Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 19
! HEILSURÁÐ: SVEFNGóður svefn er gulli betri. Sjö til átta tímar eru yfirleitthæfilegur svefntími. Best er að fara alltaf að sofa á svip-uðum tíma og vakna á svipuðum tíma.
3ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2004
„Á Indlandi var Kúndalíní jóga talið æðsta form
jógaiðkunar,“ segir Ravi Singh, sem kennt hefur
Kúndalíní jóga í 27 ár. Hann og kona hans Ana Brett
ferðast um heiminn og halda námskeið, en þau eru
væntanleg hingað til lands um miðjan maí og ætla að
kenna áhugasömum Íslendingum undirstöðuatriði
fræðanna. Þau ætla einnig að nota tækifærið og klífa
íslensk fjöll, en Ravi segir að fjallgöngur og jóga fari
einstaklega vel saman.
„Eftir öll þessi ár er ég enn mjög heillaður af
Kúndalíni jógafræðunum vegna þess hversu að-
gengileg þau eru og hversu mikil áhrif þau hafa á líf
fólks og heilsu. Reyndar tel ég að þótt fræðin séu
mjög gömul hafi þau sérstaka merkingu fyrir nú-
tímafólk, sem er að reyna að takast á við lífið. Enda
er hálfgerð jógaendurreisn í gangi víðs vegar um
heiminn og allir vilja vera með.“
Ravi segir að í Kúndalíni jóga sé mikil hreyfing.
„Flestar æfingarnar eru einfaldar en mikil áhersla á
öndun. Æfingarnar eru settar upp í runur sem kallast
kriya og leysa mikla orku úr læðingi. Kúndalíní jóga
byggir á hugmyndinni um að innra með okkur öllum
búi gríðarlega mikil orka sem fæstir ná að virkja nema
að hluta til. Með sérstökum aðferðum sé hægt að losa
um þessa orku sem efli sköpunarkraft okkar, innsæi
og innblástur. Ég hef orðið vitni að því þegar fólk nær
betri tökum á lífi sínu, andlegri og líkamlegri heilsu.
Fólk sem stundar þetta jóga hreinlega geislar.“
Ravi segist fyrst hafa kynnst
Kúndalíní jóga í Háskólanum í
Chicago árið 1972, þar sem hann
lærði sálfræði. „Við fengum til
okkar fólk sem kynnti ýmiss kon-
ar lífsspeki, til dæmis Zen-búdd-
isma og hugleiðslu. Svo kom mað-
ur að kynna Kúndalíní jóga og
mér fannst nærveru hans fylgja
meiri innblástur en hinna. Mér
fannst eitthvað sannleikskorn í
orðum hans og þau höfðuðu til
mín vitsmunalega séð. Ég hafði
prófað jóga og hugleiðslu áður en
fór nú að kynna mér þetta og
fannst það öðruvísi en allt annað
sem ég hafði kynnst. Fjórum
árum seinna fór ég til New York
til að verða rithöfundur og fór að
kenna þessa fræði. Ég stunda enn
ritstörf en mig langaði til að hafa
áhrif á líf fólks og í raun finnst
mér það takast betur með jóga-
kennslunni. Maður lærir líka
mest af því að kenna öðrum og ég
er mjög þakklátur fyrir að fá að
kenna.“
Ravi segir ekki nauðsynlegt að
stunda Kúndalíní jóga oftar en
einu sinni til tvisvar í viku til að
byrja með. „Smám saman held ég
svo að fólk vilji gera Kúndalíní að
hluta af sínu daglega lífi, enda er
það hannað til þess að vera stund-
að daglega svo manneskjan haldi
heilsufarslegu jafnvægi. Kúnda-
líní er hagstætt nútímafólki að því
leyti að það tekur ekki meira en
klukkustund á dag, því fæstir
njóta þess munaðar að geta eytt
heilu og hálfu dögunum í að gæta
heilsu sinnar.“
Nánari upplýsingar um nám-
skeið Ravis hér á landi eru á
heimasíðunni www.gbergmann.is.
audur@frettabladid.is
Kennir Kúndalínífræði:
Kraftmikið og aðgengilegt jóga
Eftir því sem árin færast yfir aukast lík-
ur á vexti húðsepa, einkum á hálsi.
