Fréttablaðið - 17.01.2004, Síða 39

Fréttablaðið - 17.01.2004, Síða 39
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 23 12 4 12 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Útsala Aðeins tveir dagar eftir Rýmum fyrir nýju ári 27/12 - 18/01 Útsala Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is Bakþankar REYNIS TRAUSTASONAR Indíáninn Allt frá því ég var barn, og vissifátt skemmtilegra en að hjala snöggkrullaður í grænni lautu með bros á vör og heimsins sakleysi í grábláum augum, hef ég orðið fyrir því að fólk misskilur mig og til- gangur sem á að vera góður snýst upp í ranghverfu sína í meðförum óvandaðra. TÍMANS TÖNN vann á krullun- um og það sem meira var, þurrkaði út varanlega hluta af höfuðhárinu. Þá taldi ég mér þann kost vænstan að ganga með hatt. Í senn var hann skjól gegn nöprum vindum og skap- aði reisn sem ég taldi vera við hæfi. Hattar standast ekki tímans tönn fremur en krullur og hár og þar kom að fyrsti hatturinn var orð- inn svo lúinn að hann var ekki boð- legur í annars flokks vestra og þá alls ekki í hátískusamfélagi Íslands. Þörfin til að endurnýja hattkúfinn braust fram af fullum þunga í Minneapolis. Ég hef gjarnan samúð með þeim undirokuðu í samfélögum heimsins svo sem indíánum og kvótalausum Vestfirðingum og ákvað að svala þörf minni til góð- verka í þágu lítilmagna. MANNGÆSKAN varð til þess að ég varð fyrir einhverri þeirri gróf- ustu móðgun sem ég man á síðari tímum. Í Minnesota er fjöldi indíá- na sem lifir á ríkisstyrkjum eftir að kúrekar höfðu af þeim land og lifi- brauð. Við sölubúð indíána bar góð- mennskan mig ofurliði og ég ákvað að taka á mig syndir hvíta manns- ins og versla örlítið indíánunum til hagsbóta. Í upphafi var ætlunin að kaupa fjaðraskraut eða friðarpípu en þegar inn í básinn kom rak mig í rogastans. Þessi fíni kúrekahattur blasti við í allri sinni dýrð og beið þess eins að ég festi á honum kaup. Indíánastúlka með derhúfu og í skotapilsi afgreiddi mig og brosti þakklát þegar ég reiddi fram um- beðna fjárhæð. Hatturinn var að formi til eins og gamli kúfurinn en ljósari og smellpassaði við kálfaleð- urjakkann. SÓLIN SKEIN í heiði þar sem ég gekk niður aðalgötu Minneapolis með nýja hattinn og leið eins og kvikmyndastjörnu. Við gangstéttar- brún sat indíánahöfðingi með fjaðraskúf og reykti eitthvað sem líktist kannabis fremur en óbreytt- um kamel. Ég horfði á hann, kink- aði kolli, og fann hve vænt mér þótti um indíána. Það haggaðist ekki fjöður á höfði hans og hann var svipbrigðalaus þegar hann fylg- di mér með augunum. Höfðinginn var að baki þegar ég heyrði kallað dimmum, nístingsköldum rómi: „Coca cola, cowboy“. ■ SNYRTISETRIÐ - kynning - Snyrtisetrið ehf Domus Medica sími 533 3100 Frá Snorrabraut Sólar brúnku úði Kynning í dag frá kl. 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.