Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 24
áramót
Blaðauki Fréttablaðsins um áramótin 2003/2004
Ritstjórn: sími 515 7500 – Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Gamlárskvöld:
Hefðir frá ýmsum löndum
❂ Í Búddamusterum í Japan er venja
að borða núðlur á miðnætti á gamlárs-
kvöld.
❂ Á Kúbu er hefð fyrir því að borða
tólf vínber á slaginu tólf. Berin tákna
alla tólf mánuði ársins.
❂ Samkvæmt þýskri þjóðsögu boðar
það gæfu að borða síld á miðnætti
þetta kvöld. Í Póllandi er talið góðs viti
ef fyrsti munnbitinn á nýju ári er af
síld.
❂ Í suðurhluta Bandaríkjanna er því
haldið fram að neysla á grænfóðri
þetta kvöld dragi að peninga. Korn-
brauð á að hafa sömu áhrif.
❂ Á Filippseyjum er mikilvægt að hafa
mat á borðum á miðnætti til að tryggja
að nógur matur verði til á nýju ári. ■
Hvað borðarðu um áramótin?
Allir vitlausir í hamborgarhrygg
Felix Bergsson, leikari og sjón-varpsmaður, heldur í hefðirnar
um áramótin og borðar hamborgar-
hrygg. „Það er alveg klassískt.
Börnin eru vitlaus í hann og við líka,
þannig að það er bara fínt,“ segir
Felix. Meðlætið er einnig í hefð-
bundnari kantinum; heimatilbúið
rauðkál, sveppasósa og brúnaðar
kartöflur.
Í eftirrétt er á borðum heima-
tilbúinn Toblerone-ís sem Felix býr
til. Hann vill þó ekki viðurkenna að
hann sé öflugur í eldhúsinu. „Maður
reynir að standa sig ef það kemur
að þessu, einhver verður að gera
það,“ segir hann og hlær dátt. „Mér
finnst ekkert leiðinlegt að elda og
ég myndi frekar vilja elda á meðan
aðrir ganga frá. Ég væri alveg til í
að hafa það þannig.“ ■
Áramótin mín:
Íslensk og
kínversk áramót
Ragnar Baldursson, starfsmaðurutanríkisráðuneytisins, hefur
varið flestum áramótunum frá tví-
tugsaldri í Austurlöndum. Hann
þekkir vel til áramótasiðanna bæði í
Kína og Japan. „Kínverjar halda
bæði upp á vestræn og kínversk
áramót. Árið 1911 tóku þeir upp
vestræna skiptingu ársins í tólf
mánuði en áður skiptu þeir árinu
eftir gangi tunglsins. Það var fyrsta
ár kínverska lýðveldisins og því var
það kallað árið 1. Eftir stofnun kín-
verska alþýðulýðveldisins árið 1949
var síðan tekið upp sama ártal og
hjá Vesturlandabúum en þrátt fyrir
það eru gömlu áramótin enn mesta
hátíð ársins,“ segir Ragnar.
Kínversku áramótin eru um það
bil mánuði síðar en þau vestrænu og
þá taka flestir Kínverjar sér viku
frí til að fagna. „Það er timbur í
mörgum kínverskum húsum og
vegna eldhættu eru þeir ekki með
flugelda við höndina. Í staðinn er
haldið upp á áramótin með sprengj-
um og hvellhettum. Sprengjurnar
hafa þó verið bannaðar í stórborg-
unum þar sem mörg hundruð
manns láta lífið í sprengjuslysum á
ári hverju og þúsundir ef ekki tugir
þúsundir slasast. Sprengjurnar
þykja betri eftir því sem þær eru
háværari og utan borgarmarkanna
á gamlárskvöld er hávaðinn slíkur
að halda mætti að skollin sé á stór-
styrjöld.“
Í Japan er gert þriggja daga op-
inbert frí í kringum áramótin. „Jap-
anir fara snemma að sofa á
gamlárskvöld til að geta vaknað
fyrir allar aldir morguninn eftir. Þá
er haldin áramótaveisla og öll fjöl-
skyldan sest við matarborðið og fær
sér bjór, sake eða jafnvel viskí með
morgunmatnum. Á boðstólnum er
reyktur og kryddleginn matur svo-
lítið eins og á þorranum hjá okkur
nema aðrar tegundir. Eftir máltíð-
ina streyma svo milljónir manna í
hofin og henda peningum í guðina
með ósk um velsæld á nýju ári,“
segir Ragnar sem verður staddur
hér á landi um áramótin. Hann er
giftur kínverskri konu og ætlar að
halda upp á íslensk áramót þann 31.
