Fréttablaðið - 17.01.2004, Side 13

Fréttablaðið - 17.01.2004, Side 13
14 17. janúar 2003 LAUGARDAG Viðskiptin með ÚA hleyptu illu blóði í marga. Kaupandinn skilur lítið í látunum en hlakkar til að takast á við þetta nýja verkefni. Hann segir siðferðiskennd sumra útgerðarmanna ekki nógu sterka en sækir kraft sinn og kjark í Snæfellsjökul. Peningar koma og fara Eignarhaldið á ÚtgerðarfélagiAkureyringa fluttist í vikunni úr Pósthússtræti 2 í Reykjavík yfir í Tryggvagötu 11 í sömu borg, frá Eimskipafélaginu til feðga af Snæ- fellsnesi sem eiga að baki hálfrar aldar útgerðarsögu. Guðmundur Kristjánsson, Hjálmar bróðir hans og Kristján faðir þeirra eiga nú þetta aldna og glæsta félag og eru að vonum ánægðir með viðskiptin. „Mig hafði lengi langað til að eign- ast ÚA en tækifærið bauðst ekki fyrr en nú,“ segir Guðmundur, sem fer fyrir þeim feðgum í viðskiptun- um. „Þetta er gott félag, vel rekið, snyrtilegt og með góðar afurðir“. Fyrir eiga þeir útgerðarfélagið Tjald í Reykjavík og KG fiskverkun á Rifi en þaðan er fjölskyldan, þar eru ræturnar. Faðirinn, Kristján Guðmundsson, byrjaði snemma til sjós og lagði grunninn að umsvifun- um árið 1955 þegar hann lét smíða fyrir sig bát í Danmörku, sem ekki var algengt í þá daga. Tæpum 40 árum síðar réðust þeir í smíði á tveimur stórum línuskipum, stærri en almennt þekktust þá, og sóttu í tegundir utan kvóta á miklu dýpi. Í vinnslunni heima á Rifi var unninn fiskur af vertíðabátum sem margir sigldu norðan úr landi á fengsæl miðin úti fyrir Snæfellsnesi. Pælir ekki í upphæðinni ÚA er ekki ókeypis, fyrirtækið kostar heila níu milljarða króna, en Guðmundur horfir ekki á þessa tölu sem krónur og aura: „Þetta er svo stór tala að maður pælir ekki í henni, þetta er náttúrlega ekki eitt- hvað sem ég þarf að borga á morg- un og er þaðan af síður til á banka- bók. Við erum ekki að eignast nein veraldleg gæði heldur erum við að koma peningum í vinnu. Fyrir þetta fáum við skemmtilegt fyrirtæki og skemmtilegt starf.“ Einhverjir myndu ætla að hægt væri að kaupa sér skemmtilegt starf fyrir minni peninga en Guðmundur lítur þetta líka öðrum augum: „Þetta er áskor- un. Ég er fæddur og uppalinn í sjávarútvegi og hef þróast með greininni í mörg ár. Svo kemur bara að því að mann langar að takast á við eitthvað krefjandi.“ Það þarf kjark til að ráðast í svona verkefni, kaupa fyrirtæki fyrir níu milljarða króna, hvaðan ætli þessi kjarkur komi? Guðmundur er handviss um það: „Kjarkurinn kemur úr jöklin- um,“ og á þar auðvitað við Snæ- fellsjökul, sem margur Snæfelling- urinn virðist finna svo sterklega fyrir. Eins og þekkt er var ÚA áður í eigu Eimskipafélagsins og menn á þess vegum, auk starfsmanna Landsbankans sátu hinum megin við samningaborðið. Ætli viðræð- urnar hafi verið snúnar? „Nei, ekk- ert sérstaklega, þeir vildu náttúr- lega selja þetta dýrt. Ef menn eru með góða vöru vilja þeir selja hana dýrt. En þessu fylgdu nokkrar vök- ur enda snörp törn, ætli þetta hafi ekki tekið svona fjóra sólarhringa,“ segir Guðmundur, sem líkt og aðrir sem tengjast sjávarútvegi er hjá- trúarfullur. Hans hjátrú beinist meðal annars að tölunni þrettán. „Ég lagði mikla áherslu á að skrifa undir kaupsamninginn þann þrett- ánda janúar og það tókst. Ég skrif- aði undir einni mínútu fyrir mið- nætti!“ Almenningur er plataður Ekki var sama hamingjan ríkj- andi alls staðar með kaup feðganna á ÚA. „Þingmenn, ráðherrar, bæjar- stjórar og fleiri gáfu út stóryrtar yfirlýsingar strax í kjölfar kaup- anna án þess að nokkuð hefði í raun breyst. Engum starfsmanni var sagt upp, engar tilfærslur á einu né neinu – nema kennitölunni. Og við skulum ekki gleyma því að sú var tíðin að Akureyrarbær átti stóran hlut í félaginu en ákvað að selja án þess að þurfa það. Fulltrúar bæjar- búa í bæjarstjórn mátu það svo að peningunum væri betur varið í ann- að en atvinnustarfsemi. En þetta er alltaf sama sagan, þegar sjávar- útvegsfyrirtæki eru seld og keypt verður alltaf allt vitlaust. Alla daga eiga sér stað viðskipti með fyrir- tæki og þau ganga bara þegjandi og hljóðalaust fyrir sig, nema þegar fiskur kemur við sögu.“ Fiskveiði- stjórnunin hefur líka lengi verið með helstu hitamálum samfélagsins og mörgum finnst sem óréttlæti kvótakerfisins sé algjört. Guð- mundur þekkir umræðuna og hefur rök á reiðum höndum: „Almenning- ur er plataður, það er ekki sagt satt. Það á enginn fiskinn í sjónum en rétturinn til að veiða er klárlega eignaréttur. Þetta ákvað Alþingi á sínum tíma og svona er þetta.