Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 18

Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 18
18 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Hlerað á Netinu Við áramót Það er komið að áramótum ogenn er það hlutskipti okkar að nema staðar ofurlitla stund, líta um öxl yfir farinn veg og velta fyrir okkur fortíðinni um leið og við hugum að þeim verk- efnum sem eru framundan. Ára- mótin eru að mörgu leyti tími uppgjörs við hið liðna, tími heit- strenginga og stefnumótunar. Þá veltum við því fyrir okkur hvað framtíðin beri í skauti sér og hvaða væntingar við höfum til morgundagsins. Það er hollt að velta hlutunum þannig fyrir sér af og til og auðveldar okkur að meta það sem skiptir raun- verulega máli. Úr stjórnmálunum minnist ég skemmtilegrar og spennandi kosningabaráttu á árinu sem er að líða. Ég er orðinn nokkuð gamalreyndur í pólitík og hef tekið þátt í mörgum kosningum, en ég verð að segja að kosninga- baráttan í vor var ein sú allra skemmtilegasta sem ég hef tek- ið þátt í. Þar hélst margt í hend- ur, en við framsóknarmenn tefldum fram sterkum fram- bjóðendum og brydduðum upp á nýstárlegri kosningabaráttu sem gafst vel. Ég er afskaplega stoltur af öllu því unga fólki sem er komið til liðs við flokkinn og veit að mikið fylgi okkar meðal yngstu kjósendanna í kosning- unum er dýrmætt veganesti inn í framtíðina. Auðvitað hefði ég viljað sjá Framsóknarflokkinn fá meira fylgi í kosningunum, en við héldum okkar þingmannafjölda og fengum miklu betri kosningu en margir gerðu ráð fyrir. Það er ekkert einfalt að koma í kosn- ingabaráttu eftir átta ára ríkis- stjórnarsamstarf. Í stjórnmál- um er ekkert sjálfgefið, en ég tel að báðir stjórnarflokkarnir geti verið stoltir af þeim mikla árangri sem náðst hefur og tel farsælt fyrir þjóðina að með þeim hafi tekist áframhaldandi samstarf. Það hefur einkennst af trausti og virðingu, rétt eins og á að vera og þarf að vera. Ég held að staðan í íslenskum stjórnmálum sé enn að skýrast í kjölfar alþingiskosninganna, en því er ekki að leyna að ýmis mál nú á síðustu dögum hafa orðið til þess að vekja upp spurningar um stjórnarandstöðuna. Þannig treysti stjórnarandstaðan sér ekki til þess að styðja frumvarp stjórnarinnar um einhverjar mestu réttarbætur til handa ör- yrkjum í Íslandssögunni, upp á ríflega einn milljarð króna, væntanlega í því skyni að slá pólitískar keilur. Mér þótti það mál raunar allt með miklum ólíkindum og sorglegt hvernig menn sáu sér hag í því að snúa miklu og góðu framfaramáli út í pólitískan leðjuslag. Staðreynd- in er sú að í tíð ríkistjórnarinnar hafa orðið miklar umbætur á kjörum öryrkja og við vildum sérstaklega koma til móts við yngstu öryrkjana með þessum hætti. Það er sorglegt þegar slík framfaramál snúast upp í and- hverfu sína og síst til þess fallin að greiða fyrir réttindabaráttu öryrkja, sem auðvitað eiga allt gott skilið. Úr starfi mínu sem utanríkis- ráðherra eru ýmsir atburðir sem standa upp úr. Mér er t.d. sérstaklega minnisstætt ferða- lag sem ég tókst á hendur til tveggja Afríkuríkja, í tengslum við starfsemi Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands. Við fórum til Úganda, sem við höfum nýlega tekið upp þróunarsamvinnu við, og Mósambík. Þá sótti ég einnig utanríkisráðherrafund Norður- landanna og ýmissa ríkja í sunn- anverðri Afríku í borginni Pemba við strendur Indlands- hafs. Í Afríku sá ég þá miklu fá- tækt og félagslega vanda sem alþýða