Fréttablaðið - 15.02.2004, Síða 15
ríkisfjármálastefnunni á síðustu
misserum. Greint er frá því að
fjárlagahalli á árinu 2003 hafi ver-
ið um 1,7% af landsframleiðslu.
Blaðið telur að þrátt fyrir auknar
skatttekjur á þessu ári náist
markmið ríkisstjórnarinnar um
afgang af fjárlögum á þessu ári
ekki. The Economist spáir að fjár-
lagahalli nemi um 0,2% af lands-
framleiðslu í ár en á árinu 2005
verði afgangur upp á 0,4% af
landsframleiðslu.
Fjallað er um aukin útgjöld í
heilbrigðismálum og greint frá
því að á síðustu árum hafi yfir
helmingur heilbrigðisstofnana
farið að meðaltali 26% fram úr
fjárheimildum sínum á ári.
Aðrar hagstærðir
The Economist spáir því að
Seðlabankinn hækki vexti á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs og haldi
hækkunum áfram á árinu 2005.
Blaðið telur að grunnvextir Seðla-
bankans verði 7,5% í árslok 2005
en í dag eru þeir 5,3%.
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur
verði 4,5% í ár og 4,8% árið 2005
en varað er við því að viðskipta-
halli geti dregið úr hagvexti bæði
árin.
Blaðið telur verðbólgu ekki
fara úr böndunum þrátt fyrir mik-
inn styrk í efnahagslífinu en að
hún verði þó lítillega yfir mark-
miðum Seðlabankans bæði árin;
verði 2,8% í ár og 3,3% árið 2005.
Gengi krónunar mun halda
áfram að styrkjast á árinu 2004
þótt viðskiptahalli myndi þrýsting
á gengið. Sérstaklega er gert ráð
fyrir mikilli styrkingu gagnvart
Bandaríkjadal á þessu ári en
auknum stöðugleika í gengismál-
um á árinu 2005.
Stjórnmálin
Stuðningur við ríkisstjórnina
fór dvínandi á síðari hluta ársins
2003 og segir The Economist að
þetta megi rekja til minnkandi
fylgis við Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta er sett í samhengi við deilur
Davíðs Oddssonar við áberandi
menn í hinu síkvika viðskiptaum-
hverfi landsins. The Economist
segir að Samfylkingunni hafi ekki
tekist að nýta sér þetta heldur
hafi stuðningur fyrst og fremst
aukist við Vinstri hreyfinguna -
grænt framboð.
Sameiningar og yfirtökur í við-
skiptaheiminum voru fjölmargar
á árinu 2003. Þetta telur The
Eonomist að hafi haft mjög mikil
áhrif í viðskiptalífinu en einnig á
hið pólitíska landslag. Nýjar
valdablokkir hafi orðið til sem
hafi ógnað stöðu hins svokallaða
„kolkrabba“ sem hafi borið ægis-
hjálm yfir viðskiptalífið og verið
mjög áhrifamikill á stjórnmála-
sviðinu. Eru kaup Baugs á
þrotabúi DV og hlutur fé-
lagsins í Fréttablaðinu og
nú Norðurljósum sérstak-
lega nefnd í þessu sam-
bandi. Segir The Economist
að Fréttablaðið hafi tekið
forystu á íslenskum dag-
blaðamarkaði og sé nú
sterkara en Morgunblaðið,
sem fullyrt er að sé
málpípa Sjálfstæð-
isflokksins.
Sagt er frá
orðahnipping-
um milli for-
s v a r s m a n n a
Baugs og Dav-
íðs Oddssonar
og nefndum
sem settar
hafi verið á
laggirnar til
þess að taka
afstöðu til
h r i n g a -
myndunar
og eignar-
halds á
fjölmiðlum.
Í skýrslu
b l a ð s i n s
segir einnig
frá því að
Ólafur Ragn-
ar Grímsson
og Samtök at-
vinnulífsins
hafi varað við því að gerðar verði
breytingar sem stefni í hættu
frelsi Íslendinga til að keppa á
sviði alþjóðlegra viðskipta.
Meiðyrði og bankamál
The Economist fjallar um kaupin
á eignum Jóns Ólafssonar og grein-
ir frá meiðyrðamáli sem Jón hefur
höfðað vegna ummæla Davíðs
Oddssonar. Þá fjallar blaðið um
upphlaupið í kringum kaupréttar-
samninga forsvarsmanna KB-
banka. The Economist segir að deil-
urnar milli viðskiptalífsins og for-
sætisráðherra séu ný-
mæli á Íslandi og
segir skýrslan að
þetta megi fyrst
og fremst
rekja til
hraðra breyt-
inga í við-
skiptalands-
laginu þar
sem „ráð-
andi elíta“
til margra
áratuga hafi misst mikil
áhrif.
Blaðið segir kald-
hæðnislegt að þessar
breytingar megi fyrst
og fremst rekja til að-
gerða ríkisstjórna Dav-
íðs Oddssonar sem hafi
gert frumkvöðlum
mögulegt að fóta sig í
efnahagslífinu. Þetta
segir blaðið vera
veigamikla breytingu í
íslensku viðskiptalífi sem
hafi áður verið bundið í fjö-
tra þar sem fjölskyldutengsl
hafi ráðið miklu. ■
15SUNNUDAGUR 15. febrúar 2004
Sendifulltrúa-
námskeið
Samnorrænt námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða
krossins verður haldið á Íslandi 18. – 23. apríl n.k.
Þátttaka í námskeiðinu er forsenda þess að geta unnið
sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi.
Inntökuskilyrði eru menntun á háskólastigi, þriggja ára
starfsreynsla og góð enskukunnátta. Þekking á öðrum
tungumálum, áhugi á mannúðarmálum og löngun til að
læra og gefa af sér er mikill kostur. Valið er á námskeiðið
úr fyrirliggjandi umsóknum.
Þátttökugjald er 20.000 kr.
Umsóknir með ferilsskrá berist Kristínu Ólafsdóttur
(kristin@redcross.is) fyrir 29. febrúar.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að nota staðlað
umsóknareyðublað sem er að finna á vefsíðu Rauða kross
Íslands, www.redcross.is, þar er einnig að finna allar
nánari upplýsingar.
Sendifulltrúar starfa á vegum Rauða kross Íslands hjá Alþjóðaráði Rauða krossins
eða Alþjóðasambandi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans við marg-
vísleg störf. Þar má helst telja sérhæfð störf eins og við heilsugæslu, verkfræði,
flutningsfræði, fjármálastjórnun og almannatengsl en einnig er ráðið fólk til
almennra starfa við dreifingu hjálpargagna.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Viltu vinna við alþjóðlegt hjálparstarf?
BÚIST VIÐ LITLUM BREYTINGUM Í STJÓRNARRÁÐINU
The Economist telur að stefna ríkisstjórnarinnar muni lítið breytast við að Halldór Ásgrímsson taki við embætti forsætisráðherra.