“ Guð- mundur segir að ímynd sjávar- útvegsins sé ekki nógu góð og þar sé mönnum í greininni sjálfri um að kenna: „Menn hafa ekki haft nógu sterka siðferðiskennd. Kerfið hefur verið misnotað og greinin hefur ekki tekið á því. Hins vegar tel ég að á því verði breytingar, ný kyn- slóð er að vaxa úr grasi og bjartari tímar eru fram undan.“ Básafellstíminn var á við doktorsnám Sala Þorsteins Vilhelmssonar á hlut hans í Samherja á sínum tíma vakti athygli og jafnvel reiði, en um þann gjörning segir Guðmundur: „Vissulega var þetta stór sala en ég vil líkja þessu við knattspyrnulið sem á góðan varnarmann, góðan miðjumann og góðan framherja og liðið vinnur alla leiki og allar deild- ir. Í Samherja voru frábær skip- stjóri, frábær vélstjóri og frábær útgerðarmaður. Þeir byrjuðu á hár- réttum tíma og Þorsteinn seldi á mjög góðum tíma. En menn verða að hafa í huga í þessu sambandi hvaðan peningarnir komu sem Þor- steinn fékk. Þeir komu úr verslun, ekki sjávarútvegi. Það voru menn í verslun og viðskiptum sem keyptu hlut hans í Samherja.“ Um skeið var Guðmundur kenndur við fyrirtækið Básafell á Vestfjörðum og er honum ekki borin of vel sagan frá þeim tíma. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Óreiðan var algjör og það stóð ekki steinn yfir steini, þetta var allt á hausnum. En ég lærði mikið af þessu. Um tíma hugði ég á doktors- nám en ég hætti við það eftir Bása- fellstímann, hann var á við gott doktorsnám.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið saman hvort hann græddi eða tapaði peningum á þessu ævintýri enda peningar af- stæðir: „Peningar koma og fara“. Hann segist bera hlýhug til Vest- firðinga og nefnir Pétur Sigurðsson, forseta Alþýðusambands Vest- fjarða, sérstaklega. Sjávarútvegurinn getur ekki haldið uppi byggð í landinu Og áður en sagt er skilið við sjávarútveginn er Guðmundur spurður út í samspil greinarinnar og byggðanna í landinu. „Það er ósanngjarnt að gera endalausar kröfur um að sjávarútvegsfyrir- tæki og kvóta megi ekki flytja á milli byggðarlaga. Pósturinn hefur lokað pósthúsum úti á landi, bank- arnir hafa lokað útibúum. Hvers vegna í ósköpunum má sjávar- útvegurinn ekki þróast og nýta sér tæknina? Ég skal segja þér skrítna sögu. Versluninni á Þingeyri var lokað og það var hringt í fiskvinnsl- una í bænum og hún spurð hvort hún væri til í að borga rútu undir starfsfólkið svo það kæmist í Bónus á Ísafirði. Hvers vegna var ekki hringt í Bónus og spurt hvort þeir væru tilbúnir að borga slíkan flutn- ing? Hvers vegna á sjávarútvegur- inn að halda uppi byggð í landinu, af hverju ekki bankarnir, álverin, Landsvirkjun, Síminn? Ef sjávar- útvegurinn á að sjá um þetta verður hann verðminni, það er ósköp ein- falt.“ Og til marks um þær breyt- ingar sem orðið hafa í greininni nefnir hann að á tuttugu árum hafi þurft mun fleiri sjómenn en nú er til að veiða þúsund tonn af þorski en á sama tíma hafi sölu- og markaðs- starfið þyngst með viðeigandi fjölg- un starfsmanna á því sviði. Vann fyrripart dags – sinnti heimilinu seinnipartinn Lífsstarfið og lifibrauðið er nú lagt til hliðar og spurt um áhuga- mál Guðmundar Kristjánssonar. Fjölskyldan er í miklum metum og hann hefur haft meiri afskipti börnunum sínum en margir í h stöðu. „Konan mín var í námi ú Edinborg í tvö og hálft ár og þá ég alfarið um börnin okkar þrjú. vann bara hálfan daginn, var skrifstofunni fyrir hádegi en hei eftir hádegi. Ég sá um heimilið kynntist því fjölbreytta starfi s þar fer fram, keypti inn og eld fjölbreyttan mat, passaði upp aukatíma barnanna og hjálpaði heimanámið.“ Eins og gefur að s ja er vinnan áhugamál en fjallgö ur heilla einnig enda varla an hægt þegar menn alast upp við r ur fjallanna á Snæfellsnesi. Un kom hann til starfa í fyrirtæki f ur síns en býst síður við að bör hans feti sömu leið: „Það er margt í boði í dag, gott og fjölbre nám.“ Sjálfur nam Guðmundur v skipta- og markaðsfræði í Ban ríkjunum og síðar varði hann e ári í Frakklandi. Hann stýrir fy tækjum sínum frá látlausri sk stofu í Hafnarhvoli með góðu sýni yfir Reykjavíkurhöfn og re ir að anda að sér fersku sjávarl inu sem oftast. Þó ekki sjáist Snæfellsjökuls er lífið gott og ve efnin spennandi. bjorn@frettablad

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.