Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 41
41SUNNUDAGUR 23. nóvember 2003 Frábær frammistaða Haukar náðu stigi gegn sterku liði Barcelona HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka tryggðu sér í gær þriðja sætið í B-riðli meistararadeild- arinnar í handknattleik og þar með sæti í Evrópukeppni bikar- hafa þegar þeir gerðu jafntefli við stórlið Barcelona á útivelli, 27-27. Fáir áttu von á því að Haukarnir myndu sækja gull í greipar Börsunga, en með skynsömum leik og frábærri markvörslu Birkis Ívars Guð- mundssonar, að ógleymdum frábærum stuðningi um 200 áhangenda sem fylgdu liðinu frá Íslandi, tókst þeim að sækja stig. Haukarnir sýndu andstæð- ingum sínum enga virðingu í gær og hefðu reyndar með smá- heppni haft sigur í leiknum, en jafntefli er ásættanlegt og vel það og sýnir það og sannar að Hafnfirðingarnir eiga fullt er- indi í þessa keppni. Birkir Ívar Guðmundsson átti eins og áður segir stórleik í markinu og varði 18 skot, mörg hver úr dauðafærum, en annars áttu allir leikmenn liðsins skín- andi leik. Alexandr Shamkuts var þeirra markahæstur með sex mörk en Andri Stefan skor- aði þó mark leiksins - hann skeiðaði upp völlinn á lokasek- úndunum og skoraði með skoti fyrir aftan bak, 27-27. Haukarnir eru sem fyrr seg- ir öruggir í 3. sæti riðilsins og hafa þar með tryggt sér sæti í Evrópukeppni bikarhafa og Magdeburg á sigurinn vísan í riðlinum, en Alfreð Gíslason og lærisveinar hans fá Vardar í heimsókn í dag. Tvö efstu liðin, Magdeburg og Barcelona, hafa þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslit- um meistaradeildarinnar. ■ Óbreytt staða á toppnum í Englandi Arsenal, Chelsea og Man. United unnu öll leiki sína KNATTSPYRNA Staða efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu breyttist lítið í gær. Arsenal heldur toppsætinu eftir góðan útisigur á Birmingham, 3- 0, þar sem þeir Freddie Ljung- berg, Dennis Bergkamp og Ro- bert Pires skoruðu mörkin. Birmingham var inni í leiknum þar til um 10 mínútur voru til leiksloka, en þá skoraði Berg- kamp sitt fyrsta mark á þessari leiktíð og Pires kláraði svo leik- inn í blálokin. Chelsea er í öðru sæti sem fyrr eftir torsóttan sig- ur á Southampton á útivelli, 1-0. Sigurmarkið í leiknum kom úr óvæntri átt, en það skoraði bak- vörðurinn Mario Melchiot. Eið- ur Smári Guðjohnsen var í byrj- unarliði Chelsea og átti þokka- legan leik. Manchester United fékk Blackburn í heimsókn í gær og hafði þar sigur, 2-1. Ruud Van Nistelrooy og Kleber- son komu United í 2-0, en Kleberson var að skora sitt fyrs- ta mark fyrir United, og Brett Emerton minnkaði muninn um miðjan síðari hálfleikinn. Arsenal, Chelsea og Man. United eru öll í hnapp í efstu þremur sætunum og Charlton er svo í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Man. United, eftir 1-1 jafn- tefli gegn Leicester í gær. Eldri kynslóðin lét til sín taka í þess- um leik því Les Ferdinand skor- aði mark Leicester og Paolo Di Canio jafnaði metin fyrir Charlton. Lið Newcastle virðist vera að vakna til lífsins eftir heldur dapra byrjun, en í gær unnu Skjórarnir öruggan sigur á Manchester City á St. James Park, 3-0. Shola Ameobi kom heimamönnum á bragðið og markahrókurinn Alan Shearer sá svo um afganginn. Newcastle hefur þokað sér hægt og bítandi upp töfluna og er nú í 6. sæti úr- valsdeildarinnar. Bolton átti ekki í teljandi vandræðum með heillum horfið lið Leeds United og vann dýrmætan sigur 2-0. Kevin Davies og Stelios Gianna- kopoulos skoruðu mörkin fyrir Bolton. Everton hafði betur gegn Úlfunum, 2-0, þar sem þeir Tomasz Radzinski og Kevin Kil- bane skoruðu með þriggja mín- útna millibili og