Fréttablaðið - 31.12.2003, Qupperneq 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
SIGURJÓNS M.
EGILSSONAR
Gleðilegt ár!
Jólastyrkur Íslandsbanka 2003 rennur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Prikið er
komið niður
Þegar tvö ár koma saman, þá eruáramót. Þetta þykir sennilega
engum fyndið nema ef vera skyldi
Guðna Ágústssyni landbúnaðar-
ráðherra sem hefur farið um sveitir
og sali og sagt brandara með þessum
hætti. Margnotaður brandari er ekki
fyndinn, bara alls ekki. Samt heldur
Guðni áfram og minnir helst á mann
sem stendur glaður og horfir til
himins löngu eftir að rakettan er
sprungin og prikið liggur brennt á
jörðinni. Brandarar ráðherrans
minna um margt á rakettuna, hún er
sprungin og prikið er komið niður.
ÞAÐ ERU FLEIRI sem hafa hagað
sér eins og rakettan og talið sjálfum
sér trú um að ljósin á himnum yrðu
eilíf. Meira bar á þannig fólki á þessu
ári en stundum áður, ekki síst þar
sem kosið var til þings á vormánuð-
um. Sumir frambjóðenda trúðu því
sem flokkur sagði þeim að segja og
lofuðu og lofuðu. Það fer oft þannig
að þegar mikið stendur til eru fyrir-
ætlanir mannanna stundum svo
miklar að þær eru mönnunum langt-
um fremri og þeir sem ætla um of
verða að sætta sig við að hafa sagt
langtum meira en þeir eru menn til
að standa undir. Þannig liggja mörg
kosningaloforð eins og brunnið
rakettuprik.
SVO ERU AÐRIR sem skynja ekki,
líkt og ráðherrann með uppurið
brandarasafnið, að þeir hafa gert
nóg, sagt nóg og allir aðrir en þeir
sjá að prikið liggur skemmt á jörð-
inni og hefur lokið sínu hlutverki, þó
gerandinn standi hnarreistur og horfi
til himins þó þar sé engin rakettuljós
að sjá lengur. Þverskallast við og
bendir á dökkan himininn og sér svo
sem bjarma, bjarma sem er löngu
dáinn. Sumum gengur illa að kyngja
eigin mistökum.
SVO ERU ÞEIR sem eru sérfræð-
ingar og skjóta aftur og aftur upp
rógsrakettum þar sem fórnarlömbum
er enginn griður gefinn. Blossinn
brennur fljótt og þrátt fyrir að aug-
ljóst sé að verið sé að bera fólk
röngum sökum er ekkert gefið eftir,
frekar bætt í og í augnablik getur
það hent að fórnarlömb lyganna liggi
eins og brunnið rakettuprik. En það
varir aðeins í augnablik. Lygarinn
mun liggja lengur, eins og ónýtt prik.
Þar sem tveir illir koma saman eru
unnin vond verk. ■
www. .is
Taktu þátt
í spjallinu á
...
www.gunnimagg . i s
Trúlofunar- og
giftingarhringir
20% afsláttur í takmarkaðan tíma