Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 6
6 23. febrúar 2004 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hversu margar skrifaðar ræður fluttiforseti Íslands á síðasta ári? 2Hvaða fljót flæddi yfir bakka sínameð þeim afleiðingum að þjóðvegur 85 fór í sundur? 3Hverjir deila nú við Heilsugæsluna íReykjavík um aksturssamninga? Svörin eru á bls. 30 RÍKISÁBYRGÐ Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent íslensk- um stjórnvöldum athugasemdir sem bárust vegna fyrirhugaðrar 200 milljón dollara ríkisábyrgð- ar Íslenskrar erfðagreiningar. Amund Utne, sem sér um mál- ið fyrir hönd Eftirlitsstofnunar- innar, segist ekki vera búinn að fá svör frá íslenskum stjórnvöld- um. Frestur þeirra til að svara renni út á næstu dögum. Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, segir tvær athugasemdir hafa borist. Búið sé að senda svar vegna athugasemdar Mann- verndar sem barst innan þess frests sem Eftirlitsstofnunin hafði gefið til að skila athuga- semdum. Hin athugasemdin hafi hins vegar borist Eftirlitsstofn- uninni eftir að fresturinn rann út. Stofnunin hafi samt sem áður ákveðið að senda hana til Ís- lands. Ráðuneytið sé nýbúið að fá hana í hendurnar og eigi eftir að taka afstöðu til hennar. Í júlí síðastliðnum tók ESA ákvörðun um að rannsaka málið vegna efasemda um að ríkis- ábyrgðin uppfyllti reglur Evr- ópska efnahagssvæðisins. Eftir að svör berast frá íslenskum stjórnvöldum vegna athuga- semdanna hefur Eftirlitsstofn- unin frest fram í janúar á næsta ári til að komast að niðurstöðu í málinu. Utne segist hins vegar búast við því að niðurstaðan verði ljós í vor. ■ Auglýsingar eftir nýju fólki ögrun Í dag verður óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra vegna deilu um aksturssamninga starfs- fólks heimahjúkrunar. Ögmundur Jónasson segir auglýsingar eftir nýju fólki í störfin líta út sem ögrun. Fært sé að leysa deiluna sé raunverulegur vilji fyrir hendi. HEIMAHJÚKRUN Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, segir að í dag verði óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra um deilu vegna aksturssamninga starfs- fólks heimahjúkrunar í Reykja- vík. Upp úr viðræðunum hefur slitnað og að öllu óbreyttu munu 40 starfsmenn af 83 hætta 1. mars. „Þegar heimahjúkrunin var færð frá sveitarfélögum til ríkis gerði BSRB samkomulag við rík- isvaldið um að kjör starfsfólksins yrðu í engu rýrð. Sá samningur á að standa enn og á grundvelli hans hefur BSRB komið að viðræðun- um undanfarna daga,“ segir Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB. „Ég á enn eftir að trúa því að kjör fólksins verði rýrð með þeim hætti sem boðað hefur verið. Ég bind vonir við að ríkisstjórnin komi að málinu og geri heilsu- gæslunni kleift að standa við samninga. Ef ekkert verður að gert stefnir í mikið óefni. Hætt er við að hér skapist neyðarástand á mörgum heimilum sem þurfa að reiða sig á þessa þjónustu.“ Undanfarið hafa birst auglýs- ingar eftir starfsfólki við heima- hjúkrun. Ögmundur segir það fullkomið ábyrgðarleysi að aug- lýsa eftir nýju fólki í störfin. „Það á ekki að hrekja fólkið sem fyrir er úr starfi heldur ber að leysa þessa deilu með samning- um. Ég vona að heilsugæslan dragi þessar auglýsingar til baka. Þær eru ekkert annað en ögrun gagnvart fólkinu. Þannig á ekki að bera sig að ef menn vilja leysa deiluna. Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands og BSRB eru öll af vilja gerð að finna lausn á þessu máli, en að sjálfsögðu ekki á kostnað starfs- fólksins. Ef raunverulegur vilji er til að leysa deiluna tel ég það vera fært. Við erum ekki að tala um neinar stjarnfræðilegar upphæðir og ég er alveg viss um að í þjóðfé- laginu er vilji til að fólkinu sem gegnir þessum mikilvægu störf- um séu búin sómasamleg kjör. Eftir því sem hert er að sjúkra- stofnunum mæðir meira á heima- hjúkrun. Í stað þess að rýra kjörin ætti að bæta þau. Þessi deila snýst hins vegar bara um að halda í horfinu. Ég vona svo sannarlega að menn muni leysa málið og við vilj- um funda með heilbrigðisráð- herra um það hvernig hann muni koma að málinu.“ audur@frettabladid.is Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Krít 48.230 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. BUXNADRAGTIR PILSDRAGTIR MARGIR FALLEGIR LITIR MÖRG SNIÐ „VIÐ KEYPTUM EITTHVAГ Hamid Reza Asefi, talsmaður íranska utan- ríkisráðuneytisins. Stjórnvöld í Íran: Viðurkenna kjarnorku- kaup TEHERAN, AP Íranir viðurkenndu í gær að hafa keypt kjarnorkubún- að frá útlöndum, þar á meðal eitt- hvað frá Indlandi eða nágranna- ríkjum þess. Þeir sögðust þó ekki vita nákvæmlega hvaðan búnað- urinn hafi komið. „Við keyptum einhvern búnað frá einhverjum söluaðilum en við vitum ekki hvaðan hann er,“ sagði Hamid Reza Asefi, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins. Hann skýrði heldur ekki frá því hvers konar kjarnorkubúnað- ur hefði verið keyptur. ■ KÁRI STEFÁNSSON, FORSTJÓRI ÍS- LENSKRAR ERFÐAGREININGAR Í júlí síðastliðnum tók ESA ákvörðun um að rannsaka fyrirhugaða ríkisábyrgð til Ís- lenskrar erfðagreiningar vegna efasemda um að ábyrgðin uppfyllti reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Athugasemdir vegna ríkisábyrgðar Íslenskrar erfðagreiningar: Búið að svara Mannvernd ÖGMUNDUR JÓNASSON Formaður BSRB hefur undanfarna daga komið að viðræðum vegna aksturssamninga starfsfólks heimahjúkrunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.