Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 20

Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 20
20 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR Við lok árs 2003 Fyrst er að minnast aðdragandaalþingiskosninga og þeirra lof- orða sem gefin voru kjósendum. Stjórnarflokkarnir keyrðu á sér- stakri lækkun tekjuskattsprósentu um 3–4%. Að þeirra loforð stæðu. Niðurstaðan í haust er að fjárlaga- gerð ríkisstjórnar var skattahækk- un upp á um þrjá milljarða króna sem greiðist af almenningi með hækkun bensíngjalds og þungskatts sem valda hækkun lána og vöru- verðs, hækkun á gjöldum sjúklinga, lækkun á vaxtabótum, fækkun á dögum sem gefa rétt til atvinnu- leysisbóta og sér aðgerð gegn fisk- vinnslu og fiskvinnslufólki. Há- tekjuskattur var lækkaður í 4%. Ríkisstjórnin hafði forgöngu um að formenn stjórnarandstöðuflokk- anna kæmust í hátekjuhópinn. Forgangsröðun Frjálslynda flokksins í skattamálum launþega var alveg á hinum kantinum. Við vildum lækka skatta á barnafólki sérstaklega, samanber þingsálykt- un Frjálslynda flokksins þar um og við vildum hækkun á persónu- afslætti einstaklinga. Framsóknarflokkurinn fékk sér- stakt leyfi frá Sjálfstæðisflokknum þegar hvorki gekk né rak í kosn- ingabaráttu Framsóknarflokksins á sl. vetri og fylgið var komið niður í 8%, til þess að hífa upp góð- mennskubrosið með því að láta rúman einn milljarð króna í sam- komulag við öryrkja sem sérstak- lega skyldi bæta kjör yngri öryrkja. Forystumenn Öryrkjabandalagsins höfðu oft bent á vanda yngri ör- yrkja. Einnig hafði ASÍ vikið sér- staklega að því í áherslum sínum um ,,Velferð fyrir alla“ sem Frjáls- lyndi flokkurinn tók undir í kosn- ingabaráttunni að væri markverð leiðarlýsing til betra þjóðfélags. Framsóknarflokkurinn taldi að fengi hann þetta leyfi fyrir kosn- ingaloforði til öryrkja, myndi það geta aukið fylgið á nýjan leik. Hægt yrði að auglýsa velviljann og göfug- lyndið. Formaður Öryrkjabanda- lagsins hefur sjálfur fyllyrt að þessi samningur sem fór reyndar hálfan milljarð fram úr loforði Davíðs og Geirs H. Haarde, hafi tryggt Fram- sóknarflokknum þá niðurstöðu að ríkisstjórnin hélt velli. Davíð sá að einhverju nýju varð að lofa í sjávarútvegsmálum. Hent var út 30 þúsund tonna aukningu í þorski. Guðmundur Halldórsson sigraði á landsfundi íhaldsins með tillögu um línuívilnun sem hljóðaði upp á 20% í þorski og 50% í öðrum tegundum. Allt í andstöðu við LÍÚ. og Árna Mathiesen, en Davíð sá að þetta mátti nota. Útfærslu á efndum þessara loforða yrði að finna síðar. Eftirmál kosninganna þekkja landsmenn. Ríkisstjórnin var mynd- uð, Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðherraembættinu 15. september 2004. Það kom í hlut Hafró að finna þessi 30 tonn af þors- ki sem Davíð lofaði. Það vafðist lítið fyrir vísindunum að staðfæra rök í það. Seint í haust voru síðan línuí- vilnunar sýndarveruleikastjöldin dregin frá af Árna Matt. Þeir sem loforðin gáfu á fundum voru þar með skornir niður úr snörunum, enda vissu þeir ekki hvernig ætti að komast frá málinu þannig að orð skyldu standa. Árni Mathiesen sá um að sviðsetja línuívilnunarleikrit- ið. Búið var að tryggja að LÍÚ og fleiri yrðu fúlir á móti og á útopnu í hlutverki andstæðinga á meðan málið færi í gegn. Þar með væri tryggt að þeir sem berðust fyrir til- lögunni héldu andliti gagnvart þeim kjósendum sem létu og láta enn blekkjast. Útfærslan verður ekki til að styrkja minni sjávarbyggðir. Stórútgerðin