Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 14
Það er alkunna að það hefur veriðeitt af meginmarkmiðum stjórn- valda undanfarin tólf ár eða svo að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af tilteknum sviðum samfélagsins – einkum viðskiptalífinu. Ríkið hefur selt atvinnufyrirtæki og bankana sem áður voru í eigu ríkisins og lutu beinni eða óbeinni stjórn stjórn- málamanna. Samhliða þessu hafa stjórnvöld innleitt lög og reglugerð- ir Evrópska efnahagssvæðisins sem marka starfsumhverfi atvinnulífs- ins. Þar sem bein afskipti stjórn- valda voru tíð á árum áður og lög og reglugerðir íþyngjandi atvinnulíf- inu hefur þetta leitt til þess að ís- lenskt atvinnulíf hefur gengið í gegnum miklar breytingar og stefn- ir í að verða svipaðra atvinnulífi í nágrannalöndum okkur og þar af leiðandi samkeppnishæft. Þrátt fyr- ir nokkurn ágreining um einstök mál – og jafnvel einstök fyrirtæki – ríkir almenn sátt í samfélaginu um þá stefnu sem rekin hefur verið. Nú deila menn fremur um fínstillingu reglugerðanna en umturnun á grunni atvinnulífsins á fárra miss- era fresti eins og siður var áður. Þessi stefnubreyting stjórnvalda ætti að gera þau betur í stakk búin til að fást við verkefni sem eftir eru hjá ríkisvaldinu. Ef halda á sömu stefnu væri næsta skref að meta með hvaða hætti mætti endurlífga skólastarf og rekstur á heilbrigðis- sviði með sama hætti og gert hefur verið með aðrar greinar atvinnu- lífsins. Þrátt fyrir að menntun og heilbrigði séu mikilvægir þættir í samfélaginu er ekki þar með sagt að ríkisvaldið sé best til þess fallið að sinna þessum þáttum. Líklega geta einkaaðilar náð fram hag- kvæmari rekstri og aukið þjónust- una á þessum sviðum eins og öðr- um; til dæmis bankaþjónustu. Verk- efni ríkisins væri þá hið sama og í viðskiptalífinu; að marka atvinnu- greinunum reglur. Samhliða því að færa rekstur fleiri atvinnugreina frá ríki til einkaaðila geta stjórnvöld síðan endurskoðað hefðbundið hlutverk ríkisvaldsins. Aukin harka í undir- heimunum og sífellt meira áberandi glæpir benda til þess að endurskoð- unar sé þörf í lögreglumálum. Yfir- vofandi einhliða uppsögn Banda- ríkjastjórnar á varnarsamningnum kallar á endurskoðun varnarstefnu landsins. Þá er löngu tímabært að endurskoða markmið stuðnings rík- isvaldsins við einstaklinga sem standa höllum fæti; bæði þá sem þiggja lífeyri og eins þá sem njóta niðurgreiddrar læknis- og heilbrigð- isþjónustu. Núverandi kerfi getur ekki staðist til lengdar og því nauð- synlegt að efna til víðtækar umræðu um hvers kyns kerfi eigi að taka við. Með því að sleppa höndum af viðskipta- og atvinnulífinu hafa stjórnvöld því fengið óskastöðu til að móta alvöru pólitík sem snýst um grundvallarþætti ríkisvaldsins. Annars vegar skyldu þess að tryggja borgurunum öryggi í dag- legu lífi sínu og hins vegar að styðja þá sem standa höllum fæti. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um valddreifingu og hlutverk ríkisvaldsins. 14 23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ósveigjanlegur reglur „Á morgun verður sr. Frank M. Halldórsson sjötugur og lætur því nú af störfum sem sóknar- prestur Nessafnaðar í Reykjavík, þar sem hann hefur þjónað í meira en fjörutíu ár. Verður það þá enn óhagstæðara, hlutfallið milli presta af því tagi sem kannski mætti kalla af einhverj- um gömlum skóla - þó slíkt hug- tak sé kannski flóknara innan kirkju en annarra stofnana - og svo þeirra presta sem kalla mætti nútímalegri, meira í elt- ingarleik við tíðarandann. Hlut- fallið milli þeirra presta sem sækjast ekki eftir sviðsljósi fyrir sjálfa sig