Húðsepar eru ekki ósvipaðir fæðinga-
blettum, en þó oftast efnismeiri og
gjarnan lafandi þegar þeir ná að
stækka. Því er til mikils að vinna að fjar-
lægja slíka sepa, þeir eru bæði útlitslýti
og svo er ekki allt sem sýnist þegar
kemur að tilvist þeirra. Gamalt húsráð
er að kyrkja sepana, en það er gert
með því að binda um sepann fastan
spotta til að loka fyrir blóðstreymi og
bíða þess að húðsepinn detti af.
Ellen Mooney, húðsjúkdómalæknir í
Domus Medica, segir nauðsynlegt að
þeir sem losna þurfi við húðsepa leiti
undantekningalaust til læknis, þar sem
rétt er að láta greina hverrar gerðar
húðsepinn sé og gamla húsráðið sé
löngu runnið úr gildi. „Því það sem ein-
staklingnum gæti virst meinlaus húð-
vöxtur getur bæði verið varasamur fæð-
ingarblettur eða þá merki um sjúkdóm
af taugauppruna. Húðsepa er svo hægt
að fjarlægja með því að klippa þá af
með sótthreinsuðum skærum, skera þá
af, brenna eða fjarlægja með leysi-
geislum. Læknar kyrkja þá hins vegar
aldrei vegna augljósrar sýkingarhættu.“
Ellen segir mikilvægt að senda stærri
húðsepa í vefjarannsókn til að ganga úr
skugga um að ekkert alvarlegt leynist í
þeim. „Þá þarf líka oftast að sauma fyrir
skurð stærri húðsepa því annars er
hætta á öri.“ ■
[ HÚÐSEPAR ]
Læknar fjarlægi
sepana
[ NUDD ]
Örvar og styrkir
Sogæðanudd
Sogæðanudd örvar og styrkir sog-
æðakerfið, losar úrgang og eitur-
efni úr líkamanum og örvar súrefn-
isríkt blóðflæði til stífra vöðva.
Sogæðakerfið hefur enga dælu
eins og blóðrásarkerfið og er háð
hreyfingu nærliggjandi vöðva og
líffæra. Lokur í vessaæðunum
koma í veg fyrir bakflæði, en álag
og kyrrstöður ásamt röngu matar-
æði geta valdið slappa í lokum,
sem leiðir til vökvasöfnunar/bjúgs
á útlimum. Ásamt því að örva og
styrkja sogæðakerfið er meðferðin
einnig streitulosandi og slakandi.
Heildrænt nudd
Heildrænt nudd er óbundið að
formum og vinnur út frá þeirri
kenningu að spenna sé leir sem
má hnoða og hendur sem fætur
séu útgönguleiðir streitu úr líkam-
anum. Tilgangur meðferðar er að
losa smám saman um dýpri vefja-
lög og er rík áhersla lögð á traust
milli nuddþega og nuddara, sem
nauðsynlegt er, svo vinna verði
markviss og árangur góður. Þegar
unnið er djúpt getur losnað um til-
finningar og traust því mikilvægt.
Heildrænt nudd má vinna dýpra,
en þá er farið inn á orkuflæði lík-
amans og orka líkamans þannig
jafnvægisstillt.
Regndropameðferð
Regndropameðferð dregur nafn
sitt af aðferðafræði meðferðarinn-
ar, en tíu mismunandi ilmolíur eru
látnar falla úr 15 cm hæð ofan á
hrygginn. Nuddþegi upplifir þægi-
lega tilfinningu, líka því að regn-
dropar falli mjúklega á bak hans.