fær til sín auknar veiðiheimildir þegar landróðrar stóru línuskipanna í línuívilnunar- pottana verða orðnar staðreynd og byggðapottar aflagðir. Eftir þetta plott Árna og LÍÚ taka þeir saman upp baráttu gegn afnámi sjómannaafsláttar. LÍÚ verður látið blessa gjörninginn, enda verða engir samningar gerðir við sjómenn um annað. Skatta- afsláttur sjómanna er hluti af kjör- um þeirra og samningum í 50 ár. Þetta veit Geir H. Haarde manna best. Fyrir liggur í skjölum fjár- málaráðuneytis frá fyrri árum og áratugum, við hvern var samið um sjómannaafsláttinn. Það gerði m.a. sá sem þessa grein skrifar fyrr á árum við þáverandi fjármálaráð- herra. Það er því engum betur ljóst en fjármálaráðherra með fyrrver- andi Þjóðhagsstofnunarmenn í störfum og ráðgjöf í fjármálaráðu- neyti, að þessu er flott að veifa sem hótun sem síðan breytist í samn- ingasigur LÍÚ og sjómanna. Sá sem heggur svo á hnútinn um sjómannaafsláttinn, verður að sjálf- sögðu hinn skynsami og eftirgefan- legi fjármálaráðherra sem lætur undan þrýstingi sjávarútvegsráð- herra og LÍÚ, sem sjómenn styðja auðvitað enda um kjör þeirra að ræða. LÍÚ mun alltaf tapa á að legg- ja sjómannaafsláttinn niður. Óþarft er að rifja upp svikin kosningaloforð stjórnarflokkanna sem sneru að jarðgöngum og vega- bótum víða um land. Miklar sviptingar urðu á árinu í viðskiptalífinu hér á landi. Þegar einkavæða átti ríkisbankana var það eindregin stefna stjórnvalda að tryggja dreifða eignaraðild og að einstaklingar mættu ekki eiga nema 3–4% í þeim. Skyndilega var horfið frá þeirri stefnu til þess að hægt væri að koma Búnaðarbankanum undir yfirráð Framsóknar og gamla helmingaskiptaaðferð stjórnar- flokkanna hélt innreið sína á ný. Einnig gátu einstakir kaupsýslu- menn eignast ríkisbankana af því eignaraðild þurfti ekki að vera dreifð. Á erlendum vettvangi bar hæst innrásina í Írak. Í því máli hurfu ráðamenn þjóðarinnar frá þeirri ut- anríkisstefnu sem lengi hafði stað- ið, að Íslendingar myndu aldrei taka þátt í að bera vopn á aðrar þjóðir. Ráðamenn brutu jafnframt þing- sköp með því að ráðfæra sig hvorki við Alþingi né utanríkisnefnd. Inn- rásin er ólögleg og óréttlætanleg. Á áramótum horfa menn fram á veg, oftast með björtum hug. Hins vegar reynist það þeim afar erfitt sem sjá fram á að missa lífsviður- væri sitt. Það á við um fjölda Suður- nesjamanna, m.a. starfsmenn her- stöðvarinnar í Keflavík og einnig eru fyrirsjáanlegar uppsagnir um 200 manns við Landspítala - há- skólasjúkrahús vegna niðurskurðar. Þegar lífsafkomu borgaranna er ógnað ber öllum ábyrgum stjórn- málamönnum að leita leiða til lausn- ar þeim vanda. Framkvæmdir við Kárhnjúka eru nú í hámarki. Þær hafa verið afar umdeildar og sársaukafullar ákvarðanir verið teknar. Héðan af verður ekki aftur snúið og óskandi að arður verði af virkjuninni svo komandi kynslóðir megi við una. Þau eru allmörg leikritin sem farandleikhús Davíðs og Halldórs hefur sett á fjalirnar nú í haust. Framhaldsþættir þeirra verka verða veruleiki áranna 2004 og 2005. Það verður spennandi að fá að fylgjast með og taka þátt í þróun mála. Frjálslyndi flokkurinn hefur nú á að skipa vaskri sveit þing- manna, borgar- og sveitarstjórnar- fulltrúa sem munu láta til sín taka í þjóðmálaumræðunni á kjörtímabil- inu. Ársins 2003 minnumst við með gleði og þakklæti til allra þeirra sem studdu okkur í kosningabarátt- unni á síðastliðnu vori Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar. ■ Stjórnmál