Fréttablaðið - 06.01.2004, Síða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 2004
Orkuveita Reykjavíkur veitti ígær viðurkenningar fyrir jóla-
skreytingar á veitusvæði sínu.
Kirkjan og kirkjugarðurinn að
Lágafelli í Mosfellsbæ fékk viður-
kenningu fyrir sérlega smekklega
og samræmda lýsingu, sem skapar
fallega og heildstæða mynd.
Gróttuviti fyrir skemmtilega
lýsingu og viðeigandi framtak sem
eykur gildi útivistarsvæðisins á
Gróttu.
Hlyngerði 12 í Reykjavík fyrir
dæmi um umfangsmikla lýsingu
sem vakið hefur mikla athygli veg-
farenda undanfarin ár.
Fjallalind, Kópavogi, fyrir
smekklega og stílhreina lýsingu
þar sem íbúar í nýju hverfi hafa
tekið höndum saman um sameigin-
lega lýsingu götunnar.
Jörundarholt 176, Akranesi, fyr-
ir einfalda og fallega jólaskreytingu
sem ber smekkvísi íbúanna vitni. ■
Jólaskreytingar fengu viðurkenningu
HLYNGERÐI 12
Fékk viðurkenningu fyrir dæmi um
umfangsmikla lýsingu sem vakið hefur
mikla athygli vegfarenda undanfarin ár.
SMEKKLEGT
Kirkjan og kirkjugarðurinn að Lágafelli í Mosfellsbæ fékk viðurkenningu fyrir sérlega
smekklega og samræmda lýsingu, sem skapar fallega og heildstæða mynd.
GRÓTTUVITI
Fékk viðurkenn-
ingu fyrir
skemmtilega lýs-
ingu og viðeigandi
framtak sem eykur
gildi útivistar-
svæðisins á
Gróttu.
BRÚÐKAUP
Árni Bergþór Sveinsson og Gréta Sævars-
dóttir voru gefin saman þann 19. júlí síð-
astliðinn. Heimili þeirra er að Bláskógum
14, 109 Reykjavík.
JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON
Hefur keypt útgáfurétt að bókum Guð-
bergs Bergssonar, Vigdísar Grímsdóttur,
Fríðu Á. Sigurðardóttur og Ólafs Gunnars-
sonar.
Kaupir
útgáfurétt
fjögurra
höfunda
Ég hef verið með þetta á bakvið eyrað frá stofnun útgáf-
unnar,“ segir Jóhann Páll Valdi-
marsson, formaður og stofnandi
JPV útgáfu, sem hefur nú keypt
útgáfurétt og birgðir á öllum
eldri verkum Guðbergs Bergs-
sonar, Vigdísar Grímsdóttur,
Fríðu Á. Sigurðardóttur og Ólafs
Gunnarssonar. „Það er mikil-
vægt að það sé sami útgefandi
sem fer með allt höfundarverk,
að bækur og útgáfuréttur sé
ekki dreifður víða. Við erum bú-
in að vera í viðræðum við Eddu í
tvö ár um kaup á þessum rétti
og við reiknum með að kaupa
fleiri. Það eru fleiri höfundar á
okkar vegum þar sem útgáfu-
réttur eldri verka liggur hjá
Eddunni. Það á svo eftir að
koma í ljós hvað verður gert við
þessi eldri verk. Við ætlum okk-
ur í sókn á erlendum markaði og
þá er mikilvægt að við séum
með erlendan útgáfurétt á öllum
verkum höfundar.“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T