Fréttablaðið - 06.01.2004, Síða 4
4 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Ætlar þú í líkamsrækt á næstu
vikum til að ná þér í form eftir
jólahátíðarnar?
Spurning dagsins í dag:
Hvað finnst þér um endurgreiðslu KB
banka á þjónustugjöldum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
38,2%
40,1%
Nei
21,8%Fer frekar út að skokka
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Flugeldar
Bókunarkerfi Iceland Express hrundi vegna álags:
Gefa þúsund sæti
FLUG „Við opnuðum fyrir tilboðið
klukkan tvö í dag og það hefur
allt verið brjálað,’’ segir Ólafur
Hauksson, upplýsingafulltrúi
Iceland Express. „Það er ókeyp-
is að fljúga frá Íslandi á þriðju-
dögum og laugardögum í janúar,
febrúar og mars til London og
Kaupmannahafnar. Það eina
sem þarf að greiða er flug-
vallarskatturinn sem er 2.410
kr. Fólk getur keypt sér bakaleið
eins og því hentar. Með þessu
erum við að þakka fyrir frábær-
ar móttökur sem við höfum
fengið síðan við hófum starf-
semi.“
Erfitt var að komast inn á
heimasíðu Iceland Express í
gær vegna mikils álags. Í gær-
kvöldi var hins vegar reiknað
með því að kerfið myndi komast
fljótlega í lag. Ólafur reiknaði
með að þau þúsund sæti sem í
boði eru myndu klárast fljótt.
Hann átti jafnvel von á að félag-
ið myndi bæta við einhverjum
sætum. ■
Heilahimnubólga
greinist hjá Alcan
Allt starfsfólk Alcan í Straumsvík verður bólusett við heilahimnubólgu
C eftir að tveir starfsmenn veiktust. Haraldur Briem sóttvarnalæknir
segir sjaldgæft að tvö tilfelli komi upp á sama vinnustað.
HEILBRIGÐISMÁL Tveir starfsmenn
álvers Alcan í Straumsvík urðu al-
varlega veikir í síðustu viku og
greindust með heilahimnubólgu
C. Allt starfsfólk álversins, um
fimm hundruð manns, verður
bólusett og hófust bólusetningar í
gær að tilstuðlan landlæknis-
embættisins. Mennirnir sem
veiktust eru vinnufélagar og unnu
á sama verkstæði.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
segir fátítt að fleiri en eitt tilfelli
heilahimnubólgu C komi upp á sama
vinnustað. Hann segir einnig sjald-
gæft að sjúkdómurinn leggist á
eldra fólk.
„Ákveðið var að
bólusetja allt
starfsfólk í álver-
inu. Eins hefur
nánustu ættingj-
um og samstarfs-
mönnum þeirra
sem veiktust ver-
ið gefið fyrir-
byggjandi sýkla-
lyf.“ Haraldur segist vongóður að
bólusetning dugi til að koma í veg
fyrir fleiri smit.
Haraldur segir báða mennina
sem sýktust hafa orðið alvarlega
veika. Annar sé á batavegi og von-
andi verði eins með hinn. Báðir
liggja mennirnir á Landspítalanum.
Starfsmaður Alcan, sem Frétta-
blaðið talaði við, segir menn afar
uggandi um sig og sína nánustu.
Hann segir flesta eiga börn og
barnabörn og samvera með þeim
hafi eðlilega verið mikil yfir hátíð-
arnar. Sjálfur á hann tvö börn.
Haraldur segir þegar búið að
bólusetja alla nítján ára og yngri við
heilahimnubólgu C, um 80 þúsund
Íslendinga. Langflestir ættu því að
vera úr hættu.
„Sjúkdómurinn hefur hingað til
hegðað sér þannig að um stök tilfelli
er að ræða og aðaláhættuhópurinn
er ungt fólk. Það er óvenjulegt að
þetta komi upp á sama stað og sama
tíma.“ Haraldur segir vinnustaðinn
ekkert hafa með þetta að gera. „Það
er tilviljun og geta tilfelli komið
upp hvar sem er.“ Hann sagði sem
dæmi að þrjú tilfelli hafi komið upp
á skömmum tíma á Sauðárkróki fyr-
ir sjö árum.
Samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu Landlæknisembættisins
er dánartíðni þeirra sem veikjast
há, þrátt fyrir öflugar nútímalækn-
ingar, tæp 9 prósent hér á landi.
kolbrun@frettabladid.is
Ráðist á karlmann:
Kona ákærð
fyrir nauðgun
NOREGUR Saksóknarar í Hörðalandi í
Noregi hafa gefið út ákærur á hend-
ur ungri konu sem grunuð er um að
hafa gert tilraun til að nauðga manni
á fertugsaldri. Vinur konunnar, sem
tók myndir af árásinni, hefur einnig
verið ákærður. Fórnarlambið leitaði
sjálft til lögreglu. Í skýrslu sem tek-
in var af manninum kemur fram að
hann hafi sofnað í sófa í íbúð í
Bergen og vaknað þegar konan var
að ráðast á hann. Hljóp hann þá út úr
íbúðinni og heim til unnustu sinnar.
Að sögn lögreglu var ekki um eigin-
lega nauðgun að ræða heldur annars
konar grófa kynferðislega misbeit-
ingu. Ákærðu neita sök. ■
Iceland Express:
Fólk á leið út
Jónína Kristín Ármannsdóttir
„Ég er að fara til Kaupmanna-
hafnar með börnin að heimsækja
systur mína, það er ekki hægt að
láta þetta fara framhjá sér. Ég hefði
líklega ekki farið nema af því þetta
er svo ódýrt,’’ segir Jónína.