desember og fagna kínverskum ára-
mótum 23. janúar. ■
Leikir í áramótapartíið:
Fyrir unga og aldna
Samkvæmisleikir eru tilvalin leiðtil að krydda góða veislu. Hvort
sem stórfjölskyldan er samankomin
á gamlárskvöld eða vinum hefur
verið boðið heim þá lífga leikir upp
á boðið. Hér eru nokkrar tillögur að
skemmtilegum leikjum.
Nýársleikrit
Einn til tveir leikstjórnendur
skipta þátttakendum í þriggja til
fjögurra manna hópa. Það þarf að
minnsta kosti þrjá hópa til að leik-
urinn verði skemmtilegur. Leik-
stjórnendur koma til leiks með
þema leikritsins, sem getur til
dæmis verið nýársnótt þessa nótt.
Nokkur stikkorð eru skrifuð á miða,
til dæmis söngur, dans, morð, svik
og svo framvegis. Hóparnir fá síðan
það verkefni að semja leikrit – sem
tekur mið af fyrirframgefnu þema.
Áður en þeir taka til við smíðina
draga þeir eitt til tvö stikkorð úr
hattinum og verða að flétta þau inn
í plottið, til dæmis bresta í söng ef á
miðanum stendur söngur. Hóparnir
fá svo tækifæri til að fara hver í sitt
hornið til að undirbúa leikrit og fá
til þess takmarkaðan tíma, kannski
tíu mínútur. Best er að setja há-
markslengd á leikritin, til dæmis að
þau séu í mesta lagi tvær mínútur.
Stjórnendur gefa svo stig fyrir það
sem þeim dettur í hug, tjáningu,
plottið, skemmtanagildi og svo
framvegis. Það lið sem fær flest
stig fer með sigur af hólmi. Þessi
leikur slær alltaf í gegn, enda hin
besta skemmtun að fylgjast með
hvað fólki dettur í hug.
Tónlistargetraun
Stjórnandi útbýr disk með
nokkrum tóndæmum og veislugest-
ir eiga að geta sér til um hvaða lag
er verið að spila eða hver flytjand-
inn er. Þyngdin getur ráðist bæði af
lagavali en einnig af því hversu
löng tóndæmi eru spiluð. Munið að
hafa lagavalið sem breiðast þannig
að gestir á öllum aldri geti notið sín.
Veislugestir skrifa sínar tillögur
niður á blað og sá vinnur sem er
með flest rétt svör.
Aksjónarí
Klassískur partíleikur! Skiptið í
tvö lið. Leikstjórnandi undirbýr
leikinn með því að skrifa orð á miða
sem þátttakendur eiga síðan að
leika. Orðin eru sett í pott. Einn
þátttakandi leikur í einu – allir
horfa á en bara hans lið á að reyna
að geta hvert orðið er. Stjórnandi
fylgist með klukkunni, sniðugt er að
gefa stigin þannig að liðin fá til
dæmis tíu stig ef svarið kemur á
fyrstu tíu sekúndunum, fimm stig
ef það kemur á fyrstu 30 sekúndun-
um og tvö stig ef það kemur á mín-
útu. Ekki borgar sig að hafa leik-
tíma of langan, þá verður leikurinn
bara langdreginn. Það lið vinnur
sem fær fleiri stig. ■
FELIX BERGSSON
Borðar hamborgarhrygg um áramótin með
fjölskyldu sinni.
RAGNAR BALDURSSON
Hefur varið flestum áramótum frá tvítugsaldri í Austurlöndum og þekkir því vel
áramótasiðina í Kína og Japan.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M