Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 23. febrúar 2004 Þú getur losnað við samviskubitið án þess að segja bless við colabragðið BREYTTU RÉTT Prófaðu ískalt Pepsi Max – Alvöru bragð, enginn sykur N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 1 1 2 0 4 • s ia .i s Friðargæsluliðar: Skjóta hunda OSLÓ, AP Myndband sem sýnir norska friðargæsluliða í Kosovo skemmta sér við það að skjóta hunda hefur vakið hörð viðbrögð í Noregi. Myndbandið var sýnt í sjónvarpi eftir að það hafði geng- ið manna á milli í tölvupósti. Í einu atriði sést hermaður skjóta hund af löngu færi með riffli undir tónlist og skerandi hlátri. Félagi hans heldur áfram að skjóta dýrið þar sem það engist um á jörðinni. Annað myndbrot sýnir friðargæsluliða skjóta hund sem er bundinn við hús. „Við lítum málið mjög alvar- legum augum og ætlum okkur að komast til botns í þessu,“ segir Thom Knustad, talsmaður norska hersins. ■ mál til lögreglu,“ segir Bjarni Tómas Sigurðsson. Hann sagði að Birna Sigfúsdótt- ir, æðsti maður á Íslandi, hefði aug- ljóslega skráð hann sem fjárfesti til að komast til aukinna metorða. Oddný Pétursdóttir húsmóðir segist hafa lent í því sama og verið skráð fyrir eignarhlut án eigin vit- undar. Frekara landnám Í dag er allt við það sama í rekstri píramídans. Ekki hefur bæst við fyrirtæki, þvert á móti fækkar þeim, og afsláttarkortið er sáralítið virkt. Innri búðin er einungis horn í vöruskemmu Jóna í Sundahöfn. Þar er að finna golfkúlur og ostaskera og fullyrt er að eigendur Sprinkle séu hættir við þá búð. „Við erum að undirbúa lögreglu- kæru sem við ætlum að leggja fram strax eftir helgi. Það hafa fleiri bæst í hóp þeirra sem vilja fá endurgreitt. Þeirra á meðal er fjöl- skylda sem á inni 9 milljónir króna,“ segir Sólveig Hafsteins- dóttir, fyrrverandi félagi í SprinkleNetwork. Sólveig á inni vinnulaun og símakostnað en gerð- ist aldrei fjárfestir. „Ég get ekki horft aðgerðalaus á það sem þessir menn eru að gera. Ég vil stöðva þá umfram allt. Það verður að stöðva þessa fjárglæfra- menn í öllum þeim löndum þar sem þeir eru að mergsjúga fólk,“ segir Sólveig. Hún segir að svo virðist sem Sví- arnir horfi ekki lengur til þess að standa við þau fyrirheit sem gefin voru um afslætti á Íslandi heldur ætli þeir sér að ná í peninga í öðrum löndum með því að selja kort og eignarhluti í því sem ekkert er. „Mér skilst að lítið sé orðið um sölu á afsláttarkortum á Íslandi. Nú er áherslan lögð á það að þjálfa upp fólk til að selja afsláttarkortin í öðrum löndum. Nú eru þeir að koma sér fyrir í Bretlandi, Spáni, Finnlandi og Hollandi. Það er skuggalegt,“ segir Sólveig. Hún segist halda að enn séu á milli 10 og 20 manns í Sprinkle á Ís- landi en yfir 100 manns hafa farið út og krafist endurgreiðslu. Sólveig segir að lögfræðingur útgöngufólksins nái ekki lengur sambandi við Svíana. „Þeir eru hættir að svara lög- fræðingnum okkar. Þeir eru samt enn að senda þeim sem er komnir út úr samtökunum boð um að taka þátt í þjálfun í Gautaborg síðustu helgina í febrúar,“ segir Sólveig. „Ég veit ekkert um þetta fyrir það fyrsta,“ segir Teódóra Marin- ósdóttir, einn af æðstu mönnum SprinkleNetwork á Íslandi, að- spurð um stöðu mála hjá Sprinkle á Íslandi. Aðspurð fullyrti hún að innri búðin væri að komast á legg og það væru engin sérstök vandamál sem steðjuðu að sænsku sölukeðjunni en neitaði að tjá sig frekar um málið. „Ég hef ekki heimild til að tala við fjölmiðla,“ svaraði hún. Svíarnir hafa undanfarið verið að hasla sér völl í Noregi. Síðustu daga hafa verið haldnir fundir á Radisson SAS í Bodö þar sem fólk flykkist að með sparifé sitt eða lánsfé til að kaupa gullin loforð um gróða. Á fjármálsíðunni ww.hegn- ar.no er sagt frá þessu landnámi Svíanna sem skildu eftir sig sviðna jörð á Íslandi en hasla sér nú völl í Noregi. ■ FARALDUR Rannsóknir hafa sýnt að þekkt bóluefni gegn inflúensu vinn- ur á H5N1-veirunni, sem veldur fuglaflensu. Sjúkdómurinn, sem hefur dregið 22 manneskjur til dauða, hefur nú borist í heimilisk- etti í Taílandi. Vísindamenn í Ástralíu segja að með bóluefninu Relenza sé bæði hægt að fyrirbyggja sjúkdóminn og slá á einkennin eftir að smit er kom- ið fram. Relenza hefur hlotið sam- þykki lyfjaeftirlitsstofnana í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Asíu. Þrír heimiliskettir í Taílandi drá- pust eftir að hafa smitast af fuglaflensu. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hefur lýst áhyggjum af því að ný smitleið kunni að opnast þar sem gæludýr eru yfirleitt í nánu samneyti við menn. Ekki er vitað hvort veiran getur borist úr köttum í menn en taílenskir dýralæknar hafa ráðlagt fólki að halda sig fjarri köttum á þeim svæðum þar sem stunduð er alifuglarækt. Fuglaflensan hefur borist til tíu Asíulanda en áttatíu milljón- um alifugla hefur verið slátrað til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sjö manns hafa látist úr fuglaflensu í Taílandi og fimmtán í Víetnam en allir höfðu þeir kom- ist í beina snertingu við sýkta fugla. Sjúkdómurinn smitast ekki manna á milli. ■ Þrír heimiliskettir drápust úr fuglaflensu: Þekkt bóluefni vinnur á veirunni TAÍLENSKUR KÖTTUR Fuglaflensa hefur greinst í heimilisköttum í Taílandi og hefur fólk verið varað við því að umgangast ketti á svæðum þar sem stunduð er alifuglarækt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.