og telja sig ekki flytja eigin boðsskap heldur annars, og svo þeirra presta sem vilja vera númer sjálfir, sífellt að eltast við það sem þeir halda að tískan heimti hverju sinni, jafnvel grát- klökkir og jarmandi yfir ein- hverju sem þeir halda að þeir eigi að gráta og jarma yfir. Sr. Frank hefur aldrei tilheyrt þess- um síðari hópi, en nú lætur hann af embætti og við tekur maður að nafni Örn Bárður Jónsson og er vonandi að hann geri lukku í Nessókn og um land allt. Reyndar er ekkert nýtt að skipta megi prestum í skrumpresta og aðra - og sjálfsagt lítið til í því að kenna aðra hvora tegundina við nýjan skóla. [...] Nóg um það; það stóð ekki til að fara að fjalla hér um ólíkar prestategundir eða upphafning- artendens nútímans. Talið barst eingöngu að prestastéttinni þar sem nú lætur af störfum fyrir aldurs sakir sá sem lengst hefur starfað af þeim nú eru sóknar- prestar í Reykjavík. Og hvað með það? Jú, það leiðir hugann að ósveigjanleika þeirra reglna sem menn hafa komið sér - og öðrum upp. Opinberir embættis- menn þurfa að hætta sjötugir og sama regla gildir um presta þjóðkirkjunnar. Engu skiptir hvernig maðurinn hefur reynst, hvernig hann er til heilsunnar, hætta skal hann og getur þá bara farið í sund eða eitthvað annað þar sem hann er ekki fyrir.“ AF ANDRIKI.IS ■ Af Netinu Komið að grunnþáttum ríkisvaldsins VINNUVÉLADEILD 111. grein um illa meðferð á skepnum Mánudaginn 16. febrúarræðst fram á ritvöllinn kona er heitir Magnea Hilmars- dóttir, undir yfirskriftinni að hún sé að því er virðist sérstök áhugamanneskja um bætta dýra- vernd. Þekkingarleysi Nú er það svo að vegna þekk- ingarleysis virðist Magnea ekki vita að hundarækt er ekki aðeins stunduð að Dalsmynni á Kjala- nesi, til er bær í Eyjahreppi á Snæfellsnesi þar sem bóndinn elur smalahunda með mjög góð- um árangri, svo góðum að hund- ar hans hafa fengið verðlaun fyrir gott uppeldi, veit Magnea hvað húsfreyjan á þeim bæ heit- ir? Er hún viss um að hún heiti ekki Ásta? Svo er ekki, um það get ég frætt Magneu. En þetta segir okkur að þeir sem fram á ritvöllinn hlaupa geta svo sann- arlega farið yfir strikið með þekkingarleysi sýnu, og með því ekki aðeins skaðað þá sem skrif- unum er beint að heldur einnig aðra. Skrif Magneu eru varla svaraverð. Ekki er þó annað hægt en velta því fyrir sér hvert gagn aðilar sem skrifa líkt og Magnea gera til bættrar umhirðu og verndunar dýra. Upphrópanir og tilvitnanir eru að mínu mati ekki til þess fallnar að gera gagn. Magnea sakar Ástu í Dalmynni „syðri“ um illa meðferð á dýrum og ekki er hægt að skilja skrif hennar öðruvísi en að hún sé að ásaka um- hverfisráðuneytið og héraðsdýra- lækni um embættisglöp, þá ef- laust vegna þess að ekki hefur verið farið að geðþóttahugmynd- um hennar. Um eitt get ég verið sammála Magneu, það er að ef dýr fá illa meðferð, ekki síst á fyrstu mánuðum eftir fæðingu, þá verða þau taugaveikluð og þýðast illa mannfólkið. Þetta get ég staðfest þar sem ég og sam- býliskona mín fengum þannig dýr fyrir nokkrum árum, en það var ekki frá Dalsmynni. Ekki bar á neinni taugaveiklun Í skrifum sínum vitnar Magnea til einhverra sem ekki þora að koma fram undir eigin nafni um ástand mála í Dals- mynni. Varla getur talist trú- verðugt að vitna í huldufólk sem segist hafa komið að Dalsmynni. Til að gæta sanngirni tel ég nauðsynlegt að geta eigin reynslu og kynna við hjónin í Dalsmynni syðra. Ég hef komið tvisvar í Dalsmynni til þeirra hjóna, í bæði skiptin vegna þess að okkur langaði að eignast hund. Í bæði skiptin skorti ekk- ert á að við fengjum að skoða það sem við vildum skoða, „en