Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR TÓNLIST Það var nú kominn tími á það að rokksveitin Mínus fengi einn plús í kladdann miðað við þá neikvæðu umfjöllun sem hefur umkringt sveitina að undanförnu. Nú hefur sveitin stofnað menn- ingarfélag sem ætlar að einbeita sér að því að flytja inn erlendar millivigtarokksveitir. Þetta er svo sem ekkert nýtt því áður hélt Mínus utan um það að flytja inn sveitirnar Hell Is for Heroes og Hundred Reasons. Næst á dagskrá er breska þung- arokkssveitin Jarcrew, sem kemur hingað á vegum Mínus 5. mars og heldur tónleika á Gauki á Stöng. Rokktímaritið Kerrang! hefur sérstakan áhuga á væntanlegum viðburðum. Á fyrsta kvöldið send- ir blaðið á staðinn plötusnúðinn ACE auk þess sem ritstjórinn sjálfur, Ashley Bird, mætir með ljósmyndara. Samstarf af þessu tagi á milli Kerrang! og Rokkmenningarfé- lagsins Mínus er búið að vera í undirbúningi um þó nokkurt skeið og ætlunin er að halda því áfram að skapa sérstaka rokkmenning- arviðburði 3-4 sinnum á ári í sam- vinnu við Gauk á Stöng. Auk þess að spila á Gauknum ætla Mínus og Jarcrew að halda tónleika í Reykjanesbæ kvöldið áður. Af Mínus er annars það að frétta að sveitin kom fram í Þýskalandi í fyrsta skiptið á fimmtudag þar sem hún lék fyrir troðfullu húsi í hinum sögufræga SO 36 klúbbi í Berlín. Þar hituðu íslensku vandræðagemlingarnir upp fyrir The Distillers, sem voru á heimaslóðum. Þýsk rokkblöð hafa mikinn áhuga á sveitinni og fyrirhugað er að fjalla um Mínus í blaðinu Vision. Halldór Laxness kemur út í Þýskalandi þann 19. apríl næstkomandi á vegum Sony. Mínus og The Distillers eru nú á sameiginlegu tónleikaferðalagi um Þýskaland, léku í gær í Essen og verða í kvöld í München. Miðaverð á tónleika Mínus og Jarcrew verður 1.500 krónur. For- sala miða hefst á laugardaginn. ■ Tónlist MÍNUS ■ Hefur stofnað menningarfélag og ætlar að standa fyrir innflutningi erlendra rokksveita í samvinnu við breskra rokk- tímaritið Kerrang! ...fær Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri fyrir að funda með Leoncie, sverja kynþáttafordóma af RÚV og lofa að fara ofan í saumana á samskiptum RÚV við söngkonuna. Mínus stofnar menningarfélag ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 49. Skjálfandafljót. Starfsfólk Miðstöðvar heimahjúkrunar. í dag Morðingi sonar míns er sam- viskulaus og athyglissjúkur Fjórir menn á tveimur jeppum Ég hélt Framsýn uppi í 30 ár MÍNUS Á menningaruppákomum Mínusmanna verður reynt að þurrka út skilin á milli þess sem kallað er há- og lágmenning. Hér sést Krummi gera heiðarlega tilraun til þess í Þjóðleikhúsinu á Íslensku tónlistarverð- laununum. Idol-strákar stofna strákaband Þá er fyrsta íslenska stráka-sveitin orðin að veruleika. Þeir félagar Ólafur Már Svavarsson, Einar Valur Sigurjónsson og Kjartan Arnalds ákváðu fyrir skemmstu að láta gamlan draum rætast og stofna fyrsta íslenska strákabandið, að erlendri fyrir- mynd strákasveita á borð við Westlife, Boyzone og Take That. Þeir Ólafur og Einar kynntust í Idol-keppninni og eftir kynni sín þar var ákveðið að gera þennan sameiginlega draum að veruleika. Báðir komust þeir í 32 manna hóp- inn en kepptu aldrei beint. Vinnu- heiti sveitarinnar er IceGuys. „Þetta er eitthvað sem er búið að blunda í okkur öllum mjög lengi,“ segir Ólafur. „Svo þegar við Einar hittumst í Idolinu fórum við að spjalla mikið sam- an. Við fylgdumst svolítið að í keppninni og komumst síðar báð- ir að því að við hefðum áhuga á því að gera þetta. Eftir það höf- um við verið að vinna að því að þróa hugmyndina og fyrst núna er eitthvað farið að gerast.“ Ólafur segir að IceGuys muni flytja frumsamið efni að mestu og segir liðsmenn hafa átt nokkur lög í pokahorninu. Stefán Örn Gunn- laugsson, fyrrum hljómborðsleik- ari Reggae on Ice og Skítamórals, aðstoðar þá félaga við útsetningar og upptökur auk þess sem hann leggur lög í lagabankann. „Þriðji söngvarinn, Kjartan, kom til liðs við okkur fyrir stuttu síðan og hann semur lög líka. Við erum byrjaðir að grófvinna fyrsta lagið og búnir að taka smá upp. Við erum að vonast til að lagið geti komið út einhvern tím- ann í mars. Vonandi verður eitt- hvað almennilegt úr þessu,“ seg- ir Ólafur. ■ ICEGUYS Þeir Ólafur, Kjartan og Einar Valur notast við nafnið IceGuys eins og er, ekki hefur verið ákveðið hvort það festist eður ei. Tónlist ICEGUYS ■ Þetta þriggja manna strákaband er skipað tveimur fallistum úr Idol stjörnu- leit þannig að það er útlit fyrir að keppn- in muni ala af sér nokkurn fjölda popp- stjarna áður en yfir lýkur. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 eldstöð, 6 væntumþykja, 7 pot, 8 tveir eins, 9 kúga, 10 beiðni, 12 tjón, 14 ólán, 15 lík, 16 belti, 17 happdrætti, 18 hestur. Lóðrétt: 1 glaði, 2 í röð, 3 bardagi, 4 lið- aða hárið, 5 maka, 9 mjólkurvöru, 11 stórhýsi, 13 hvíldarstund, 14 rit, 17 nafnbót. Lausn: Lárétt: 1krafla,6ást,7ot,8tt,9oka, 10ósk,12tap,14böl,15ná,16ól, 17das,18klár. Lóðrétt: 1káti,2rst,3at,4lokkana,5ata, 9ost,11höll,13pása,14bók,17dr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.