Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 18
18 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
Sérstaða Ólafs felst til aðmynda í því að hann sérhæfir
sig í landslagsmyndatökum sem
hann svo stækkar upp og hand-
litar. Hann var fyrstur Íslend-
inga til að halda ljósmyndasýn-
ingu erlendis sem var árið 1928 í
Kaupmannahöfn,“ segir Inga
Lára Baldvinsdóttir sagnfræð-
ingur sem starfað hefur um ára-
bil við ljósmyndasafn Þjóð-
minjasafnsins.
Afkastamikill og vinsæll
Í Hafnarhúsinu er athyglis-
verð ljósmyndasýning á vegum
Þjóðminjasafns Íslands. Sér-
fræðingar safnsins hafa undan-
farið unnið að rannsóknum á
myndasafni Ólafs Magnússonar
sem var einn helsti ljósmyndari
Íslendinga á fyrri helmingi 20.
aldar, afkastamikill og vinsæll
ljósmyndari. Ólafur er fæddur
árið 1889 en árið 1913 hóf hann
að taka myndir og er að fram í
andlátið árið 1954.
„Ólafur rak ljósmyndastofu í
Templarasundi í yfir 40 ár og
skilur eftir sig stórt safn frá
ljósmyndastofu sinni, alls
44.000 plötur. Hann varð strax
vinsæll ljósmyndari og hafði
viðskiptavit í góðu lagi,“ segir
Inga Lára.
Sem dæmi um það var
myndasjálfsali einn mikill, sem
Ólafur flutti til landsins árið
1930 fyrir passamyndir, einn af
þeim fyrstu sinnar tegundar í
heiminum, og eru margir Ís-
lendingar sem þekkja hann.
Ímálaðar ljósmyndir heimil-
isprýði
„Hinar stækkuðu handlituðu
myndir hafði Ólafur svo til hlið-
ar og hafa þær prýtt heimili fjöl-
margra Íslendinga. Stundum eru
þetta engar smáræðis myndir
því hann gaf þær út í allt að
tveggja metra stærð,“ segir Inga
Lára. Og ef hún á að tiltaka eitt-
hvað eitt öðru fremur hvað varð-
ar menningarlegt gildi mynda
Ólafs nefnir hún hinar handlit-
uðu landslagsmyndir: „Þær
höfðu gríðarleg áhrif á sýn þjóð-
arinnar á landið. Þar með á upp-
lifun þjóðarinnar á landinu sem
einskonar tákn fyrir þjóðernið.
Hann á ekki síður sinn þátt í því
en íslenskir landslagsmálarar.“
Íslenskir listmálarar eru ekki
mjög margir þó þeim hafi farið
fjölgandi upp úr 1920. Þeir önn-
uðu engan veginn eftirspurn en
myndir voru þá sem nú heimilis-
prýði og vinsælar í brúðkaups-
og afmælisgjafir. Ólafur litaði í
landslagsmyndir sínar ýmist
með vatnslitum, eins og algeng-
ast var, sem og olíulitum. Þá
gerði hann mikið af því að blálita
myndir með sérstakri blöndu
sem hann hafði sjálfur uppfund-
ið.
Árið 1922 er Ólafur sæmdur
titlinum konunglegur danskur
hirðljósmyndari. Var það í kjöl-
far þess að hann hafði verið í
föruneyti Kristjáns X í konungs-
komunni árið 1921 og myndað
hinn danska konung og Alex-
andrínu konu hans við ýmis
tækifæri.
jakob@frettabladid.is
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer
úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu
laugardaginn 15. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf má
finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
1. flokki 1991 – 48. útdráttur
3. flokki 1991 – 45. útdráttur
1. flokki 1992 – 44. útdráttur
2. flokki 1992 – 43. útdráttur
1. flokki 1993 – 39. útdráttur
3. flokki 1993 – 37. útdráttur
1. flokki 1994 – 36. útdráttur
1. flokki 1995 – 33. útdráttur
1. flokki 1996 – 30. útdráttur
3. flokki 1996 – 30. útdráttur
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 2004.
Mikil ljósmyndasýning var opnuð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag. Sýningin byggir á ævistarfi Ólafs Magnússonar sem var einn hel-
sti ljósmyndari landsins á fyrri hluta 20. aldar:
Konunglegur hirðljósmyndari
ÓÞEKKTA STÚLKAN
Þó hinar ímáluðu landslagsmyndir Ólafs ákvarði einkum sérstöðu hans var hann
jafnframt mikilvirkur portrettljósmyndari og rak vinsæla ljósmyndastofu áratugum
saman við Templarasund í Reykjavík.
INGA LÁRA BALDVINSDÓTTIR
Ólafur Magnússon hafði gríðarleg áhrif á sýn þjóðarinnar - upplifun hennar
á landinu og þannig þjóðernið.
KRISTJÁN X OG ALEXANDRÍNA
Ólafur myndaði konungskomuna árið
1921 og var í kjölfarið sæmdur titlinum
konunglegur danskur hirðljósmyndari.
Þótti það mikill heiður.
ÞÓRSMÖRK
Gott dæmi um list Ólafs ljósmyndara. Ímálaðar og stækkaðar landslagsmyndir hans nutu mikilla vinsælda sem heimilisprýði, til jafns á
við verk listmálaranna.
Hann varð strax
vinsæll ljósmyndari
og hafði viðskiptavit
í góðu lagi.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T