Fréttablaðið - 31.12.2003, Síða 2
2 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR
„Ætli það sé ekki gáfulegra ef fólk skilur
litlu bílana eftir heima. Þá er allt i
himnalagi og við komumst leiðar okkar.“
Ásgeir Eiríksson er framkvæmdastjóri Strætó bs.
Strætisvagnar áttu erfitt með að komast leiðar
sinnar í fannferginu í fyrradag.
Spurningdagsins
Ásgeir, þarf ekki bara að senda vagn-
ana í upphækkun hjá Bílabúð Benna?
Áramótabrennur:
Sautján brennur á
höfuðborgarsvæðinu
ÁRAMÓT Eldvarnareftirlitinu hefur
verið tilkynnt um sautján ára-
mótabrennur á höfuðborgarsvæð-
inu. Stærsta brennan verður á
Geirsnefi eins og venja er til.
„Mönnum greinir á um hversu
lengi þetta hefur verið. Þetta eru
40 eða 50 ár,“ segir Jón Bergvins-
son en þetta er í ellefta skiptið sem
hann sér um brennuna við Ægi-
síðu. „Ég gæti trúað að það hafi
verið um fimm þúsund manns sem
komu árið 2000 en ég gæti trúað að
í meðalári komi ríflega þrjú þús-
und. Þetta hefur verið mjög vel
sótt,“ segir hann.
Hann segir að umsjónarmenn
brennunnar fylgist með því að
gestir gæti varúðar og beinir þeim
tilmælum til fólks að vera ekki
með skotelda í kringum brennuna.
„Það er allt í lagi að fólk sé með
blys og stjörnuljós en annars
treystum við helst á dómgreind
borgaranna og að þeir fari varlega
og sýni aðgæslu,“ segir hann.
Kveikt verður í flestum brenn-
unum skömmu eftir kvöldmatar-
leytið, eða klukkan 20.30, en
fyrsta brennan sem tendrað verð-
ur í er í landi Úlfarsfells. Í henni
verður kveikt klukkan 16 í dag. ■
BRUSSEL, AP Evrópusambandið
ákvað að herða öryggisreglur í
höfuðstöðvum sínum í Brussel í
Belgíu eftir að nokkrir evrópskir
embættismenn höfðu fengið send-
ar bréfasprengjur.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, slapp án teljandi meiðs-
la þegar hann opnaði bréfa-
sprengju sem send var á heimili
hans í Bologna á Ítalíu á laugar-
daginn. Á mánudaginn stöðvaði
hollenska lögreglan sprengju sem
send hafði verið Jürgen Storbeck,
yfirmanni Evrópulögreglunnar,
Europol, í Haag. Í gær og í fyrra-
dag voru sams konar pakkar send-
ir á skrifstofu Jean-Claudes
Trichet, bankastjóra evrópska
seðlabankans, og á skrifstofur
Eurojust.
Talið er að allir pakkarnir hafi
verið póstlagðir í Bologna. Grunur
leikur á að áður óþekkt samtök
stjórnleysinga hafi sent sprengj-
urnar. Hópurinn hefur lýst ábyrgð
á hendur sér vegna tveggja mis-
heppnaðra sprengjutilræða gegn
Prodi og borið því við að hann væri
fulltrúi nýskipunar Evrópu. ■
Í SÓTTKVÍ
Riðukjöti var dreift til átta ríkja í
Bandaríkjunum.
Afleiðingar kúariðunnar:
Neita að
aflétta banni
JAPAN Japanskir embættismenn
tilkynntu bandarískum starfs-
bræðrum sínum í gær að alltof
snemmt væri að aflétta innflutn-
ingsbanninu á nautakjöti, sem sett
var vegna kúariðusmitsins sem
greindist í Bandaríkjunum fyrr í
mánuðinum, en Japanar eru
langstærstu innflytjendur nauta-
kjöts frá Bandaríkjunum og
meðal rúmlega tuttugu þjóða sem
settu innflutningsbann.
