Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2004, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 21.01.2004, Qupperneq 17
17MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2004 Ég tók við í haust, þegar AndrésJónsson var kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík þar sem ég var varaformaður. Þeg- ar haldinn var nýr aðalfundur var ég formlega kjörinn formaður,“ segir Sverrir Teitsson, formaður UJR. „Það er töluvert af nýju og hressu fólki sem kemur inn í stjórnina. Með því koma eflaust nýjar áherslur en það kemur allt í ljós. Það er gaman að fá fólk sem er virkt í félagslífinu í framhaldsskól- um.“ Sverrir gat sér fyrst frægð þeg- ar hann keppti í Gettu betur fyrir hönd MS en hann vill ekki meina að sú reynsla muni nýtast honum sér- staklega í stjórnmálum. „Öll reynsla sem maður viðar að sér nýtist manni, hvort sem hún kemur frá stjórnmálum, námi eða störf- um.“ Nú er hann á þriðja ári í laga- námi við Háskóla Íslands. Áhugann á stjórnmálum segir Sverrir hafa kviknað í kringum borgarstjórnar- kosningarnar 1994. „Þetta voru fyrstu kosningarnar sem ég fylgd- ist með. Síðan þá hefur maður þroskast í viðhorfum og sjónarmið- um. Ég stend fyrir hófsemi og skynsemi og vil ekki öfgar af neinu tagi,“ segir hann til að útskýra af hverju hann hafi fundið sér stað hjá ungum jafnaðarmönnum. „Það úti- lokaði marga aðra.“ ■ PLACIDO DOMINGO Stórtenórinn á afmæli í dag. Hann fæddist árið 1941. Tímamót SVERRIR TEITSSON ■ Formlega kjörinn formaður UJR. SVERRIR TEITSSON Var kjörinn formaður Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík. Tók reyndar við í haust en hefur ver- ið endurkjörinn á aðalfundi. Dökkblá herrataska sem inniheldur Blue Lagoon sturtugel, næringarkrem og greiðu. Tilvalin í ferðalagið eða sportið. lagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 á bóndadaginn Fyrir hann Bláa Lónið – verslun, Aðalstræti 2 Verð 2.590 kr. Minnum á gjafakortin – ávísun á einstaka upplifun. Boðsmiði fyrir tvo í Bláa lónið – heilsulind fylgir öllum töskum. Áhuginn kviknaði fyrir áratug Listvænt Seltjarnarnes Starf Listvinafélags Hall-grímskirkju hefur gefist ákaflega vel. Það er blómlegt og til fyrirmyndar og því gott for- dæmi að fylgja,“ segir Ólafur Egilsson, sem er í undirbúnings- nefnd að stofnun Listvinafélags Seltjarnarneskirkju. Stofnfundur félagsins verður haldinn í kvöld klukkan 20 í safnaðarheimilinu. Þá er áætlað að setja félaginu lög, kjósa stjórn og gera grein fyrir áformum um listahátíð í maí á þessu ári og er bæði Seltirning- um og öðru áhugafólki boðin að- ild að félaginu. „Við vonum að sem flestir komi og við erum viss um að þegar út í starfið kemur muni margir sýna því áhuga og taka þátt,“ segir Ólafur. Stofnfundin- um lýkur með menningardag- skrá, þar sem Gunnar Kvaran mun meðal annars leika þætti úr sellósvítu eftir Bach og Einar Már Guðmundsson mun lesa upp úr verkum sínum. Það vek- ur athygli að Seltirningarnir sækja rithöfundinn upp í Graf- arvog. Af tónlistarfólki eiga þeir hins vegar nóg, en á Nesinu búa meðal annarra Bubbi Morthens, Monika Abendroth og svo vita- skuld Gunnar Kvaran og eigin- kona hans Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari. ■ ÓLAFUR EGILSSON Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju hefur staðið fyrir listahátíðum með nokkru milli- bili. Hún verður bakhjarl félagsins en með tilkomu þess stefnir í að listviðburðir verði dreift jafnar yfir árið. Listalíf ■ Seltirningar eru bæði listrænir og list- kærir og munu væntanlega taka stofnun Listvinafélags Seltjarnarneskirkju fagn- andi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.