Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Einn af oss trulofun.is Þau tíðindi berast nú vestan fráBandaríkjunum að þeir sem sár- ast syrgja háhyrninginn Keikó og vilja blessa og varðveita minningu hans hafi nýverið komið saman í fylkinu Óregón og kveikt á kertum og lesið ljóð og hlustað á séra Thom- as Chatterton og fleiri góða menn flytja minningarorð. En nú eru liðin nokkur ár síðan illhveli þetta var sett á eftirlaun í Vestmannahöfn með mikilli viðhöfn. Viðdvöl Keikós í Vestmannaeyjum varð þó styttri en ráð hafði verið fyrir gert, og launaði hann Vestmannaeyingum gistivinátt- una með því að slíta trúlofun sinni við bíldekk það sem bæjarbúar höfðu útvegað honum sem lífsföru- naut og stakk af til Noregs, þar sem þetta ferlíki bar síðan beinin og er dysjað á ókunnum stað – til að fyrir- byggja átrúnað, helgiathafnir og pílagrímsferðir bandarískra syrgj- enda. Í MINNINGARORÐUM sínum ku séra Chatterton hafa sagt að Keikó hefði „ekki verið mennskur – en hann var samt einn af oss“. Þessi samsömun hins bandaríska kenni- manns með illhvelinu útskýrir margt sem einum Evrópumanni þyk- ir undarlegt og jafnvel óskiljanlegt í fari hins risavaxna granna okkar í vestri. ÞAÐ vill vefjast fyrir mörgum að skilja framferði Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi, ekki síst þá kerfisbundnu fyrirlitningu og yfir- gang sem þeir sýna að staðaldri gagnvart helstu samtökum mann- kynsins, hinum Sameinuðu þjóðum. Sömuleiðis er það næstum ofvaxið mannlegum skilningi hvernig Bandaríkjamönnum hefur tekist að espa friðsaman Arabaheiminn upp á móti sér með brennandi olíu- þorsta sínum og hernaðarlegum stuðningi við glæpamannalepp- stjórnina í Sádi-Arabíu. EN allt verður þetta samstundis eðlilegt og skiljanlegt í ljósi orða hins ameríska kennimanns að Bandaríkjamenn hneigist frekar til að samsama sig háhyrningum heldur en mönnum, og þessi mikla þjóð hafi fundið sálufélaga sinn í Keikó og meðal þeirra stórhvela sem ennþá synda fram og aftur um heimshöfin í þeim tilgangi að sýna mátt sinn og megin og svelgja í sig smáa fiska. Eða eins og séra Chatterton orðaði það svo snilldarlega: „Hann var einn af oss.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.