Karen Elíasdóttir
„Ég er að fara til London, ég bý
þar og þarf því bara aðra leiðina
og ekki verra að fá hana frítt, þarf
eingöngu að greiða flugvallar-
skattinn,“ segir Karen.
Hubert
‘’Ég var að kaupa miða fyrir
vin minn sem býr í Danmörku og
hefur aldrei komið til Íslands.
Sjálfur hef ég ferðast með Iceland
Express og finnst það mjög þægi-
legt og loksins hægt að ferðast
fyrir normal pening,’’ segir
Hubert. ■
ERFIÐ LEIT
Skilyrði til leitar eru mjög erfið þar sem
sjórinn er um 800 metra djúpur þar sem
flugvélin hrapaði.
Leitað að flugrita:
Engin merki
um hryðju-
verk
EGYPTALAND Egypskir og franskir
björgunarmenn eru enn að leita
að flugrita Boeing 737-flugvélar
egypska flugfélagsins Flash Air-
lines sem hrapaði í Rauða hafið á
laugardaginn með þeim afleiðing-
um að 148 manns fórust.
Engin brunasár eru á þeim lík-
amsleifum sem fundist hafa í
sjónum og þykir það staðfesta að
ekki hafi orðið sprenging um borð
í vélinni. „Við höfum enga ástæðu
til að ætla að um árás hafi verið að
ræða,“ segir aðstoðarutanríkis-
ráðherra Frakka, Renaud Museli-
er. Egypskir embættismenn segja
að flest bendi til þess að slysið
megi rekja til vélarbilunar. ■
Starfsmenn á
Kárahnjúkum:
Teknir með
smygl
SMYGL Áfengi, tóbak, hass og ósoðið
kjöt fannst í farangri manna sem
vinna við framkvæmdir á Kára-
hnjúkum. Mennirnir voru að koma
með flugvél frá Portúgal en þaðan
var flogið beint til Egilsstaða.
Um er að ræða nokkurt magn
áfengis og tóbaks og um fimm
grömm af hassi. Varningurinn
fannst í fórum á milli tuttugu og
þrjátíu manna. Málið er í rann-
sókn. ■
SÍÐASTI DAGURINN Þrettándinn
er síðasti dagurinn sem leyfilegt
er að sprengja flugelda. Um-
hverfisstofnun vill koma því á
framfæri til almennings að
geyma ekki skotelda fram yfir
daginn í dag. Söluaðilar flugelda
taka við ónotuðum flugeldum.
ALMANÖK
Bandaríska alríkislögreglan biður laganna
verði að vera á varðbergi gagnvart fólki
með almanök.
FBI berst gegn
hryðjuverkum:
Varar við
almanökum
WASHINGTON, AP Bandaríska alrík-
islögreglan, FBI, hefur beðið lög-
reglumenn í Bandaríkjunum að
vera á varðbergi gagnvart þeim
sem ganga með almanök þar sem
sá möguleiki sé fyrir hendi að
þetta fólk sé að skipuleggja
hryðjuverk.
FBI sendi tilkynningu þessa
efnis til um 18.000 lögreglustöðva
á jóladag. Þar kemur fram að
hryðjuverkamenn séu líklegir til
að notast við almanök sem inni-
haldi nákvæmar upplýsingar um
staðhætti með tilheyrandi kortum
og ljósmyndum. Lögreglumenn
eru því hvattir til að svipast um
eftir almanökum þegar þeir eru
að sinna störfum sínum.
FBI bendir þó á að einnig sé
hægt að nota almanök í heiðarleg-
um tilgangi. ■
Hljóðupptaka með rödd Osama bin Ladens:
Fordæmir
friðarviðræður
LUNDÚNIR Ný hljóðsnælda með
rödd hryðjuverkaleiðtogans
Osama bin Ladens var leikin á
arabísku sjónvarpsstöðinni Al-
Jazeera. Upptakan er nú til rann-
sóknar hjá bandarísku leyniþjón-
ustunni, CIA, en sérfræðingar
segja að fyrstu athuganir bendi til
þess að hún sé ósvikin, að því er
fram kemur á fréttavef BBC.
Á upptökunni hvetur bin Laden
múslima til að halda áfram að
halda áfram að berjast í heilögu
stríði í Mið-Austurlöndum í stað
þess að taka þátt í friðarviðræð-
um. Hann fordæmir leiðtoga
arabaríkja sem studdu innrásina í
Írak og heldur því fram að Banda-
ríkjamenn ætli sér að hernema öll
löndin við Persaflóa til að komast
yfir verðmætar olíulindir.
Bin Laden fordæmir einnig
þau ríki sem hafa stutt vegvísinn
til friðar í Mið-Austurlöndum og
hinn óformlega Genfarsáttmála
Ísraela og Palestínumanna. „Við
verðum að frelsa heim íslams úr
klóm krossfara með því að heyja
heilagt stríð í nafni guðs,“ segir
röddin á segulbandinu. ■
MIKIÐ AÐ GERA Í MIÐASÖLU
Mikið var að gera hjá starfsfólki Iceland Ex-
press í gær þrátt fyrir að langflestir panti á
Netinu.
OSAMA BIN LADEN
Talið er að bin Laden sé í felum í fjalllendi
á landamærum Afganistans og Pakistans.
„Það er
óvenjulegt að
þetta komi
upp á sama
stað og sama
tíma.
STARFSMAÐUR BÓLUSETTUR
Dánartíðni þeirra sem veikjast er há, tæp 9 prósent hér á landi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M