Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 21.01.2004, Qupperneq 1
SKATTAMÁL Hlunnindi vegna afnota af fasteignum og bifreiðum, sem metin eru til skatttekna, hækka verulega á þessu ári. Greint var frá breytingum á skattmati hlunninda í Stjórnartíð- indum í gær. Samkvæmt þeim hækkar mat á hlunnindum vegna bifreiða tveggja ára og nýrri um 30%, úr 20% af verði bifreiðar í 26%. Mat á bifreiðum eldri en tveggja ára hækkar um 40%, úr 15% af verði bifreiðar í 21%. Mat á hlunnindum vegna fasteigna hækkar um 25%, úr 4% af fast- eignamati í 5%. Bernhard Bogason, yfirmaður skattasviðs KPMG, telur veruleg- an vafa leika á því hvort stjórn- völd hafi stjórnskipulegt vald til að taka ákvarðanir um breytingu á skattmati sem séu íþyngjandi fyrir borgarana. „Samkvæmt stjórnarskránni má ekki leggja á skatt nema með lögum,“ segir Bernhard. „Í þessu tilviki hefur fjármálaráðherra, að fengnum tillögum frá ríkisskatt- stjóra, ákveðið að hækka það hlut- fall sem ræður útreikningi hlunn- inda. Vissulega má deila um það hvort um sé að ræða hækkun á skattstofni eða breytingu á mats- aðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ákvarðanir sem þessar víðast hvar teknar af þjóðþingum en ekki embættismönnum. Þannig er það til dæmis í Danmörku.“ Bernhard segir hækkunina nú einnig athyglisverða í því ljósi að á árinu 2002 hafi ríkisskattstjóri lagt fram sömu breytingar en þær hafi verið afturkallaðar að tilmæl- um fjármálaráðuneytisins. „Hækkanirnar og aðrar breyt- ingar töldust þá ekki vera í sam- ræmi við vilja ríkisstjórnarinnar. Ljóst er að breyting hefur orðið þarna á,“ segir Bernhard. Ef tekið er dæmi af starfsmanni sem hefur nýja þriggja milljóna króna bifreið til afnota hjá vinnu- veitanda þýðir breytingin að hann þarf að borga tæpum 70 þúsund krónum meira skatt á þessu ári en hann gerði í fyrra. Ef viðkomandi hefur einnar milljónar króna bif- reið til afnota hækka skattarnir um 23 þúsund. Í dæmunum er miðað við að starfsmaðurinn greiði 38,58% tekjuskatt. Hækkunin hefur einnig áhrif á útreikning vaxtabóta. Sjá nánar bls. 2 trausti@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR HAUKAR MÆTA ÍBV Fjórir leikir verða í Remax-deild kvenna í kvöld. Klukkan 9.15 mætast: Haukar - ÍBV, Grótta KR - KA/Þór og Valur - Stjarnan. Fram mætir FH klukkan 20. Tveir leikir verða í 1. deild kvenna í körfubolta klukkan 19.15. KR tekur á móti Keflavík og ÍR sækir Njarðvík heim. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LANDIÐ ALLT Í HLÝJU LOFTI Minniháttar úrkoma á víð og dreif, nema þó suðvestanlands þar sem úrkomusvæðið er nokkuð eindregið. Frystir á ný um helgina. Sjá síðu 6. 21. janúar 2004 – 20. tölublað – 4. árgangur ● frá eddu til sölku Kristín Ómarsdóttir: ▲ SÍÐA 30 Skiptir um útgefanda ● 70 ára í dag Svavar Guðni Svavarsson: ▲ SÍÐA 16 Bakveikur en hrukkulaus ● fagnar ári apans Dong Qing Guan: ▲ SÍÐA 30 Kínversk áramót ● listfræðiæði ● draumasmiðjan Vill enda á Hallgrími nám o.fl. Jón Böðvarsson: ▲ SÍÐA 18 og 19 MIKIL HÆKKUN Pharmaco hefur náð afar góðum árangri í útrás sinni. Gengi fé- lagsins hefur hækkað mikið og margir eru efins um að það sé raunhæft. Sjá síðu 2 ORSAKIR ÓKUNNAR Óttast er að átján manns hafi farist þegar norska flutn- ingaskipinu Rocknes hvolfdi undan strönd- um Noregs. Orsakir slyssins eru ókunnar. Farið hefur verið fram á sjópróf. Sjá síðu 4 160 MILLJÓNA FJÁRSVIK Fyrrum eigandi Fasteignasölunnar Holts, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik og fleiri brot, samtals upp á 160 milljónir króna. Sjá síðu 2 MEST RÖSKUN HJÁ HJÚKRUNAR- FRÆÐINGUM