Fréttablaðið - 15.11.2003, Page 42

Fréttablaðið - 15.11.2003, Page 42
30 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Sunnudaginn 16. nóvember 2003 í hátíðasal Háskóla Íslands 13.00 Þingið sett Verðlaun veitt fyrir gott nafn á fyrirtæki Erindi Ágústa Þorbergsdóttir, Íslenskri málstöð: Íslenskt íðorðastarf og orðabanki Íslenskrar málstöðvar Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor: Íslenskan og raunvísindin – „Orð er á Íslandi til...“ Þuríður Þorbjarnardóttir líffræðingur: Er líf í orðabankanum? Birna Lárusdóttir, Fornleifastofnun Íslands: Orð forn og ný – Aðdragandi og undirbúningur orðasafns í fornleifafræði Guðrún Kvaran prófessor, formaður Íslenskrar málnefndar: Orðastarf í Háskóla Íslands Námsstyrkur Mjólkursamsölunnar afhentur Fundarhlé – Veitingar 15.00 Ávarp menntamálaráðherra Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent og tvær sérstakar viðurkenningar veittar fyrir störf í þágu íslensks máls 15.40 Þingslit – Veitingar Skólakór Kársness syngur Verðlaunahafar úr Stóru upplestrarkeppninni lesa ljóð ALLIR VELKOMNIR Málræktarþing og hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu Að dagskránni standa menntamálaráðuneytið og Íslensk málnefnd í samstarfi við Mjólkursamsöluna Skólakennarinn fyrrverandiTobe Hooper segist hafa feng- ið hugmyndina að The Texas Chainsaw Massacre í miðjum jólainnkaupum. Hann var í troð- fullri byggingavöruverslun þeg- ar mannfjöldinn ruddi honum upp að keðjusagarekka og í eitt augnablik sá hann sjálfan sig fyrir sér salla múginn niður með einni söginni. Leikstjórinn segir að á þessu augnabliki hafi sagan um morðóða manninn með leður- grímuna sprottið upp í huga sér fullsköpuð. The Texas Chainsaw Mass- acre kynnti, ásamt The Last House on the Left eftir Wes Craven, nýja tegund hryllings- mynda til sögunnar en í þeim var farið út á ystu nöf og allt gert til að ganga fram af áhorfendum. Ofbeldið var yfirgengilegt, til- gangslaust og óútskýranlegt eins og sést einna best á morðingjan- um Leatherface. Hann er ekki af- sprengi mislukkaðra vísindatil- rauna eða djöfull á valdi hins illa og hefur engar sýnilegar ástæð- ur fyrir morðunum, hvorki sál- fræðilegar, líkt og í Psycho, né efnahagslegar. Hann drepur bara alla sem verða á vegi hans eins og ekkert sé. Í fótspor hinna lifandi dauðu Það var hrollvekjumeistarinn George A. Romero sem ruddi braut- ina fyrir Wes Craven, Tobe Hooper og fleiri sem slógu í gegn með þess- um ódýru og hroðvirknislegu mynd- um sem voru keyrðar áfram af glórulausu ofbeldi. Hooper og Crav- en sóttu báðir ákveðna fyrirmynd til The Night of the Living Dead, sem Romero gerði árið 1968. Ég hef ekki séð þá nýju og getekki sagt neitt um hana en Texas Chainsaw Massacre frá ár- inu 1974 var vissulega tímamóta- verk en hún og Halloween frá 1978 gerðu nútíma „slasher“- hryllingsmyndirnar að því sem þær eru í dag“, segir Carol J. Clover, sérfræðingur í íslenskum miðaldabókmenntum og kvik- myndafræðingur sem skrifaði bókina Men, Women, and Chain- saws þar sem hún fjallaði um hrollvekjur og þá ekki síst Texas Chainsaw Massacre. Horfði á mikið af slæmum myndum „Ég fjalla nú um eitthvað í kringum 250 myndir í bókinni en Texas Chainsaw er í forgrunni. Hún er fyrsta mynd þessarar gerðar sem ég sá þó það hafi ekki verið fyrr en í kringum 1988 