Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 18
Náttúrulegt heilsuefni: Gott fyrir meltingu, neglur og húð Silicol sem inniheldur kísilsýru hefur haft bætandi áhrif á heilsu fjölda fólks. Það er milt, fljótandi náttúrulegt efni sem bætir meltingu og styrkir bandvef líkamans, þar með talið húð, hár neglur og beinagrind. Einnig vinnur það gegn meltingar- vandamálum, brjóstsviða og bólum. Kísill er eitt þeirra steinefna sem líkami okkar þarfnast og reyndar það mikilvægasta. Þeir sem stunda Bláa lónið vita hversu góð áhrif hann hefur á húðina. Hann er líka góður til uppbyggingar beina, liða og vöðva en til að líkaminn geti nýtt sér hann sem best þarf kísillinn að vera í formi kísil- sýru. Því er Silicol kærkomið heilsuefni á markað- inn. Það hefur verið meðal vinsælustu náttúruefna í Þýskalandi og Svíþjóð undanfarin ár. Það er bæði til sem fljótandi þykkni til inntöku og sem húðkrem sem þurrkar og bætir bólótta húð. Hér fæst það í apótekum. Gulrætur eru ríkar af a-vítamíni, söltum og pektíni. Ekki er sniðugt að afhýða gulrætur, því vítamínin eru fyrst og fremst í ysta lagi þeirra. Heldur ætti að hreinsa þær undir köldu vatni. Gulrætur eru gráupplagt nesti í vinnuna - hollar og bragðgóðar. „Náttúruleg leið til að léttast. Eykur fitubrennslu og vöðvamassa.“ Fæst í apótekum og Fjarðarkaup. Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna Kajakróður til gamans og heilsubótar: Samhent hjón á Tildru og Tjaldi Reynir Tómas og Steinunn við bátana Tildru og Tjald. Myndin er tekin við Unaós á Héraði síðasta sumar í Austfjarðaróðri. Vinsældir kajakróðurs hafa vaxið jafnt og þétt, enda kemst fólk í nána snertingu við náttúruna og kajök- um fylgir hvorki hávaði né mengun. Hreint loft í lungun og holl hreyfing eru helstu aukaverkanirnar. Þeir sem láta líkamlegt erfiði vaxa sér í augun ættu að hafa í huga að með réttri tækni verður róðurinn aðeins hæfileg áreynsla, þar sem aðalátakið kemur frá miðjum líkamanum. Galdurinn er að fara rólega af stað, gæta fyllsta öryggis og fá góða kennslu. „Kajakróður höfðar til mismunandi aldurshópa og beggja kynja,“ segir Sigurjón Þórðarson kajakleið- beinandi. „Í raun má skipta sportinu í tvo flokka. Annars vegar kajakróður í straumhörðum ám fyrir adrenalínfíklana og sjókajakróður sem hentar þeim sem vilja ferðast og njóta náttúrunnar.“ Hann segist telja að sportið henti konum jafnvel betur en körlum, þar sem þær séu oft rólegri og athugulli. „Ég mæli samt með því við alla að fara á byrjendanámskeið og læra réttu tökin. Þannig er hægt að minnka hættuna á slysum og gera sportið virkilega skemmtilegt.“ Sigurjón segir kajakróður á Íslandi ekki mikla keppnisgrein ennþá og að Reykjavíkurbikar Kajakklúbbsins sem fram fór síðustu helgi hafi aðal- lega verið tækifæri fyrir fólk að taka út bátana eftir veturinn og hittast. Nokkur fyrirtæki bjóða upp á kajakferðir á sumr- in og er þarna komin skemmtileg tilbreyting við hin- ar hefðbundnu gönguferðir. ■ Kajakróður: Hentar konum og körlum Hjónin Reynir Tómas Geirsson og Steinunn Sveinsdóttir stunda kajakróður sér til gamans og heilsubótar. Þau segja sportið góða leið til að ferðast um landið og njóta náttúrunnar saman. „Fyrir níu árum fórum við í kajakferð í Kanada með vinahjón- um okkar. Fyrr um sumarið höfð- um við reyndar fengið smá kennslu og æft okkur í Nauthóls- vík. Þetta var frábær vikuferð í Bresku Kólumbíu á vesturströnd- inni, þar sem við rerum meðal annars í fallegum eyðifjörðum. Þegar við komum heim fórum við vestur í Flókalund því við vissum af kajakaleigu þar. Þar fengum við að prófa sportið í meiri alvöru hér á Íslandi, með Sigurjóni Þórð- arsyni sem rak þarna hótel. Þegar við komum í land bað ég hann að selja mér bátana Kríu og Kjóa. Við vorum á þeim til að byrja með en keyptum seinna Tildru og Tjald. Síðan þá höfum við meðal annars róið við Nýja-Sjáland, Chile og í Karíbahafinu. Svo fór- um við til Grænlands í fyrra. Við erum í þessu frá því þegar fer að vora, förum víðs vegar í kringum Ísland, tökum jafnvel tjald með okkur og róum svo dagsferðir. Ef við förum í lengri ferðir förum við yfirleitt með stærri hópum.“ Reynir Tómas segir þau hjón eiga fleiri áhugamál, en hvað íþróttir varðar stundi þau helst róðurinn og gönguferðir. „Okkur finnst þetta upplagt sport fyrir samhent hjón,“ segir hann. Hann segir róðurinn reyna hæfilega á handleggina og snún- ingshreyfinguna góða fyrir bakið. „Þetta reynir líka á maga og lær- vöðva, eiginlega allt nema fót- leggina. Með göngunni má svo þjálfa þá.“ En það er ekki bara heilsubótin sem gerir sportið eft- irsóknarvert. „Við sjáum náttúr- una frá dálítið öðru sjónarhorni og komumst á staði sem við mynd- um annars aldrei fara á. Við höf- um til dæmis gaman af því að fara út í eyjarnar í kringum Reykja- vík, til dæmis Viðey, Þerney og Engey, og hafa það notalegt á góðu sumarkvöldi.“ audur@frettabladid.is Í mynni Seyðisfjarðarflóa síðastliðið sumar. „Þessi mynd sýnir hvað róður getur orðið stórkostlegur á góðum degi og í góðum félagsskap.“ Silicol er bæði til sem fljótandi þykkni til inntöku og sem húðkrem sem þurrkar og bætir bólótta húð. ! HEILSURÁÐ: VATN Mikilvægt er að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn og nóg af því. Hafðu alltafvatnsglas hjá þér á borðinu í vinnu - í staðinn fyrir kaffi. Sérfræðingar mæla meðtveimur lítrum á dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.