Úlfarnir eru því enn í fallsæti ásamt Leeds og Aston Villa, sem reyndar á leik til góða og getur skutlað Black- burn aftur fyrir sig. Loks gerðu Middlesbrough og Liverpool markalaust jafntefli í leik sem þótti lítið fyrir augað. ■ Níu marka tapleikur HANDBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í undanriðli EM á Sikiley, en eftir sigur á Portúgölum á föstudag mætti íslenska liðið Makedóníu í gær og mátti sætta sig við níu marka tap, 23-32. Hrafnhild- ur Skúladóttir skoraði tíu mörk fyr- ir Ísland í gær, Dagný Skúladóttir skoraði fjögur mörk, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Inga Fríða Tryggva- dóttir og Brynja Steinsen skoruðu tvö mörk hver og Hafdís Hinriks- dóttir, Harpa Melsted og Hanna G. Stefánsdóttir skoruðu eitt mark hver. Berglind Hansdóttir varði níu skot í markinu og Helga Torfadóttir varði sex skot. ■ LEIKIR  10.00 Keppni í 3. deild Íslands- mótsins í innanhússknattspyrnu hefst í Austurbergi.  16.00 HK keppir við ÍBV í Digra- nesi i í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  17.00 Grótta/KR keppir við Þór Ak. á Seltjarnarnesi i í norðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 FH keppir við ÍR í Kaplakrika i í suðurriðli RE/MAX-deild- ar karla í handbolta. SJÓNVARP  10.30 President’s Cup (Forseta- bikarinn) á Sýn. Bein útsending frá keppninni um Forsetabikarinn í golfi sem fram fer í Suður Afríku.  12.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Umfjöllun um leiki laugardags- ins í ensku úrvalsdeildinni i knatt- spyrnu.  13.30 President’s Cup (Forseta- bikarinn) á Sýn. Bein útsending frá keppninni um Forsetabikarinn í golfi sem fram fer í Suður Afríku.  16.30 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Aston Villa og Tottenham.  17.00 Markaregn á RÚV. Sýndir verða valdi kaflar úr leikjum 13. um- ferðar í þýska fótboltanum.  18.55 Hnefaleikar á Sýn. Á meðal þeirra sem mætast eru Oscar de la Hoya og Shane Mosley.  21.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Umfjöllun um leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni i knattspyrnu.  21.30 Helgarsportið á RÚV. Farið yfir íþróttaviðburði helgarinnar innan- lands og erlendis.  22.00 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild Evrópu í knattspyrnu  22.55 Enski boltinn á Sýn Leikur dagsins endursýndur. hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 NÓVEMBER Sunnudagur ÚRSLIT GÆRDAGSINS: Man.Utd.-Blackburn 2-1 - Nistelrooy (24.), Kleberson (38.) - Em- erton (62.) Birmingham-Arsenal 0-3 - Ljungberg (4.), Bergkamp (80.), Pires (88.) Everton-Wolves 2-0 - Radzinski (16.), Kilbane (19.) Leeds-Bolton 0-2 - Davies (16.), Giannakopoulos (17.) Leicester-Charlton 1-1 - Ferdinand (39.) - Di Canio vsp. (84.) Newcastle-Man. City 3-0 - Ameobi (57.), Shearer (77. & 85.) Southampton-Chelsea 0-1 - Melchiot (47.) Middlesbrough-Liverpool 0-0 STAÐAN Í DEILDINNI: Arsenal 13 10 3 0 28 10 33 Chelsea 13 10 2 1 27 9 32 Man.Utd. 13 10 1 2 25 8 31 Charlton 13 6 4 3 20 16 22 Birmingham 13 5 5 3 11 11 20 Newcastle 13 5 4 4 19 18 19 Fulham 12 5 3 4 22 18 18 Man. City 13 5 3 5 22 18 18 Liverpool 13 5 3 5 18 14 18 Southampton 13 4 5 4 10 8 17 Portsmouth 12 4 3 5 17 16 15 Middlesbr. 13 4 3 6 11 15 15 Bolton 13 3 6 4 11 19 15 Everton 13 3 4 6 15 17 13 Leicester City 13 3 3 7 20 2 12 Tottenham 12 3 3 6 11 16 12 Blackburn 13 3 2 8 18 24 11 Aston Villa 12 2 5 5 9 15 11 Wolves 13 2 4 7 8 26 10 Leeds 13 2 2 9 11 33 8 DENNIS BERGKAMP Skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal á leik- tíðinni er hann skoraði eitt þriggja marka liðsins í 3–0 sigri á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.