þeg- ar hún var endursýnd. Hún sat svolítið í hausnum á mér og mér fannst þetta vera mynd sem þarfnaðist skýringa. Mér fannst hún sjokkerandi en gerði mér um leið grein fyrir því að þarna var verið að gera hluti með myndavél- inni sem ætti ekki að gera. Ég hugsaði með mér að fólkið sem gerði þessa mynd hefði greinilega ekki hugmynd um hvernig ætti að gera bíómyndir og hefði ekki lesið nein kvikmyndafræði og í fram- haldinu velti ég því fyrir mér hvort fólk sem fjallaði fræðilega um kvikmyndir hefði nokkuð séð þessa mynd. Þá vaknaði spurning- in um það hvort kvikmyndafræð- ingar hefðu kannski ekki séð nein- ar slæmar myndir og fræðin væru því öll skrifuð með tilliti til góðra mynda. Mér fannst þetta góð hugmynd og eftir að hafa séð þessa mynd fór ég að leggja mig fram um að horfa á slæmar mynd- ir og var strax byrjuð að skrifa þessa bók ómeðvitað. Texas Chainsaw var sem sagt myndin sem kom mér af stað og fyrir vik- ið er hún fyrirferðarmeiri.“ Vélsagarmorðinginn í sturtuklefanum En er eitthvert vit í því að end- urgera hryllingsmynd sem var brautryðjendaverk árið 1974? „Það er auðvitað alltaf verið að reyna að nálgast nýjar kynslóðir á nýjan hátt og svo snýst þetta auð- vitað alltaf fyrst og fremst um að græða peninga og gæði myndanna sem slíkra skipta ekki öllu máli. Ég hef að vísu heyrt jákvæða hluti um þessa nýju mynd frá einum vini mínum sem hefur séð hana og hef því hug á að sjá hana. En ég hef mínar efasemdir þar sem ég tel að það sem hafi gætt þessar Carol J. Clover er sérfræðingur í keðjusagarmorðingjanum: Fræðileg umfjöllun um vondar myndir Keðjusagarmorðinginn Leðurfés skaut bíógestum skelk í bringu í The Texas Chainsaw Massacre árið 1974. Myndin þótti óvenju ruddaleg og hrá á sínum tíma og hefur nú verið endurgerð með það fyrir augum að hrella nýja kynslóð unglinga. Endurtekið blóðbað Þar vöknuðu dauðir til lífsins og þvældust um heilalausir og umlandi og átu allt sem á vegi þeirra varð. Sú heimsmynd sem blasti við hjá Romero var öll í upplausn og engu var treystandi. Ofbeldið var óvænt og kom úr öll- um áttum og það var ekki einu sinni líftrygging að vera aðalper- sóna sögunnar og áhorfendur voru sviknir um góðan endi. Minnsti spámaðurinn Hooper er sjálfsagt minnsti spámaðurinn í þessum hópi braut- ryðjenda fjöldamorðingjahroll- vekjunnar en honum tókst ekki að fylgja vélsagarmorðunum eftir sem skyldi með Eaten Alive árið 1977. Hann hefur meðal annars gert hálfmislukkaða sjónvarps- mynd byggða á vampírusögu Stephens Kings um Salem’s Lot og leikstýrt þáttum í hinni vinsælu seríu The Equalizer. Hann sló aftur í gegn með Polt- ergeist, sem Steven Spielberg framleiddi 1982, en hefur lítið gert af viti síðan þá. Wes Craven hefur verið öllu aðsópsmeiri en hann skóp ófétið Freddy Kruger í A Nightmare on Elm Street og blés svo heldur betur lífi í brokk- gengan feril sinn og staðnaðan hryllingsmyndageirann með Scream árið 1996. Tobe Hooper gerði framhalds- myndina The Texas Chainsaw Massacre 2 árið 1986. Harðir að- dáendur kappans telja þá mynd vanmetna. Árið 1994 leit The Re- turn of the Texas Chainsaw Massacre dagsins ljós en það er ekki hægt að segja margt henni til varnar og hún er helst minnis- stæð fyrir það að Renée Zell- weger og Matthew McConaughey

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.