Fréttablaðið - 23.11.2003, Side 40

Fréttablaðið - 23.11.2003, Side 40
40 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Stigamet Keflvíkinga KÖRFUBOLTI Keflvíkingar voru í stuði í undanúrslitaleik Hópbílabikarsins gegn Tindastól og höfðu þegar upp var staðið bætt sitt eigið stigamet í keppni hinnar fjögurra fræknu um 12 stig, skoruðu 126 stig á 40 mínút- um eða meira en þrjú stig á hverri mínútu. Leikinn unnu þeir með 25 stigum, 126-101. Keflvíkingar skor- uðu sjö þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta og brutu 30 stiga múrinn í fyrsta (35), öðrum (32) og fjórða leikhluta (36) og fengu auk þess 65 stig frá bekknum í þessum leik, fjórum stigum meira en frá byrjun- arliði sínu. Enginn lék betur en Magnús Þór Gunnarsson sem skilaði 32 stigum, sex stoðsendingum og þremur stolnum boltum á 27 mínútum af bekknum en Magnús hitti meðal annars úr átta af 12 þriggja stiga skotum og skoraði fimm þrista í fjórða leikhlutanum einum. Derrick Allen var líka traustur hjá Keflavík og skoraði 29 stig og tók níu fráköst, Nick Bradford var með 21 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar og Sverrir Þór Sverr- isson skoraði 12 stig, tók níu fráköst (sjö í sókn) og gaf fjórar stoðsend- ingar á 24 mínútum. Hjá Tindastól skoraði Nick Boyd 27 stig og tók 13 fráköst (sjö í sókn), Adrian Parks gerði 18 og tók fimm sóknarfráköst, Clifton Cook var með 17 stig, 10 stoðsendingar og sex fráköst og Friðrik Hreinsson skoraði 17 stig og fimm þrista þar af 14 stig og fjóra þrista í síðasta leikhlutanum. ■ Páll hetja Njarðvíkinga KÖRFUBOLTI Páll Kristinsson var hetja Njarðvíkinga í framleng- ingunni þegar þeir unnu Grindvík- inga með einu stigi, 87-86, í fyrri undanúrslitaleik Hópbílabikarsins en hann gerði þá sjö af 10 stigum liðsins. Það var hins vegar Brandon Woudstra sem bæði jafnaði leikinn fyrir Njarðvík með tveimur víta- skotum í venjulegum leiktíma og gulltryggði síðan sigurinn í fram- lengingunni með því að setja annað víta sinna niður og koma Njarðvík í fjögurra stiga forskot, 87-83, en dugði ekki taplausu toppliði Inter- sportdeildarinnar að Páll Axel Vil- bergsson setti niður þrist á lokasek- úndu leiksins. Páll Kristinsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig og sjö frá- köst og Brandon Woudstra var með 17 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 14 stig. Þeir Brenton Birmingham og Egill Jónasson voru síðan báðir nálægt þrefaldri tvennu, Brenton skoraði 13 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar auk fjögurra stolna bolta en Egill skoraði átta stig, tók átta fráköst og setti nýtt met í keppni hinna fjögurra fræknu með því að verja níu skot Grindvík- inga. Hjá Grindavík skoraði Darrel Lewis 25 stig og tók 15 fráköst þar af 11 í sókn og landi hans Dan Trammel var með 14 stig, 16 fráköst og fimm varin skot. Þá skoraði Páll Axel Vil- bergsson 22 stig og tók sex fráköst og Helgi Jónas Guðfinnsson var með 12 stig og fjórar stoðsendingar. ■ Úrslitaleikur Hópbílabikars karla í körfubolta: Upprisa Njarðvíkinga KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar áttu bæði upphafs- og lokaorðið í úr- slitaleik Hópbílabikarsins í gær og það dugði ekki Keflvíkingum að vinna 27 mínútur þar á milli með 26 stiga mun, 74-49. Njarð- víkingar sem komust í 10-0 í upphafi leiks og unnu síðan fjórða leikhlutann 31-9 og leik- inn, 90-83, og fyrirtækjabikar KKÍ þar með í annað sinn á þremur árum. Það var 19 ára gutti úr Njarðvíkunum, Guð- mundur Jónsson, sem gerði úts- lagið á æsispennandi lokakafla en hann gerði 15 af 23 stigum sínum í síðasta leikhlutanum og dró þá vagninn en strákurinn skoraði 11 stigum fleira heldur en Brandon Woudstra (4) og Brenton Birmingham (0) til samans í fjórða leikhlutanum . Brenton gerði reyndar útslagið í lokin þegar hann varði þriggja stiga skot Fals Harðarsonar í stöðunni, 85-83, náði sjálfur frá- kastinu og sendi á Guðmund Jónsson frían í hraðaupphlaupi sem gulltryggði sigurinn. Eins og áður sagði var Guð- mundur Jónsson maður leiksins, skoraði 23 stig á 28 mínútum og nýtti átta af 13 skotum sínum en eins var Friðrik Stefánsson mjög sterkur undir körfunni (17 stig, 14 fráköst, fimm varin skot) og Brandon Woudstra skil- aði sínu með nánast sóknarleik liðsins á sínum öxlum allan tím- ann. Brandon spilaði allan leik- inn og var með 21 stig, níu frá- köst og fimm stoðsendingar og það gerði honum lífið erfitt að bæði Páll Kristinsson og Brent- on Birmingham hittu afar illa (gerðu 11 stig og hittu aðeins úr þrjú af 22 skotum saman) en þeir tóku saman 21 fráköst og spiluðu sterka vörn. Hjá Keflavík voru þeir Derrick Allen (23 stig, 10 frá- köst, fimm varin) og Nick Brad- ford (20, stig, níu fráköst, sex stoðsendingar) í aðalhlutverkum og þá skilaði fyrirliðinn Gunnar Einarsson vissulega sínu (17 stig, níu fráköst). Aðalskyttur liðsins brugðust hins vegar og liðið mis- notaði meðal annars 15 af 16 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleiknum. Það munaði líka mikið um að missa Derrick Allen út af með fimm villur þeg- ar 6:34 voru eftir en liðið var þá sex stigum yfir, 76-70. Barátta og sigurvilji Njarðvíkinga bar þá hreinlega ofurliði í lokin en Njarðvíkingar tóku 20 af 29 frá- köstum í boði í síðasta leikhlutan- um á sama tíma og aðeins þrjú af 19 skotum Keflvíkinga skiluðu sér rétta leið ofan í körfuna. ■ Forsetabikarinn í golfi Alþjóðaliðið setti met! GOLF Alþjóðaliðið í golfi tók sig heldur betur saman í andlitinu í gær eftir heldur dapran dag á föstudag og vann alla sex leiki sína gegn Bandaríkjamönnum í Forsetabik- arnum. Þar með setti alþjóðaliðið met, því þetta er í fyrsta sinn síðan leikjunum var fjölgað í sex á dag sem annað liðið nær fullkomnum degi. Bandaríkjamenn hafa tvisvar afrekað það að vinna alla leiki dags- ins, árin 1994 og 1999, en þá voru spilaðir fimm leikir á dag. Þótt allir liðsmenn alþjóðaliðsins hafi staðið sig vel voru þeir Vijay Singh og Retief Goosen fremstir meðal jafn- ingja. Þeir léku óaðfinnanlegt golf, náðu m.a. fugli á síðustu fimm hol- unum í einvígi sínu gegn Tiger Woods og Charles Howell III og unnu sannfærandi sigur. Banda- ríkjamenn áttu veika von um vinn- ing í síðasta hollinu þar sem Justin Leonard og Chris DiMarco sóttu hart að Mike Weir og Robert Allen- by í lokin, en tæplega 30 metra pútt kórónaði frábæran dag alþjóðaliðs- ins og verðugan sess í sögubókun- um. Með þessari frábæru frammi- stöðu hefur alþjóðaliðið náð þriggja vinninga forskoti á Bandaríkja- menn og stendur með pálmann í höndunum fyrir endasprettinn í dag. Þá verður leikinn einmenning- ur og alþjóðaliðinu nægja fimm vinningar af tólf mögulegum til að tryggja sér Forsetabikarinn. ■ GUÐMUNDUR JÓNSSON Hinn 19 ára gamli Guðmundur Jónsson skoraði 15 stig í fjórða leikhlutanum, sex stigum fleira en allt Keflavíkurliðið. NJARÐVÍK-KEFLAVÍK 90-83 (19-29, 35-49, 59-74) STIG NJARÐVÍKUR: Guðmundur Jónsson 23 Brandon Woudstra 21 Friðrik Stefánsson 17 Egill Jónasson 10 Páll Kristinsson 6 Brenton Birmingham 5 Ólafur Aron Ingvason 4 Halldór Karlsson 4 STIG KEFLAVÍKUR: Derrcik Allen 23 Nick Bradford 20 Gunnar Einarsson 17 Magnús Þór Gunnarsson 9 Falur Harðarson 8 Jón Nordal Hafsteinsson 6 FYRIRTÆKJAMEISTARAR KKÍ 1996-2003: 1996 Keflavík 1997 Keflavík 1998 Keflavík 1999 Tindastóll 2000 Grindavík 2001 Njarðvík 2002 Keflavík 2003 Njarðvík VIJAY SINGH Alþjóðaliðið fagnaði sigri í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.