Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 20
20 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Reynir Traustason hefur sent frá sér ævisögu Lindu Pétursdóttur fegurðardrottningar. Bókin hefur þegar vakið gríðarlega athygli en þar er meðal annars fjallað um heimilisofbeldi sem Linda sætti af hálfu Les Robertson sambýlismanns síns. Milljón fyrir lífsfyllinguna Ég var að skrifa helgarviðtalvið Lindu fyrir DV í ágúst fyr- ir rúmu ári. Fyrirsögnin var: ‘Ég þráði dauðann’ - mjög opinskátt viðtal. Í miðju því viðtali slökkti ég á segulbandstækinu og sagði: Nú förum við í bók,“ segir Reynir Traustason, blaðamaður Frétta- blaðsins og rithöfundur. Að leggja líf sitt á borðið Út er komin bókin Linda - ljós og skuggar eftir Reyni og hann er að segja frá því hvenær það lá fyrir að hann ritaði sögu Lindu. Margir spá bókinni mikilli vel- gengni í jólabókaflóðinu. Jafnvel metsölu þó hugtakið sé brenglað - furðanlega margar bækur eru metsölubækur í ljósi þess að að- eins er eitt metið hverju sinni. Eg- ill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri JPV-útgáfunnar sem gefur bókina út, segir mikla eftirspurn fyrirliggjandi. „Eftirspurn bók- sala var slík að við dreifðum meira magni við útgáfu en við höfum nokkru sinni gert fyrr.“ Haldið verður upp á útgáfu bókar- innar á þriðjudag en einmitt þá verður Reynir hálfrar aldar gam- all og hefur því tvöfalda ástæðu til að fagna. En allt um það. Aftur að tilurð bókarinnar. „Já, ég gerði mér grein fyrir því að Linda, sem hefur verið al- menningseign í öll þessi ár, var að segja eitthvað einstakt,“ segir Reynir. „Hún var tilbúin að leggja allt sitt líf á borðið undanbragða- laust. Og þar sem við sátum yfir súrmjólk og rúgbrauði á Hótel Borg leit hún á mig og svaraði: Já, hvernig væri það? Þá kveikti ég á segulbandstækinu aftur og við héldum áfram með viðtalið.“ Sölumet slegin Þetta viðtal varð til þess að DV seldist sem aldrei fyrr - söluhæsta eintak DV frá upphafi og telst því sögulegt sem slíkt. Sjö þúsund eintök voru prentuð aukalega og seldust öll, eintökum blaðsins var stolið af bókasöfnum og nánast slegist um blaðið. Hið sama átti við þegar Pressan birti árið 1994 frægar nektarmyndir af Lindu. Það eintak Pressunnar varð sölu- hæsta eintak þess blaðs. Ritstjór- inn Karl Th. Birgisson sá í hvað stefndi og beið í tvær vikur með birtingu myndanna eða allt þar til fyrsta tölublað vikublaðsins Ein- taks kom út. Það var ákveðið kjaftshögg í upphafi útgáfu þess blaðs og liður í blóðugri sam- keppni. Reynir segir það engu máli skipta hvað sig varði að kallast megi að þarna sé hann að róa á það sem fyrirfram megi teljast fengsæl mið. „Hér hangir miklu meira á spýtunni en krónur og aurar. Þetta er mín fimmta bók en fyrsta hugmyndin var sú að skrifa bók um Lindu þó ekki hefði orðið að því á sínum tíma.“ Góða löggan - vonda löggan Hugmyndina fékk Reynir þeg- ar hann var starfandi sem blaða- maður á DV haustið 1994 þegar hin svokölluðu Löggumál Lindu voru í hámæli. „Ég hringdi í hana og mál æxluðust þannig að hún vildi að ég skrifaði hennar hlið. Pétur Pétursson, sem nú starfar hjá Og Vodafone, skrifaði um hvernig þetta horfði við löggunni. Góða löggan og vonda löggan. Pét- ur átti í miklum erfiðleikum og tapaði yfirleitt í keppni um önd- vegið í blaðinu. Ég hafði á því trú að löggan hefði farið ómaklega með hana í þessu máli. Sök hennar var engin nema að bregðast illa við því að vera dregin saklaus á lögreglustöðina. Eftir þessa törn nefndi ég við hana möguleikann á bók. Linda tók sér viku umhugs- unarfrest og sagði svo það ekki tímabært. Eftir á að hyggja var það hárrétt hjá henni.“ Blaðamaður - rithöfundur „Þolinmæði,“ segir Reynir að- spurður um muninn á því að skrifa bók og blöð. Hann ætti að þekkja það. Reynir heldur því fram að allir blaðamenn gangi með bók í maganum en dregur svo í land, menn hafa misstóran maga. „Annars eru menn að fjalla um það sama. Fólk og atburði. Bókin er bara ítarlegri. En ég sé engan mun í sjálfu sér. Í það minnsta er um mjög hliðstæð störf að ræða. Í blaðamennsku fá menn fyrr og örar sín ‘kikk’ en við bókarskrif þarf ómælda þolinmæði. Og stundum fer maður í ákveðið svartnætti sem fylgir því að vera mjög lengi að vinna að sama mál- inu. Þar er ákveðin togstreita. Að öðru leyti fer þetta mjög vel sam- an.