dýrin tala sínu máli“, um það erum við Magnea sammála, og það gera báðar tíkurnar sem við höfum fengið í Dalsmynni, þá fyrri fengum við snemma sl. haust, yndislegt dýr sem hefur verið okkur til mikillar ánægju. Ekki bar á neinni taugaveiklun í því dýri þegar við fengum það, þvert á móti. Hitt dýrið fengum við í heimsókn í Dalsmynni í sömu viku og huldufólkið segist hafa komið þangað. Það dýr var eins og hitt í mjög góðu jafn- vægi, bæði dýrin eru með ein- dæmum mannelsk og skemmti- leg og reglulega gaman að sjá þær litlu leika sér saman. Ill meðferð á dýrum er alvarleg Dýrin tala og ég get ekki séð að Ásta í Dalsmynni fari illa með dýr, við skoðuðum mörg, öll voru eins gæf, og engan veginn var hægt að sjá að þeim liði illa. Ill meðferð á dýrum er í mínum huga alvarlegt mál, einnig þegar fólk tekur sig til og ásakar aðra á svo alvarlegan hátt sem Magnea gerir í skrifum sínum. Ef ég væri í sporum ábúanda í Dalsmynni, bæði Dalsmynni á Kjalarnesi og Dalsmynni á Snæ- fellsnesi, mundi ég íhuga mál- sókn á hendur Magneu fyrir róg- burð. En mál er að linni, einhverjar hvatir liggja til þess að Magnea og fleiri fara fram síendurtekið með ásakanir á hendur Ástu í Dalsmynni. Mín kynni, og ég fullyrði að fleiri eru sömu skoð- unar og ég, eru að dýrunum í Dalsmynni líði vel. Hópur fólks sem hefur áhuga á dýravernd Magnea, ef við tökum mál til umræðu, þá ber að gera það á málefnalegan hátt, ekki með upphrópunum eða ásökunum sem ekki eiga við rök að styðj- ast. Ef þú vilt bæta dýravernd í landinu þá ber að gera það á annan veg en þú kaust að gera í skrifum þínum um 111. grein um illa meðferð á skepnum sem mér hefur ekki tekist að finna. Hins vegar veit ég að þú ert talsmaður áhugahóps sem er á móti hvolpaframleiðslu. Hópur fólks sem hefur áhuga á dýra- vernd á Íslandi stendur fyrir heimasíðu, þar tekur þessi hóp- ur sérstaklega fram að það biðji fólk að sleppa því að senda inn ærumeiðandi eða særandi efni, túlka verður þessa beiðni á þann hátt að hópur þessi vilji ræða málefnalega um dýra- vernd, það vilja allir dýravinir gera, enda er það líklegra til ár- angurs en upphrópanir og róg- burður. ■ Andsvar GUNNAR MÁR KRISTÓFERSSON ■ áhugamaður um dýravernd skrifar. Gaman að sjá loksins könnunsem leiðir í ljós að þeir ung- lingar sem stunda tónlistarnám séu ólíklegir til að neyta vímu- efna. Þegar hafa kannanir leitt í ljós fylgni milli íþróttaiðkunar ungs fólks og heilbrigðra lífs- hátta en engum hefur áður hug- kvæmst að sýna fram á forvarn- argildi tónlistarnáms. Íþrótta- hreyfingin hefur náð að hagnýta sér afskaplega vel þessar kann- anir og rakar saman fé vegna þess að mál manna virðist hafa verið að glötunarbraut sé búin hverjum þeim unglingi sem ekki er í íþróttafélagi – en nú er sem sé komið í ljós að til er önnur iðja sem er til þess fallin að halda unglingunum á vegi dyggðarinnar. Að þessu sögðu: getur hugs- ast að við höfum látið félagsvís- indamenn telja okkur um of trú um að þeir hafi eitthvert vald á þekkingu um líf okkar umfram okkur sjálf? Að við séum farin að halda að búa þurfi til félagsfræðilega könnun fyrst til að styðjast við vilji maður halda ein- hverju fram, eða yfirhöfuð finnast eitthvað? Og mað- ur þurfi jafnvel að láta fara fram innra með sér slíka könnun í hvert sinn sem maður veltir vöngum yfir einhverju? Fjörutíu og níu prósent af mér telja að ég eigi að fá mér hrökkbrauð á eft- ir en átján prósent eru andvíg, þrjátíu og þrjú prósent tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara... Tópasneysla og kirkjusókn Eru niðurstöður félagsvísind- anna óyggjandi? Sjálfur