Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 2
HLUTABRÉF Pharmaco hefur hækk-
að mest allra félaga í Kauphöll-
inni undanfarið ár. Greiningar-
deildir bankanna telja gengið
mun hærra en greiningar þeirra á
framtíðartekjum gefa til kynna.
Félagið nýtur mikillar virðingar
og sérfræðingar markaðarins eru
allir sammála um að því hafi tek-
ist einstaklega vel að halda utan
um mikinn vöxt. Þeir telja erfitt
að finna rök fyrir gengi félagsins
samkvæmt hefðbundnum mæli-
kvörðum við mat á fyrirtækjum.
„Á sama hátt og segja má að
greiningaraðilar hafi vanmetið
félagið fyrir ári síðan er margt
sem bendir til þess að fjárfestar
séu ofurbjartsýnir á framtíð fé-
lagsins,“ segir Stefán Broddi
Guðjónsson, sérfræðingur hjá
greiningu Íslandsbanka. Hann
segir það valda vissum áhyggjum
að gengið hækki skarpt þegar
fréttir birtist af félaginu. Fyrir
skemmstu flutti félagið út 300
milljónir taflna af hjartalyfinu
Ramipril fyrir um 2,6 milljarða
króna. Tilkoma lyfsins var í full-
komnu samræmi við áætlanir og
hefði ekki átt að koma markaðn-
um á óvart.
Fyrsta virka dag eftir söluna
hækkuðu bréf Pharmaco um 5%.
Heildarverðmæti fyrirtækisins
jókst um ríflega tvöfalt verðmæti
framleiðslunnar og margfalda
framlegð af lyfinu.
Pharmaco hyggur á skráningu
í Kauphöllinni í London. Margir
bíða spenntir eftir því hvernig er-
lendir fjárfestar meta félagið.
Ekkert er öruggt um trú erlendra
fjárfesta, en erfitt getur reynst að
flytja stemninguna sem er í kring-
um félagið til London.
Það eru því margir óvissuþætt-
ir varðandi gengisþróun félagsins
og þeir sem kaupa hlutabréf þess
nú verða að vera viðbúnir því að
brugðið geti til beggja vona um
ávöxtun fjárfestingarinnar á
næstunni. Almennt telja sérfræð-
ingar að mikil bjartsýni ráði ríkj-
um á innlendum hlutabréfamark-
aði og gildi það um fleiri fyrirtæki
en Pharmaco. Til þess sé horft
vegna þess að það hefur leitt
hækkanir markaðarins.
Áætlanir félagsins gera ráð
fyrir 15 til 20% innri vexti og
sambærilegum ytri vexti. Flestir
telja ágætar líkur á að staðið
verði við áætlanirnar, en margir
eru efins um að félagið geti gert
miklu betur en þetta, eins og mat
markaðarins virðist vera þessa
stundina.
haflidi@frettabladid.is
2 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR
„Sækja þær ekki framá öllum sviðum
– erum við karlar ekki að deyja út?“
Halldór Reynisson er verkefnisstjóri hjá Biskups-
stofu. Sautján konur sóttu um stöðu prests í Mos-
fellsbæ á móti fjórum karlmönnum.
Spurningdagsins
Halldór, eru konur að taka yfir
stéttina?
Mikil bjartsýni á
framtíð Pharmaco
Pharmaco hefur náð afar góðum árangri í útrás sinni. Gengi félagsins hefur hækkað mikið og
margir eru efins um að það sé raunhæft. Þeir sem kaupa bréf félagsins nú verða að gera sér grein
fyrir að hátt gengi eykur áhættuna af fjárfestingunni.
FJÁRSVIK Fyrrum eigandi Fast-
eignasölunnar Holts, karlmaður á
fertugsaldri, hefur verið ákærður
fyrir stórfelld fjársvik og fleiri
brot, samtals upp á 160 milljónir
króna. Um er að ræða skjalafals
og fjársvik sem nema um 96 milj-
ónum króna og fjárdrátt upp á 62
miljónir. Þá er honum gefið að sök
að hafa ekki staðið skil á virðis-
aukaskatti, tæpar þrjár milljónir
króna.
Rekstur fasteignasölunnar
Holts var stöðvaður og húsið inn-
siglað á seinni hluta ársins 2002.
Skömmu síðar játaði eigandinn að
hafa dregið sér tugi milljóna
króna frá viðskiptavinum sínum.
Talið er að svikin hafi staðið í
rúmt ár og beindust þau gegn á
annan tug viðskiptavina sem voru
farnir að ganga hart á eftir pen-
ingunum sínum.
Sá ákærði, sem er lögfræðing-
ur og löggiltur fasteignasali, var
mjög umsvifamikill á fasteigna-
markaði.
Svikin fólust meðal annars í
því að hann hélt eftir vörslufé
sem hann tók við vegna viðskipta
sem fóru í gegnum Holt. Maður-
inn hafði einn prókúru fyrir fast-
eignasöluna og annaðist þar af
leiðandi meðferð allra fjármuna.
