Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 25
Myndir sem birst hafa að undan- förnu um framferði hernámsliðsins í Írak gagnvart stríðsföngum sínum hafa vakið mikinn óhug um allan heim og beint athyglinni að þeim reglum sem gilda í stríði. Nú getum við hér á landi lesið okkur til um þessar reglur á íslensku því Genfar- samningarnir eru komnir út eftir margra ára þýðingarvinnu. Útgáfan er samstarfsverkefni Rauða kross Íslands og utanríkisráðuneytisins. Eftir að myndirnar birtust var í fjölmiðlum haft eftir einum þeirra hermanna sem tóku þátt í pyntingun- um að viðkomandi hefði ekki fengið neina fræðslu um mannúðarlög og hefði því ekki vitað að svona lagað mætti ekki. Nú mætti halda að al- menn siðferðisvitund ætti að nægja til að koma í veg fyrir þá meðferð á föngum sem við sjáum í myndunum. En sagan sýnir að skráðar reglur eru bókstaflega lífsnauðsynlegar fyrir varnarlausa fanga sem eru algjör- lega á valdi óvina sinna. Samning- arnir gera hvort tveggja að vernda þá sem ekki taka þátt í átökum (til dæmis stríðsfanga og óbreytta borg- ara) og setja skorður við því afli sem leyfilegt er að beita. Ef hægt væri að telja þau mannslíf sem Genfarsamn- ingarnir hafa bjargað fengist vafa- laust há tala. Eins og við höfum orðið rækilega vör við á síðustu mánuðum þá er stríð ekki eitthvað sem leið að mestu undir lok með heimsstyrjöldinni síð- ari. Það er jafn mikill partur af veru- leikanum og samtíðinni og það hefur alltaf verið. Stríð snýst um yfirráð og völd. Í þeim hildarleik eru börnin afgangsstærð. Samt eru afleiðingar stríðs alvarlegri, miskunnarlausari og afdrifaríkari fyrir börn en fyrir nokkurn annan hóp. Þau eru varnar- laus og berskjölduð, bæði gagnvart hinum fullorðnu sem heyja stríðið og gegn sjúkdómum, matarskorti og fráfalli foreldra sem stríð hefur svo allt of oft í för með sér. Á næstunni ætlar Rauði kross Íslands að einbeita sér að fjáröflun vegna verkefna sem tengjast aðstoð við börn á stríðs- svæðum. Samkvæmt Genfarsamn- ingunum njóta börn sérstakrar verndar og eiga rétt á aðstoð við sitt hæfi. Rauði kross Íslands starfar víða um heim að aðstoð við börn, bæði á stríðssvæðum og annars stað- ar þar sem þörfin er mikil. Í Kabúl í Afganistan starfar Steina Ólafsdóttir sjúkraþjálfari að því að opna mið- stöð fyrir heilalömuð börn. Á heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna vinnur Rauði kross Íslands í sam- vinnu við danska Rauða krossinn og palestínska Rauða hálfmánann að sálrænum stuðningi við stríðshrjáð börn. Í sunnanverðri Afríku njóta börn sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi stuðnings til þess að búa hjá fósturforeldrum og fara í skóla. Stuðningur Íslendinga við verk- efni til hjálpar börnum í stríði er lið- ur í því að framfylgja Genfarsamn- ingunum. Það sama má segja um út- breiðslu þekkingar um samningana, einnig hér á landi þar sem friður hef- ur ríkt um langt skeið. Ákvörðun Há- skólans á Akureyri að leggja áherslu á kennslu í mannréttindum og mann- úðarlögum er einnig mikilvægt framlag til eflingar á þekkingu og umræðu um Genfarsamningana hér á landi. Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins og Rauða krossins á Alþjóðaráð- stefnu Rauða krossins og Rauða hálf- mánans í desember í fyrra ætlum við á næstunni að stíga enn frekari skref til þess að framfylgja ákvæð- um Genfarsamninganna. Eins og myndirnar frá Írak sýna svo ljóslega verður aldrei fullunnið það verk að fræða fólk um það hvaða reglur gilda í stríði. Höfundur er framkv.stjóri RKÍ. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Stríð eru líka takmörkunum háð 17ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2004 Þá og nú Tuttuguogsjö mánuðir. Það eru ekki nema rétt rúmlega tvö ár síðan formað- ur Samfylkingarinnar lýsti því hátíðlega yfir á Alþingi að það væri stefna flokksins að opinberri stofnun yrði fengin í hend- ur „þau tæki sem hún þarf“ til að skipta fyrirtækinu Baugi hf. upp. Þarna átti nú ekki að láta sér nægja að setja einhverj- ar skorður við útþenslu fyrirtækisins, nei það var nú hvorki meira né minna en „skoðun okkar í Samfylkingunni“ að hið opinbera ætti að fá þau tæki sem þyrfti til að skipta fyrirtækinu upp. Og það var eins og Baugur var þá. Það eru liðnir tutt- uguogsjö mánuðir frá því að Samfylking- in vildi að hið opinbera skipti Baugi upp og hvað hefur breyst síðan þá? Jú það sem hefur helst breyst er þetta: 1. Baugs- samsteypan hefur hagnast um milljarða króna með ýmsum viðskiptum. 2. Baug- ur hefur verið skráður af markaði og er því ekki lengur í undir reglum Kauphall- arinnar. 3. Baugur hefur eignast tvö af þremur dagblöðum landsins og margar sjónvarps- og útvarpsstöðvar. 4. Samfylk- ingin má nú ekki heyra á það minnst að fyrirtækinu sé skipt upp. Vefþjóðviljinn á andriki.is Toppmenn í frelsi Talsverðar breytingar urðu á stöðu manna í Frelsisdeildinni [hjá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna]. Bjarni Benediktsson skaut sér upp úr því tuttugasta í það tíunda. Verður það að teljast afar gott. Heildarstig deildarinnar aukast enn og hafa nú þingmenn aðeins eitt mínusstig að meðaltali. Á toppnum nær Sigurður Kári öðru sætinu af Guð- laugi Þór sem fellur niður í fimmta sæti. Sigurður er nú sex stigum á eftir Pétri H. Blöndal sem heldur toppsætinu. Birgir Ármannsson hefur blandað sér í topp- baráttuna og er í þriðja sæti með átta stig. Ritstjórn á frelsi.is Til minnkunar Skjár einn hefur orðið sér til sérstakrar minnkunar með því að lýsa áhuga sínum á að kaupa Stöð 2 meðan ríkisstjórnin ofsækir Norðurljós. Enginn getur séð þetta sem annað en tilraun til að koma fjölmiðlinum í hendur eigenda sem eru ríkisstjórninni þóknanlegir. Andstaðan við fjölmiðlafrumvarpið er orðin svo al- menn að ég velti fyrir mér hvort nokkrir séu orðnir eftir nema Styrmir, Magnús Ragnarsson, Illugi Gunnarsson, Andrés - og Davíð? Man ekki eftir öðrum í svipinn. Framsóknarmenn eru í fári að reyna að ná fram breytingum á málinu - maður spyr sig hvort eitthvað sé að marka at- ganginn í allsherjarnefndinni eða hvort það sé bara sjónarspil? Hvernig tókst Bjarna Benediktssyni að verða mesti kerfiskarl þingsins á örfáum mánuðum? Hinir ungu sjálfstæðismennirnir ganga um með hauspoka. Egill Helgason á strik.is AF NETINU SIGRÚN ÁRNADÓTTIR SKRIFAR UM GENFARSAMNINGANA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.