Röskun verður á starfi nær 150 hjúkrunarfræðinga á Landspítala- háskólasjúkrahúsi vegna sparnaðaraðgerða stjórnar spítalans. Hnífnum er brugðið á öll svið spítalans, þar með talinn nýjan barna- spítala. Sjá síðu 6 KJARASAMNINGAR „Það hefur verið ágætis gangur í viðræðum við rík- ið undanfarnar tvær vikur. Við fengum gögn frá samninganefnd ríkisins um ýmis efnisatriði kjara- samninganna, veikindarétt og önnur réttindamál og fleira. Myndin er því farin að skýrast,“ sagði Björn Snæbjörnsson, sviðs- stjóri sviðs starfsmanna ríkis og sveitarfélaga hjá Starfsgreina- sambandinu, í gærkvöld. Krafa Starfsgreinasambands- ins er og hefur verið að samræma réttindi félagsmanna sambands- ins við réttindi launafólks hjá hinu opinbera. Starfsgreinasambandið er með 14 mismunandi kjara- samninga við ríki og sveitarfélög og stendur vilji manna til að sam- eina þá í einn heildarkjarasamn- ing. Gögnin sem samninganefnd ríkisins lagði fram í gær eru í raun fyrstu drög að samræmdum kjarasamningi fyrir starfsmenn ríkisins sem falla undir aðildar- félög Starfsgreinasambands Ís- lands. Hópur sem vinnur að saman- burði launataflna starfsfólks á al- mennum markaði og hjá hinu opin- bera skilar væntanlega af sér í dag. Út frá þessu er svo ætlunin að vinna einn samræmdan kjara- samning Starfsgreinasambandsins og ríkisins og er ætlunin að taka til við þá vinnu hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag. ■ Skattmat hækkað um 25-40 prósent Skattmat á hlunnindum vegna bifreiða og fasteigna hækkar um 25 til 45 prósent á þessu ári. Yfirmaður skattasviðs KPMG telur vafa leika á því hvort stjórnvöld hafi stjórnskipulegt vald til að breyta matinu. Kjaraviðræður Starfsgreinasambandsins og ríkisins: Myndin tekin að skýrast LANDSLIÐIÐ LENT Í LJUBLJANA Íslenska landsliðið í handknattleik kom til Slóveníu í gærkvöld og hér sjást Ólafur Stefánsson og Jaliesky Garcia með farangur sinn á flugvellinum í Ljubljana, rétt eftir lendingu. Fyrsti leikur liðsins verður gegn heimamönnum og verður hann sýndur beint í Sjónvarpinu klukkan 19.30. Látinn tannlæknir: Stundar enn lækningar PAKISTAN, AP Þúsundir Pakistana leggja vikulega leið sína að helgri grafhvelfingu múslimska dýr- lingsins Amir Ghazi Baba í Pes- hawar til þess að fá bót á tann- pínu. Kirkjugarðsvörðurinn, Murad Ali, segist ekki vita af hverju Baba hafi verið tekinn í dýrlingatölu en hann hafi í lifanda lífi verið besti tannlæknirinn í bænum. Ali segir að til þess að fá lækn- ingu þurfi að reka nagla í timbur- fleka við hlið grafhvelfingarinnar þar sem fleiri naglar komist ekki í hurðina. Að sögn Alis er Baba enn vinsælasti tannlæknirinn í bæn- um þó hann sé löngu dauður. ■ Sjía-múslimar: Vilja lífláta Saddam BAGDAD, AP Þúsundir sjía-múslima gengu um götur Bagdad til að krefjast þess að Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseti, yrði tekinn af lífi. „Saddam er stríðsglæpamaður en ekki stríðsfangi. Takið Saddam af lífi,“ kallaði mannfjöldinn. Kröfugöngur fóru einnig fram í tveimur öðrum borgum í Írak. Saddam Hussein var hand- samaður 13. desember og hafa bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að hann njóti stöðu stríðsfanga. Sjía-múslímar, sem eru um sextíu prósent írösku þjóðarinnar, voru kúgaðir af súnní-múslimum í valdatíð Saddams. Þúsundir sjía- múslima, þar á meðal fjöldi klerka, voru teknar af lífi að til- skipan Saddams. ■ EINN SAMNINGUR Í STAÐ FJÓRTÁN Samninganefnd ríkisins lagði í gær fram fyrstu drög að samræmdum kjarasamningi. M YN D /D EL O

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.