Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 10
23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Arnold Schwarzenegger um giftingar samkynhneigðra: Vill að lögum verði fylgt AP, KALIFORNÍA Ríkisstjóri Kali- forníu, Arnold Schwarze- negger, hefur fyrirskipað borg- aryfirvöldum í San Francisco að virða lögin og stöðva útgáfu giftingarvottorða til fólks af sama kyni. „Það er kominn tími fyrir borgaryfirvöld að þau hætti að feta þennan hættulega veg að hunsa lögin,“ sagði Schwarze- negger á ráðstefnu repúblíkana á föstudagskvöldið. „Það eru skilaboð mín til San Francisco.“ Borgarstjóri San Francisco, demókratinn Gavin Newsom, ákvað í síðustu viku að veita samkynhneigðum pörum gift- ingarvottorð. Það er í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld í Bandaríkjunum staðfesta gift- ingu homma og lesbía. Talsmenn Newsoms segja að borgarstjóranum finnist tilskip- un Schwarzeneggers spaugileg. „Sannleikurinn er sá að þúsundir manna hér eru í alvarlegum sam- böndum sem eru viðurkennd nú í fyrsta skiptið,“ sagði talsmaður- inn. „Við hvetjum ríkisstjórann til þess að hitta nokkur paranna til þess að hann átti sig á því að það sem er hér á seyði er bæði lögmætt og kærleiksríkt.“ ■ SAN FRANCISCO Borgaryfirvöld í San Francisco hafa farið í mál við Kaliforníuríki á þeim for- sendum að lög sem banna gift- ingar samkynhneigðra brjóti í bága við stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Á fjórða þúsund sam- kynhneigð pör hafa verið gefin saman í San Francisco síðan borgarstjórinn Gavin Newsom ákvað að heimila slíkar hjóna- vígslur fyrir rúmri viku. Borgaryfirvöld vilja að dóm- stólar skeri úr um hvort lög sem skilgreina hjónaband sem ein- ingu karlmanns og konu sam- ræmist jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar. Newsom segist ekki iðrast gjörða sinna en fagnar því þó að málið skuli vera komið í hendur dómara. Samtök sem leggjast gegn giftingum samkynhneigðra hafa einnig leitað til dómstóla til að fá sínu framgengt. Tals- menn samtakanna halda því fram að tilgangurinn með máls- höfðun borgaryfirvalda sé að tefja málið. Framtak borgaryfirvalda í San Francisco hefur mælst mis- vel fyrir. Arnold Schwarze- negger, ríkisstjóri í Kaliforníu, segir að þau hjúskaparvottorð sem gefin hafi verið út til para af sama kyni hafi ekkert laga- legt gildi. Enn hefur enginn fetað í fót- spor Newsoms en borgarstjórar í Chicago, Salt Lake City og víð- ar hafa sýnt honum stuðning. Richard Daley, borgarstjóri Chicago, segist ekki hafa neitt á móti því að gefin séu út hjúskap- arvottorð fyrir pör af sama kyni. „Þau elska hvort annað alveg jafnmikið og hver annar,“ segir Daley. Margir stjórnmálamenn, jafnvel frjálslyndir demókratar, hafa gagnrýnt borgaryfirvöld í San Francisco harðlega. Sam- kynhneigður þingmaður repú- blikana í Massachusetts segir að framtak Newsoms geti orðið til þess að grafa undan baráttunni fyrir auknum rétti samkyn- hneigðra þegar til lengri tíma sé litið og orðið vatn á myllu þeirra sem vilja banna giftingar homma og lesbía með stjórnar- skrárbreytingu. Samtök sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra hafa biðlað til Mary Cheney, lesbískr- ar dóttur Dicks Cheney, varafor- seta Bandaríkjanna, um að ljá málstað þeirra lið og fordæma áform stjórnvalda um að banna giftingar samkynhneigðra með stjórnarskrárbreytingu. Yfir 3.000 manns hafa sent áskorun til Cheney á heimasíðu sem til- einkuð er henni. Faðirinn, Dick Cheney, hefur lýst því yfir að ef George W. Bush Bandaríkjafor- seti ákveði að styðja slíka stjórn- arskrárbreytingu muni hann gera slíkt hið sama. ■ Ma llorc a 34.142 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Po rtúg al 38.270 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Krít 48.230 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Co sta del Sol 53.942 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Be nid orm 35.942 kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! SCHWARZENEGGER Borgarstjóri San Francisco leyfði nýverið giftingu samkynhneigðra. Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur skipað honum að draga leyfið til baka. GAVIN NEWSOM Borgarstjórinn í San Francisco heimilaði hjónavígslur samkynhneigðra fyrir rúmri viku. BRÚÐKAUP Á fjórða þúsund samkynhneigð pör hafa verið gefin saman í ráðhúsinu í San Francisco á undanförnum dögum. Hart deilt um giftingar samkynhneigðra Borgaryfirvöld í San Francisco hafa höfðað mál á hendur Kaliforníuríki vegna laga sem banna giftingar fólks af sama kyni. Yfir 3.000 samkyn- hneigð pör hafa verið gefin saman síðan borgarstjórinn aflétti banninu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.