Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 58

Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 58
■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regnboginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir þýsku myndina Die Sehnsucht der Veronica Voss (1982) eftir Rainer Wern- er Fassbinder í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Hljómsveit Ómars Guðjóns- sonar gítarleikara verður með tónleika í Tónastöðinni, Skipholti 50d. Hljóm- sveitin var að senda frá sér plötuna Varma land. Með Ómari spila Óskar Guðjónsson á tenórsaxófón, Þórður Högnason á kontrabassa og Helgi Sv. Helgason á trommur.  15.15 Fjórir “stórir dúettar” eða “Grand dui Concertante” eftir Atla Heimi Sveinsson verða fluttir í tónleika- röðinni 15.15 í Borgarleikhúsinu. Flytj- endur eru flautuleikararnir Guðrún Birg- isdóttir, Martial Nardeau og Kolbeinn Bjarnason, saxófónleikararnir Guido Bäumer og Vigdís Klara Aradóttir, Sig- urður Halldórsson sellóleikari og Guðni Franzson klarinettuleikari.  19.30 Óperusöngkonan Kiri Te Kanawa syngur í Háskólabíói.  21.00 Þingeyski karlakórinn Hreim- ur heldur tónleika í félagsheimilinu Miðgarði, Skagafirði. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  16.00 Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Gaukshreiðrið í Valaskjálf á Egils- stöðum í leikstjórn Odds Bjarna Þor- kelssonar.  20.00 Púntila og Matti e. Bertolt Brecht á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 100 prósent hitt með Helgu Brögu í Ými við Skógarhlíð.  20.00 Ríkarður þriðji á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 CommonNonsense, leikverk byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur, er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins.  21.00 Allra síðasta sýning á Plóm- ur í New York í Íslensku óperunni. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Rósa Matthíasdóttir opnar sjöundu sýningu sína á Salatbarnum í Faxafeni. Rósa sýnir mósaíkspegla sem hún hefur unnið að síðan árið 2000.  15.00 Dominique Ambroise opnar sýningu á olíumálverkum í baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Sýn- ingin stendur til 30. nóvember.  15.30 Í gamla Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði, Gúttó, verður í dag opnuð sýning á vegum Leikminjasafns Íslands um Sigurð Guðmundsson málara (1833-1874), líf hans og list. Sýningin verður opin almenningi 15.30-17.00 í dag og 14-17 á morgun. Hún verður einnig opin næstu helgar.  16.00 Myndlistasýning Betu, Elísa- betar Ýrar Sigurðardóttur, verður opnuð á Vínbarnum, Kirkjutorgi 4. Sýningin heitir Kossar og stendur til 29. desem- ber.  16.00 Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýning á ljósmyndum konunglega hirð- ljósmyndarans Ólafs Magnússonar stendur til 4. janúar. Þá verða sýnd valin verk franska arkitektsins Dominique Perrault og stendur sú sýning til 21. desember.  16.00 Gallerí + verður opnað aftur eftir rúmlega tveggja ára hlé með sýn- ingunni “Trompet úr járni og veltumink- ur”, sem er sýning listamannanna Tuma og Péturs Magnússona. Sýningin stendur til 7. desember og er opin 12- 17 á laugar- og sunnudögum og aðra daga eftir samkomulagi.  17.00 Þýski listamaðurinn Jan Voss opnar innsetningu í Kompunni, Kaup- vangsstræti 24, Akureyri, sem hann nefnir “endurgerð minninga frá Flatey á Breiðafirði 1973”. Sýningin stendur til 30. nóv. og er opin 14-17 alla sýningar- daga.  17.00 Safn, Laugavegi 37, sýnir verk frá ferli Hreins Friðfinnssonar. Sýningin stendur í þrjá mánuði.  17.00 Hin umtalaða Lovísa Lóa Sigurðardóttir opnar sýningu á Kaffi Solon í dag. Sýningin heitir “Hvers - dags - hreyfanleiki” og samanstendur af 13 málverkum unnum í blandaðri tækni og olíu á striga. Hún stendur til 12. des. ■ ■ SKEMMTANIR  13.00 Nú er komið að hinum sívin- sæla basar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann verður haldinn í dag kl. 13-17 og á mánudaginn kl. 9-16. Á basarnum verður til sölu fjölbreytt handavinna heimilisfólks Hrafnistu.  20.00 Kvöld hins óvænta með gjörningum og öðru kukli verður á Ung- list í Tjarnabíói. Nemendur Listaháskóla Íslands koma á óvænt með listrænni til- raunamennsku þar sem allt getur gerst.  20.30 Hljómsveitin Í svörtum föt- um verður með útgáfutónleika í Sjallan- um, Akureyri. Nýjasta plata hljómsveitar- innar, Tengsl, er komin í búðir.  21.00 Bubbi verður með útgáfu- tónleika á NASA í tilefni af plötunni 1000 kossa nótt.  23.00 Jan Mayen, Lokbrá og Trist- ian spila á Grand Rokk.  23.00 Hilmar Sverrisson skemmtir af sinni alkunnu snilld í Fjörugarðinum, Fjörukránni í Hafnarfirði.  Hljómsveitin Karma spilar í Players, Kópavogi. 15. nóvember 2003 LAUGARDAGURhvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 NÓVEMBER Laugardagur Bubbi Morthens heldur tónleika áNASA í kvöld í tilefni af útkomu nýjustu plötunnar, 1000 kossa nótt: „Ég er búinn að vera að spila úti um allt land upp á síðkastið en varð að taka mér hlé vegna þess að ég fékk brjósklos og hef verið veikur í þrjár vikur. Nú er ég að skríða saman og komast aftur til mannheima,“ segir Bubbi, sem ætlar að skapa eftir- minnilega stemningu í kvöld. „Þetta verður ljúf og kósý stemning. Ég spila rólega og þægi- lega tónlist, kannski svona fjögur lög af nýju plötunni en meirihlutinn verður eitthvað gamalt og gott.“ Þrjár síðustu plötur Bubba, Lífið er ljúft, Sól að morgni og nú 1000 kossa nótt, tengjast innbyrðis: „Megininntakið er ástin, kærleikur- inn og fjölskyldan,“ segir Bubbi en óvíst er hvaða slóð hann kemur til með að feta næst: „Ég kem þó alltaf til með að syngja um ástina. Það er alveg sama í hvaða tónlistargeira gengið er inn í, hvort sem það eru dauðarokkarar, hiphopparar eða trúbadorar, þá eru allir alltaf að syngja um ástina. Svo er bara verið að rífast um hvort sé meira töff að syngja um ástina í leðurjakka eða gallabuxum.“ 1000 kossa nótt hefur selst gríðarlega vel frá útgáfu hennar og er nú þegar komin í gullplötu. Tónleikarnir á NASA hefjast klukkan 21.00. ■ ■ TÓNLEIKAR Aftur til mannheima BUBBI MORTHENS Þurfti að gera hlé á tónleikaferð vegna brjóskloss en er nú að jafna sig og heldur útgáfutónleika á NASA í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Ósóttar pantanir seldar daglega. Föstudagur 14.11 kl. 20 uppselt Laugardagur 22.11. kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 28.11. kl. 20 örfá sæti laus Laugardagur 06.12. kl. 20 laus sæti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.