var ég á skólaárum óvenju eindreginn tossi í stærðfræði og enn ber ég lítið skynbragð á tölur – en getur ekki hugsast að hægt sé með könnunum að sýna fylgni milli alls? Svo maður dikti upp dæmi: fólk sem borðar Tópas er kirkju- ræknara en fólk sem kýs rauðan ópal; konur sem eru örvhentar eru líklegri til að eiga sér leynd- an draum um ástarfund með Roger Whittaker en rétthentar konur; marktæk fylgni er á milli mikillar fiskneyslu hjá körlum um fertugt og lítillar skautaiðk- unar... Og svo framvegis: við vit- um ekki fyrir víst hvenær um falskt samhengi er að ræða og hvenær raunverulegt, þetta er alltaf túlkunaratriði félagsvís- indamannsins og á endanum er það alltaf hann sem býr til sam- hengið, sem vissulega er mis- jafnlega langsótt. Falskar teng- ingar óskyldra fyrirbæra kunna að vera meinlaus iðja en þó er hætt við að ofuráhersla nútím- ans á kannanir af þessu tagi – sem iðulega eru kenndar við hugtakið lífsstíl – leiði til óþarf- lega staðlaðra mynda af fólki og skapi þrýsting á einstaklingana að tileinka sér pakka af skoðun- um, neyslu og lifnaðarháttum, sem auglýsingahönnuðir hafa út- búið með tilstyrk þessara kann- ana. Við verðum fátæklegri fyr- ir vikið. Við erum svipt skekkj- unni. Verðum útreiknanleg. Félagsvísindin gera tilkall til að koma í staðinn fyrir hyggju- vit einstaklinganna; það sem við getum sagt okkur sjálf vilja fé- lagsvísindin fá að segja okkur; það sem við vissum fyrir segja þau okkur svo ábúðarmikil að okkur finnst eins og hér séu bor- in á borð ný sannindi. Hvað seg- ir þessi könnun og allar hinar um íþróttaiðkun unglinga okkur í rauninni? Að þeir unglingar sem hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni séu ólíklegir til að láta sér leiðast? Að þeir ungling- ar sem vanir eru að standa sig vel séu ólíklegir til að standa sig illa? Að þeir unglingar sem eiga að mæta á æfingu á eftir séu síð- ur líklegir til að fá sér í pípu en hinir sem ekkert hafa fyrir stafni? Tónlistin guðlega Að þessu sögðu: erfitt er að ímynda sér betri iðju fyrir börn og unglinga en að stunda tónlist- arnám, ná smám saman valdi á hljóðfæri, enda tónlistin eitt- hvert fegursta dæmið sem til er um það hvernig maðurinn getur nýtt gáfur sínar, huga og hönd: tónlistin er hið guðlega svæði í manninum. Í tónlistarnámi læra börnin að sitja við og einbeita sér algjörlega, þau tileinka sér það sem oft er talað um að skorti hjá íslenskum börnum: aga. Þau læra að ástundun skilar sér. Þau fá heilbrigða sjálfsmynd því þau komast að því hvers þau eru megnug, hvað þau geta – og hvað þau ættu að geta með áframhald- andi ástundun. Hið sama gildir um skák, teikningu, hannyrðir, hesta- mennsku, dans, smíðar, ritlist... Þetta vita flestir foreldrar og reyna að átta sig á því hvar hæfileikar barnsins liggja og hjálpa því síðan að þroska þá. En vissulega er ánægjulegt að félagsvísindin skuli hafa kom- ist að þessu um síðir. Það verð- ur kannski til þess að við þurf- um ekki lengur að búa við mál- flutning þar sem nánast er látið að því liggja að eiturlyfjabraut- in bíði þeirra barna sem ekki eru í íþróttum. ■ Forvarnargildi tón- listarnáms Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um kannanir. ■ Það verður kannski til þess að við þurfum ekki lengur að búa við mál- flutning þar sem nánast er látið að því liggja að eitur- lyfjabrautin bíði þeirra barna sem ekki eru í íþróttum. ■ Dýrin tala og ég get ekki séð að Ásta í Dals- mynni fari illa með dýr, við skoðuðum mörg, öll voru eins gæf, og engan veginn var hægt að sjá að þeim liði illa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.