Regndropameðferð er sögð örva
taugaboð líkamans og hreinsa
orkustöðvar, jafna orku og efla
sogæðakerfið. Þá mun regndropa-
meðferð einnig minnka spennu í
vöðvum, auka starfsemi nýrnanna,
létta öndun, minnka gigtarverki,
rétta úr hryggnum og draga úr
streitu. Meðferðin tekur 1 klukku-
stund og hefur áhrif í 5-6 daga.
Íþróttanudd
Íþróttanudd frískar og mýkir vöðva.
Íþróttanudd byggir á svipuðum
grunni og klassískt nudd en er sér-
hæft fyrir íþróttamenn og tekur
meira á ýmsum álagsmeiðslum.
Markmið meðferðar er að hamla
álagsmeiðslum með mýkingu
vöðva og losun úrgangsefna, svo
æðar og vefir líkamans öðlist
greiðan aðgang að næringarefnum
til viðhalds og vaxtar. Vöðvateygjur
og þrýstimeðferð ýmissa við-
bragðspunkta er gjarna notað við
íþróttanudd, en slíkt eykur jafnt
fjölbreytni og eflir áhrif meðferðar-
innar.
Saltnudd
Nuddþegi er nuddaður upp úr sér-
stöku salti, sem mun perlulagað
en ekki kantað eins og venja er.
Saltnudd er sagt minnka vökva-
söfnun ásamt því að vera gott fyrir
auma vöðva. Nuddið er einnig sagt
auka orku, minnka slen og kann
að vinna bug á gigtarverkjum sem
létta á einkennum asma. Meðferð-
in tekur eina og hálfa klukkustund.
Í Kúndalíní er öndun,
hreyfing, teygjur og
hugleiðsla notuð til að
virkja alheimskraftinn
innra með okkur.
Ana Brett hefur lagt
stund á jóga og
dans síðan hún var
tíu ára. Hún nýtir sér
danstæknina til að
ná sem mestu út úr
jógahreyfingunum.
Ravi Singh hefur
þjálfað rúmlega 300
jógakennara.
Í grunninn eru þrjár ástæður
fyrir því að fólk borðar. Fólk
borðar í samræmi við lífsstíl
og hreyfingu, fólk borðar af
gömlum vana (sem hægt er að
breyta) og fólk borðar til að
deyfa sig tilfinningalega. Til-
finningalegt ofát er viðurkennt
vandamál í Bandaríkjunum.
Lausnin felst ekki í breyttu
mataræði eða breyttum lífsstíl,
að minnsta kosti ekki strax.
Fyrst verður að finna rót vand-
ans, hina tilfinninglegu vanlíð-
an, og vinna á meininu. Slík
vinna er erfið en nauðsynleg.
Vanlíðan hverfur ekki með of-
áti frekar en hún hverfur með
deyfingu í gegnum tóbaksreyk-
ingar, áfengisdrykkju eða eit-
urlyfjanotkun. Vanlíðan eykst
einungis ef ekkert er að gert.
Þegar rót vandans er fundin og
tilfinningaleg vinna er komin
vel á veg má hefjast handa við
að breyta um mataræði og lífs-
stíl. Þá ganga breytingarnar
miklu betur og minni hætta er
á falli. Bandaríkjamenn standa
okkur framar að því leyti að
þeir skammast sín ekki fyrir að
þurfa sálfræðiaðstoð. Stórt
framfaraskref í íslenskri
heilsugæslu yrði stigið ef
Tryggingastofnun færi að
greiða niður sálfræðiþjónustu.
Tilfinningalegt ofát er einungis
eitt mein sem mætti að miklu
leyti lækna með þeim hætti.
Deyfing virkar ekki til lengri
tíma vegna þess að enginn get-
ur flúið sjálfan sig.
Líkami og sál
GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI
OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM
HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR.
Lausn á tilfinningalegu ofáti?
Viltu spyrja Guðjón? Sendu póst á gbergmann@gbergmann.is.
✘