Fréttablaðið - 15.11.2003, Síða 40

Fréttablaðið - 15.11.2003, Síða 40
■ Maður að mínu skapi 28 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Borgartún 30 Félag járniðnaðarmanna, Félag iðn- og tæknigreina, Trésmiðafélag Reykjavíkur og Samiðn, samband iðnfélaga hafa flutt starfsemi sína á 6. hæð í Borgartúni 30 í Reykjavík. Af því tilefni er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið að kynna sér nýja aðstöðu félaganna og þiggja veitingar sunnudaginn 16. nóvember frá kl. 14 til 17. OPIÐ HÚS Samiðn Fyrsti maður sem kemur uppi íhugann í þessu sambandi er Stjáni Stuð, útvarpsmaðurinn snjalli á X-inu,“ segir Þorsteinn Guðmundsson leikari og rithöf- undur um þann mann sem hann hefur helst í hávegum. Aðdáun Þorsteins á Stjána er skýlaus: „Mér finnst hann alveg frábær. Hann er einn mesti karakter í út- varpi sem um getur og reyndar hefur hann komið aðeins fram í sjónvarpi þar sem hann hefur gert góða hluti. Stjáni Stuð er algerlega hann sjálfur alltaf og heillandi sem slíkur. Áberandi hvað hann leggur hjartað í það sem hann ger- ir og það er til fyrirmyndar.“ Þorsteinn man eftir Stjána Stuð á Rótinni í gamla daga þegar hann var að byrja í útvarpi. „Ég hafði aldrei heyrt svona óvenjulegan út- varpsmann. Það eru til svona módel af útvarps- og sjónvarps- mönnum. Fastmótuð hugmynd sem margir virðast bara ganga bara í líkt og í björg. Þetta á við um ýmis störf: Svona á þetta að vera og ekki öðru vísi. En ekki Stjáni, hann er orginal maður og það skín í gegn. Þegar hann byrj- aði breytti hann því hvernig við hugsum um dagskrárgerð í út- varpi, kannski ekki sá eini sem það hefur gert, en mjög afgerandi á því sviði.“ Fyrir margt löngu starfaði Þor- steinn sem verkstjóri í bæjarvinn- unni og þegar illa viðraði gerði hann sér oft ferð á Rótina með vinnuhópinn. „Við fengum að koma í stúdíóið til Stjána. Þar fengum við jafnvel óskalag. Og þetta lyfti deginum.“ Leikarinn og atvinnumaðurinn Þorsteinn telur ljóst að Stjáni hafi haft afgerandi áhrif á líf hans. „Ég held að hann hafi breytt hugsun- argangi mínum og þar með mínu lífi og viðhorfi til lífsins. Ég vil óska Stjána Stuð velfarnaðar í starfi og vonast til að ég fái að sjá sem mest til hans og heyra í fram- tíðinni.“ ■ Letizia Ortiz, unnusta Spánarprins, má þola smásjá fjölmiðlanna um þessar mundir: Kærasta Spánar- prins gagnrýnd Kærasta krónprins Spánar, hinfráskilda 31 árs gamla Letizia Ortiz er undir smásjá fjölmiðla þar í landi. Konungsfjölskyldan tók henni fagnandi en fjölmiðlar hafa lagt í ítarlega rannsókn á lífi hennar. Umfjöllunin gengur það langt að ein sjónvarpsstöðin hefur sýnt myndir af rúminu sem hún svaf í þegar hún var í brúðkaups- ferð með fyrsta eiginmanni sín- um. Meðlimir konungsfjölskyld- unnar eru strangtrúaðir kaþólikk- ar en hafa ekki sett það fyrir sig að Ortiz er fráskilin og kirkjan horfir sömuleiðis framhjá hjóna- bandinu en Ortiz gifti sig ekki í kirkju. Ortiz var 18 ára bók- menntanemi þegar hún varð ást- fangin af kennara sínum og giftist honum eftir tíu ára samband. Þau skildu ári seinna. Hann hefur ekki tjáð sig opinberlega um samband þeirra. Nær allt annað í fortíð Ort- iz hafa fjölmiðlar grafið upp. Ort- iz virðist hins vegar hafa lifað fyr- irmyndarlífi og það eina nei- kvæða sem fjölmiðlar hafa getað velt sér upp úr eru neikvæðar um- sagnir fyrrum vinnufélaga og kunningja sem segja hana metn- aðargjarna. Varla mikið skammaryrði um nútímakonu. Gagnrýnd fyrir rangan klæðaburð Ortiz hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir rangan klæðaburð en hún var í hvítri Armani buxna- drakt þegar parið tilkynnti um trúlofun sína. Spánskar tískulögg- ur segja að hún hefði átt að geyma hvíta litinn fyrir brúðkaupsdag- inn og hefði auk þess átt að vera kvenleg og klæðast kjól eða pilsi. Það gangi ekki að bæði prins og prinsessa séu í buxum. Einnig var kvartað undan því að hún hefði staðið til hægri við prinsinn, en það er víst brot á hirðsiðum. Siða- meistarar segja þetta hafa borið vitni um stjórnsemi hennar og hún verði að læra að vera hæver- skari. Hún var meira að segja gagnrýnd fyrir að snerta hár sitt við athöfnina. „Höfum við nokkurn tíma séð drottningu sner- ta hár sitt?“ var spurt í einu dag- blaðanna. Opinberlega lætur Ort- iz ekki á neinu bera þótt gagnrýn- in hljóti að taka á hana. Hún virð- ist einfaldega ekki geta gert nokk- uð rétt. Unnusti hennar, prinsinn, segist hins vegar ekki vera í nokkrum vafa um að hún verði fyrirmyndardrottn- ing. Parið mun gift- ast snemma á næsta sumri. ■ LETIZIA ORTIZ Hún hefur meðal annars verið gagn- rýnd fyrir að vera í hvítri drakt þegar hún og Filip Spánar- prins tilkynntu um trúlofun sína. ÞORSTEINN OG STJÁNI STUÐ Stjáni er sá maður sem Þorsteinn hef- ur helst í hávegum, algerlega hann sjálfur og heillandi sem slíkur. Stjáni stuð á X-inu er í miklum metum hjá Þorsteini Guðmundssyni leikara, rit- höfundi og sjónvarpsmanni: Breytti íslensku útvarpi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.