Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 26
Ég heiti Frosti vegna þess aðpabbi minn, sem var mjög sniðugur karl en er nú fallinn frá, hann hét Logi. Hann hafði mjög gaman af að leika sér með orð og þótti þessi mótsögn eða togstreita skemmtileg,“ segir Frosti Loga- son, gítarleikari í Mínus og dag- skrárstjóri X-ins 97.7. Logi heitinn sagði syni sínum að hann gæti verið þess fullviss að ef hann þyrfti að ná í einhvern og leggja fyrir hann skilaboð þá væri þetta nafn sem enginn myndi gleyma. Frosti segir það hafa reynst rétt. Nafnið er komið úr goðafræð- inni en þar er Frosti dvergsnafn. Frosti Logason er hins vega langt frá því að vera dvergvaxinn. Bæði þessi nöfn eru gegnsæ ef þannig má að orði komast, Frosti er kom- ið af nafnorðinu frost og Logi þýð- ir eldur. Nafnið Frosti er ekki mjög algengt á Íslandi, 44 bera nafnið sem fyrsta eiginnafn og 17 sem annað eiginnafn. „Ég heiti reyndar Kristján Frosti Logason fullu nafni. Kristjánsnafnið er í höfuðið á móðurafa mínum, Kristjáni Kristjánssyni söngvara, sem féll frá um það leyti sem ég kom í heiminn. Það þótti sem sagt sniðugt og við hæfi að ég héti Frosti Logason samhliða því sem ég bæri Kristjánsnafnið áfram.“ Frosti er ákaflega ánægður með nafn sitt og hefur alltaf verið. Hann var í grunnskóla Garðabæjar, borinn og barn- fæddur Garðbæingur, og hann varð aldrei fyrir neinni stríðni vegna þessa sérstaka nafns síns. Það helgaðist ekki síst af því að í barna- og grunnskóla var það Kristjánsnafnið sem var í gildi, líklega fylgdi það kladdaupp- lestrinum. „En heima fyrir og af vinum mínum hef ég aldrei ver- ið kallaður annað en Frosti.“ Hljómsveitin Mínus hefur verið að gera það gott í útlönd- um að undanförnu og Frosti seg- ir það skondið þegar hann lendir í viðtölum við útlenda fjölmiðla að þá telja menn hann jafnan vera að fíflast þegar hann kynn- ir sig sem Frosta frá Íslandi. „Já, verða hissa og neita jafnvel að trúa því þegar ég reyni að út- skýra þetta fyrir þeim að Frosti sé mitt raunverulega nafn. Ekki einu sinni listamannsnafn eins og tíðkast nú í poppinu.“ ■ ■ Nafnið mitt 26 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is opi›: laugardaga 10-16 og sunnudaga 13-16 Bush sófi, flriggja sæta 69.000 kr. Bush sófi, tveggja sæta 59.000 kr. Bush stóll 49.000 kr. Bush pulla 19.000 kr. ver› Einnig fáanlegt í brúnu og creme. H R IN G D U EÐ A KOM D U S E M F Y R S T SÓFAR Á GÓ‹U VER‹I BUSH SÓFAR minnum á bor›stofudagana sem eru út nóvember! BILLY BOB THORNTON Fer með hlutverk David Crocketts í mynd- inni. Áður fór John Wayne með hlutverkið. Walt Disney frestar frumsýningu á The Alamo vegna ásakana um pólitískan rétttrúnað: Heigull í stað hetju Walt Disney kvikmyndafélagiðhefur frestað frumsýningu á síðustu stórmynd sinni The Alamo. Fyrirhugað var að frum- sýning yrði á jóladag en af henni verður ekki fyrr en í apríl. Kvik- myndagestir á forsýningu kvört- uðu hástöfum undan því að mynd- in væri full af pólitískum rétt- trúnaði. Í The Alamo segir frá því þeg- ar 200 uppreisnarmönnum frá Texas, undir forystu Davids Crockett, Sam Houston og Jim Bowie, var slátrað af mexíkóskum her árið 1836 við virki í San Ant- onio. Þessum atburði hefur ætíð verið lýst sem sögu af hugrökkum Texasbúum sem börðust fyrir frelsi og sjálfstæði frá Mexíkó. Öll amerísk börn þekkja söguna og margir fullorðnir muna eftir kvikmyndinni sem gerð var árið 1960 með John Wayne í hlutverki Davids Crockett. Í þessari nýju gerð er samúðin hins vegar með Mexíkóbúum og aðstandendur myndarinnar segja að hún eigi að höfða til nútíma- fólks með nútímasöguskýringum. Þeir sem gagnrýna myndina segja hins vegar að þetta sé einmitt meinið, þarna sé ný sýn sem muni ekki höfða til almennings og myndin sé auk þess of löng. Leik- stjóri myndarinnar er John Lee Hancock sem leikstýrði The Rookie með Clint Eastwood. Í fyrri gerð myndarinnar var John Wayne sönn hetja en nú er það Billy Bob Thornton sem fer með hlutverk Crocketts og sýnir hann sem huglausan mann sem hafi ekki þrek til að berjast. Í lok myndarinnar er hann sýndur biðja mexíkóskan herforingja um að þyrma lífi sínu. Texasbúar sjá þetta sem eins konar guðlast, og þá skipta sögulegar staðreyndir engu. ■ FROSTI LOGASON Faðir hans heitinn hafði gaman af því að leika sér að orðum og þótti þetta sniðug sam- setning. Enda reka útlendingar jafnan upp stór augu þegar hann kynnir sig sem Frosta frá Íslandi. Frosti frá Íslandi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.