvölds og svo verða Dj’s Balli og Tommi á neðri hæðinni og DJ Áki á efri hæðinni.  Plötusnúðarnir Exos, Vector, Thom- as THX og Bjossi Brunahani spila á techno-kvöldi á Vídalín.  Hljómsveitin Tilþrif verður í Lundan- um í Vestmannaeyjum.  Hljómsveitin Tvö dónaleg haust spilar á Castro í Reykjanesbæ.  Hinn eini sanni Viðar Jónsson skemmtir í Shooters.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Hermann Ingi jr. spilar á Café Catal- ina í Kópavogi. Frítt inn.  Hljómsveitin Sixties spilar á Players í Kópavogi.  Geirmundur Valtýsson og hljóm- sveit hans halda sveiflunni á Kringlu- kránni.  Rut Reginalds syngur á Græna hattinum, Akureyri.  Pétur Sturla niðri og Rally-Cross uppi á Laugavegi 22.  Timbur og Stál blúsa feitt á Kránni, Laugavegi 73.  Írafár ætlar að skemmta landan- um langt fram eftir nóttu á Gauknum ásamt DJ Rikka.  Á litla sviðinu í Broadway verður Le’Sing, leiksýning þar sem leikarar, söngvarar og grínistar skemmta og þjóna gestum.  Sváfnir Sigurðarson trúbador skemmtir á Café Aroma í verslunarmið- stöðinni Firði, Hafnarfirði.  Hljómsveitin Douglas Wilson með stórsöngvaranum Stebba Jak í farar- broddi skemmtir á Odd-Vitanum, Akur- eyri.  Land og synir skemmtir í Sjallan- um, Akureyri. ■ ■ FYRIRLESTRAR  14.00 Arnar Halldórsson efna- fræðingur ver doktorsritgerð sína sér- 42 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 NÓVEMBER Laugardagur Árið 1940 sat franska tón-skáldið Olivier Messiaen í fangabúðum nasista í Slésíu. Þar samdi hann undurfagurt tónverk sem hann nefndi Kvartett fyrir endalok tímans. Þetta verk verð- ur flutt á Nýja sviðinu í Borgar- leikhúsinu klukkan korter yfir þrjú í dag. „Það eru miklar pælingar í orðunum og mikil fegurð í tónun- um,“ segir Örn Magnússon pí- anóleikari um tónverkið sem hann flytur ásamt kammerhópn- um Camerarctica. „Þetta er eitt vinsælasta kammerverk 20. aldar og einn af hornsteinum kammertónlistar- innar. Þarna er á ferðinni mjög nýstárleg tónlist og ég get ímyndað mér að hún hafi þótt það enn frekar á þessum tíma en nú.“ Örn segir það kosta töluverða glímu fyrir hljóðfæraleikarana alla að takast á við þetta mikla verk. „Jú, þetta er snúið stykki. Það eru aðstæður í þessum verkum sem maður hittir ekki á hverjum degi, svo sem feikilega hægir kaflar og fleira sem er mjög sér- stakt í kammerlitteratúrnum. Við erum held ég öll að flytja það í fyrsta sinn.“ Messiaen frumflutti verkið í fangabúðunum ásamt nokkrum samfanga sinna í byrjun árs 1941. Aðstæðurnar hafa óneitan- lega sett sinn svip á verkið. „Þessi titill er alveg ótrúlegur. Í þessu verki er hann að gera ákveðnar tilraunir með tímann. Tíminn er alltaf svo stór þáttur í allri tónlist. Þegar maður er bú- inn að spila tónverk þá er það farið. Það hverfur í tímanum. Þetta er öfugt við málverk, sem stendur áfram eftir að listamað- urinn hefur lokið við það.“ Örn segir líka mikið af himni og fuglum í þessu sérstæða tón- verki. „Enda er það helst þetta tvennt sem menn í fangabúðum njóta af náttúrunni, himinsins og fuglasöngsins.“ ■ Tónverk úr fanga- búðum nasista Laugardagur 08.11. kl. 20 uppselt Föstudagur 14.11 kl. 20 uppselt Laugardagur 22.11. kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 28.11. kl. 20 örfá sæti laus Ósóttar pantanir seldar daglega. ■ TÓNLEIKAR KVARTETTINN Á ÆFINGUHildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Örn Magnússon píanóleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Ármann Helgason klarínettuleik- ari flytja Kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen í Borgarleikhúsinu í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.