manna þarf að kljást við en jafnframt árangurinn af því mikla starfi sem Þróunarsam- vinnustofnun Íslands vinnur í þessum löndum, t.d. í sjávarút- vegi og ýmsum félagslegum verkefnum. Friður er forsenda þróunar- samvinnu en sjúkdómar og ör- birgð geta dregið verulega úr árangri af slíku starfi. Í mörg- um ríkjum sunnanverðrar Afr- íku vofa afleiðingar eyðni- faraldurs yfir öllu lífi. Í þorpi eftir þorp eru einungis börn og gamalmenni þar eð heilu kyn- slóðirnar hafa orðið eyðni að bráð. Það er slæm tilhugsun að þetta þarf ekki að vera svona. Með bættu aðgengi að lyfjum og forvörnum gætu sjúkir alið önn fyrir börnum sínum og færri sýkst. Eðlilegt er að Ísland verji meira fé til þessa málaflokks. Á undanförnum árum hefur Ísland aukið framlög til þróun- armála. Árið 1997 setti ríkis- stjórnin sér það markmið að verja 0,15% af landsframleiðslu til þróunarsamvinnu á árinu 2003. Við það hefur verið staðið og opinber framlög íslenska rík- isins til þróunarsamvinnu hafa rúmlega tvöfaldast á þessum tíma og nema nú tæplega 1,4 milljarði króna, eða 0,17% af landsframleiðslu. Stefnt er að því að auka það framlag veru- lega á næstu árum og ég er sannfærður um að meðal Íslend- inga er mikill hljómgrunnur að standa myndarlega að þessum málum, enda þekkjum við það vel að brjótast úr fátækt til bjargálna. Viðræður um stækkunar- samning EES og það sem í kjöl- far þess fylgdi, m.a. töf á undir- ritun, annars vegar vegna deilna Póllands við ESB og síðar Liechtenstein-málið bar einnig hátt á árinu. Mig langar að rifja upp að þegar af stað var farið voru kröfur framkvæmda- stjórnar í okkar garð út í hött, sér í lagi krafan um 38 földun á framlagi til þróunarsjóða vegna fátækari ríkja sambandsins. Má segja að öll utanríkisþjónustan hafi verið undirlögð við að eiga viðræður í aðildarríkjunum til að fá menn ofan af kröfum þess- um sem við hefðum aldrei getað sætt okkur við. Um tíma var ég orðinn áhyggjufullur um afdrif EES-samstarfsins. Okkur tókst hins vegar að fá aðildarríkin á okkar band og umboð fram- kvæmdastjórnar var ekki það sem hún hafði óskað eftir í upp- hafi. Niðurstaðan um fimmfalda hækkun er mikill sigur í mínum huga og má segja að ferlið allt hafi rennt styrkari stoðum undir samstarfið sem hafði satt að segja veikst, ekki síst vegna þess að þekking og áhugi á samningnum hafði dalað. Róður- inn mun herðast í stækkuðu sambandi þrátt fyrir að þar sé og að finna tækifæri, með nýj- um mörkuðum og möguleikum fyrir íslensk fyrirtæki sem er að finna í þróunarsjóðnum. Þegar samningaviðræður voru loks í höfn og samningur áritaður í júlí var ekki að sjá að nokkuð gæti lengur komið í veg fyrir stækkun. Þegar á hólminn var komið og undirrita skyldi samninginn í Lúxemborg í októ- ber kom í ljós að Liechtenstein átti úti óleyst mál gagnvart Tékklandi og Slóvakíu og neitaði að undirrita samninginn. Ísland og Noregur sýndu samstöðu með því að veita Liechtenstein frest til að leysa málið. Þar beitti ég mér mjög með fjöl- mörgum ferðum, ótal samtölum milli deiluaðila og fleiru og upp- lifði enn á ný hversu viðkvæmar og flóknar milliríkjadeilur geta verið. Ég hef sagt það áður að þetta mál er eitt hið erfiðasta og um leið eitt viðkvæmasta málið sem ég hef átt við á ferli mínu sem utanríkisráðherra. En allt er gott sem endar vel og skrifað var undir í Vaduz 11. nóvember sl. sem var ákaflega farsæl nið- urstaða fyrir okkur Íslendinga. Margt fleira mætti nefna sem stendur upp