Fréttablaðið - 08.11.2003, Síða 46

Fréttablaðið - 08.11.2003, Síða 46
Vikan hefur verið afskaplegaskemmtileg hjá mér og fé- lagslífið hressilegra en í margar vikur þar á undan,“ segir Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur sem hefur verið önnum kafin frá því í sumar við að lesa yfir ýmsar af jólabókum JPV útgáfunnar. Olga Guðrún var því komin í langþráð frí þegar hún fór um síð- ustu helgi með góðum vinum í sumarbústað í Grímsnesinu. „Við borðuðum mikið, vökvuðum lífs- blómið í hófi, sungum, spjölluð- um, skoðuðum stjörnur og horfð- um á norðurljósin,“ segir hún og byrjaði svo að munda pennann eftir helgi, bæði við þýðingar og eigin sköpunarverk. „Las reyndar eina próförk í vikunni, ljóðabók eftir Ólaf Hauk Símonarson vin minn, mér til skemmtunar. Á mánudagskvöldið fór ég í Gunnarshús og átti þar ánægju- legt kvöld ásamt fleiri rithöfund- um með Mörthu Brooks, kanadískri jazzsöngkonu af ís- lenskum ættum sem er jafnframt rómaður höfundur bóka fyrir ungt fólk. Það var mjög gaman að hitta hana,“ segir Olga Guðrún sem lét ekki þar við sitja heldur fór í Borgarbókasafnið á þriðju- dag og hlustaði á Hjört Pálsson, Önnu Pálínu og Aðalstein Ásberg flytja dagskrá um ljóðaþýðingar úr sænsku. „Frábær og upp- lýsandi skemmtun. Á miðvikudag las ég mig hása af ljóðum Guð- mundar Böðvarssonar og Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Góð ljóð eru vítamín fyrir sálina. Maður þarf að lesa þau upphátt fyrir sjálfan sig.“ Á fimmtudagskvöldið fór Olga með sínum ektamaka Guðmundi Ólafssyni, sem um þessar mundir sýnir leikrit sitt Tenórinn í Iðnó, út að borða. „Tenórgengið og makar fóru á Tjarnarbakkann og þar borðuðum við guðdómlega máltíð og ekki spillti útsýnið yfir Tjörnina fyrir. Sýningin gengur mjög vel og ég fór reyndar á sunnudagskvöld og horfði á verk- ið í fjórða sinn og finnst alltaf jafn yndislegt að sjá hvað maður- inn minn blómstrar í leik og söng,“ segir Olga Guðrún sem lét það eftir sér að stunda menning- una í vikunni sem hún hefur ekki haft tíma til svo lengi. „Ég hristi líka rykið af líkamsræktará- formunum og freistaði þess að fá eitthvað út úr árskortinu sem ég keypti í haust full bjartsýni og góðs ásetnings,“ segir hún hlæj- andi. ■ Augun Hann hefur verið kenndur við myrkrið þó ekki sjáist það á aug- unum. Kvæntur glæsikonu sem eitt sinn var eftirsótt sýningar- stúlka. Yfir þeim er sérstæður elegans og veitir ekki af því ætl- unarverkið er risavaxið. (Michael Howard, nýkjörinn leiðtogi breskra íhaldsmanna) 46 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Ídag verður haldin fótboltahátíðfyrir stelpur í Egilshöll í Graf- arvogi. Hátíðin fer fram milli kl. 13 og 18 og verður margt skemmtilegt á boðstólum. Knattspyrnuráð Reykjavíkur stendur fyrir hátíðinni í sam- vinnu við Orkuveitu Reykjavík- ur, Egils og Mastercard. Steinn Halldórsson frá KRR segir að há- tíðin sé liður í útbreiðsluátaki KRR og KSÍ. „Markmið átaksins er að fjölga kveniðkendum í knattspyrnu. Því það er trú okkar að meiri þátttaka kvenna í íþrótt- um hafi mikið forvarnargildi og hvetji til hollra lífshátta,“ segir Steinn og bendir á að með hverju ári fjölgi stúlkum í fótbolta en betur megi ef duga skal. Í síðastliðinni viku fengu allar stúlkur í Reykjavík á aldrinum 6 til 16 ára, plaggat af landsliðinu í boði Heklu og kynningarbækling þar sem fram koma æfingatímar allra félaganna í Reykjavík ásamt boði á hátíðina í Egilshöll. Reykjavíkurfélögin hafa einnig boðið öllum stúlkum að æfa frítt í heilan mánuð í tilefni útbreiðslu- átaksins. Meðal efnis á hátíðinni verða ýmsar knattþrautir, eins hver getur haldið knettinum lengst á lofti, skotharka stelpnanna verð- ur mæld og í lokin fer fram stjörnuleikur á milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar sem þær Helena Ólafsdóttir og Halldóra Björk Sigurðardóttir hafa valið. Allar stelpur á grunnskóla- aldri eru hvattar til að mæta og skemmta sér og kynnast fótbolt- anum af eigin raun. ■ Fótbolti HÁTÍÐ ■ Í dag klukkan 13-18 verður fótbolta- háfíð í Egilshöll í Grafarvogi fyrir stúlkur á grunnskólaaldri. Meðal annars fer fram leikur á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Tangi Í Danmörku Leikurinn fór 8-3 Vikan sem var OLGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR ■ Rithöfundurinn borðaði guðdómlegan mat, naut náttúrunnar í sumarbústað og hristi rykið af líkamsræktarkortinu sínu. STELPUM FJÖLGAR Þeim fjölgar ár frá ári stelpunum sem leggja fyrir sig fótbolta. Allar stelpur í fótbolta! Glæsilegir ítalskir leðurhornsófar Sprengitilboð 70.000,- kr. afsláttur Model IS 26. Hornsófi 2 sæti+horn+2 sæti Verð áður 239.000,- stgr. Sprengitilboð aðeins 169.000,- Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-16 og sunnudaga 13-16 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Taldi stjörnur og horfði á norðurljósin OLGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Hún hefur verið önnum kafin í allt haust við að lesa jólabækur fyrir útkomu. Hún gat loks slakað á í vikunni og naut þess sannarlega. Skákdrottningin unga, ReginaPokorna og ofurstórmeistar- inn Ivan Sokolov ætla að láta sjá sig í verslunum Hagkaups í Kringlunni og Smáralind í dag þegar liðsmenn Hróksins kynna skákspilið, Hrók- inn - tafl með tilbrigðum, fyrir gestum og gangandi klukkan 13- 17. Spilið þykir sameina á skemmtilegan hátt auðuga mögu- leika skáklistarinnar og óútreikn- anleika spilanna en það geta allt að fjórir tekist á í einu í spilinu. Þess er skemmst að minnast að þingmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson lögðu kollega sína Mörð Árnason og Katrínu Júlíus- dóttur að velli yfir spilinu sem segja má að opni nýja vídd í skáklistinni, því auðvitað þarf að hugsa fyrir mörgu, þegar and- stæðingarnir eru orðnir þrír í einu. Hún er traustasti og besti vin-ur minn,“ segir Heimir Jón- asson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, um konuna sína, Berglindi Magn- úsdóttur. „Yndislegasta mann- eskja sem ég hef hitt. Skapstór og skemmtileg.“ Berglind er nú í fæðingarorlofi og bíða þau Heim- ir eftir að fjölga mannkyninu með erfingja sem verður blanda af þeim báðum. ■ Konan mín Fréttiraf fólki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Foreldrar - Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD ÍS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.