Í upphafi innkölluðu bandarísk
stjórnvöld kjöt sem dreift var til
fjögurra ríkja í Bandaríkjunum,
eftir að meintri riðukú hafði verið
slátrað og var þar um að ræða
Oregon, Kaliforníu, Nevada og
Washington. Nú er komið í ljós að
kjöt frá sama sláturhúsi var líka
flutt til Alaska, Havaí, Montana
og Idaho og er nú reynt að hafa
uppi á því. ■
DEAN HARÐLEGA GAGNRÝNDUR
Howard Dean, sem þykir líkleg-
astur til að hljóta tilnefningu
demókrata sem frambjóðandi
flokksins í kosningunum á næsta
ári, er harðlega gagnrýndur af
keppinautum sínum fyrir að
segja að flokkinn vanti sárlega
sterka forystu. Dean sagði nýlega
að Terry McAuliffe, formaður
flokksins, hefði ekki staðið undir
væntingum.
EFREDÍN BANNAÐ Í BNA Heil-
brigðisyfirvöld í Bandaríkjunum
hafa bannað sölu á jurtalyfinu
efredíni sem meðal annars hefur
verið notað til grenningar og af
íþróttamönnum. Ástæðan fyrir
banninu er að nokkur dauðsföll
hafa verið rakin til notkunar lyfs-
ins og einnig skaðlegar aukaverk-
anir. Yfirvöld segja að bannið sé
vel ígrundað og byggt á niður-
stöðum vísindalegra rannsókna.
JARÐARFÖR
Þrír herskáir Palestínumenn og tveir
óbreyttir borgarar féllu í loftárás Ísraela á
Gaza-borg á jóladag.
Loftárás á Gazaströnd:
Tíu manns
særðust
GAZABORG, AP Að minnsta kosti tíu
manns særðust þegar ísraelski her-
inn skaut tveimur flugskeytum á
bifreið á Gazaströndinni, að sögn
palestínskra sjónarvotta. Sjúkra-
húsyfirvöld segja að tveir hinna
særðu séu í lífshættu.
Atvikið mun hafa átt sér stað
skammt frá Sheikh Radwan hverf-
inu sem er eitt af höfuðvígum
Hamas-samtakanna. Lyfsalinn
Raouf Musalam, sem var vitni að
árásinni, segir að herþyrlurnar
hafi sveimað yfir bifreiðinni í um
það bil tvær mínútur á meðan veg-
farendur reyndu að koma særðum
til hjálpar. ■
BARNAVERND „Það að stelpur séu að
þjónusta stráka, til dæmis með
munnmökum, er eitthvað sem þær
halda að eigi einfaldlega að gera
og láta sig hafa, án þess að hugsa
út í hvað þær eru að gera,“ segir
Bryndís Guðmundsdóttir, uppeld-
isfræðingur og deildarsérfræð-
ingur hjá Barnaverndarstofu.
Í viðtali blaðsins við Mumma í
Götusmiðjunni í gær kom fram að
æ algengara er orðið meðal ung-
linga sem koma í meðferð þar, að
þeir hafi selt sig, ekki einungis
fyrir dópi, heldur einnig fyrir
nauðsynjum, mat, húsaskjóli og
þvílíku. Mummi sagði að sívax-
andi harðneskju gætti í heimi
þessara unglinga og væri þetta
eitt dæmi um þróunina.
Bryndís segist verða vör við
það í sínu starfi að viðhorf ung-
linga til kynlífs hafi breyst mjög.
„Við vitum, að í gegnum tíðina
hafa verið stelpur sem hafa selt
sig, eða þá að strákar, jafnvel eldri
afbrotamenn, hafi selt þær. Þetta
hefur verið til staðar síðan ég
byrjaði í þessu starfi 1977. Ég tel
að þessi siðferðismörk og blygð-
unarmörk hafi breyst, mjög til
hins verra. Mér finnst ekki rétt að
orða það svo að kynlífið sé frjáls-
ara, ég tel að það sé orðið hömlu-
lausara. Okkar stúlkur lenda verst
í því af öllum, en ég held að þetta
sé til staðar miklu víðar í sam-
félaginu.“
Bryndís undirstrikar að þetta
sé einungis byggt á sínu mati og
starfsreynslu, en ekki vísindaleg-
um könnunum.
