Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 44

Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 44
32 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Harry Potter og Fönixreglan eftir J.K. Rowling Efasemdir um lengd bókarinnar (rúmar 700 blaðsíður) hverfa við lesturinn. Það er ekki annað hægt en að lifa sig inn í þessa æsispennandi bók, svo viðburða- rík er hún og full af áhugaverðum persónum. Hér mætir nýtt ill- menni til leiks, svakalegur kven- vargur sem gefur fyrri illmennum ekkert eftir og stelur senunni í mögnuðum köflum. Kannski besta Harry Potter-bókin. METSÖLU- LISTI EYMUNDS- SONAR Allar bækur 1. Heimur spendýranna. David Attenborough 2. Bettý. Arnaldur Indriðason 3. Dætur Kína. Xinran 4. Hlutabréf og eignastýring. Sigurður B. Stefánsson 5. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 6. Annað tækifæri. James Patterson 7. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 8. Maður að nafni Dave. Dave Pelzer 9. Svo fögur bein. Alice Sebold 10. Supersex. Tracey Cox Skáldverk 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 3. Annað tækifæri. James Patterson3 4. Svo fögur bein. Alice Sebold 5. Mýrin. Arnaldur Indriðason 6. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 7. Sagan af Pi. Yann Martel 8. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 9. Lygasaga. Linda Vilhjálmsdóttir 10. Röddin. Arnaldur Indriðason METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 5. - 11. NÓVEMBER ■ Bækur Linda Vilhjálmsdóttir hefur sent frá sér sitt fyrsta prósaverk, en áður hefur hún sent frá sér fjórar ljóða- bækur. Bók Lindu, Lygasaga, er frásögn konu sem er þjáð af alkóhólisma: Saga um lygina Lygasaga er fyrsta prósaverkLindu Vilhjálmsdóttur en áður hefur hún sent frá sér fjórar ljóðabækur. Lygasaga er frásögn konu sem er alvarlega þjáð af alkóhólisma. Þetta er áhrifamikil og mögnuð bók, sögð í fyrstu per- sónu, og við lesturinn hvarflar ekki annað að lesandanum en að hann sé að lesa sanna sögu. „Ég er sögumaður og sagan er sögð frá mínu sjónarhorni en þetta er ekki endilega sönn saga heldur túlkun mín á uppákomum úr lífi mínu eins og ég sá þær meðan ég skrifaði bókina. Hún er byggð á ævisögulegum grunni en er í mínum huga skáldsaga vegna þess að ég beiti aðferðum skáld- skaparins við að segja söguna og skálda meira að segja í eyðurnar þar sem mér finnst það henta,“ segir Linda. „Í bókinni fer ég inn í sjúkan hugarheim sídrukkinnar konu. Ég held að það sé ekki mik- ill skilningur á því hvernig lang- drukkin manneskja hugsar. Fólk heldur oft að það sé hægt að s k a m m a drykkjumenn til að hætta að drekka. Það er ekki hægt því líf alkans gengur út á það að blekkja sjálfan sig og aðra. Í bókinni er ég að segja frá lyginni og því hvernig hún hleður utan á sig. En sagan er reyndar á fleiri en einu plani því ég er einnig að reyna að lýsa lífinu og tilver- unni frá sjónarhóli barnsins.“ Sá hvar ég mundi enda Af hverju ákvaðstu að skrifa þessa sögu? „Allt sem ég hef skrifað hef ég sótt í eigin reynsluheim. Ég hef lengi safnað í sarpinn alls konar atvikum og sögum úr lífi mínu. Fyrir tveimur árum byrjaði ég að skrifa skáldsögu og var komin vel á veg þegar ég henti handritinu. Mér fannst ég hvorki vera með réttan tón né frásagnaraðferð. Það sem skipti kannski meginmáli var að ég gerði mér grein fyrir því að ég gat ekki haft alkóhólism- ann í bakgrunni. Hann hefur verið í forgrunni í öllu mínu lífi og varð líka að vera það í sögunni.