“ Reynir kannast við að rithöf- undar tala gjarnan þannig að blaðamennskan sé ólíkt ómerki- legri iðja. „Já, ég hef heyrt þá kenningu að ég eigi ekki að skrifa bækur af því að ég er blaðamaður. En... var Hemmingway ekki blaðamaður? Og fleiri dæmi má nefna. Ég held að margir af þeim bestu hafi jafnframt verið blaða- menn og gert góða hluti þar. Ég sótti um aðild að rithöfundasam- bandinu síðasta vor í einhverju bríaríi. Hélt að ég þyrfti að gæta minna hagsmuna því ég var á minni fimmtu bók. Kannski þarf einhver hæfisnefnd að koma sam- an og hugsanlega er ég óhæfur um að vera þar - ég veit það ekki. Ég hef í það minnsta ekki fengið svar enn og það eru að koma jól. Ef sambandið telur sig ekki hafa þörf fyrir mig sem félaga þá er það í sátt af minni hálfu. Og ég mun þá halda mig eingöngu við mitt blaðamannafélag. En mín skoðun er nú sú að flestir blaða- menn geti orðið rithöfundar en alls ekki allir rithöfundar blaða- menn.“ Var aldrei fegurðardrottning Reynir segir mikinn hluta vinnunnar við bókina eiga sér stað í kollinum en hin áþreifanlega vinna hófst í janúar þegar Reynir flaug til Vancouver í Kanada til fundar við Lindu og hlýddi á sögu hennar. „Síðan hefur þetta verið öllum stundum meðfram starfi mínu sem blaðamaður. Ég hef átt frí í tvo daga síðan í ársbyrjun.“ Þó svo að Reynir hafi margt reynt um sína daga hefur hann sagt að sig hafi sett hljóðan þegar hann hlustaði á sögu Lindu. „Ef menn taka alvarlega því sem þeir gera fara þeir inn í sögu- þráðinn og upplifa það sama og söguhetjan - með sínum eðlilegum takmörkunum. Ég var til dæmis aldrei fegurðardrottning. En þeg- ar ég var að fjalla um viðkvæma reynslu Lindu tók ég það inn á mig. Við erum að fjalla um þung- lyndi, sjálfsvíg, heimilisofbeldi, alkóhólisma og þessu fylgdu gríð- arlega erfiðar tilfinningar.“ Aðspurður hvort margt hafi verið sagt sem ekki er að finna í bókinni segir Reynir það eðlilega vera svo. Velja þurfi og hafna. „Og spyrja sig: Hvert ætlarðu með bókina? Við ætluðum okkur að forða einhverjum frá því að lenda í sömu gryfjunni og Linda. Ef tekst að bjarga einum þá er til- ganginum náð.“ Með bakteríuna Reynir starfaði á árum áður sem stýrimaður og skipstjóri á bátum og togurum. Sjóarinn sem kom í bæinn og gerðist blaðamað- ur og rithöfundur. Hvað gerðist? „Ég var orðinn mjög leiður á sjómennskunni. Mér fannst ekk- ert óreynt í þeim efnum. Búinn að sjá allt sem hægt er að sjá á sjó. Þá var tímabært að reyna eitthvað nýtt.Og ég var farinn að taka út fyrir það að hverfa á haf út og vera langdvölum að heiman.“ Árið 1992 fór Reynir inn á DV sem sumarmaður. Hann hafði þá verið fréttaritari blaðsins á Vest- fjarðamiðum frá árinu 1983. „Fréttaritarinn á Halamiðum, já. En þá kviknar þessi hugmynd. En þetta sumar 1992 náði ég nokkrum góðum skúbbum. Sigur- dór Sigurdórsson, sá ástsæli söngvari, var þá fréttastjóri blaðsins. Hann sagði við mig þeg- ar ég var að fara eftir sumarið. „Þú ert með bakteríuna og verður kominn aftur í september.“ Sigur- dór er nokkuð skýr maður. Ég taldi þetta firru. Var þá með millj- ón á mánuði sem skipstjóri og taldi af og frá að hverfa í land sem blaðamaður með 100 þúsund kall á mánuði. En S.dór reyndist hafa á réttu að standa þó það hafi tekið mig tvö ár að hverfa til baka. Sá tími var mjög hlaðinn innri tog- streitu. Átti ég að fórna milljón- inni fyrir lífsfyllinguna? Já, lík- lega.“ Sjóari og heimsborgari Mikið amstur sem fylgir því að kynna bækur í jólabókaflóði en Reynir segist njóta þess. „Ef þú ert með bók sem vekur áhuga hittir maður þúsundir manna. Þeim mun fleiri, þeim mun betra. Við kynn- ingu á Sonju-bók minni í fyrra kom ég fram á 34 stöðum við upplestur og áritarnir. Ólíkt notalegra en að vera með bók og þurfa að grátbiðja um að fá að lesa upp fyrir 10 manns.“ Reynir segir alla þá sem standi sér næst komna með leið á sér, sí- fellt talandi um þetta viðfangsefni sitt. Áhugi hans er hins vegar ómældur, hann er óþreytandi að ræða þetta og nýtur þess að hitta fólk og spjalla. Sjóarinn sem kom að vestan er orðinn landsþekktur maður. Reynir gefur ekki mikið fyrir frægðina sem slíka. „Ég lít á mig sem sam- bland af sjóara og heimsborgara. En ég vil fyrst og fremst vera manneskja.“ jakob@frettabladid.is REYNIR TRAUSTASON Rithöfundur og blaðamaður. „Mín skoðun er að flestir blaðamenn geti orðið rithöfundar en flestir rithöfundar geta hins vegar ekki orðið blaðamenn.“ LES OG LINDA Allt virtist leika í lyndi en hið skoska sjarmatröll reyndist ekki allt þar sem það var séð. Ég var til dæmis aldrei fegurðardrottning. En þegar ég var að fjalla um viðkvæma reynslu Lindu tók ég það inn á mig. Við erum að fjalla um þung- lyndi, sjálfsvíg, heimilis- ofbeldi, alkóhólisma og þessu fylgdu gríðarlega erf- iðar tilfinningar. ,,FRÉTTABLA Ð IÐ /R Ó B ER T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.