snúast um mannlegt samfélag Árið 2003 var viðburðaríkt í ís-lenskum stjórnmálum. Kosn- ingabaráttan og síðan alþingiskosn- ingarnar 10. maí. sl. bar hæst fram- an af ári. Kosningabaráttan þróaðist með afar sérkennilegum hætti og ýmislegt annað en málefni og skýr- ar víglínur milli flokka höfðu áhrif. Sumir flokkanna lögðust í óheyri- lega auglýsingamennsku og hafa jafnvel hlotið verðlaun fyrir að- keypta ímynd sína. Aðrir úthlutuðu sjálfum sér tignarstöðum er þeir hugðust gegna eftir kosningar sem auðvitað reyndist svo ekki í þeirra valdi. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð var sjálfri sér samkvæm og háði málefnalega kosningabaráttu sem við erum stolt af. Við náðum ekki því fylgi sem við ætluðum en látum það ekki slá okkur út af lag- inu. Eins og öflugt starf flokksins á síðari hluta ársins, ekki síst glæsi- legur landsfundur, hefur rækilega sýnt þá er engan bilbug á okkur að finna. Flokkurinn er hertari í bar- áttunni nú en nokkru sinni og sveit- in fjölmennari og reynslunni ríkari. Munar þar ekki minnst um öfluga og vaxandi þátttöku ungs fólks í okkar starfi. Fé og völd á færri hendur Mikil umræða hefur orðið á síð- ustu vikum um stóratburði í við- skiptalífinu. Í haust urðu stórkost- legar eignatilfærslur þar sem ný- einkavæddir bankar, orðnir að tækjum í höndum nýrrar valdastétt- ar, skiptu á milli sín fyrirtækjum og hrókeruðu eignarhaldi í stórum al- menningshlutafélögum fram og til baka. Það er dapurlegt en rétt engu að síður að stjórnvöld hafa hjálpað til við að skapa þá auknu fákeppni og samþjöppun valda og fjármuna í ís- lensku viðskiptalífi sem við blasir. Á hverju sviði viðskipta á fætur öðru þar sem áður störfuðu margir aðilar hafa nú tveir til þrír risar lagt undir sig markaðinn. Fjármála- markaðurinn virðist á þessari leið, en nefna má einnig lyfja-, matvöru- og byggingavöruverslun, landflutn- inga, sjávarútveg, fjölmiðlun o.fl o.fl., þar sem mikil samþjöppun hef- ur orðið á síðustu árum. Önnur svið viðskipta, svo sem olíuverslun og vátryggingastarfsemi, hafa mun lengur lotið lögmálum fákeppninn- ar. Nú undir lok ársins hafa málefni Sparisjóðanna aftur komist á dag- skrá. Vinstrihreyfingin - grænt framboð lagðist á síðasta ári gegn ákvæðum núgildandi laga sem opn- uðu fyrir þann möguleika að spari- sjóðum yrði breytt í hlutafélag. Við viljum standa vörð um sparisjóðina sem stofnanir í þágu almennings og til stuðnings byggð, mannlífi og menningu. Frá öndverðu hefur öll- um verið ljóst að sparisjóðir eru ekki stofnaðir sem gróðafyrirtæki í þágu einkahagsmuna. Vilji lög- gjafans hefur einnig verið skýr í þessu efni. Nú er að koma á daginn eins og við vöruðum við að það að heimila hlutafélagaleiðina getur stofnað framtíð sparisjóðanna og samstarfi þeirra í voða. Alþingi ber að bregðast við og lögfesta þann vilja sinn með ótvíræðum hætti að hér fái áfram þrifist sjálfstæð öflug keðja sparisjóða. Sú samkeppni sem sparisjóðirnir veita viðskiptabönk- unum er bráðnauðsynleg og þeir ómissandi kostur fyrir almenning og minni fyrirtæki vítt og breitt um landið. Ríkisstjórnin, með henti- stefnusinnaðan viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins í fararbroddi, ber hér alla ábyrgð með einkavæð- ingu og sofandahætti gagnvart ört vaxandi fákeppni, valda- og fjár- munasamþjöppun. Sú spurning þarf að komast á dagskrá fyrir alvöru í íslenskum stjórnmálum hvort þjóð- in vilji það markaðs- og græðg- isvædda samfélag sem hér hefur