Hún bendir jafnframt á að ekki
þyki tiltökumál þótt unglingar og
ungmenni gangi um hálfnakin. Að
sínu mati sé ekki nærri nóg um að
tískufrömuðir og verslanir séu
dregin til ábyrgðar fyrir hversu
„kynvædd“ börn hér á landi séu
orðin.
„Mér finnst að það þurfi að
taka á þessu,“ segir Bryndís. „Það
þurfi að styðja foreldra til að
segja nei. Ég tel að ákveðin íhalds-
semi í siðferðis- og kynferðis-
málum sé af hinu góða.“
Hún bendir á að skoða þurfi
málið í víðara samhengi þegar
rætt sé um breytt viðhorf barna
og unglinga til kynlífs. Spyrja
megi til dæmis hvort börn séu að
upplifa eitthvað óæskilegt inni á
sínum heimilum.
„Þetta er íhugunarefni,“ segir
Bryndís og bætir við að siðferði-
leg mörk eigi að vera skýr og að
þeim megi ekki raska of mikið.
jss@frettabladid.is
Hömlulausara og grófara kynlíf
Viðhorf unglinga til kynlífs hefur gjörbreyst á síðustu árum, að áliti uppeldisfræðings og deildar-
sérfræðings hjá Barnaverndarstofu. Það virðist orðið sjálfsagt í ákveðnum hópum þeirra að lifa
kynlífi af einhverju tagi. Það kynlíf virðist vera grófara og hömlulausara.
MYNDARLEG BRENNA
Brennan á Geirsnefi er stærsta áramótabrennan.
ÁRAMÓTABRENNUR
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
KVEIKT KLUKKAN 16
Í landi Úlfarsfells
KVEIKT KLUKKAN 20
Í tjaldstæðinu við Varmá í Mosfellsbæ
Haukabrennan við Ásvelli í Hafnarfirði
KVEIKT KLUKKAN 20.30
Geirsnefsbrennan
Í gömlu haugunum í Gufunesi
Við Leirubakka/Breiðholtsbraut
Við Suðurfell
Við Ægisíðu
Við Skildinganes
Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð
Við Fylkisvöll
Vestan Laugarásvegar gegnt Valbjarnarvelli
Við Fólksvang á Kjalarnesi
Milli Dalsmára og Fífuhvammsvegs í Kópavogi
Á bökkunum sunnan Gestshúss í
Bessastaðahreppi
KVEIKT KL. 21
Á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi
Á Arnarneshæð í Garðabæ
■ Bandaríkin
Fimm ára drengur:
Drepinn af
hundum
RÚMENÍA, AP Fimm ára rúmenskur
drengur var bitinn til bana af
tveimur hundum á heimili ætt-
ingja sinna í borginni Constanta
við Svartahaf. Amma drengsins
særðist þegar hún reyndi árang-
urslaust að bjarga honum.
Barnið opnaði búr úti í garði og
hleypt hundunum út. Þeir réðust á
drenginn og bitu hann á hálsinn.
Ömmu hans tókst eftir harða bar-
áttu að loka hundana inni í búrinu
og kalla eftir aðstoð. Drengurinn
var fluttur á sjúkrahús en var
látinn þegar þangað kom.
Hundarnir eru í eigu guðföður
barnsins. ■
PRODI OG FRÚ
Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins, og kona hans,
Flavia Franzoni, ræða við blaðamenn.
Bréfasprengjur sendar til evrópskra embættismanna:
Öryggisreglur hertar eftir árásir
Forstjóri Pharmaco:
Nýtti sér
kauprétt
VIÐSKIPTI Róbert Wessmann, for-
stjóri lyfjafyrirtækisins Pharmaco,
keypti í gær 377.089 hluti í félagi
sínu á genginu 2,6545. Lokagengi
bréfa í fyrirtækinu í gær var 41,9.
Samningurinn er þannig að Róbert
getur ekki selt hluti sína nú þegar,
en verðmæti samningsins, miðað
við gengi bréfanna í gær, er um
fimmtán milljónir króna.
Eftir viðskipti gærdagsins er
heildareign Róberts í Pharmaco
tæplega 27 milljónir hluta. Verð-
mæti hlutar hans í félaginu er því
um 1.100 milljónir króna. ■