Fréttablaðið - 21.01.2004, Síða 11

Fréttablaðið - 21.01.2004, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2004 LAUMUFARÞEGAR Laumufarþegarnir þrír sem fundust um borð í Skóga- fossi Eimskipafélagsins þegar skipið kom til hafnar á Nýfundna- landi á laugardag verða trúlega sendir til baka til Íslands á kostn- að Eimskipa. Háseti á Skógafossi sá menn- ina þrjá laumast frá borði þegar skipið lagðist að bryggju í Argentia. Hann náði að handsama einn þeirra en hinir hlupu í land. Lögreglu var gert viðvart og náði hún þeim sem hlupu í land. Mennirnir höfðust við í vélar- rúmi Skógafoss þá viku sem tók að sigla yfir Atlantshafið. Kanadíska útvarpið segir að þeir hafi náð sér í vatn með því að sleikja rakann af veggjum vélar- rúmsins. Mennirnir eru frá Afríku, Íran og Írak. Beiðni þeirra um hæli hér á landi var synjað og biðu menn- irnir þess að þeim yrði fylgt úr landi. Ekki er ljóst hvenær þeir laum- uðust um borð en Skógafoss lét úr höfn í Reykjavík 10. janúar síðast- liðinn. Fyrir brottför var leitað í skipinu samkvæmt venju en ekk- ert fannst. Fyrir 1. júlí næstkomandi verð- ur innleitt öryggiskerfi hjá Eim- skipi í samræmi við samþykktir Alþjóða siglingamálastofnunar- innar. Tilgangurinn er meðal ann- ars að stórefla eftirlit með hafnar- svæðum Eimskips og aðgangi að þeim. ■ BANDARÍKIN John Kerry, öldunga- deildarþingmaður frá Massachus- etts, vann í gær óvæntan en glæsilegan sigur í fyrstu forkosn- ingum demókrata um tilnefningu fyrir forsetakosningarnar í nóv- ember. Hann hlaut 37,7 prósent atkvæða, tæpum sex prósentum meira en öldungadeildarþingmað- urinn John Edwards frá Norður- Karolínu, sem hlaut 31,8 prósent. Howard Dean, fyrrverandi ríkisstjóri í Vermont, sem lengst af hefur mælst vinsælastur í skoðanakönnunum, hlaut aðeins 18 prósent atkvæða og þarf því nauðsynlega á sigri að halda þeg- ar kosið verður í New Hampshire í næstu viku. Hann bar sig þó mannalega og sagði að baráttan væri rétt að byrja. „Við munum aldrei gefast upp,“ sagði Dean. Fyrir tveimur vikum mældist Dick Gephardt í öðru sæti, aðeins fimm prósentum á eftir Dean, en hann hlaut aðeins 10,8 prósent og er þar með úr leik í baráttunni. Að sögn náins aðstoðarmanns Gephardts mun hann ekki lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóð- enda heldur styðja þann sem stendur uppi sem sigurvegari. Aðrir frambjóðendur hlutu mun minna fylgi en þeir Joe Lieberman og Wesley Clark voru ekki með í Iowa þar sem þeir töldu skynsamlegra að einbeita sér að New Hampshire. ■ Þrír laumufarþegar um borð í Skógafossi: Sendir til baka á kostnað Eimskips LAUMUÐUST UM BORÐ Í SUNDAHÖFN Talið er að laumufarþegarnir þrír sem fundust um borð í Skógafossi við komu skipsins til Argentia á laugardag hafi laum- ast um borð skömmu fyrir brottför. Líkleg- ast er að þeim verði vísað úr landi og flutt- ir til Íslands á kostnað Eimskips. Forkosningar demókrata: Glæsilegur sigur Kerrys JOHN KERRY Kerry fékk gott vega- nesti fyrir aðra lotuna í New Hampshire í næstu viku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.