“ Goðsögnin um óhamingjusama og drykkfellda snillinginn lifir enn góðu lífi, þótt fáar sögur fari af því að skáld og rithöfundar hafi setið drukknir við skriftir. Linda segist aldrei hafa skrifað drukkin. „Stundum var ég að reyna að skrifa niður setning- ar en ég skildi þær aldrei daginn eftir. Flestar þær hug- myndir sem ég fékk drukkin þóttu mér afar góðar meðan ég var að drekka en þegar ég ætlaði svo að fara að vinna úr þeim kom í ljós að þær voru hriplekar og fráleit- ar. Tómt væl og sjálfsvorkunn,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvort hún hafi einhvern tíma trú- að á ímyndina um drykkfellda snillinginn segir hún: „Þegar mað- ur er ungur finnst manni sjarmer- andi að klæða sig öðruvísi og hugsa öðruvísi. Það er gott fyrir alkóhólista að vera listamenn því það er viðurkennt að listamenn megi skera sig úr fjöldanum. En með árunum fór mesti glansinn af þessu og þegar menn eins og Dag- ur Sigurðarson, Steinar Sigur- jónsson og fleiri dóu á leiðinni upp Bankastrætið sá ég hvar ég mundi enda.“ Var komin á endastöð Fannst þér þú verða að bjarga lífi þínu með því að hætta að drekka? „Auðvitað fannst mér það. Þó að ég hafi viðurkennt fyrir sjálfri mér í fimmtán ár að ég væri alkó- hólisti þá hafði ég ekki hugmynd um hvað fólst í því orði. Eftir þrjátíu ára drykkju var ég komin á endastöðina en ég hélt samt áfram að drekka án þess að vilja það. Mér bara datt ekkert annað í hug. Ég sá ekki neitt fram undan. Mér fannst að mér væri ekki við- bjargandi.“ Stíllinn í bók Lindu er sér- kennileg blanda af vönduðum stíl og kæruleysislegum. Linda segist hafa verið nokkuð meðvituð um þetta við samningu bókarinnar: „Í köflunum þar sem ég lýsi fyllirí- unum fer ég yfir í stíl sem er laus- ari í reipunum og þar nota ég tal- mál. Annars held ég að ég hafi mótaðan stíl sem sé erfitt að brey- ta.“ Þetta er fyrsta prósabók Lindu en ekki sú síðasta, segir hún: „Þær verða fleiri. Prósaformið er miklu frjálsara form en ljóðformið. Ég er ekki hætt að segja sögur og ég á margar hugmyndir á lagern- um.“ kolla@frettabladid.is Fyrsta bindi endurminningaN ó b e l s v e r ð l a u n a h a f a n s Gabriel Garcia Marquez hefur fengið prýðis dóma, er sagt sneisa- fullt af skemmtilegum sögum og eftirminnilegum persónum og lífs- afstaða höfundar þykir einkennast af skemmtilegum gáska. Þessu fyrsta bindi lýkur þegar Marquez er 28 ára gamall blaðamaður. Bind- in munu eiga að verða þrjú en Marquez hefur ekki ótakmarkaðan tíma til að skrifa þau tvö sem eftir eru því hann er þjáður af krabba- meini. Í ævisögunni kemur fram aðdá- un höfundar á William Faulkner, Aldous Huxley, Franz Kafka og Virginiu Woolf. Hann viður- kennir í bókinni að samtöl séu hans veika hlið í skáldsagnagerð og segist hafa skrifað Hund- rað ára einsemd meðan hann hlustaði til skiptis á tvær plötur: A Hard Day’s Night með Bítlunum og prelúdíur eftir Debussy. ■ Meistaraverk skrifað undir bítlatónlist ■ Sagt og skrifað METSÖLU- LISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNING- AR Allar bækur 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Heimur spendýranna. David Atten- borough 3. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 4. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 5. Ísland í aldanna rás í einni bók. JPV 6. Ósköpin öll. Flosi Ólafsson 7. Að láta lífið rætast. Hlín Agnarsdóttir 8. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 9. Frægð og firnindi. Gísli Pálsson 10. Jón Sigurðsson II. Guðjón Friðriksson Skáldverk 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 3. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 4. Flateyjargátan. Viktor Arnar Ingólfsson 5. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason 7. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 8. Ár hérans. Arto Paasilinna 9. Gæludýrin. Bragi Ólafsson 10. Borgir og eyðimerkur. Sigurjón Magnússon METSÖLULISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR 5. - 11. NÓVEMBER Burrell fær góða dóma Royal Duty, bók Pauls Burrellsum samskipti hans við Díönu prinsessu, fær góða dóma í Sunday Times. Gagnrýnandinn viðurkenn- ir að hafa haft samúð með Burrell í málafer lum þar sem hann var sakaður um að hafa stolið eigum prinsessunn- ar, og segir að þeir sem séu á sama máli muni örugg- lega hafa ánægju af bókinni. Bókin er sögð vera næm og blíð minningabók um sérstakt, og stundum furðulegt, samband. Skúrkarnir í sögunni eru ekki breska konungsfjölskyldan heldur fjölskylda Díönu. Þarna kemur fram að Dodi Fayed var ekki stóra ástin í lífi Díönu, hún hætti aldrei að elska eiginmann sinn og þótti vænt um drottninguna. Hún var ekki náin bróður sínum og hafði slitið öllum samskiptum við móður sína. Gagnrýnandinn segir heiðar- leika Burrells skína í gegn á hverri síðu. Bókin sé klassaframleiðsla. Bókin er nú í fyrsta sæti á met- sölulista Sunday Times yfir bækur almenns eðlis en rúm 77.000 eintök seldust af henni fyrstu vikuna. ■ JOHN UPDIKE Er ekkert yfir sig hrifinn af hinum nýja Nóbelsverðlaunahafa. Updike ekki hrifinn af Coetzee Bandaríski rithöfundurinn JohnUpdike virðist ekkert yfir sig hrifinn af því að suður-afríski rit- höfundurinn J.M. Coetzee hafi hlotið Nóbelinn. Í nýlegu viðtali sagði Updike að Nóbelsnefndin hefði sterka hneigð til að útnefna höfunda á sjötugsaldri. Auk þess væri Coetzee höfundur sem nefndinni væri að skapi; örlítið framandi og svolítið pólitískur. „En bara svolítið,“ segir Updike og bætir því við að bækur Coetzees séu ekki ákall gegn að- skilnaðarstefnunni. ■ PAUL BURRELL Gagnrýnandi Sunday Times hrósar bók hans um Díönu. GABRIEL GARCIA MARQUEZ Hlustaði á A Hard Day’s Night með Bítlunum og prelúdíur eftir Debussy meðan hann skrifaði Hundrað ára ein- semd. LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR „Ég er sögumaður og sagan er sögð frá mínu sjónarhorni en þetta er ekki endilega sönn saga heldur túlkun mín á uppákomum úr lífi mínu eins og ég sá þær meðan ég skrifaði bókina. Hún er byggð á ævisögulegum grunni en er í mínum huga skáldsaga vegna þess að ég beiti aðferðum skáldskapar- ins við að segja söguna og skálda meira að segja í eyðurnar þar sem mér finnst það henta.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A Það er gott fyrir alkóhólista að vera listamenn því það er viður- kennt að listamenn megi skera sig úr fjöldanum. En með árunum fór mesti glansinn af þessu og þegar menn eins og Dagur Sigurð- arson, Steinar Sigurjónsson og fleiri dóu á leiðinni upp Bankastrætið sá ég hvar ég mundi enda. ,, Í Bretlandi eru menn að búa sigundir að velja eftirlætisskáld- sögu sína. Í undanúrslitum komust 20 skáldsögur á blað og nú er verið að sýna sérstaka kynningarþætti um bækurnar. Síðan velur breska þjóðin sigur- vegara. Margir telja að úrslit séu þegar ljós. Hringadróttinssaga Tolkiens hljóti að vinna. Vitað er að Tolkien-aðdáendur vinna markvisst að því að tryggja sín- um manni fylgi, meðal annars á netsíðum. Þriðja og síðasta Hringadróttinsmyndin verður frumsýnd 17. desember, fjórum dögum eftir að kosning um uppá- haldsbókina fer fram, og mikil kynningarherferð er að fara í gang vegna myndarinnar. Bóka- spekúlantar segja að þetta kunni að tryggja bókinni sigur. ■ Aðdáendur Tolkiens safna liði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.