Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 8
8 11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR KAMPAKÁTUR KANSLARI Um það bil þúsund fyrirtæki sýna afurðir sínar á alþjóðlegu flugsýningunni sem hófst í Berlín í gær. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, tók kátur á móti líkani af evrópsku geimflauginni Ariane 5. FORSETINN Engar sérstakar reglur gilda um samskipti forseta- embættisins og ráðuneyta í tengslum við opinberar heim- sóknir forsetans eða heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja hingað til lands. Hins vegar hafa skapast ákveðnar hefðir og venjur varð- andi slíkar heimsóknir sem fylgt er í framkvæmd. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins úr stjórnkerfinu hefur forseti ætíð samráð við rík- isstjórn þegar opinberar heim- sóknir eru ákveðnar og skipulagð- ar. Þetta á við um svokallaðar þjóðhöfðingjaheimsóknir sem kallast á máli diplómata „state visits“. Ef um þjóðhöfðingjaheim- sókn er að ræða er það skrifstofa forsetans sem annast skipulagn- ingu en í samráði við utanríkis- ráðuneytið, einkum prótókoll- skrifstofu þess. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í samtali við Fréttablaðið að mikilvægt væri að gera greinar- mun á opinberum erindum og einkaerindum forsetans. Skilin væru oft mjög óljós. „Það má segja að eðli málsins samkvæmt sé rétt af forseta að hafa samráð um öll sín opinberu samskipti. Og þegar mörkin milli einkaerinda og opinberra erindi eru óljós þá myndi ég gefa það ráð að muna alltaf eftir því að maður er for- seti,“ sagði Sigurður. ■ SKIPULAGSMÁL Borgaryfirvöld í Reykjavík munu ekki verða við áskorunum um að fresta fram- kvæmdum við færslu Hring- brautar og bera málið undir at- kvæði íbúa samhliða forsetakosn- ingunum í sumar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að hafin væri söfnun undir- skrifta þar sem ofangreind áskor- un er sett fram. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði í samtali við blaðið að engin efni væru til að verða við áskoruninni. „Þetta mál er einfaldlega þannig vaxið að það er ómögulegt að bera það undir at- kvæði íbúa. Það er engin já eða nei spurning í stöðunni sem íbúar geta tekið afstöðu til. Íbúalýðræði á því ekki við í þessu tilviki,“ sagði Þórólfur. Í svarbréfi borgarstjóra til Átakshóps Höfuðborgarsamtak- anna og Samtaka um betri byggð, sem óskuðu eftir atkvæða- greiðslu um málið, kemur fram að færsla Hringbrautar á sér langan aðdraganda. Samningur sem Reykjavíkurborg gerði við ríkisvaldið í október 1998 um framtíðaruppbyggingu Land- spítalans fól í sér breytta legu Hringbrautar. Segir í bréfi borg- arstjóra að málið hafi hlotið ítar- lega og vandaða meðferð innan borgarkerfisins og verið kynnt í samræmi við lög. Borgarráð hafi samþykkt skipulagsbreytinguna í fyrravor og Skipulagsstofnun hafi síðar fallist á framkvæmd- ina. Sú gagnrýni sem fram hefur komið á færslu Hringbrautar bein- ist einkum að því að verið sé að sé að sóa verðmætu byggingarlandi í Vatnsmýrinni og sex akreina stofnbraut muni skera miðborgina í sundur og rjúfa tengsl hennar við Vatnsmýrina og háskólasvæðið. Aðspurður um þessa gagnrýni sagði borgarstjóri að langtíma- markmiðið með færslu brautar- innar væri efling miðborgarinnar. borgar@frettabladid.is BÓTAMÁL Vátryggingafélag Ís- lands hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Trévirkis á fimmtu milljón króna í skaðabætur, auk vaxta, vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í janúar árið 1999. Slysið varð með þeim hætti að þakeining sem starfsmaður var við vinnu á tókst á loft í miklu hvassviðri. Starfsmaðurinn fauk með þakhlutanum um 20 metra, kom niður í grýttu fjöruborði og slasaðist illa. Héraðsdómur taldi með hlið- sjón af veðri á slysdag og lýsing- um á aðstæðum á verkstað að slys- ið yrði alfarið rakið til vanrækslu verkstjóra við að leiðbeina stefn- anda um framkvæmd verksins og sjá til þess að verkið yrði unnið þannig að hætta stafaði ekki af fyrir stefnanda. Dómurinn taldi að verkstjórnin hefði verið saknæm og því hvíldi bótaábyrgð á vinnu- veitandanum og tryggingafélag- inu. Hervör Þorvaldsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. ■– hefur þú séð DV í dag? Þingmenn á Hilton í boði Atlanta Í SKOTHELDU VESTI Hundurinn Kastor ætti að vera aðeins öruggari í skotheldu vesti. Herhundar í Írak: Komnir í skotheld vesti ÍRAK, AP Bandaríkjaher hefur látið senda skotheld vesti til Íraks fyr- ir um það bil 30 hunda sem herinn notar til að leita uppi sprengjur. Þannig vilja yfirmenn vernda hundana gegn sprengjubrotum og skotárásum sem hafa harðnað mjög að undanförnu. „Við þurfum að vernda hund- ana okkar rétt eins og við vernd- um fólkið okkar,“ sagði Jarrod Za- leski, sem hefur yfirumsjón með notkun hundanna. Auk skotheldu vestanna er nokkuð um að hundar séu settir í hlífðarskó svo þeir fái ekki skurði á loppurnar. „Nú þyrfti einhver að hanna hjálma fyrir hundana og þá værum við í góðum málum,“ sagði Zaleski. ■ BÆTUR VEGNA VINNUSLYSS Maður sem stefndi VÍS til greiðslu skaðabóta vann málið hendur félaginu í héraðsdómi í gær. Maður fær fimm milljónir í bætur vegna vinnuslyss: Fauk með þaki niður í fjöru ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Reglur um samskipti forsetans við fulltrúa erlendra ríkja byggja á siðum og venjum. Eðli- legt er talið að forsetinn hafi samráð við ráðherra um slík samskipti. Engar skráðar reglur um samskipti forseta við fulltrúa erlendra ríkja: Eðlilegt að hafa alltaf samráð Íbúalýðræði á ekki við Borgarstjóri segir að færsla Hringbrautar sé tæknilegt úrlausnarefni sem sé of flókið til að bera undir atkvæði íbúa. Hverfandi líkur eru á því að framkvæmdum verði frestað. NÝ LEGA HRINGBRAUTAR Hér sést hvernig Hringbrautin mun liggja að loknum þeim framkvæmdum sem nú eru að hefjast. Fátt virðist geta komið í veg fyrir færslu Hringbrautar úr því sem komið er, þrátt fyrir kröftug mótmæli ýmissa aðila. Þrjár milljónir í bætur: Klemmdist í vél DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi í gær tryggingafélag til að greiða manni rúmlega þrjár milljónir króna í bætur auk dráttar- vaxtar vegna slyss af vangá öku- manns. Slysið varð í júlí 1990 þegar mað- urinn var að huga að bilun í vél bif- reiðar sem hann var farþegi í. Af vangá ræsti ökumaður bifreiðina með þeim afleiðingum að maðurinn klemmdist og hlaut áverka á vinstri hönd. Hann hlaut tólf prósent ör- orku af. Fjórtán ár hefur tekið að leiða þetta mál til lykta. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.