úr minningunni frá árinu sem nú er að líða. Aðal- atriðið er að okkur Íslendingum gengur vel sem þjóð, enda erum við duglegt fólk til vinnu og höf- um metnað til þess að standa okkur vel. Ég hef mikinn metn- að fyrir hönd minnar þjóðar og sé fyrir mér miklar framfarir í þessu landi á næstu árum. Til þess höfum við allar undirstöð- ur og nauðsynlegan grunn. Framundan er mikið hagvaxtar- skeið, ótal tækifæri og um leið spennandi áskoranir. Við skul- um ganga hægt inn um gleðinn- ar dyr, en grípa þó óhikað þau tækifæri sem bjóðast. Ég þakka gott samstarf á ár- inu sem er að líða og óska öllum landsmönnum guðsblessunar og farsældar á nýju ári. ■ ÁR HERNAÐARVÉLARINNAR „Ársins 2003 verður lengi minnst sem árs- ins sem bandaríska hernaðarvélin fór í tilefnislaust árásarstríð við Írak - stríð sem nú er reynt að selja eftir á sem „vel heppnað“, vegna þess að það var stutt og náði „mark- miðum sínum“ sem raunar breytt- ust svo hratt að erfitt var að henda reiður á. Nú á allra seinustu dögum kemur í ljós að markmiðið var að „ná Saddam Hussein“ og stuðnings- menn stríðsins hafa fagnað eins og þeir hafa unnið mikilvægan sigur í umræðunni - þó að það sé erfitt að hælast mikið í ljósi þess að ekki nokkur einasti andstæðingur stríðs- ins hélt því fram að ekki ætti að fara í stríð vegna þess að Saddam Hussein myndi ekki nást.“ Ármann Jakobsson lítur til baka á Múrinn.is LÆTI Í ÁRSBYRJUN „Árið hófst með látum. Fáeinir flokksfélagar mínir reyndu allt hvað af tók til að koma í veg fyrir að mér yrði stillt upp á framboðslista flokksins í Reykja- vík. Sumir af einhverri illskiljan- legri óvild í minn garð, aðrir til að forðast átök um uppstillinguna og enn aðrir sjálfum sér til framdrátt- ar. Það var gott í þeim hremming- um sem þá gengu yfir að finna hverjir voru raunverulegir vinir manns og hverjir viðhlæjendur. Verstir voru þó þeir sem léku tveimur eða fleiri skjöldum, þóttust styðja mann eina stundina en níddu mann svo á bak hina næstu sjálfum sér til framdráttar. Það framapot fór ekki alltaf vel með vinskapinn.“ Guðjón Ólafur Jónsson rifjar upp árið á Hriflu.is SKAFLAR ÁRSINS „Gönguferðin í bylnum er alls ekki ósvipuð því ári sem nú er að líða. Árið 2003 byrjaði með látum og allt leit út fyrir að vorinu myndi fylgja ýmis konar ófögnuður og hrakfarir sem loks myndu ríða okkur að fullu og grafa okkur undir eitt allsherjar snjó- skafl. En mamma prjónar sannar- lega góða ullarsokka og við komumst klakklaust úr verstu klíp- unni með hjálp hlífðarfatnaðar. Þegar litið er til baka yfir árið eru skiptar skoðanir um árangur flokksins í í kosningum sl. vors. Eitt er þó á hreinu að Samfylkingin var ágætlega búin til að takast á við þann blindbyl er beið okkar í maí. Við fengum ekki far með jeppum eða smábílum enda þurftum við að treysta á limi okkar og liði.“ Dagbjört Hákonardóttir lítur um öxl á Pólitík.is Áramótaávörp formanna Fréttablaðið bauð formönnumþeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi að birta áramótaávörp í blaðinu í dag. Þrír formenn, Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þáðu boðið. Engin ávörp bárust frá Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins né Össuri Skarphéðins- syni, formanni Samfylkingar. ■ Áramótaávarp HALLDÓR ÁSGRÍMSSON ■ formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra fjallar um árið sem er að líða. Á r a m ó tt a á v ö r p ff o r m a n n a

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.