Eftir að fasteignasalinn viður-
kenndi brot sín fyrir lögreglu í
október 2002 var fasteignasalan
úrskurðuð gjaldþrota og námu
kröfur alls 114 milljónum króna.
Hæsta krafa frá einstaklingi nem-
ur á tíundu milljón króna. ■
INNBROT Í SANDGERÐI Brotist
var inn í Shell-skálann við
Strandgötu í Sandgerði klukkan
eitt í fyrrinótt. Gluggi hafði verið
spenntur upp og við það fór
þjófavarnarkerfi í gang. Þegar
lögreglan kom á staðinn voru inn-
brotsþjófarnir farnir af staðnum.
FUNDU ÚÐAVOPN Lögreglan í
Keflavík hafði afskipti af manni á
gangi í Sandgerði á þriðja tímanum
í fyrrinótt. Við leit á manninum
fannst úðavopn sem lagt var hald á.
SKEMMDARVERK Í GRINDAVÍK
Skemmdarverk voru unnin á
hraðbanka Sparisjóðsins í
Grindavík á mánudag. Lögreglan
í Keflavík telur líklegt að
skemmdarvargurinn hafi náðst á
myndbandstökuvél.
KB banki:
Lækkar vexti
VIÐSKIPTI KB banki hefur ákveðið
að lækka kjörvexti bæði óverð-
tryggðra og verðtryggðra skulda-
bréfalána um 0,50 prósentustig.
Þannig lækka kjörvextir óverð-
tryggðra skuldabréfa úr 8,45% í
7,95%. Kjörvextir verðtryggðra
skuldabréfa lækka úr 6,10% í
5,60%. Samhliða þessari lækkun
kjörvaxta tekur bankinn upp
breytt áhættumat á skuldabréfa-
lánum sem felur í sér aukið álag á
skuldabréf tryggð með sjálfskuld-
arábyrgð. ■
ÞJÓFAR GANGA LAUSIR Lögreglan
hefur enn ekki komist að því
hver braust inn í söluturn á virkj-
anasvæði Kárahnjúka á nýárs-
nótt. Peningum að andvirði um
einnar og hálfrar milljónar króna
var stolið.
BREIÐÞOTA MEÐ HJARTALYF
Pharmaco sendi fyrir rúmri viku úr landi farm af hjartalyfinu Ramipril að verðmæti 2,6
milljarðar króna. Fyrsta viðskiptadag eftir útflutninginn hækkaði markaðsvirði félagsins um
ríflega tvöfalda þá upphæð.
Fjársvik tengd fasteignasala talin nema 160 milljónum:
Fasteignasali ákærður
HOLT Í KÓPAVOGI
Grunur um fjársvik vaknaði árið 2002.
Fasteignasalan hefur hætt starfsemi.
■ Lögreglufréttir
27,1
Ágúst 2003 Janúar 2004
Gengisþróun Pharmaco
síðustu 6 mánuði
46,2
■ Lögreglufréttir
SKATTAMÁL Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra segir hækkun á
skattmati hlunninda vegna bif-
reiða og fasteigna ekki vera
skattahækkun.
Geir segir að matið sem stuðst
hafi verið við fram að þessu sé úr-
elt og því sé um leiðréttingu að
ræða. Hann segir að ekki sé búið
að meta hvað þessar breytingar
þýði í auknum tekjum fyrir ríkis-
sjóð.
„Ég tel að þetta mat hafi verið
orðið of lágt,“ segir Geir. „Þarna
er um að ræða ákveðin fjárhags-
leg verðmæti sem launþegar fá
frá vinnuveitendum sínum sem
bera skattskyldu. Það ber að leit-
ast við að tryggja að matið sem
við gefum út endurspegli sem
best þau fjárhagslegu verðmæti
sem þarna eru í húfi.“
Bernhard Bogason, yfirmaður
skattsviðs KPMG, segir ljóst að
breyting hafi orðið á stefnu
stjórnvalda, því árið 2002 hafi
fjármálaráðherra mælst gegn
sömu breytingum. Geir segir
breytingarnar sem þá hafi verið
lagðar til hafa verið víðtækari.
Hann hafi lagst gegn þeim því
honum hafi ekki þótt þær tillögur
hafa verið nægilega vel undirbún-
ar. Nú sé búið að fara ofan í
saumana á málinu og því hafi ver-
ið farið í þessar breytingar.
„Það ber að taka það fram að
þetta nær ekki til mjög margra
manna, því fjöldi þeirra sem njóta
þessara hlunninda er ekki mikill
miðað við heildarfjölda laun-
þega.“
Bernhard telur vafa leika á því
hvort stjórnvöld hafi stjórnskipu-
legt vald til að breyta skattmatinu
þar sem stjórnarskráin kveði á
um að ekki megi leggja á skatt
nema með lögum. Geir hafnar
þessu alveg. ■
Fjármálaráðherra um hækkun skattmats:
Ekki skattahækkun
GEIR H. HAARDE
Fjármálaráðherra segir að ekki sé búið að
meta hvað hækkunin þýði í auknum tekj-
um fyrir ríkissjóð.