orðið til af manna völdum á undan- förnum áratug eða hvort menn vilji setja velferð og samábyrgð í önd- vegi. Stjórnmál snúast um mannlegt samfélag og tilvist okkar og framtíð hér á jörðinni. Utanríkis- og friðarmál Á sviði utanríkis- og friðarmála ber hæst þá ófriðlegu heimsmynd sem hefur smátt og smátt fest í sessi sl. tvö ár rúm. Þvert á það sem fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna eftir hinar fólskulegu árásir 11. september 2001 virtust boða, þ.e. vilja til alþjóðlegrar samstöðu um viðbrögð, markast heimurinn nú æ meir af einleikjum og einhliða að- gerðum bandaríska heimsveldisins. Alþjóðalögum er ýtt til hliðar eða þau túlkuð eftir stórveldahagsmun- um Bandaríkjamanna hverju sinni. Dæmi um þetta er hið ólögmæta árásarstríð Bandaríkjamanna og fylgifiska þeirra á Írak og hvernig þjóðarrétturinn var mistúlkaður og brotinn í því sambandi. Einnig mannréttindabrotin og réttar- hneykslið í Quantanamo á Kúbu þar sem mörghundruð mönnum er hald- ið föngnum við ómannúðlegar og niðurlægjandi aðstæður utan við lög og rétt, án ákæru, án lögfræði- aðstoðar, án réttinda sem stríðs- fangar. Í krafti herstyrks síns og hroka reyna Bandaríkjamenn að þröngva upp á heiminn nýrri skil- greiningu í þessu sambandi, þ.e. að einstök ríki geti ákveðið að eigin geðþótta að skilgreina hóp manna sem hryðjuverka- eða vígamenn og þar með séu þeir réttlaus fyrirbæri sem hvorki mannréttindaákvæði né dýraverndarlög taki til. Hér heima neitar ríkisstjórnin að horfast í augu við veruleikann, breyttar aðstæður og vilja Banda- ríkjahers til að draga úr umsvifum sínum og hverfa á braut. Í stað þess að snúa sér að því að takast á við þessar breytingar og aðstoða heimamenn á Suðurnesjum við að losna undan oki hersetunnar lemja þeir Davíð og Halldór höfðinu við steininn, blóðrisa á hnjánum við að ríghalda í óbreytt ástand. Vandasöm sigling framundan Framundan er vandasöm sigling fyrir íslensku þjóðarskútuna. Ekki síst verður það erfitt verkefni að halda hér þolanlegu jafnvægi í efnahags- og atvinnumálum á tím- um mikils innstreymis erlendra stórfjárfestinga sem um leið hafa neikvæð áhrif á rekstrarskilyrði annarra greina. Ef vel tekst til helst hér þokkalegt atvinnuástand þar til að timburmönnum veisluhaldanna kemur 2007–2008. Ef miður tekst gæti útkoman orðið svæðisbundin þensla, viðskiptahalli, mjög hátt raungengi krónunnar og háir vextir á aðra hlið, en á hina vaxandi erfið- leikar í almennu atvinnulífi, einkum útflutningsgreinum, og umtalsvert svæðis- og atvinnugreinabundið at- vinnuleysi. Ávinningur hinnar blindu stóriðjustefnu fyrir þjóðar- búið í heild er því sýnd veiði en ekki gefin varðandi það sem yfirleitt verður metið til fjár. Óbætanleg og óréttlætanleg náttúruspjöll eru þar hvergi með í reikningshaldinu, enda eiga hrossalækningar í efnahags- og atvinnumálum, umhverfisspjöll og vandað bókhald fátt sameiginlegt. Við skulum engu að síður ganga bjartsýn til móts við nýja árið og verkefni þess þótt þau verði án efa krefjandi. Ég óska landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakka sam- fylgdina á því sem er að kveðja. ■ Áramótaávarp GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON ■ formaður Frjálslynda flokksins ræðir árið sem nú er að líða. Áramótaávarp STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ■ Formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ræðir árið sem nú er að líða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.