Fréttablaðið - 07.01.2004, Side 4

Fréttablaðið - 07.01.2004, Side 4
4 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Hvað finnst þér um endurgreiðslu KB banka á þjónustugjöldum? Spurning dagsins í dag: Á að setja lög sem skylda stjórnmálaflokka til að birta reikninga sína opinberlega? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 42,9% 21,6% Auglýsingatrikk 35,4%Júdasariðrun Höfðingleg Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Evrópa Réttarrannsókn á dauða Díönu prinsessu: Lögreglan rannsakar samsæriskenningar BRETLAND Michael Burgess, dánar- dómstjóri bresku konungsfjöl- skyldunnar, hefur fengið virtan breskan lögreglumann til að fara ofan í saumana á þeim samsæris- kenningum sem sprottið hafa upp í kringum dauða Díönu prinsessu og unnusta hennar Dodi Al Fayed. Díana og Dodi létust í bílslysi í París árið 1997 en lögreglunni er ætlað að rannsaka hvort hugsan- legt sé að brögð hafi verið í tafli. Réttarrannsókn á dauða Díönu hófst í gær en henni var frestað til ársins 2005 til að gefa lögreglunni færi á að rannsaka málið, að sögn Burgess. Dagblaðið Daily Mirror greindi frá því í gær að Díana hefði óttast að fyrrverandi eigin- maður sinn, Karl Bretaprins, ætl- aði sér að reyna að ráða hana af dögum í sviðsettu bílslysi. Þetta mun hafa komið fram í bréfi sem prinsessan ritaði tæpu ári fyrir bílsslysið og skildi eftir í vörslu bryta síns, Pauls Burrells. Bryt- anum verður gert að afhenda dán- ardómstjóranum bréfið. Frönsk yfirvöld rannsökuðu á sínum tíma bílslysið sem leiddi til dauða Díönu og Dodis. Niðurstaða rannsóknarinnar var að bílstjóri þeirra hefði ver- ið undir áhrifum áfengis og ekið of hratt. ■ Á annan tug fórust í sprengjuárás í Kandahar: Fjöldi barna lét lífið AFGANISTAN Að minnsta kosti þrett- án manns létu lífið og hátt í sextíu særðust þegar öflug sprengja sprakk í borginni Kandahar í suð- urhluta Afganistans. Meirihluti fórnarlambanna var börn á aldr- inum sjö til fimmtán ára á leið heim úr skóla. Sprengjunni hafði verið komið fyrir á reiðhjóli sem stóð við götu í íbúðahverfi í austurhluta borg- arinnar, skammt frá afganskri herstöð. Rúður brotnuðu í nálæg- um húsum og fjöldi bifreiða varð fyrir skemmdum. Lögreglan handtók mann sem sást hlaupa af vettvangi skömmu fyrir árásina, að sögn Amanullah Popolzai, afgansks hermanns. Popolzai segir að maðurinn hafi litið út fyrir að vera talíbani. Bandaríski herinn er með bækistöðvar í Kandahar og þustu tugir bandarískra og afganskra hermanna á vettvang eftir sprenginguna til að umkringja svæðið. Hermenn og íbúar Kandahar hafa orðið fyrir ítrekuðum árás- um á undanförnum vikum og mánuðum og er talið að vígamenn talíbana séu þar að verki. Á mánu- dagskvöldið var handsprengjum varpað á skrifstofur flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í borginni. ■ DESKÖTTUR Kínverjar áforma að lóga þúsundum deskatta sem seldir eru sem fæða á mörk- uðum í Kína. Maður með bráðalungnabólgu: Útskrifaður af sjúkrahúsi PEKING, AP Kínverskur karlmaður á fertugsaldri sem veiktist af HABL í síðasta mánuði hefur náð fullum bata. Maðurinn, sem er sá fyrsti sem smitast í Kína í sex mánuði, var útskrifaður af sjúkra- húsi þar sem hann hafði verið ein- kennalaus í rúma viku. Á mánudag staðfesti Alþjóða- heilbrigðisstofnunin að maðurinn hefði veikst af bráðalungnabólgu. Ekki liggur fyrir hvernig hann smitaðist en hann býr í Guang- dong-héraði, þar sem sjúkdómur- inn kom fyrst upp í nóvember árið 2002. Yfirvöld í Kína hafa þegar haf- ist handa við að lóga desköttum og öðrum skyldum dýrum en grunur leikur á að þessar skepnur beri HABL-veiruna til manna. ■ VÖRUSKIPTI Í NÓVEMBER Í MILLJÓNUM KRÓNA Ár 2003 2002 Útflutningur 16.155 16.819 Innflutningur 14.908 16.241 Vöruskiptin við útlönd: Aukinn inn- flutningur EFNAHAGSMÁL Vöruskiptin við út- lönd voru hagstæð um 0,6 millj- arða króna í nóvember samanbor- ið við 1,2 milljarða árið áður. Töl- ur Hagstofunnar voru nokkuð í samræmi við væntingar. Hallinn af vöruskiptum fyrstu ellefu mán- uði ársins er 13,7 milljarðar sam- anborið við 13,5 milljarða afgang árið áður. Mestu munar um minna verð- mæti útflutnings sjávarafurða. Verðmæti vöruútflutnings dróst saman um 6% milli ára. Sjávar- útvegurinn vó 62% í vöruútflutn- ingi og dróst verðmæti hans sam- an um 8%. Innflutningur jókst um 1,3 milljarða í nóvember 2003 miðað við nóvember 2002. Á sama tíma lækkaði verðmæti útfluttrar vöru um 700 milljónir. ■ GOTT FÆRI Í BREKKUNUM Árið byrjar vel fyrir skíðaáhugafólk, ekki verið jafn gott í mörg ár. Skíðasvæðin opin: Mikill snjór og gott færi SKÍÐI Mun meiri snjór er á skíða- svæðunum nú í janúar en á sama tíma í fyrra og betra færi en hef- ur verið í mörg ár. Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær í fyrsta sinn á nýju ári. Nokkur snjókoma var í síð- ustu viku og er færið því mjög mjúkt og gott. Skálafell er lokað vegna framkvæmda en nægur snjór. Ráðgert er að opna svæðið seinna í mánuðinum. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Ak- ureyri var opnað 2. janúar. Snjór- inn er harður en að öðru leyti gott færi og mikill snjór. Á Ísafirði hefur verið opið frá fyrsta janúar. Þar er mikill snjór og gott færi. ■ Sjö mánuðir liðu milli kæru og rannsóknar Rúmlega sjö mánuðir liðu frá því að stúlka lagði fram kæru til lögreglu og þar til sakborningur var kallaður fyrir hjá lögreglunni á Ísafirði og honum kynnt kæran. Héraðsdómur dæmdi hann sekan um kynferðisbrot. Hann sleppur hins vegar við refsingu, þar sem sök dæmdist fyrnd. DÓMSMÁL Nýfelldur dómur Hér- aðsdóms Vestfjarða yfir miðaldra karlmanni í fyrradag varðaði veru- lega gróf kynferðisbrot gegn stúlkubarni. Brotin stóðu yfir um nokkurra ára skeið, sannanlega frá 1985 fram á mitt ár 1988, sam- kvæmt niðurstöðum dómsins. Í dómsskjölum kemur meðal annars fram, að í apríl 1994 héldu formaður barnaverndar á staðnum og héraðslæknir fund með mannin- um. Efni fundarins var meint áreitni hans við stúlkubörn. Hon- um var veitt „formleg viðvörun“ og honum gert ljóst að bærust fleiri kvartanir yrði hann kærður til lögreglu. Fram kom að ákærði væri „leiður yfir þessu máli“ og að hann vildi að samband yrði haft við þá sem tengdust því og þeir látnir vita að hann myndi endur- skoða framkomu sína við börn og unglinga. Í greinargerð héraðs- læknisins sem lögð var fram í málinu kom fram fullyrðing fólks þess efnis að ákærði hefði klæmst við tvær stúlkur og haft uppi kyn- ferðislega tilburði. Þá hefði hann káfað á stúlkum í sundlauginni. Barnaverndarnefnd hafðist ekki að í málinu að öðru leyti en að veita manninum þessa formlegu viðvörun. Það var svo í september 2002 sem stúlkan, sem sætti kynferðis- brotum af hendi mannsins um árabil, kærði málið til lögreglu. Það var hins vegar ekki fyrr en í maí 2003, rúmum sjö mánuðum síðar, sem manninum var kynnt kæran. Hann var síðan ákærður fyrir að hafa framið brotin gegn stúlkunni á árunum 1985-1989, en þá var hún barn að aldri. Samkvæmt niðurstöðu dóms- ins er talið sannað að maðurinn hafi framið þau brot sem honum voru gefin að sök í ákærunni, allt fram á mitt ár 1988. Hann var fundinn sekur um kynferðisbrotin en þarf ekki að taka út refsingu, sem getur numið allt að 12 árum fyrir brot af þessu tagi. Ástæðan er sú, að fyrningarfrestur mála sem taka á háttsemi sem um ræð- ir í þessu tilviki, hófst þegar ákærði hætti að brjóta gegn stúlkunni á miðju ári 1988. Vegna þess hve alvarleg brotin eru fyrnist sök á 15 árum. Sökin fyrntist því nokkrum dögum áður en ákærði var kallaður til yfir- heyrslu. Vegna niðurstöðu um fyrningu sakar vísaði héraðsdómur frá bótakröfu stúlkunnar, sem nam 3,5 milljónum króna auk vaxta. Þá felldi dómurinn allan sakarkostnað á ríkissjóð. jssfrettabladid.is DÍANA OG DODI Díana prinsessa og Dodi Al Fayed voru nýkomin frá strandbænum St. Tropez í Suður- Frakklandi þegar þau létust í bílslysi í París í ágúst 1997. BÖRN AÐ LEIK Að minnsta kosti átta börn á leið heim úr skólanum fórust í spengjuárásinni í Kandahar. LIVINGSTONE AFTUR Í VERKA- MANNAFLOKKINN Ken Living- stone, borgarstjóri Lundúna, hef- ur verið tekinn aft- ur inn í breska Verkamannaflokk- inn. Livingstone var rekinn úr flokknum árið 2000 eftir að hann hafði farið í borgarstjóraframboð gegn vilja forráðamanna flokksins. Livingstone hefur gagnrýnt inn- rásina í Írak en nýtur vinsælda meðal almennings.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.